Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 43
+ Úlfar Haraldsson
fæddist á Óðins-
götunni í Reykjavík 2.
mars 1928. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi að morgni
sunnudagsins 15.
október síðastliðins.
Hann var sonur hjón-
anna Þórunnar Úlf-
arsdóttur, f. 31. jan-
úar 1903, d. 21.
desember 1988 og
Björns Haraldar Sig-
fússonar, f. 19. júní
1899, d. 19. janúar
1931. Systkini hans
eru: Njáll, f. 1926; Soffía, f. 1930, d.
1985; Birna, f. 1930, d. 1937 og
hálfbróðir sammæðra Björn Har-
aldur Sveinsson, f. 1940.
Úlfar kvæntist 22. maí 1948,
Ragnheiði Kristinsdóttur, f. 29.
ágúst 1926. Foreldrar hennar voru
Ásta Magnúsdóttir, f. 5. júlí 1899,
d. 19. júní 1945 og Kristinn Ásgeir
Kristjánsson, f. 6. maí 1897, d. 14.
ajirfl 1972. Böm þeirra eru: 1)
Asta, f. 1947, maki Kristinn Þ. Sig-
urðsson, þeirra böm em: a) Ragn-
heiður, gift Gísla Emi Kæmested,
bam Anton Örn, b) Sigurður
Yngvi í sambúð með Sunnu
Snædal, bam Kristinn, c) Linda,
Úlfar Haraldsson, félagi okkar
og vinur, andaðist sunnudaginn 15.
október síðastliðinn. Hann er far-
inn heim. það er skarð fyrir skildi.
Úlfar fæddist 2. mars 1928 og
var því 72 ára þegar hann lést.
Hann gerðist félagi í St. Georgs-
gildinu í Hafnarfirði á árdögum
þess.
Hann var ávallt góður vinur og
félagi, starfsamur, ósérhlífinn og
heill í hverju verki. Við nutum
þess, skátasystkini hans í Hafnar-
fjarðargildinu.
Úlfar gegndi mörgum og mikil-
vægum trúnaðarstörfum fyrir okk-
ur, var ómetanlegur aflgjafi í
skálahópnum okkar góða og störf-
um gildismeistara gegndi hann
með miklum sóma, svo að eitthvað
sé nefnt.
Hann var glaður og reifur, bar
oft með sér sólskinið til vina sinna.
Hann var röskur til allra verka og
þess nutum við félagar hans í gild-
inu.
Nú kveðjum við góðan dreng
með söknuð í huga. Við þökkum
honum samveruna og gengin spor í
leik og í starfi.
Við látum hugann líða til Aggíar,
eiginkonu hans og skátasystur
okkar, í hljóðri bæn til guðs og
biðjum hann að styrkja hana í
sorginni. Henni, börnum þeirra
Úlfars og barnabörnum sendum
við samúðarkveðjur.
Minning um góðan og lífsglaðan
dreng lifir og lýsir.
Liðnir dagar líða um hugarsali,
logar og vermir hugsun um skátabál.
Hér er sem vinir einni tungu tali,
tungu sem geymir liðinna stunda mál.
Harpa er slegin, haustsins tónar óma,
haustgult laufið fellur, þekur jðrð.
Vinur er farinn heim með sæmd og
sóma,
sorgin er hlý - og vefur Hafnarfjðrð.
Allt er hverfult, enginn náttstað ræður,-
allt er geymt í drottins sterku hönd.
Aldrei gleymast eldsins töfraglæður,
aldrei slitna skátans bræðrabönd.
Vinir kveðjast, vegir skilja að sinni,
viðkvæm alltaf sérhver kveðjustund.
Hugljúf geymist minningin í minni
um mann sem sáttur gekk á guðs síns
fund.
(H.Z.)
Vertu sæll Úlfar Haraldsson. -
Góða ferð.
Ásthildur Ólafsdóttir,
gildismeistari St. Georgs-
gildisins í Hafnarfirði.
Okkur langar að kveðja Úlfar
með þessum fátæklegu orðum.
Honum kynntumst við fjölskyldan
unnusti hennar er
Þórður Reynisson. 2)
Þórunn, f. 1950, maki
Haraldur Þór Óla-
son, þeirra synir eru
a) Úlfar í sambúð
með Margréti Stef-
ánsdóttur, barn Þór-
unn Birna, b) Þór,
sonur hans er Kor-
mákur Andri og unn-
usta Guðlaug Elfa
Ragnarsdóttir. 3) Ás-
geir, f. 1958, maki
Ina Skúladóttir,
þeirra börn eru: a)
Skúli, b) Hildur, c)
Bjarki, fyrir átti Ásgeir Snorra
Frey.
Ulfar lærði netagerð hjá tengda-
föður sínum og ráku þeir saman
netagerð og gúmmíbátaþjónustu,
hann var forstöðumaður Sundhall-
ar Hafnarfjarðar þar til hann lét af
störfúm sökum aldurs. Stundaði
jafnframt ökukennslu frá árinu
1966 og fram á mitt þetta ár. Hann
sat í stjóm og starfaði í Lánasjóði
ökukennara, Iðnaðarmannafélagi
Ilafnarfjarðar, St. Georgsgildinu
og Lionsklúbbi Ilafnarfjarðar.
Útför Úlfars fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
þegar þau hjónin Úlfar og Aggí
fluttu að Álfaskeiði 92 fyrir 12 ár-
um. Hann var alveg einstakt ljúf-
menni og sérstaklega barngóður
eins og börnin okkar, Lárus og
Hulda, fengu að kynnast þessi ár
ásamt öðrum börnum í stigahús-
inu. Hann sýndi öllu í kringum sig
áhuga, stóru sem smáu. Gaman var
að fylgjast með þessum indælu
hjónum, hversu samhent þau hafa
gengið lífsins veg. Kæra Aggí og
fjölskylda, sorg ykkar er mikil en
minningin um þennan sómamann,
hann Ulfar ykkar, mun ylja okkur
um ókomin ár.
Ásta J. Ágústsdóttir
og fjölskylda.
Fyrstu kynni mín af vini mínum
Úlfari voru á meiraprófsnámskeiði
bifreiðastjóra 1951. Þar komu
strax í ljós góðir mannkostir hans,
hversu traustur, hjálpsamur og
skemmtilegur félagi hann var.
Síðar lágu leiðir okkar saman
við störf hjá Ökukennarafélagi Is-
lans (Ö.Í.). Úlfar starfaði þar af
miklum áhuga og var m.a. ritari
Hjálparsjóðs ökukennara frá
stofnun hans og þar til hann var
lagður niður eða í yflr 25 ár.
Er Svíar breyttu úr vinstri
akstri yfir í hægri fórum við Úlfar
ásamt konum með Ö.í. í kynnisferð
ökukennara til Stokkhólms, Kaup-
mannahafnar og London. í þessari
ferð hófst vinátta okkar hjóna við
þau Aggý og Úlfar, einlæg og sönn
vináttasem hefur verið okkur Gógó
mikils virði.
Fyrir þremur áratugum síðan
tóku þrír félagar úr St. Georgs-
gildinu í Hafnarfirði að girða land
gildisins kringum Skátalund við
Hvaleyrarvatn. Fljótlega bættust
þrír aðrir í hópinn er fékk nafnið
„skálahópurinn". Hin síðari ár höf-
um við félagarnir verið tíu talsins.
Flesta sunnudagsmorgna, að
sumrinu undanteknu, hefur verið
drukkið saman morgunkaffi og síð-
an farið í skálann okkar við Hval-
eyrarvatn, unnið við girðingar,
stækkun og breytingar á skálanum
auk gróðursetningar. Úlfar var
einn af þeim sem oftast mætti og
var hann svo tillögugóður að í
gamni var hann titlaður aðalhönn-
uður hópsins.
Þau hjónin Aggý og Úlfar áttu
sumarbústað við Meðalfellsvatn og
þangað komum við hjónin nokkuð
oft, ein eða með skálahópnum og
var bæði notalegt og skemmtilegt
að sækja þau heim.
Úlfar var afar skemmtilegur fé-
lagi, glettinn og orðheppinn,
traustur og mikill vinur vina sinna.
Skálahópurinn og makar þeirra
eiga góðar og dýrmætar minningar
um Ulfar, hans verður sárt saknað.
Þakklæti fyrir góða samfylgd er
okkur efst í huga og biðjum við
góðan Guð að gæta hans.
Aggý, Ástu, Þórunni, Ásgeiri og
fjölskyldum þeirra sendum við
Gógó og Skálahópurinn innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
veita þeim styrk í sorginni.
Hver minning dýrmæt perla að iiðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem
gleymist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Ólafur K. Guðmundsson.
Okkur systkinin langar að minn-
ast Úlla eins og flestir kölluðu
hann með nokkrum orðum. Úlli er
eiginmaður móðursystur okkar,
Aggýar. Úlli og Aggý voru mjög
samrýnd hjón og gerðu nánast allt
saman. Þau eiga þrjú börn, þau
Þórunni, Ástu og Ásgeir, og stóran
hóp barnabarna og barnabarna-
barna. Og var hann mjög stoltur af
að eiga allan þennan hóp. Við flutt-
um í blokkina til þeirra á Álfa-
skeiði fyrir fimm árum með móður
okkar. Eftir það urðu tengslin
meiri. Það voru nú ekki fá skiptin
sem þau buðu okkur systkinunum í
mat ef mamma var ekki heima.
Úlli var yndislegur maður og erum
við mjög þakklát að hafa fengið að
kynnast honum. Hann var alltaf
glaður og jákvæður. Hann kenndi
okkur báðum á bíl og var hann
mjög góður ökukennari. Minnis-
stætt er að þegar farið var í prófið
sagði prófdómarinn að ekki þyrfti
maður að hafa áhyggjur af að falla
ef maður hefði lært hjá Úlfari.
Minningarnar eru margar og
þökkum við þér fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum saman.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Við vottum Aggý og öðrum að-
standendum okkar dýpstu samúð.
Við kveðjum þig með söknuðL
Rósa og Júlíus.
Fyrstu kynni mín af IJlfari Har-
aldssyni voru þegar hópur öku-
kennara fór 30. ágúst 1967 í kynn-
isferð til Stokkhólms. Þátt-
takendur í ferðinni voru 24 karlar
og 10 konur. Var Úlfar í þessum
hópi og eiginkona hans, Ragnheið-
ur Kristinsdóttir.
Aðaltilgangur ferðarinnar var að
kynnast framkvæmd og undirbún-
ingi Svía varðandi fyrirhugaðar
umferðarbreytingar þar í landi frá
vinstri yfir í hægri umferð sem
ákveðin var 3. september kl. 15.
Annar meginþáttur ferðarinnar
var að heimsækja ökuskóla og
fræðast um starfsemi þeirra.
Flogið var til Gautaborgar, þar
sem ekki var beint flug til Stokk-
hólms. Á flugvellinum í Gautaborg
tók á móti Úlfari og konu hans ung
stúlka, dóttir þeirra sem þá dvald-
ist í Svíþjóð og er mér þetta mjög
minnisstætt. Eftir skamma dvöl á
flugvellinum í Gautaborg var flogið
til Stokkhólms, þar sem hópurinn
gisti á KFUM-hótelinu „Þrír engl-
ar“. Sænskir ökukennarar tóku af-
ar vel á móti okkur og var þessi
fimm daga heimsókn í Stokkhólmi
lærdómsrík, skemmtileg og fróð-
leg.
Við heimsóttum sænska ökuk-
ennarasambandið STR og ýmsa
sænska ökuskóla. Höfðum
skemmtikvöld á Bromma. Vorum
boðin af borgarstjórn og STR í hið
fagra ráðhús Stokkhólms.
Á H-daginn var hópurinn stadd-
ur á Selgergstorgi í miðbæ Stokk-
hólms. Þar fylgdumst við með um-
ferðarbreytingunum sem enn er í
fersku minni. Strax á eftir var stig-
ið upp í langferðabíla í boði STR
ULFAR
HARALDSSON
og ekið um borgina í hægri um-
ferð.
Við sátum síðan kvöldverðarboð
Olof Palme forsætisráðherra og
umferðarnefndar í Wenner-Gren-
Center.
Við komum síðan á heimleið við í
Danmörku þar sem ökuskólar og
ökukennarar voru heimsóttir, bæði
í Kaupmannahöfn og Hróarskeldu.
Árið 1971 var stofnaður lána-
sjóður innan ökukennarafélagsins
og hlaut hann nafið Hjálparsjóður
Ökukennarafélags íslands (HÖÍ).
Kosið var í stjórn fyrir sjóðinn.
Kosnir voru: Jón V. Sævaldsson,
Birkir Skarphéðinsson, Úlfar Har-
aldsson. Varastjórn: Guðmundur
Þorsteinsson, Júlíus Halldórsson.
Ákváðum við að stjórnarfundir
sjóðsins yrðu haldnir á heimilum
okkar til skiptis, og að eiginkonur
okkar kæmu með okkur til að hitt-
ast og ræða sín áhugamál og kynn-
ast, meðan við í stjórninni ræddum
lánamál sjóðsins, ökukennslu og
umferðarmál. Áttum við eftir-
minnilegar og góðar stundir á
þessum fundum. Starfaði þessi
sama stjórn í 26 ár eða til ársins
1997 þegar samþykkt var að hætta
starfsemi sjóðsins og leggja hann
niður. Ákváðum við að hittast
áfram og koma saman eins og áð-
ur, þessi fimm hjón, þrátt fyrir að
búið væri að leggja starfsemi
sjóðsins niður. Síðast hittumst við
öll á heimili okkar hjóna 23. mars
sl. hér í Hafnarfirði.
Úlfar sem var lærður netagerð-
armaður starfaði við þá iðn sína í
mörg ár. Árið 1964 hóf hann að
stunda ökukennslu og var hann af-
ar vinsæll og afkastamikill ökuk-
ennari. Síðasta ökunema sinn út-
skrifaði hann síðastliðið sumar.
Úlfar átti afar létt með að segja
sögur og gamanmál í góðra vina
hópi. Hann hafði ánægju af að
ferðast, bæði innanlands og til út-
landa. Þá dvaldi hann alltaf, þegar
tími vannst til, í sumarbústað sín-
um við Meðalfellsvatn.
Nokkur hin síðari ár var haiMfer
forstöðumaður í Sundhöll Hafnar-
fjarðar, meðan heilsa leyfði, og dró
þá verulega úr ökukennslunni.
Ökukennarafélag íslands þakkar
Úlfari samstarfið á liðnum árum
og vottar eiginkonu hans samúð.
Við Fanney kveðjum hann með
virðingu og þökkum honum fyrir
öll samstarfsárin.
Ragnheiði, börnum og fjölskyld-
um þeirra sendum við okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jón Valdimar Sævaldsson.
BARA
SIGFÚSDÓTTIR
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
við öll tækifæri
B
blómaverkstæði
INNA
Skólavörðustíg 12,
á horni Bergstaðastrætis,
sími 551 9090.
I_______________:_____________
+ Bára Sigfúsdótt-
ir fæddist í Vog-
um við Mývatn 5.
október 1915. Hún
lést á Fjórðung-
ssjúkrahúsinu á Ak-
ureyri 5. október síð-
astliðinn og fór útför
hennar fram frá
Reykjahlíðarkirkju
20. október.
Elsku Bára mín. Mig
langar til að minnast
þín sem góðrar konu og
bestu vinkonu. Þótt al-
dursmunurinn væri
mikill varstu svo ung í anda. Þegar við
fjölskyldan fluttumst til Reykjahlíðar
eftir snjóflóðin á Flateyri 1995 bank-
aðir þú létt á dymar hjá okkur í Birki-
hrauni 9 og gekkst inn og bauðst okk-
ur velkomin á nýjan stað. Upp frá
þessu urðum við bestu vinkonm-. Mér
fannst gott að eiga þig að á nýjum
stað og gat alltaf leitað til þín ef ég
þurfti. Því mun ég aldrei gleyma og
mun varðveita í hjarta mínu. Móður
minni, Geiru Helgadóttur, sem dvaldi
oft hjá okkur í Reykjahlíð meðan við
bjuggum þar, þótti mjög vænt um þig,
Bára mín, enda urðuð þið fljótt góðar
vinkonur. Ég bar mikla virðingu fyrir
þér. Þú varst svo hlý og ráðagóð kona.
Þegar við fjölskyldan fluttumst fi'á
Reykjahlíð í janúar
1999 til Þórshafnar var
missirinn mikill því
hugur minn var svo oft
hjá þér og þennan sama
mánuð (jan. ’99) andað-
ist móðir mín sem var
mjög erfitt fyrir mig.
Elsku hjartans Bára
mín. Þú hefur skipaÍK
sérstakan sess í lífi
mínu og því mun ég
ávallt sakna þín og
þakka þér þann mikla
auð sem þú skildir eftir.
Þín besta vinkona,
Katrín.
I
SÓLSTEIN AR ,u Nýbýla*eo. Wuiaragl
Sími 564 4566
OSWALDS
sími 551 3485
ÞJÓNUSTA ALLAN
SÓLARHRINGINN
U)A! .S'f’R/L 1 i 4H • 101 IUAKJAVIK
m \Ó0\
Mb ' - !
Dnrí,> Inger Óhtfit.
Otfi'ramj / 'tfarnistj. 1, 'tfumrstj.
l ÍKi IS TUVINN LISTOFA
I V VINDAR ARNASONAR
1899
Legsteinar
Vönduð íslensk framleiðsla
Fáið sendan myndalista
MOSAIK
Marmari
Graníl
Blágrýti
Gabbró
Líparít
Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986
Jb'