Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 39

Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 39 MINNINGAR + Björg Pétursdótt- ir fæddist í Reykjavík 24. mars 1923. Hún lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans 16. október síðastlióinn. Foreldr- ar hennar voru: Pét- ur Jónsson, verk- stjóri á Sauðárkróki, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951 og Ólafía Sigurðardóttir, hús- móðir, f. 30. apríl 1898, d. 5. maí 1983. Systkini Bjargar: Rafn Alexander, f. 1918, d. 1997; Guðrún, f. 1920; Sigrún Dagbjört, f. 1921; Elín- borg, f. 1926; Guðný, f. 1927; Olga, f. 1928, d. 1999; Ingibjörg, f. 1930; Ingigerður, f. 1931, d. 1998; Edda, f. 1933; Hrafnhildur, f. 1936, d. 1937; Hrafnhildur Ester, f. 1939 og Brynja f. 1942, d. 1995. Björg giftist Jóni Sigurðssyni trompetleikara 16. mars 1946 og eignuðust þau sex börn og eru fjögur á lífi: 1) Sigrún Dröfn, f. 3.1. 1945, maki: Leó M. Jónsson, f. 7. mars 1942, þeirra börn: a) Jón Orri, f. 30.5.1967, b) Björg, f. 21.1. Lífið markast af tímabilum. A frumbýlisárum hjóna er lífsbaráttan oft hörðust á meðan komið er upp heimili og húsi yfir stækkandi fjöl- skyldu. Bömin vaxa úr grasi - alast upp -verða að fulltíða fólki sem fer að fljúga úr hreiðrinu, eins og sagt er. A þessum tímaskeiðum fá flest böm það veganesti sem þau styðjast við í lífínu. Foreldrar veita vernd, leiðsögn, ást og umhyggju auk þess að vera fyrirmynd. Björgu Péturs- dóttur hlotnaðist sú gæfa að vera bæði góð móðir og uppalandi sem bjó 1971, c) Eyjólfur Leó, f. 27.1. 1973. 2) Ólafía Kristrn, f. 5.7. 1947, maki Hermann Isebarn, f. 5.2. 1944, þeirra börn: a) Sig- fús Reynir, f. 17.8. 1971 b) Sigrún Ósk, f. 22.11. 1974 c) Her- mann Reynir, f. 19.1. 1978 d) Jón Björgv- in, f. 27.3. 1980 e) Dagbjört Heiða, f. 19.9. 1988. 3) Kol- brún, f. 4.12. 1950, fyrrv. maki: Hróðm- ar Helgason, f. 14.9. 1950, þeirra börn: a) Hilmar Bjöm, f. 4.1.1973 b) Margrét Erla, f. 27.8. 1977 c) Helgi Rafn, f. 2.5. 1987.4) Björg, f. 4.1.1959, sambýl- ismaður: Ágiíst Helgason, hennar dóttir: Lára Hrund, f. 15.7.1981. Barnabaraabörnin eru þrjú. Björg og Jón slitu samvistir árið 1982. Með heimilinu vann Björg m.a. við fatasaum og framleiðslu á fatnaði. Utför Bjargar fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. dætur sínar fjórar vel úr föðurgarði. Hún var af þeirri kynslóð Islendinga sem þekkti tímana tvenna - almenna fátækt millistríðsáranna, uppgang- inn á stríðsámnum og þá velmegun sem nú ríkir og margir taka sem sjálfsagðan hlut. Hún hafði lært mik- ið í skóla lífsins og átti auðvelt með að miðla af þeirri þekkingu til ann- arra. Björg Pétursdóttir sleit barns- skónum á Sauðárkróki þar sem faðir hennar, Pétur Jónsson, var verk- stjóri en hann var sonur Jóns Jóns- sonar bónda á Kimbastöðum í Skarðshreppi og konu hans Guðrún- ar Eggertsdóttur frá Skefilstöðum á Skaga. Móðir Bjargar var Ólafía Sig- urðardóttir, fædd að Eyri í Önundar- firði. Fjölskylda Péturs og Ólafíu var stór, þeim varð þrettán barna auðið og var Björg fjórða barnið. Af þess- um stóra systkinahópi eru nú sex lát- in. Frá tíu ára aldri og framyfir fermingu dvaldist Björg hjá föður- systur sinni, Guðrúnu Jónsdóttur og manni hennar, sr. Guðmundi Bene- diktssyni að Barði í Fljótum. Þar kynntist hún lífinu á stórbýli á þeim tíma sem torfbæir vom til sveita og sjálfsagt þótti að börn ynntu verk af hendi eins og aðrir. Að lokinni skóla- göngu á Sauðárkróki fluttist Björg til bróður síns, Rafns Péturssonar (d. 1997), sem þá lærði bátasmíði á Akureyri hjá Kristjáni Nóa Krist- jánssyni frá Kjaransstöðum. A Ak- ureyri vann hún við afgreiðslustörf, m.a. í mjólkurbúð KEA sem þá var í Gilinu. A Akureyri kynntist hún Jóni Sigurðssyni, sem lærði prent hjá Prentverid Odds Björnssonar en gerðist síðar trompetleikari, og gift- ist honum 1946. Þau hófu sinn bú- skap á Akureyri. Þar fæddust elstu dætur þeirra, Sigrún og Ólafía, en Björg og Jón fluttust til Reykjavíkur 1949. Ég kynntist tengdamóður minni 1965 þegar ég kom fyrst í heimsókn á heimili þeirra Jóns og dætranna að Auðbrekku í Kópavogi. Við höfum verið miklir mátar upp frá því. Björg var sterkur persónuleiki, ákveðin, rösk, glaðvær og umfram allt gædd þeim heilindum sem gera manneskj- ur góðar - betri ömmu gátu börnin ekki hugsað sér. Eins og margt fólk af hennar kynslóð var Björg fjölfróð um menn og málefni, kunni ráð við öllum hlutum og stálminnug. Hún var Skagfirðingur, með stórum staf, og það gat verið sveifla á henni þegar hún snaraði reiðtygjunum í skottið á Volvonum og hélt upp í hesthús þar sem hún geymdi gæðingana sína en hún var einstakur dýravinur. Oft heimsótti hún systur sína og mág, Ingigerði (d. 1998) og Sigmund, að Vindheimum í Skagafírði og ekki var heimsóknin fullkomin nema hún hefði andað að sér lyktinni úr fjósinu og talað við dýrin. Björg var snilling- ur í hannyrðum og saumaskap og eftirsótt saumakona enda fóru þar saman listrænt handbragð og mikil afköst, m.a. framleiddi hún fatnað um árabil fyrir verslanir. Hún sinnti áhugamálum sínum af krafti; keppti með góðum árangri í brids og fylgd- ist með íþróttum, jafnvel aksturs- íþróttum, af áhuga keppnismanns. Henni fannst gaman þegar ég réðst einn daginn með múrbrjót á vegg sem hún vildi losna við - og kippti sér ekkert upp við það þótt allt húsið fylltist af ryki, það skyldi hún sjá um - enda forkur duglegur. Brátt eru liðin 35 ár frá okkar fyrstu kynnum og á þessari kveðju- stund sér maður þennan tíma sem eitt leiftur - svo hratt líður tíminn hjá fullorðnum. Ég þakka fyrir þessa samveru, hún verður mér og mínum alltaf ómetanleg sem góð reynsla og minning. Leó M. Jónsson. Fráfall Bubbu ömmu kom okkur öllum í opna skjöldu, eins og þruma úr heiðskíru lofti. Eftir standa minn- ingamar og þær eru margar. Amma hafði mjög gaman af að fylgjast með okkur bamabörnunum og hvatti okkur alltaf til dáða, hvort sem um var að ræða námsárangur, íþróttaiðkun okkar eða bara lífið sjálft. Það var alltaf gaman að segja ömmu frá því hvernig okkur gekk í prófunum eða að sjá hana sitja skóla- tónleika okkar þegar við stunduðum tónlistarnám. Ailtaf fengum við klapp á bakið og stórt bros. Amma var líka dálítill „töffari" inn við beinið. Oft þegar við komum í heimsókn þá var varla hægt að tala við hana því enska knattspyman var í sjónvarpinu. Hún fylgdist mjög vel með boltanum, kunni nöfn leik- manna utan að og svo var kallað; „taka þetta“, „maaark". Það gat ver- ið mikið fjör að sitja hjá henni á með- an á leik stóð. Einnig fannst henni dálítið gaman að bflum. Ef einhver af okkur hafði ” keypt sér nýjan bfl þá varð maður að fara og sýna ömmu hann. Þá kom hún út og skoðaði bflinn hátt og lágt og hældi í hástert. Sennilega hefði hún gert það sama þó svo að bfllinn hefði kannski ekki litið svo vel út. Þannig var Bubba amma, hún var alltaf stolt af okkur þegar við tókum okkur eitthvað fyrir hendur. Það er sárt að kveðja hana ömmu í dag, í síðasta sinn. Þeir segja að tím- inn lækni öll sár og eftir sitji minn- ingamar. Við efum ekki að svo sé, margar góðar og skemmtilegar minningar eigum við af ömmu sem* við munum geyma á góðum stað, í hjarta okkar. Hvfl í friði elsku amma. Þín bamabörn, Jón Orri, Björg og Eyjólfur. Elsku amma okkar. Það var mikið áfall að heyra að þú værir farin frá okkur. Þú hefur verið okkur svo mik- ilvæg í gegnum lífið. Þegar við hugsum til baka sast þú við eldhúsborðið heima með rauðan ópalpakka og sykurmola í kaffið og við systkinin vomm fljót að mæta í eldhúsborðsumræðumar. Það var sama hvert umræðuefnið var, þú varst vel að þér í öllu, hvort sem um ' var að ræða spil, tafl, íþróttir, dýr, pólitík eða lífið almennt. Það var svo gott að finna hvað þú fylgdist vel með okkur, þegar þú ræddir við hvert og eitt okkar um það sem við vorum að fást við í það skiptið. Élsku amma, þín verður sárt saknað, en við munum geyma minn- ingarnar um þig í hjörtum okkar um ókomna tíð. Þín barnabörn, Reynir, Sigrún, Hermann, Jón Björgvin og Heiða. BJORG PÉTURSDÓTTIR tSveinbjörn Sig- urbjörnsson fæddist að Tunguseli í Þistilfirði 9. apríl 1919. Hann lést 26. september siðastlið- inn og fór útför hans fram frá Hofi, Vopnafirði, 29. sept- ember. Góður drengur er genginn. Foreldrar Sveinbjörns vora hjón- in Sigurbjörn Gríms- son, Tunguseli í Þistil- firði og María Svein- björnsdóttir frá Hámundarstöðum í Vopnafirði; frændkona mín og við vomm bræðrabörn. Hana man ég þó varla þrátt fyrir nágrenni æsku- stöðva okkar, enda aldursmunurinn u.þ.b. tveir áratugir. Veit þó af orð- spori að hún var hin mesta myndar- stúlka og sérlega hög í höndum. Þau hófu búskap á æskuslóðum Sigur- björns og þar fæddist þeim sonurinn Sveinbjöm árið 1919 eins og að framan greinir. Að tveimur ámm liðnum var móðir hans látin og níu ára missti hann föður sinn. Þá kom hann til ömmu sinnar og afa, Guðbjargar Gísladóttur og Sveinbjörns Sveinssonar, í Frambæ á Hámundarstöðum og ólst þar upp og var þar heimilismaður fram yfir tvítugsaldur. Hann kom furðu fljótt til liðs við hversdagsstörfin sem til falla á fjár- búi og varð einfær á þeim vettvangi þegar á unglingsaldri. Og man ég vel að ég, aðeins eldri frændi á næsta bæ, spáði því að hann yrði far- sæll fjárbóndi. Eftir að Sveinbjörn eldri lést árið 1945 fór Frambærinn á Hámundar- stöðum í eyði. Fáum missemm fyrr fluttist dótt- ir gömlu hjónanna með börn frá Siglufirði til tímabundinnar dvalar á Hámundarstöðum. Hún hafði með sér unga stúlku, Ingu Guðmundsdóttur að nafni. Inga var upp- mnnin í Bolungarvík, fædd 1. júlí 1922. Hún hét fullu nafni Ingunn G. V. Guðmundsdóttir. Sveinbjöm og Inga ákváðu að fylgjast að og stofnuðu heimili í húsi Bjöms í Utbæ, afabróður hans, og höfðu til umráða eitt fremur lítið herbergi og fylgdi örlítið eldhús. Þar fæddist dóttirin María 20. nóvember 1942. Það vom svipleg tíðindi sem bár- ust okkur engjafólki á Ljósalandi mánudaginn 2. ágúst 1943 að hún Inga á Hámundarstöðum hefði far- ist í gömlu sundlauginni við Selá síð- degis daginn áður, þar sem hún var með fleira fólki. Þessu var örðugt að trúa. Þessi unga, hraustlega og hressilega móðir var horfin úr ná- grenninu. Aftur var frændi minn einn þótt nóga einsemd ætti hann að baki. Vel mátti þó segja að rættist úr litlu stúlkunni Maríu. Svo stóð á að Jónas, elsti bróðir minn, og kona hans, Elín Einars- dóttir, höfðu búið á Akureyri um sinn og vom barnlaus og fékk litla stúlkan María athvarf hjá þeim sem entist henni til fullorðinsára. Oft hefur mér komið til hugar að e.t.v. hafí nafnið María kveikt hug- myndina að þessari ráðstöfun, því nafnið er komið frá föðurömmu okk- ar fjölmargra frændsystkina frá þremur sveitabæjum í Vopnafirði sem nefndir hafa verið hér að fram- an. En nafnið er komið frá hinni húnvetnsku ömmu okkar, Maríu Guðmundsdóttur. Fósturforeldrar Maríu eru báðir látnir. Sjálf er hún útivinnandi hús- móðir á Akureyri og starfar hún sem móttökuritari á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Maður hennar er Guð- mundur Steingrímsson, fæddur 1942, framkvæmdastjóri Skipstjóra- og stýrimannafélags Norðlendinga. Að fáum ámm liðnum hætti Sveinbjörn frændi minn fjárbú- skapnum í sveitinni þrátt fyrir það að ekki væri búið þá að sanna að slíkur búskapur væri stórhættuleg- ur þjóð og fósturjörð. Það gerðist síðar og verðbréf komu í stæðum. Sveinbjörn gerðist nú verkamaður á Vopnafirði og átti lögheimili þar æ síðan. Árið 1948 byrjaði hann að vinna í símavinnuflokki Jóns Hösk- uldssonar, sem annaðist viðhald og endurnýjun símalína á Austurlandi. Þetta var tjaldbúðavinna með sjálf- bæra eldhúsi og stóð yfir sumar- misserin og oft lengur þegar tilefni var til. Þessi vinna hentaði frænda mínum vel þar sem hann stóð ekki fyrir neinum heimilisrekstri, enda undi hann henni í 18 ár. En þetta var erfið vinna og hæfir varla öðram en þeim sem eiga líkamsþrek meira en í meðallagi. Það hlýtur að hafa komið þeim á óvart sem sáu hann aðeins í svip. Meðalmaður að hæð, grann- vaxinn, rólegur í fasi og hlédrægur, að þar færi maður sem gæti lagt til drjúgum meiri en eins manns orku þegar á þurfti að halda í strekkings- vinnu okkar púlsmanna. Ég þekkti hann að þessu. Eftir að hann hætti í símavinn- unni vann hann lengi vaktavinnu í Síldarverksmiðjunni á Vopnafirði. Á þeim áram kom hann sér upp einbýlishúsi. I því ætlaði hann sér eitt rúmgott herbergi en leigði húsið að öðra leyti, gegn uppihaldi í fæði. Seinustu ár Sveinbjöras frænda míns á vinnumarkaðinum vora að standa næturvaktir á fiskiskipum sem lágu í höfninni og biðu dagvinnu til lestunar eða losunar. I þessa vinnu var áreiðanlega ráðinn maður eftir hæfileikum, hvað sem jafnrétti líður, þvi vart hefði fundist annar sem stæði honum framar að árvekni og framúrskarandi trúmennsku í starfi. Elsku Sveinbjöm. Við þökkum þér fyrir auðsýnda vináttu og hjálp- semi gegnum árin. Guð geymi þig. Fjölskyldan Ljósalandi. S VEINBJORN SIGURBJÖRNSSON + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURBJÖRG G. GUÐJÓNSDÓTTIR, Dalbraut 27, áður Skúlagötu 64, sem lést þriðjudaginn 17. október, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 26. október kl. 13.30. Sigursveinn R. Hauksson, Sigurbjörg M. Helgadóttir, Jóhann H. Hauksson, Signý S. Hauksdóttir, Sigurður A. Ingibjartsson, Guðný E. Snorradóttir, Guðmundur K. Finnbogason, barnabörn og bamabarnabörn. 3 + Eiginkona mín og móðir okkar, BJARNHEIÐUR GISSURARDÓTTIR, Stórási 9, Garðabæ, lést að morgni þriðjudagsins 24. október. Gísli Ólafsson, Sigrún Gísladóttir, Hjördís Gísladóttir. + Frændi okkar, JÓN JÓNSSON fyrrverandi bóndi, Innri Kóngsbakka, Helgafellssveit, Dvalarheimilinu í Stykkishólmi, lést á St. Fransiskuspítalanum í Stykkishólmi föstudaginn 20. október. Útför hans fer fram frá Bjarnarhafnarkirkju í Helgafellssveit, laugardaginn 28. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Valdimarsdóttir, Hulda Valdimarsdóttir og fjölskyldur. e

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.