Morgunblaðið - 25.10.2000, Page 42
42 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
ÁstKær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ANNA BJÖRNSDÓTTiR
frá Hörgsholti,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju laugar-
daginn 28. október ki. 15.00.
Hallfríður Eiðsdóttir,
Björn Eiðsson,
Ingibjörg Eiðsdóttir,
Sigurður Eiðsson,
Sveinn M. Eiðsson
og fjölskyldur.
+
Ástkær móðir mín, amma og systir,
SVAVA JÓNATANSDÓTTIR,
Skeljagranda 1,
Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Vífilsstöðum
þriðjudaginn 17. október, verður jarðsungin frá
Áskirkju föstudaginn 27. október kl. 15.00.
Tína Zimmermann,
Svava Elfarsdóttir,
Sara Berglind Newton,
Sigríður Jónatansdóttir,
Ingveldur Jónatansdóttir,
Ingibjörg Jónatansdóttir,
Haukur Jónsson.
+
Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma
og langalangamma, systir og mágkona,
ANNA S. ÞÓRARINSDÓTTIR,
áður til heimilis
í Ferjuvogi 17,
sem andaðist á elliheimilinu Grund mánu-
daginn 16. október verður jarðsungin frá
Hjallakirkju í Kópavogi föstudaginn 27. októ-
ber kl. 13.30.
Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hinnar látnu,
vinsamlega láti Blindrabókasafið njóta þess
Svanhildur Jónsdóttir Svane, Gunnar Svane,
Sigurður Jónsson, Helga Ólafsdóttir,
Jón Ólafur Sigurðsson, Ragnheiður Þórðardóttir,
Guðný S. Sigurðardóttir,
Þórarinn Sigurðsson,
Jón Olav Svane, Elsebeth Pii Svane,
Axel Torstein Svane, Inger Svane,
langömmubörn og langalangömmudrengir,
Jón Þórarinsson, Sigurjóna Jakobsdóttir.
+
Elskuleg móðir okkar, amma og langamma,
(DÚA) ÞURÍÐUR FiLIPPUSDÓTTIR,
Lönguhlíð 3,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu laugardaginn 21. októ-
ber, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstu-
daginn 27. október kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hinnar látnu, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins.
Hafdís Á. Hildigunnarsson,
Heba Árnadóttir Theriault,
Herdís S. Eriksson,
Belinda Þ. Theriault,
Cody McBurnett,
Jesse McBurnett.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Þegar andlát
ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
... með þjónustu allan
w y sólarhringinn.
\ 1 £ UTFARARSTOFA
'iiGriSr KIRKJUGARÐANNA EHF.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður
Kistur og krossar
Sáimaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
ÓLAFUR GUÐJÓN
ÁRSÆLSSON
gripsmikla safni sem spannaði alla
flóruna og ef eitthvað fór fram hjá
manni í sjónvarpinu var eitt víst að
Óli hafði tekið það upp.
Pær eru margar minningamar í
gegnum öll árin og ein er mér sér-
staklega kær, þegar þú komst í heim-
sókn til Parísar keyrandi með Valda
um Evrópu.
Par varst þú eins og sól í heiði að
vanda, uppörvandi, skoðandi allt sem
ég var að gera og hvattir mig til dáða.
í öllu því annríki, sem þá hvíldi á mér
með stanslausri vinnu og verkefna-
skilum, var þessi heimsókn eins og
orkugjafi og hvati. Þessi ferð varð
eftirminnileg og bar oft á góma æ
síðan.
Ræktarsemi, kærleikur, jákvæðni
og bjartsýni var þér í blóð borið, Óli,
og hefðu margir getað af þér lært í
þeim efnum.
Þú varst ekki að gera „úlfalda úr
mýflugu" þótt vissulega hefði oft ver-
ið tilefni til. Þannig var það líka í
veikindum þínum undanfarin ár, þú
upplýstir mann um stöðu mála af
æðruleysi þó að niðm-stöður væru
þér síður en svo í hag á stundum.
Að lokum vil ég þakka þér, Óli
minn, fyrir allar minningamar sem
þú skilur eftir og hvatningarorðin,
hvort sem var í gleði eða sorg, alla
litlu hlutina sem þú gafst mér sem
ávallt hafa prýtt heimili mitt og fyrir
að vera sannur vinur.
Jónína mín, það er mikið á þig lagt
að missa tvö af þínum bömum með
fárra daga millibili. Ég veit að þú
hefur bjargfasta trú og er það ósk
mín að Skaparinn leiði þig og styðji í
gegnum þessa myrku daga.
Nánustu fjölskyldu og vinum votta
ég mína dýpstu samúð.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Heimir Guðmundsson.
Við viljum braska og beita línu
þó bátkænan sé ekki stór.
Best er samt að búa að sínu
því fyrir stafni er nógur sjór.
Bátnum sem er siglt á miðin,
Síðu-Hallur nafnið hlaut.
Útgerðin er hlutafélag
sem auðvitað fer oll í graut.
(J.B.J.)
Þetta era upphafserindi Síðu-
Hallsvalsins, sem Jónína Brannan
móðir Ólafs samdi, um útgerðarbrölt
og búskap okkar krakkana í Höfða-
hverfinu á Homafirði í þá gömlu
góðu daga.
Sjálfur höfuðpaurinn og formað-
urinn á Síðu-Halli, Óli Sæla, er fall-
inn frá langt um aldur fram. Á þess-
ari stundu hvarflar hugurinn að
leikjum okkar krakkanna sem nutum
þeirra forréttinda að alast upp með
„frambýlingunum“ á Höfðanum.
Höfðahverfíð reis á gamla Nátt-
haganum með „himinháa" kletta um-
hverfis og tignarlegan Leiðarhöfð-
ann sem útvörð. Fjölbreytt fjaran
allt um kring hafði sérstakt aðdrátta-
rafl og var óendanleg uppspretta
rannsóknarferða og uppátækja hug-
myndaríkra krakka. Þetta umhverfi
var fyrirheitna landið hjá litlum
fjörulöllum sem sóttu fyrii-myndir
sínar út á bryggju, í sjómennina og
víðar.
Síðu-Hallur var fjarðarbátur sem
Jóhann Brannan, afi þeirra bræðra á
Sólbergi, eftirlét þeim. Báturinn
veitti okkur mikla ánægju og nánast
fullnægði athafnaþrá okkar á þessu
sviði um tíma.
Útgerð Síðu-Halls var enginn leik-
araskapur. Þetta var alvöru útgerð,
eða eins og segir í valsinum:
Því svo er haldið út með netin
er ekkert fæst á línuna,
* Blómobúðin
CíarðsKom
, v/ Fossvogskirklwgacð j
V Slmii 554 0500
og kátir karlar tína í bátinn
það sem kemur upp í vörpuna.
Þótt silungurinn og lúran fylltu
sjaldan bátinn mátti ausa sjó inn fyr-
ir borðstokkinn til að blekkja land-
krabbana og sigla drekkhlaðinn að
landi þar sem góðgjörðir biðu hetj-
anna í Bakkagerði. Bakkagerði var
ekki neinn ómerkilegur spýtnakofi
með moldargólfi. Það var þvert á
móti reisulegt hús; fínasta vistarvera
með tvöfaldri klæðningu, einangran,
ofni og panilkætt að innan. Að sjálf-
sögðu var allt nauðsynlegt leirtau til
staðar svo og pottar og pönnur. í eld-
húsinu var ýmislegt mallað og þrátt
fyrir að sumum hafi í kjölfarið orðið
brátt í brók var eldað áfram. Reynd-
ar kölluðum við húsið í daglegu tali
Hitaveituna vegna þess hversu nota-
legt var að koma inn í hlýjuna blautir
og kaldir eftir amstur dagsins.
Oft var teflt á tæpasta vað, ekki
síst í jakahlaupum á vorin þegar
fljótin vora að sprengja af sér ísinn,
en slysa- og áfallalaust komumst við
af. Allt þetta brölt var þroskandi;
ekki síst vosbúðin og sjóböðin sem
áttu að herða sjógarpana fyrir átökin
síðar á lífsleiðinni.
Þótt Óli væri ekki sprækastur í
ólátunum og ærslaganginum þá var
hann hugmyndafræðingurinn, skipu-
leggjandinn og athafnamaðurinn
þegar kom að alvöra framkvæmdum
eins og byggingu Bakkagerðis. Einn-
ig var ráðist í tengingu frjálsrar út-
varpstöðvar milli nærliggjandi húsa
með sprengivír sem grafinn var úr
sandi við gamla flugvöllinn úti á Mel-
um. Plötusafn stöðvarinnar var ótrú-
legt og óskalagaþættirnir vinsælir
eftir því; alveg eins og á gömlu Guf-
unni, einu rásinni þá.
Fyrir sum okkar var Sólberg eins
og höll, þó ekki í þeim skilningi að
það væri vemdað með múram og
síkjum eins og í ævintýranum. Þvert
á móti var heimili þeirra Jónínu og
Ársæls fyrir okkur krakkana jafnt
leikvöllur og griðastaður sem og
skjól þegar það átti við. Bræðurnir
vora vinamargir og oftar en ekki
fylgdu gauragangur og ónæði heim-
sóknum okkar í Sólberg. ÖIlu sllku
var tekið með miklu umburðarlyndi
af heimilisfólki, sérstaklega húsmóð-
urinni sem mest mæddi á. Einn stað-
ur í höllinni var eftirsóknarverðari
en aðrir. Það var handriðið sem náði
yfir þrjár hæðir og var nánast hann-
að fyrir litla rassa til að renna sér
salíbunur niður. Keppnir í „hand-
riðaralli“ með nákvæmri tímatöku
vora skipulagðar og þá var ekki
dregið af sér. Hraðinn var svo mikill
að menn hentust út úr kröppum
beygjunum og skjögraðu með mar-
bletti og kúlur á hausnum upp aftur,
en aldrei var gefist upp. Auðvitað
áttum við svo okkar skemmtilegu
stundir í algengum leikjum þess tíma
og í störfum með fullorðna fólkinu.
En lífið var ekki eingöngu leikur
og alvaran tók við strax um ferm-
ingu. Óli setti sér ákveðin markmið
sem hann vann samviskusamlega að
eins og hans var von að vísa. Eftir
skyldunám fór hann í Héraðsskólann
á Laugarvatni og þaðan lá leiðin í
Stýrimannaskólann þar sem hann
lauk öllum stigum. Það lá því beinast
við að sigla á stærri skipum um
heimsins höf og stýrimannsferlinum
lauk á hvalveiðibátunum. Eftir að Óli
kom í land hóf hann störf hjá tilkynn-
ingaskyldunni. Ég veit að hann var
ánægður að tengjast sjómennskunni
áfram og maður skynjaði að það átti
vel við hann að sinna öryggisþáttum
stéttarinnar seinni árin.
í lokaerindi Síðu-Hallsvalsins
reyndi Jónína að beina sjónum okkar
barnanna að hinni ómetanlegu nátt-
úra og fegurð umhverfisins sem
gleymdist stundum í öllum ærslun-
um:
Landsýnin er tignarfögur.
Vestrið tjaldar jökulrönd.
Tæplega finnst önnur fegri
þó farið væri um fjarlægð lönd.
Óli sigldi og ferðaðist víða um
heim en ég er viss um landsýnin var
alltaf áhrifamest samkvæmt ofanrit-
aðri lýsingu og það er ekki langt síð-
an hann rifjaði þetta erindi upp í
samtali okkar.
En þær era ekki síður fagrar
minningarnar sem rifjast upp af
langri samleið á ýmsum vettvangi
með heimilisfólkinu á Sólbergi.
Fyrir réttum mánuði stóðum við í
þessum sömu sporam og kvöddum
yngsta bróðurinn, öðlinginn hann Jó-
hann. Það er mikið lagt á aldraða
móður, bræðurna Birgi og Braga og
fjölskyldur þeirra. Til þeirra leitar
hugurinn með von um að þau finni á
þessum erfiðu stundum að ennþá lifa
hlýjar minningar og innilegt þakk-
lætí í garð fólksins á Sólbergi, þakk-
læti sem það á allt skilið.
Albert Eymundsson og
gamlir æskufélagar.
Góður maður er genginn. Óli vinur
minn lést 17. október sl. eftír erfið
veikindi. Það er skrítið að hugsa til
þess að Óli er ekki lengur til staðar,
því hann hefur verið svo stór hluti af
mínu lífi í nærri 15 ár. Hann var
kletturinn í hafinu, til Óla var alltaf
gott að leita. Hann var mjög ráðholl-
ur og næmur á mannlegar tilfinning-
ar. Minningarnar streyma fram við
fráfall hans. Þær vora margar
ánægjustundirnar sem við áttum og
svo ótal margt sem við gerðum sam-
an. Óli var mikill gestgjafi og þau era
ófá matarboðin á Brekkustígnum í
gegnum árin. Ég held að það hafi
verið með því skemmtilegra sem
hann gerði að bjóða í mat og eiga
ánægjustund með vinum sínum. Og
ekki vantaði veitingamar, enda var
Óli alinn upp á rausnarheimili og
honum var gestrisni í blóð borin.
Eins var Óli góður gestur og gaman
að fá hann í heimsókn. Hann hafði
mikla kímnigáfu og oft flugu
skemmtisögur og gamanmál þegar
fundum okkar bar saman.
Stundum fór ég með honum aust-
ur í Lón þar sem hann átti sumar-
bústað með fjölskyldu sinni. Það eru
eftirminnilegar stundir. Þegar Óli
dvaldi í sumarbústaðnum var hann
alltaf að starfa. Það var í mörg horn
að líta og hafði hann ánægju af því að
fegra umhverfið og sinna viðhaldi á
bústaðnum, enda framkvæmdamað-
ur í eðli sínu. Þó var alltaf tími til að
fara í gönguferðir og naut hann þess
að vera úti í náttúranni.
Óli ferðaðist mikið um heiminn og
vora ferðalög hans helsta áhugamál.
Ég fór með honum í þrjár ferðir,
meðal annars í síðustu ferðina sem
hann fór í, til Rómar í febrúar sl. Þá
var hann orðinn veikur en lét það
ekki aftra sér. Á hverjum morgni
fóram við í skoðunarferð og einn
daginn fóram við til Pompei. Gekk
hann um borgina og skoðaði af mikl-
um áhuga. Ég vissi að þetta reyndi
nokkuð á hann en hann kvartaði
ekki. Við voram einnig saman í
London og París og þá var gott að
hafa Óla sem ferðafélaga því hann
þekkti þessar borgir ákaflega vel og
var frábær leiðsögumaður. Óli var
mjög skipulagður og var búinn að
skipuleggja hvern dag áður en lagt
var af stað í ferðalag. Þannig nýtti
hann tímann vel og ferðin varð eftir-
minnilegri fyrir vikið.
Óli átti fallegt heimili á Brekku-
stíg 17 í vesturbænum. Ég á eftir að
sakna þess mikið. Hvort sem boðið
var í kaffi eða mat til Óla, eða bara
kíkt við, þá fór maður ávallt ríkari af
hans fundi. Hann var svo jákvæður
og hvetjandi að það gat ekki haft
annað en uppörvandi áhrif á mann.
Oft leitaði ég líka á Brekkustíginn ef
staðið var í einhverjum framkvæmd-
um og það vantaði verkfæri eða þess
háttar. Það var sjaldgæft að það sem
um var beðið væri ekki til hjá Óla,
enda stundum sagt í vinahópnum:
„það er allt til á Brekkustígnum“.
Óftar en ekki fylgdu með góð ráð ef
eitthvað stóð til að gera og verkfæri
fengin að láni. Óli var ávallt áhuga-
samur um það sem fólkið í kringum
hann var að gera og ræktaði sam-
band við fjölskyldu og vini á einstak-
an hátt.
Ég kveð Óla þakklátur fyrir að
hafa átt hann að vini og allar minn-
ingamar um okkar samleið. Það er
dýrmætur sjóður.
Guð blessi minningu hans. Móður
og öðram aðstandendum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Ingimar F. Jóhannsson.