Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 40
40 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Ólafur Guðjón
Arsælsson var
fæddur á Höfn í
Homafirði 25. júlí
1948. Hann lést að
heimili sinu, Brekku-
stíg 17, Reykjavík,
17. október síðastlið-
inn. Foreldrar eru
Jónfna Jónsdóttir
Brunnan, f. 16. ágúst
1918 og Ársæll Guð-
jónsson, f. 15. janúar
1920, d. 23. febrúar
y- 1993. Bræður Ólafs
eru: Jón Birgir, flug-
vélstjóri í Lúxem-
borg, f. 3. desember 1941, eigin-
kona: Aðalheiður Árnadóttir,
sjúkraliði; Bragi Ársælsson, raf-
virki Hornafírði, f. 1. desember
1950, eiginkona: Bima Oddgeirs-
dóttir, húsmóðir; Jóhann Heiðar
Ársælsson, f. 22 júní 1961, d. 17.
septemher 2000.
Ólafur lauk bama- og unglinga-
skólanámi á Höfn í Homafírði,
siðan gagnfræðaprófi frá Héraðs-
skólanum á Laugarvatni vorið
1966. Enskunám stundaði hann í
Lundúnum 1967. Hann stundaði
ÓU ólst upp í foreldrahúsum, hjá
foreldrum, bræðrum, afa og þrem
afasystkinum. Eftir að skyldunámi
lauk hér á Höfn, lá leiðin í Héraðs-
skólann á Laugavatni í tvo vetur, þar
sem hann útskrifaðist með gagn-
fræðapróf. Hann stundaði því næst
sjómennsku, sem háseti í nokkur ár,
en þaðan lá leiðin í Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík, þar sem hann lauk
öllum stigum þess nárns árið 1974. í
apríl 1975 kaupir Óli sér íbúð á
Brekkustíg 17 í Reykjavík, þar sem
hann kom sér upp yndislega fallegu
heimili og hefur búið þar síðan. Peg-
ar hann er að Jjúka Stýrimannaskól-
anum stundar hann millilandasigl-
ingar á Sambandsskipunum og sigUr
þá meðal annars á Rússland og Am-
eríku. Árið 1968, þegar hann varð 20
ára, heldur hann uppá afmæUð sitt
um borð í Gissuri hvíta, 270 tonna
skipi í eigu föður hans og frænda, en
skipið var nýtt á heimleið frá Sönder-
borg í Danmörku. Á því skipi var
hann svo tvö næstu sumur við síld-
veiðar í Norðursjónum og naut hann
þess tíma vel. Árið 1972 hóf Óli svo
störf hjá Hval h.f. og var hann síðan
stýrimaður á Hval 9 í 14 hvalvertíðir,
uns þeim veiðum lauk. Hætti hann
-^.þar með allri sjómennsku. Árið 1987
hóf hann störf hjá Slysavarnafélagi
íslands, við Tilkynningarskyldu ís-
lenskra skipa og björgunarmiðstöð
félagsins og hefur unnið þar síðan,
sem einn af varðstjórunum. I þessu
starfi eins og ávallt, sýndi Óli að hon-
um mátti treysta og hvarvetna fékk
hann lof fyrir áreiðanleika og stund-
vísi. Hann átti mörg áhugamál, hann
ijómaði af bjartsýni og áhuga til allra
verka. Eitt Kelsta áhugamálið var
ferðalög og hafði hann ferðast víða
hérlendis og erlendis og á ferðalög-
um sínum til hinna ýmsu þjóðlanda
hafði hann ávallt þá reglu að skipu-
leggja allt vel fyrirfram með ferðafé-
lögum sínum svo að allir hlutir
—vgengju sem best upp og ferðin gæfi
af sér sem mest. Hann hafði ávallt
myndavélina með á ferðum sínum og
þegar maður skoðar allt það mikla
myndasafn hans, sem hann hefur
tekið, sér maður best hversu næmur
og athugull hann hefur verið fyrir
menningu og mannlífi hjá hinum
fiarlægu þjóðum. Það má segja að
Öli hafi verið mikill gæfumaður í líf-
inu þótt hann stofnaði ekki til fjöl-
skyldu. Hann var vinsæll og vina-
margur og átti sérlega góða vini, sem
aldrei brugðust þegar á reyndi og
aldrei sleit hann sambandi við æsku-
^heimili.sitt á Höfn. Hann var stoð og
stytta foreldranna í veikindum
þeirra á sjúkrahúsum í Reykjavík og
alltaf til taks að rétta hjálparhönd
þeim er leituðu til hans eftir aðstoð
og góðum ráðum, þar sem það átti
við. Hann var yfirvegaður, glæsi-
menni að burðum, aðlaðandi í við-
móti og viðræðugóður. Oft átti hann
síðan sjómennsku á
bátum útgerðar föð-
ur síns og frænda,
Óskars Valdimars-
sonar skipsljóra.
Hann útskrifaðist
frá varðskipadeild
Sjómannaskólans í
Reylgavík 1974 og
hafði þá einnig lokið
farmanna- og fiski-
mannaprófi. Hann
stundaði millilanda-
siglingar á Sam-
bandsskipunum
Skaftafelli, Mælifelli
og Hvassafelli uns
hann réð sig sem stýrimann hjá
Hval h/f og var þar 14 vertíðir og
vann oftast við viðhaid hvalbát-
anna milli vertíða. Árið 1987 hóf
hann störf hjá Slysavamafélagi
Islands, við Tilkynningaskyldu ís-
lenskra skipa og björgunarmið-
stöð félagsins og hafði starfað þar
sfðan á meðan heilsan leyfði.
Kveðjuathöfn fór fram frá Foss-
vogskirkju sfðastliðinn mánudag.
Útför Ólafs Guðjóns fer fram frá
Hafnarkirkju, Hornafirði, í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
góðar stundir með vinum sínum á
Brekkustíg 17 og það hús stóð ávallt
opið fjölskyldu hans að austan, þegar
komið var í bæinn. Heimilið bar vott
um smekkvísi, hver hlutur á sínum
stað, allt í röð og regiu. f sumarbú-
stað fjölskyldunnar austur í Stafa-
fellsfjöllum í Lóni, átti Óli sterkar
taugar til. Þar átti hann sitt drauma-
land og þar hélt hann uppá 50 ára af-
mæli sitt með vinum og vandamönn-
um, einnig dvaldi hann þar oft til að
njóta einstakrar kyrrðar í faðmi fjall-
anna, eða þá heldur til að pússa, mála
og snyrta, því að hann vildi halda vel
við þessum sælureit. Mannblendni
var honum eðlislæg, alltaf var hann
tilbúinn til viðræðna við fólk úr öllum
stigum þjóðfélagsins, og að styrkja
tengsl sinnar ættar, hvort heldur í
föður- eða móðurætt var honum mik-
ið áhugamál. Hann gaf út niðjatal
föðurættar sinnar og stóð fyrir ætt-
armóti, sem haldið var á Kirkjubæj-
arklaustri fyrir fáum árum, þar sem
margir ættingjar hittust í fyrsta
sinn. Þessi eiginleiki hans hefur á-
vallt verið hans gæfa, ekki síst í starfi
hjá Tilkynningarskyldunni þar sem
oft er svarað síma frá fólki sem er að
spyijast fyrir um ástvini sína úti á
sjó í misjöfnum veðrum. Þá getur
verið gott og hughreystandi að fá
greið og góð svör. Ég veit að sá sam-
henti hópur sem vinnufélagar Óla á
Skyldunni er hefur ávallt staðið þétt
við bakið á honum í hans erfiðu veik-
indum og sýnt honum mikla um-
hyggju, ykkur vil ég þakka. Öðrum
vinum og kunningjum Óla, sem léttu
honum stundimar í veikindunum, vil
ég einnig þakka. En enginn reyndist
þér betur Óli minn, en Heiða mág-
kona þín, henni verður seint þakkað
fyrir alla þá umhyggju, sem hún hef-
ur sýnt í veikindum þínum. Guð launi
henni fyrir hennar hjálp. Óli minn,
þín minning er björt og hrein sem
geymist áfram í hjörtum þinna nán-
ustu, það er okkur mikill styrkur að
lifa fyrir. Nú viljum við þakka þér
fyrir öll þau gæfuspor sem þú gekkst
á þessari jörð og biðjum almáttugan
góðan Guð að laúna þér fyrir öll þín
góðverk hér f heimi. Við erum stolt af
hetjulegri baráttu þinni við einn
grimmasta sjúkdóm mannkynsins,
krabbameinið, og Guð einn veit hvað
þú máttir líða. En hetjulundin var
alltaf sú sama. Þér var gefið mikið
þrek og þú gast líka gefið öðrum
mikið af sjálfum þér.
Margs er að minnast,
Margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir Uðna tíð.
Margseraðminnast,
margseraðsakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Farþúífriði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt,
GekkstþúmeðGuði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Kveðja frá móður:
Vertu sæll og sofðu rótt,
guðsínáðararmi.
Sjálfur fórstu alltof fljótt,
svo bijóst vort fylltist harmi.
Árinsemþúáttirhér,
geymagæfuoggleði.
Vér aldrei munum gleyma þér.
Hvíl um eilífð guðs í friði.
Þín móðir,
Jónína Brunnan.
í dag kveðjum við með söknuði
Óla bróður, eins og við ávallt kölluð-
um hann. Minningin um hann er okk-
ur ljúf og að hafa fengið að vera hon-
um samferða er okkur mikils virði.
Við höfum búið um árabil á erlendri
grund í fjarlægu landi, en Óli var
okkar sterkasti tengiliður við fjöl-
skylduna hér heima á íslandi. Við
vorum í nær daglegu sambandi við
hann, hvert sem leiðir okkar lágu og
þegar við vorum á ferð hér á landi
var alltaf svo gott að koma til hans.
Við áttum með honum ógleymanleg-
ar stundir í sumarbústað fjölskyld-
unnar og alltaf var tilhlökkunarefni
að fá hann í heimsókn og upplifa með
honum hin mörgu ferðalög, sem
hann fór í, á myndakvöldum, þar sem
hann útskýrði á lifandi hátt það sem
fyrir augu hafði borið. Við áttum oft
stundir með honum á ferðalögum
hans um heiminn og þá kom vel í ljós
hversu skipulagður hann var og hve
vel hann naut hverrar líðandi stund-
ar. Hann naut þess að vera til. Best
var að fela honum stjórnina, því hann
kom ávallt undirbúinn og hafði gert
sína heimavinnu. Hann var einn
þeirra sem lagði sig fram við að spila
alltaf eftir leikreglum og honum var
alltaf hægt að treysta. Vinnan var
honum mikils virði og gaman var að
kíkja við hjá honum á vaktina hjá Til-
kynningaskyldunni og sjá ljómann í
augunum þegar hann var að útskýra
nýjustu tækni við þessa mikilvægu
öryggisþjónustu sjómanna.
Hann sá um okkar hagi hér heima
á íslandi. Hjálpsemi og fómfýsi var
honum í blóð borið. Eitt sinn kom
hann til Lúxemborgar í sínu fríi
gagngert til að aðstoða við stand-
setningu á húsinu okkar, sem þá var
á byggingarstigi. Þar nutum við hans
fórnfýsi, dugnaðar og verklagni og
okkur tókst að ljúka verkinu í tíma til
að flytja inn áður en við þurftum að
rýma gamla húsnæðið. Óli var vinm-
argur, enda prúður í framkomu og
með jafnaðargeð og gerði í því að
halda tengslum við fólk. Þegar ljóst
var á hvaða stig hans veikindi vora
komin og hvert stefndi, var engin
spurning að koma til íslands og
leggja honum lið í hans hetjulegu
baráttu við þann illvíga sjúkdóm,
sem hafði heltekið hann. Það voru
forréttindi að fá að vera með honum
síðustu sex mánuðina, sem hann var
hér með okkur. Baráttuviljinn,
hetjulundin og æðruleysið mun llða
okkur seint úr minni. Hann barðist
fram á síðasta dag, þótt hann gerði
sér fulla grein fyrir við hverju hann
mætti búast. Hann lagði mikla
áherslu á að prýða umhverfið í kring
um sig og jafnframt að hafa öll sín
mál á hreinu. Hann skipulagði loka-
ferðina rétt eins og hann skipulagði
allar sínar skemmtiferðir um heim-
inn. Hann undirbjó allt og gerði sína
heimavinnu. Fyrir réttum mánuði,
sannaði hann enn sína hetjulund, er
hann helsjúkur tók sér ferð á hendur
austur á Homafjörð til að fylgja
bróður sínum, Jóhanni, til hinstu
hvílu og geta þá átt smátíma með
móðir sinni á þeirri erfiðu stund í lífi
fjölskyldunnar. Hann hafði alltaf
eitthvað af sér að gefa. Þó við sökn-
um hans mikið, viljum við þakka
Guði fyrir þær stundir.sem við feng-
um að njóta með honum. Við viljum
koma á framfæri þakklæti til hans
mörgu vina, samstarfsmanna á Til-
kynningaskyldunni og Slysavarnafé-
lagsins/Landsbjargar, lækna og
hjúkrunarliðs á deild A 3-Lands-
spítalans í Fossvogi og Líknardeild-
ar í Kópavogi og ennfremur frábærr-
ar þjónustu heimahlynningar
Karitas fyrir þá aðstoð sem honum
var veitt í hans veikindum fram á síð-
asta dag.
Guð blessi minningu hans.
Heiða og Birgir.
Það er skammt stórra högga á
milli. Fyrir mánuði lést Jóhann Heið-
ar Ársælsson langt um aldur fram og
mánuði síðar laut bróðir hans og
hetjan, Ólafur Guðjón Ársælsson, í
lægra haldi fyrir illvígum sjúkdómi.
Við sem eftir sitjum, harmi slegin,
eigum erfitt með að skilja hversu
mikið er lagt á aldraða móður og ást-
vini.
Ólafur Guðjón eða Óli frændi eins
og ég kallaði hann var fæddur á Höfn
í Hornafirði 25. júlí 1948. Hann var
annar í röð fjögurra bærðra, sona
Jónínu J. Brunnan og Ársæls Guð-
jónssonar, útgerðarmanns á Höfn.
Naut hann einstakrar bernsku á
æskuheimili sínu, Sólbergi á Höfn.
Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til
að kynnast frændum mínum vel, því
Jónína frænka mín bauð mér marg-
sinnis að dveljast hjá þeim. Það var
ævintýri fyrir litla stúlku úr höfuð-
staðnum að vera í Sólbergi. Ég minn-
ist þess hversu kvíðin ég var þegar
ég fór ein í flugvél í fyrsta skipti
austur til þess að heimsækja frænd-
fólk mitt. Ég kveið því að hitta strák-
ana hennar. Kannski væru þeir eins
og hrekkjusvínin í Reykjavík og svo
var þarna fullt af ókunnu fólki. Kvíði
minn reyndist óþarfur, því að strák-
arnir þeirra Jónínu og Sæla, eins og
pabbi þeirra var kallaður, tóku mér
opnum örmum. Ég var eins og prins-
essa, sem dekrað var við. Við Oli urð-
um mestu mátar enda minnstur al-
dursmunur á milli okkar. Hver
dagur var ævintýri líkastur. Við fór-
um á homsílaveiðar og komum heim
rennvot og drullug upp fyrir haus.
Við stálumst á gömlum árabát, Síðu-
Halli, í kríueggjaleit. I hita leiksins
gleymdum við okkur við eggjatínsl-
una og fylltum öll flát af eggjum, þar
á meðal austurstrogin. Munaði
minnstu að báturinn sykki við Höfð-
ann rétt utan við Sólberg, því ekki
kom okkur til hugar að losa austurs-
trogin, jafnvel þótt báturinn hálf-
fylltist af sjó. Við vildum sýna hvað
við höfðum tínt mörg egg. Húsráð-
endur í Sólbergi tóku brúnaþungir á
móti okkur við heimkomuna. Þeir
höfðu reyndar sent leitai-flokk eftir
okkur. En ekki vorum við skömmuð,
heldur sett í heitt bað og stungið
undir sæng, þar sem okkur var færð-
ur matur í rúmið. Þetta heimili var
einstakt að því leyti, að þarna bjuggu
margar kynslóðir saman. Jón Brunn-
an, afi Óla, bjó þama ásamt þremur
systkinum sínum. Gamla fólkið naut
ástríkis og umönnunar Jónínu og
Sæla og í staðinn helgaði þetta elsku-
lega fólk heimilinu krafta sína meðan
líf og heilsa entist.
Þarna skipuðu börnin öndvegis-
sess og tóku þátt í gleði og sorgum
hinna eldri. Ekkert kynslóðabil vai-
þama til staðar og eldri kynslóðin
lagði kapp á að fræða þá yngri með
sögum sínum og láta bömin taka þátt
í hinum daglegu störfum. Við Óli fór-
um margar ferðir með Jóni afa hans
að vitja um silunganet; var hann haf-
sjór sagna og umvafði allt með hlýju
sinni. Oli náði einstöku sambandi við
gamla fólkið á heimilinu. Hann var
alltaf tilbúinn að rétta því hjálpar-
hönd og ræða við það. Afasystur
hans dýrkuðu hann og vöktu yfir vel-
ferð hans ásamt ástríkum foreldram.
Ársæll, faðir hans, stundaði útgerð
og féll aldrei verk úr hendi. Snemma
beindist hugur Óla að hafinu, sem
heillaði hann svo mjög. Fór hann
ungur að aðstoða föður sinn. Móðir
hans Jónína, vel gefin og glæsileg
kona, las mikið og átti mjög auðvelt
með að yrkja bæði í bundnu og
óbundnu máli. Fylgdust þau hjónin
vel með því sem var að gerast í um-
heiminum og miðluðu af þekkingu
sinni. Spunnust oft fjörlegar umræð-
ur um menn og málefni sem allir
tóku þátt í. Með þetta veganesti hélt
Óli út í lífið. Hann lauk stýrimanns-
prófi og gerðist stýrimaður á einum
hvalveiðibátanna. Hann hafði unun
af því að ferðast og einnig var ætt-
fræðiáhugi hans mikill. En hann
gleymdi aldrei að rækta samböndin
við ættingja og vini og lét sér annt
um alla. Hann reyndist foreldram
sínum einstakur sonur og var alltaf
tilbúinn að aðstoða ef eitthvað bját-
aði á. Hann heimsótti vini og skyld-
menni reglulega. Hann átti fallegt
heimili í Reykjavík, sem hann var
stöðugt að fegra og prýða. Eftir að
hvalveiðar lögðust af hóf hann störf
hjá Tilkynningaskyldunni og vann
þar til hann var þrotinn að kröftum.
Fyrir ári sagði hann mér frá því að
hann væri búinn að fá sinn dauða-
dóm, en hann væri ákveðinn að berj-
ast til hins ýtrasta gegn hinum ógn;
vekjandi sjúkdómi, krabbameininu. I
baráttu sinni sýndi hann fádæma
hetjulund, alltaf bjartsýnn og já-
kvæður, þótt fárveikur væri. Naut
hann sérstaki'ar umhyggju Heiðu,
mágkonu sinnar. Meira af vilja en
mætti fór hann austur til Hafnar í
síðasta mánuði til þess að fylgja Jó-
hanni, yngsta bróður sínum, til graf-
ar. Þegar heim kom aftur var þrekið
þorrið og kallið kom hinn 17. okt.
Guð blessi elskulegan frænda og
styrki Jónínu, móður hans, og ástvini
alla í þessari miklu sorg. Megi hann
hvíla í friði og hafi hann þökk fyrir
vináttuna og hjálpsemina, sem hann
sýndi okkur ollum.
Ólafía Sveinsdóttir.
Pau ljós sem skærast lýsa,
þau Ijós sem skína glaðast,
þauberamestabirtu,
þau brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur,
en dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
(F.G.Þ.)
Þessar ljóðlínur koma mér í hug,
er ég minnist þín, Óli minn. Eitt það
dýrmætasta, sem lifið færir okkur er
sönn vinátta og hana áttir þú í svo
ríkum mæli. Það kom best í ljós þeg-
ar við misstum Trausta. Þá varst þú
aðeins 33 ára og vildir allt fyrir okkur
gera sem í mannlegu valdi stóð. Það
gleymist aldrei. Þegar ég flutti úr
Breiðagerði eftir tæp 50 ár varst þú
fyrstur til þess að gleðjast með mér.
Við ræddum um endurbætur á heim-
ilum okkar, ég á mínum nýju heim-
kynnum og þú á fallegu íbúðinni
þinni á Brekkustígnum. Eftir að þú
veiktist og varst bytjaður í lyfjameð-
ferð sóttir þú mig á bílnum þínum til
að sýna mér allt sem þú varst búinn
að lagfæra heima hjá þér. Þú varst
svo stoltur af nýju eldhúsinnrétting-
unni þinni. Þú varst of máttfarinn til
að koma upp í lyftunni og beiðst niðri
eftir mér með bros á vör. Við fóram
heim til þín og ég gladdist með þér,
þegar ég sá hversu miklu þú hafðir
komið í verk.. Síðast sáumst við á
Líknardeildinni í Kópavogi daginn
áður en kallið kom. Þú ætlaðii' heim á
Brekkustíginn daginn eftir. Við hlið
þér stóð hún Heiða, mágkona þín,
eins og klettur í hafinu og vildi allt
fyrir þig gera. Þú varst glaður og
hlakkaðir til að fara heim. Þú náðir
þessu markmiði þínu, en þá vora
kraftamir á þrotum og þú kvaddir
þennan heim. Þú áttir engan þinn
líka. Ég þakka þér af heilum hug fyr-
ir allt, sem þú gerðir fyrir okkur.
Guð styrki mömmu þína, bræður
og fjölskyldur þehra í þessari djúpu
sorg.
Þín frænka,
Ester.
Hinn 17. september 2000 dó einn
frændi minn, Jóhann Heiðar Ársæls-
son, og mánuði seinna deyr bróðir
hans, Ölafur Guðjón Ársælsson, tveir
af fjóram bræðram sem ólust upp á
Sólbergi (Ránarslóð 12) Hornafirði
hjá einu besta fólki sem ég hef
kynnst. Þegar ég kom inn í fjölskyld-
una árið 1986, þá átta ára, fékk ég að
kynnast heiðarlegu, hjartagóðu og
yndislegu fólki og þau tóku mér öll
opnum örmum. Það var alltaf gott að
koma á Austurbrautina í heimsókn
og ekki síst þegar Óli frændi kom frá
Reykjavík. Ein heimsóknin er mér
ofarlega í huga, því þegar Óli var að
fara aftur til Reykjavíkur fékk ég að
fara með. Minningin er sú að hann
átti rauðan bíl og lagið „Hæ,hó, jibbí,
jei, það er kominn 17. júní“ gekk á
spólu alla leiðina frá Hornafirði til
Reykjavíkur (í glampandi sólskini)
að minni ósk, en þegar við komum að
Hornafjarðarfljóti, eða hossubrúnni
eins og hún er kölluð, þá var fjör, Óli
ÓLAFUR GUÐJÓN
ÁRSÆLSSON