Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 36

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 36
36 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Lifandi leikhús Engar umræbur spinnast í kjölfarsýn- inga, enginn er hneykslaður, engum er misboðið, enginn er rífandi ánægður. Allir eru sáttir. Leiklist á íslandi er besta dæmi um al- þýðuleikhús sem fyr- irflnnst á Vestur- löndum. Fjöldi leikhúsgesta árlega, nær 400 þús- und, er lygilegur, að ekki sé sagt algjörlega fráleitur, og leikhús sækir fólk úr öllum stéttum, af öll- um stærðum og gerðum, með mis- munandi smekk og skoðanir en allir sækja leikhúsið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur líkar auðvitað betur en verr við þessar notalegu staðreyndir og gagnvart þessu er erfitt að koma með mótbárur eða halda því fram að sumt sé ekki margra físka virði því margt er svo óskaplega margra fiska virði en manni verð- ur fyrir að að spyrja hvers vegna þetta einstaka tækifæri sé ekki notað í beinskeyttari tilgangi. Hvers vegna VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson eru allir, já all- ir, svona ánægðir með íslenskt leik- hús? Jú, líklega vegna þess að það er svo hlutlægt. Það tekur enga afstöðu. Það er eins og málverk eftir Kjarval. Allir eru sammála um að það sé fallegt. Enginn lætur sér í hug koma að gagnrýna þessa fallegu mynd. Og þeir sem eiga Kjarval uppi á vegg heima hjá sér eru ekki bara staðfestir listunn- endur heldur líka fjárhagslega ágætlega staddir. Hið sama á við um leikhúsþjóðina íslensku. Hún er ágætlega stödd og sækir leik- hús glöð og ánægð. Hlær og skemmtir sér, veltir vöngum yfir listrænum tilþrifum leikstjóra og leikara, sumir eru svo vel að sér að geta borið saman sýningar nú og fyiir 10 eða 20 árum. Hvor var betri, Rúrik eða Pétur? Hvaða máli skiptir það? Engar umræður spinnast í kjölfar sýninga, enginn er hneykslaður, engum er misboð- ið, enginn er rífandi ánægður. All- ir eru sáttir. Hvers konar leikhús er það sem allir eru sáttir við? Jafnvel ruddaleg sýning eins og „Shopping and Fucking“ rúllar í gegn án þess að nokkur segi orð. Ekki vegna þess að sumum í hópi áhorfenda hafi ekki þótt nóg um heldur vegna þess að enginn vill virðast pempíulegur eða hlægilega viðkvæmur. „Bannað bömum“ er líklegt til vinsælda því þá má gera ráð fyrir að á sviðinu birtist ber- rassaður leikari sem sýnir þá dirfsku að fletta sig klæðum í list- rænum tilgangi. Ef við eigum leikhús sem allir eru sáttir við eigum við leikhús sem öllum er sama um. í nýjum lögum um Þjóðleikhúsið segir eitt- hvað á þá leið, að hlutverk þess sé að bjóða upp á erlend leikrit, klassísk og ný, íslensk leiki'it klassísk og ný, óperur og söngleiki klassísk og ný og danssýningar gamlar og nýjar auk þess að fara í leikferðir um landið og veita landsbyggðarfólki tækifæri til að sjá góða leiklist. Allt þetta og . meira til. Engu er líkara sam- kvæmt þessum lögum en að í land- inu sé ekki ein einasta sjón- varpsstöð, ekki ein einasta útvarpsstöð, engin kvikmyndahús, engin önnur leikhús, ekki dans- flokkur, ekki ópera. Þessi klausa eða sú sem hér er hermt eftir hef- ur staðið nánast óbreytt í lögum um Þjóðleikhús frá því fyrir 1950 er ekki var til sjónvarpsstöð, að- eins ein útvarpsstöð og þrjú bíó í Reykjavík. Allt annað menningar- umhverfi. Hlutverk Þjóðleikhúss- ins hefur breyst og í stað þess að verða því hvatning til fjölbreyttari leiklistarsköpunar eru þessi úreltu lög helsti dragbíturinn á að hér þróist íslensk leiklist, íslensk leikritun undir sjálfsagðri forystu Þjóðleikhússins sem hefur eins og allir vita helmingi meira fé til ráð- stöfunar en hálfdrættingurinn Leikfélag Reykjavíkur. Þar á bæ hafa reyndar stjómendur allar götur talið sig bundna af sama lagabálki og Þjóðleikhúsið og sam- viskusamlega reynt að sýna sams konar úrval alls kyns leikrita, ís- lenskra og erlendra, gamalla og nýrra án þess að hafa nokkum tímann þurft þess. Þar mætti sem hægast hafa uppi allt aðra stefnu og sýna ekkert nema íslensk leik- rit, nú eða pólsk leikrit og þætti þá vafalaust mörgum súrt í brotið því pólsk leikrit era yfirlýst leiðinleg á Islandi. Að ekki sé minnst á þýsk eða svissnesk, hvað þá rússnesk. Þessi skoðun þjóðarinnar, á leiðin- leika flestra evrópskra leikrita, sjónvarpsmynda og kvikmynda, skrifast á vel heppnaða dagskrár- stefnu Sjónvarpsins í 34 ár, að ekki sé minnst á frjálslynda af- stöðu kvikmyndahúsaeigenda til kvikmyndagerðar utan Holly- wood, U.S.A. Leikfélag Akureyrar hefur meira að segja fylgt í fótspor stóru systkina sinna í Reykjavík og reynt að bjóða fjölbreytt úrval þriggja leikrita á hverju leikári. Eitt íslenskt, eitt útlenskt og eitt af öðra hvora fyrmefnda taginu. Leikfélag íslands fylgir sömu stefnu og því er von að maður spyrji sig hvort nokkuð sé hægt að reka öðra vísi leikhús á íslandi. Ekki segja þeir sem vit hafa á. Þeir hafa mai'grekið til baka þá staðhæfingu að hægt sé að reka öðravísi leikhús á íslandi.Hvort mér er óhætt að benda á að Hafnafjarðarleikhúsið hefur fylgt annarri stefnu og sýnt einungis ís- lensk leikrit frá upphafi er auð- vitað viðkvæm spurning en þetta er þó staðreynd sem ég læt aðra um að velta frekar iyrir sér. Hvaða tilgangi þjónar íslenskt leikhús? Er það fyrir áhorfendur? Er það íýrir leikara? Er það íyrir leikstjóra? Er það fyrir leik- myndateiknara? Er það fyrir höf- unda? Hver er ómissandi? Enginn og allir. Er leikhús fyrst og fremst vinnustaður þar sem um gólf ganga starfsmenn sem telja starf sitt göfugra en flestra annarra. I hverju er sú göfgi fólgin? Að skemmta fólki eina kvöldstund? Að hafa ofan af fyrir því og draga það frá öðram skemmtunum, s.s. sjónvarpi og bíómyndum? Er það tilgangurinn ogmarkmiðið? Að standa sig í samkeppninni um áhorfendur? Þetta era svona spumingar sem leita á hugann þegar hann fær að reika óáreittur um stund og rifjuð er upp tilfinn- ing fyrir því hvað leikhús gæti ver- ið ef í stað ánægju og sáttar um allt sem gert er væri til staðar ágreiningur og jafnvel hræðsla við sumt af því sem fram færi í leik- húsinu. Að þeim 400 þúsundum sem þar fara um sali væri stund- um sagt eitthvað annað en það sem þeir vildu heyra. Sykur - hættulaus orku- gjafi eða skaðvaldur? ÞEGAR talað er um sykur (viðbættan syk- ur, unninn sykur, hvít- an sykur eða strásyk- ur) er yfirleitt um að ræða tvísykrutegund- ina súkrósa sem hefur verið unninn á þann hátt að honum fylgja fá eða engin næringar- efni sem voru til stað- ar í afurðinni sem hann er unninn úr - oft úr sykurreyr og sykurrófum. Súkrósi samanstendur af tveimur einsykruteg- undum sem bindast saman og nefnast þrúgusykur og ávaxtasykur. Þess má geta að súkrósa er að finna víða í fæðu eins og í mörgum ávöxtum og einnig í sumu grænmeti og kornmeti. Þriðjudagskvöldið 17. október hélt Náttúralækningafélag Islands málþing með yfirskriftinni: „Sykur - hættulaus orkugjafi eða skaðvald- ur? Frammælendur höfðu uppi mismunandi skoðanir. Sem dæmi má nefna að Anna Sigríður Ólafs- dóttir næringarfræðingur benti á þá staðreynd að sykurneysla hjá börnum og unglingum væri allt of mikil en neyslan nemur um og yfir 15% af heildarorkuefnaneyslu en miðað við manneldismarkmið ætti sykurneyslan ekki að fara yfir 10%. Nefndi hún m.a. að ef mikil neysla á viðbættum sykri væri viðhöfð yki það líkur á að viðkomandi næði ekki í öll næringarefni (vítamín, steinefni) í viðunandi magni. Jafn- framt sagði hún að sykur væri í eðli sínu ekki hættulegt efni og því eng- in þörf á að útiloka það úr fæðunni. Aðrir frummælendur voru ósam- mála Önnu Sigríði. Þannig fullyrtu Jónas Kristjánsson ritstjóri, Jón Bragi Bjarnason lífefnafræðingur og Þorbjörg Hafsteinsdóttir, hjúkr- unarfræðingur og „næringarþera- pisti“, að sykur væri eitur og ííkni- efni. Og Þorbjörg gat þess að ef sykur væri fyrst að koma fram á sjónarsviðið í dag væri hann eflaust ekki leyfður nema með framvísun lyfseðils. Og Þorbjörg benti enn- fremur á að það væri samhengi á milli sykurfíknar og alkóhólfíknar. Jón Bragi sagði sykur ekki vera náttúrulegt efni og vitnaði óspart í bók sem hefur verið á metsölulista í Bandaríkjunum og kallast „Sugar- busters“ en í þeirri bók má lesa sér til um víðþekkta megranarformúlu sem skýtur alltaf upp kollinum ann- að slagið en þar er fólk varað við að neyta mikilla kolvetna og hvatt til að borða mikið af fitu og prótein- um. Jón sagði enn fremur að það væri sérstaklega hættulegt að neyta fæðutegunda sem hefðu háan „glýsemíustuðul" vegna áhrifa þeirra á hormónið insúlín og benti í því sambandinu á grænmeti eins og gulrætur og kartöflur, hvítt pasta og hrís- grjón að ónefndum bjór. Þegar Jón Bragi var spurður að því í fyrirspurnartíma hvað hann teldi eðlilegt að almenningur fengi hátt hlutfall kolvetna úr fæðunni (en mann- eldismarkmiðin segja 50-60%) sagði hann að 25% væri heppilegt. Þess má geta að næringarfræðingar/næringar- ráðgjafar hafa í áratugi varað við kúram sem þessum þar sem þeir eru í eðli sínu hættulegir heilsu manna. Sem dæmi má nefna að ef slíkum kúrum er fylgt eftir í lengri tíma (en sem betur fer gefast flest- Næring Við verðum að fara varlega í yfírlýsingar- gleði um, segir Olafur Gunnar Sæmundsson, að hin og þessi fæðan eða tiltekinn orkugjafi sé líkama okkar stór- hættulegur. ir upp innan nokkurra vikna) auk- ast líkur á að fólk verði fyrir barð- inu á næringarefnaskorti (vítamín- og steinefnaskorti), nýrnavanda- málum, gigtarvandamálum, þrálátu harðlífi, hjartasjúkdómum og bein- þynningai-vandamálum. Höfuðverk- ir, ógleði og lystarleysi era aftur á móti algeng vandamál sem gera vart við sig á fyrstu dögum megr- unarátaksins. Þess ber að geta að Gunnar Valtýsson læknir, sérfræð- ingur í innkirtla- og efnaskiptasjúk- dómum, var einn þeirra sem tók þátt í fyrirspurnartíma og varaði hann eindregið við þessum banda- rísku skyndimegrunarbókmenntum eins og Sugar-busters og minntist sérstaklega á einn vinsælasta megrunarkúrinn í Bandaríkjunum um þessar mundir sem kallast Atk- ins-kúrinn. Atkins-kúrinn var reyndar einnig afskaplega vinsæll þar í landi fyrir um 25 áram. Sam- kvæmt kúrnum má einvörðungu neyta um 20 gramma af kolvetnum á dag (dæmi: í einu epli eru um 20 grömm af kolvetnum). Ef miðað er við um 1.200 hitaeininga fæði nem- ur kolvetnaprósentan aðeins um 7%. Ástæða fyrir vinsældum slíkra kúra er fyrst og fremst mikið þyngdartap á stuttum tíma sem að- allega má rekja til mikils vökva- taps. Eftir að hafa setið þetta málþing sýnist mér ljóst að æði djúp gjá sé á milli þeirra sem aðhyllast hina hefðbundnu næringarfræði og þeirra sem aðhyllast kenningar þar sem sykur er talinn undirót allra hugsanlegra kvilla sem hrjá nú- tímamanninn. Sem næringarfræð- ingur fullyrði ég að allir næringar- fræðingar/næringarráðgjafar eru sammála um að óhófleg sykur- neysla er óæskileg en þeir eru einnig sammála um að óhófsneysla á hverju sem er sé hættuleg. Þann- ig er hægt (og í reynd mjög al- gengt) að fólk borði allt of mikla fitu. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá er einnig hægt að fara í of mikla neyslu á grænmeti og ávöxtum þó að ofneysla slíkrar fæðu sé mjög sjaldgæf og reyndar borða allt of margir of lítið af ávöxtum og græn- meti. Það er mín skoðun að til að neysluvenjur megi breytast til batnaðar verðum við að fara var- lega í yfirlýsingagleði um að hin og þessi fæðan eða tiltekinn orkugjafi/ orkugjafar séu líkama okkar stór- hættuleg. Heldur eigum við að ein- setja okkur að temja okkur neyslu- venjur sem ýta undir eðlilega orkulega samsetningu og heildar- neyslu. Hér skiptir miklu að borða reglulega yfir daginn og góð þumal- puttaregla segir að við ættum ekki að láta líða lengri tíma á milli mála en þrjá til fjóra klukkutíma á með- an við eram vakandi. Enda er það staðreynd að ef svengdartilfinning- in er mjög æpandi borðum við gjarnan yfir okkur og sá matur sem við gjarnan veljum með eindæmum orkuríkur. Hungraður maður leitar fyrst og fremst í mat sem er sykur- og fituríkur eins og súkkulaði, kök- ur, tertur og þá ekki síður í mjög fituríkan mat eins og djúpsteikta kjúklingabita, samlokur með ma- jónessalati, olíuríkar pitsur, feitt kjöt, harðfisk með smjöri og rjóma- sósur. . Boðskapur næringarfræðinnar varðandi sykur er skýr: Óhófs- neysla sykurs er óæskileg en hún er því miður staðreynd hjá mörg- um, ekki síst hjá börnum og ungl- ingum. Þar virðist gosdrykkjaþamb vega þungt. Sykur er ekki fíkniefni heldur einfaldlega „bragðgóður orkugjafi.“ Höfundur er næringar- fræðingur, Planet Pulse. Ólafur Gunnar Sæmundsson Um sendiráð í Kanada í TILEFNI þess að nú hefur verið ákveðið að sptja á stofn sendi- ráð íslands í Kanada er við hæfi að geta aðeins forsögu þess máls á AI- þingi fyrir um þrjátíu áram. í nóvember 1971 flutti sá sem þessar lín- ur ritar ásamt tveimur öðrum þingmönnum Alþýðuflokksins, Pétri Péturssyni og Bene- dikt Gröndal, svohljóð- andi þingsályktunartil- lögu: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórn- ina að staðsetja nú þeg- ar íslenskt sendiráð í Kanada." Til- lögunni var vísað til utanríkismála- nefndar sem samþykkti einróma að fjallað yrði um málið í sambandi við nýskipan íslenskra sendiráða er- lendis, sem þá var sögð til athugunar í utanríkisráðuneytinu. Við flutning tillög- unnar á Alþingi var bent á sömu meginrök og í dag era talin til stuðnings sendiráði í Kanada, þ.e. „að í Kan- ada eru búsettir fleiri einstaklingar af ís- iensku bergi brotnir en annars staðar utan Is- lands, sem með ýmsu móti hafa haldið nafni íslands hátt á lofti í heimalandi sínu og sýnt þjóðrækni og ræktarsemi til alls, sem íslenskt er“, eins og segir í greinargerðinni með tillögunni. Ennfremur var bent á ýmsa sameiginlega hagsmuni Is- lands og Kanada, sem tengdir eru fiskveiðum og sölu sjávarafurða, og önnur sameiginleg hagsmunamál. Þótt nú séu liðin nær þrjátíu ár frá Sendiráó Því ber að fagna, segir Stefán Gunn- laugsson, að hugmyndin um stofnun sendiráðs í Kanada verður nú loks að veruleika. því hugmyndin um stofnun sendi- ráðs í Kanada kom fram á Alþingi ber að fagna því að hún er nú loks að verða að veruleika, báðum þessum vinaþjóðum til hagsbóta og fram- dráttar. Ber því að þakka þeim sem nú hafa komið þessu þarfa máli í höfn. Höfundur er fv. alþingismaður. Stefán Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.