Morgunblaðið - 25.10.2000, Qupperneq 46
46 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsþing Ungra jafnaðarmanna
Uppboðsleiðin á að
vera meginreglan
Ræddi um Ríó-ráðstefnuna
á allsherjarþingi SÞ
Ekki skal einblínt
á það sem miður
hefur farið
UPPBOÐSLEIÐIN á að vera meg-
inreglan við úthlutun takmarkaðra
auðlinda í eigu þjóðarinnar, s.s.
virkjanaleyfa og aflaheimilda. Þetta
er skoðun Ungra jafnaðarmanna,
-.sem héldu landsþing sitt um sl. helgi
í Reykjavík. Ungir jafnaðarmenn
telja ennfremur að uppboð skuli fara
fram á fjarskiptarásum. Með þeim
hætti fái þjóðin mest fyrir þessa tak-
mörkuðu auðlind. Þá telja þeir að
einkavæða beri Landssímann sem
fyrst, en undanskilja verði þó grunn-
netið sem áfram verði í þjóðareigu.
Segir í ályktun um fjarskiptamál að
nauðsynlegt sé að allir landsmenn
hafí greiðan aðgang að upplýsinga-
hraðbrautinni. A þinginu var Katrín
Júlíusdóttir kjörin formaður UJ, en
hún gegndi stöðu varaformanns á
fyrsta starfsári samtakanna. Vara-
formaður var kjörinn Ágúst Ágústs-
son.
Rás 2 verði lögð niður
Fjölmargar ályktanir voru sam-
þykktar á landsþingu, t.d. um sam-
göngumál, velferðarmál, fjármál
stjórnmálaflokkanna, menntamál og
jafnréttis- og fjölskyldumál.
í ályktun um ríkisfjölmiðla lýsa
ungir jafnaðarmenn þeirri skoðun
sinni að ríkið leggi niður Rás 2, enda
eigi ríkisvaldið ekki að halda úti af-
þreyingarútvarpsstöð. Hins vegar
vilja þeir halda Ríkisútvarpinu og
Ríkissjónvarpinu áfram í eigu þjóð-
■ arinnar þar sem það gegni ákveðnu
menningar- og öryggishlutverki.
Rás 1 og Sjónvarpið eiga þó að rækta
fræðslu- og fréttahlutverk sín af
meiri metnaði en hingað til hefur
verið gert. Ungir jafnaðarmenn vilja
fella niður afnotagjöld og fjármagna
starfsemi ríkisfjölmiðlanna heldur af
fjárlögum. Þá telja þeir óeðlilegt að
RÚV sé í samkeppni við einkaaðila
um auglýsingatekjur og kostun
framleiðslu.
í ályktun um öryggis- og friðar-
mál var lýst yfír stuðningi við áfram-
haldandi veru Islands í Atlantshafs-
bandalaginu (NATO). Þar segir að
reynsla undanfarinna tíu ára hafí
sýnt að þrátt fyrir að Evrópa sé að
ganga inn í eitt friðsamasta timabil
álfunnar frá upphafi sé einungis ein
leið til að tryggja að friður og áfram-
haldandi samvinna milli fyrrverandi
andstæðinga í heimsstjómmálum
haldi áfram.
„Með auknu samstarfi við ríki ut-
an bandalagsins og inntöku nýrra
leitast NATO við að eyða blokka-
skiptingu í álfunni þar sem fyrrver-
andi andstæðingar á tímum kalda
stríðsins elduðu margoft grátt silf-
ur,“ segir í ályktuninni og ennfremur
að með breyttu hlutverki NATO á
nýjum tímum hafi aldrei verið
brýnna íyrir íslensku þjóðina að láta
sitt ekki eftir liggja við hvort sem er
friðargæslu í ríkjum fyrrverandi
Júgóslavíu eða með samstarfi við
þjóðir Austur-Evrópu. Aðild okkar
að NATO hafi styrkt stöðu íslands á
sameiginlegum vettvangi í friðarum-
ræðunni og tryggir að rödd okkar í
alþjóðsamfélaginu muni heyrast,
eins og það er orðað.
Jafnræði að náttúru-
auðlindum þjóðarinnar
í ályktun UJ um sjávarútvegsmál
er lýst vilja til þess að eignarhald
þjóðarínnar á sameiginlegum nátt-
úruauðlindum hennar verði tryggt í
stjómarskrá og tekið verði sann-
gjamt gjald fyrir afnot af þeim.
„Náttúraauðlindir Islands til
lands og sjávar era sameign lands-
manna. Þeim á ekki að úthluta til fá-
einna einstaklinga til varanlegra
eigna. Tryggja þarf jafnræði þjóðar-
innar að auðlindum sínum. Óréttlæt-
ið blasir við í sjávarútvegskerfi ís-
lendinga. Ungir jafnaðarmenn vilja
ekki gjafakvótakerfi."
Þá segir að UJ telji að uppboðs-
leiðin eða fyrningarleiðin sé farsæl-
ust innan sjávarútvegsins. Það sé
markaðslausn sem leiði til þess að
útgerðin greiði sitt eigið mat á verð-
mæti aflaheimildanna í auðlinda-
gjald. Þannig komi leiðin í veg fyrir
að gjaldið verði hærra en það sem út-
gerðin ráði við, því gera megi ráð
fyrir að útgerðin bjóði ekki meira en
hún ræður við. Þá komi uppboðsleið-
in einnig í veg fyrir að misvitrir
stjómmálamenn ákvarði gjald sem
er langt undir eða yfir raunveralegu
verðmæti aflaheimildanna. Upp-
boðsleiðin opni sömuleiðis fyrir ný-
liðun í greininni, en það sé eitthvað
sem fast veiðileyfagjald geri ekki.
„Það er óþolandi að heil atvinnu-
grein skuli þurfa að þola þá gífurlegu
óvissu sem er um framtíð sjávarút-
vegsins. Hins vegar snýst deilan um
sjávarútvegsmálin um að eignarhald
hennar sé tryggt í stjómarská og
þjóðin fái arð af þjóðareigninni en
sátt mun ekki fást fyrr en aflaheim-
ildir lúta uppboðsleiðinni," segir
ennfremur í ályktuninni.
ÞORSTEINN Ingólfsson sendi-
herra, fastafulltrúi íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, lagði áherslu
á að menn einblíndu ekki á það sem
miður hefði farið við framkvæmd
Ríó-samþykktanna heldur fyndu
leiðir til lausna á umhverfisvandan-
um í ræðu á allsherjarþingi SÞ í
síðustu viku.
í ræðunni fjallaði fastafulltrúinn
um undirbúning ráðstefnu sem
halda á árið 2002 í tilefni 10 ára af-
mælis Ríó-ráðstefnunnar um um-
hverfi og þróun. Þorsteinn sagði
mörg dæmi um góðan árangur og
lagði til að á ráðstefnunni yrði lögð
áhersla á tengsl fátæktar og um-
hverfismála, vemd lífríkisins og
leiðir til að auka hagvöxt og lífs-
gæði án þess að auka álag á um-
hverfi og auðlindir.
Aðstoð félagasamtaka
nauðsynleg
Þorsteinn flutti aðra ræðu á alls-
herjarþinginu og fjallaði hún um
kynþáttamisrétti. Lýsti hann full-
um stuðningi íslenskra stjórnvalda
KHINTHITSA kennari í tai chi
heldur námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna dagana 25.-30. októ-
ber í húsnæði Styrktarfélags lam-
aðra og fatlaðra, Háaleitisbraut 11-
13.
við störf sérstaks fulltrúa mann-
réttindaráðs SÞ gegn kynþáttamis-
rétti og útlendingahatri. Hann
fagnaði ákvörðun allsherjarþings-
ins um að halda alþjóðaráðstefnu
gegn kynþáttahatri og kynþátta-
misrétti í Suður-Afríku næsta
haust. Hann kvað íslensk stjórnvöld
fordæma hvers kyns notkun verald-
arvefjarins til að útbreiða kynþátta-
hatur eða stuðla að ofbeldi. Hann
taldi áhrifamátt fjölmiðla mikinn og
að baráttan gegn kynþáttahatri og
kynþáttamisrétti yrði ekki unnin án
aðstoðar frjálsra félagasamtaka og
einstaklinga.
LEIÐRÉTT
í LEIKDÓMI um Bangsimon
í blaðinu í gær var rangt farið
með nafn ljósahönnuðar sýn-
ingarinnar, en hann heitir
Sverrir Rristjánsson.
Beðist er velvirðingar á
þessu.
Khinthitsa kennir einfaldar gran-
næfingar sem heita Reeling silk og
19 skrefa form Chen Xioawang, seg-
ir í fréttatilkynningu.
Námskeiðið hefst í dag, miðviku-
daginn 25. október. kl. 18.
Námskeið í Tai chi
Félag háskólakvenna
„Að njóta leiklistar"
Námskeið í samstarfi við Fljúgandi fiska
hefst fimmtudaginn 2. nóvember.
Fjallað verður um gríska harmleikinn
Medeu eftir Evrípídes. Fyrirlestrar um
gríska menningu, gríska goðafræði,
grískt leikhús til forna. Fjallað um mis-
munandi túlkun Medea sögunnar í óper-
um, leikbókmenntum og kvikmyndum.
Fyrirlestur um sálfræði með skýrskotun í
verkið. Farið á æfingar og sýningu og í
lokin verða pallborðsumræður með
grískum mat.
Stjórnandi námskeiðsins
er dr. Jón Viðar Jónsson,
leikhúsfræðingur.
Frumsýning Medeu verður
17. nóvember.
Innritun og upplýsingar
hjá Geirlaugu Þorvalds-
dóttur, formanni félagsins,
í síma 899 3746.
HEFLSUSETUR
ÞÓRGUNNU
Hómópatía
— blóma-
dropar
Hagnýtt byrjendanámskeið
helgina 28.-29. október í Heilsusetri
Þórgunnu í Skipholti 50C.
*Upplýsingar og skráning í síma 897 1909.
TIL SOLU
I
I
I
Tilboð óskast í eftirfarandi:
Rennibekkur Harrison M 300.
Bekkurinn er til sýnis í Austurbæjarskóla við
Vitastíg, Reykjavík.
Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Austurbæj-
arskóla í síma 561 2680.
Tilboðum skal skila fyrir kl. 16:15 þann 3.
nóvember 2000 í afgreiðslu Innkaupastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, R. í um-
slögum merktum „Tilboð - Rennibekkur".
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríklrkjuvegi 3 -101 Reykajvík - Sími 570 5800 - Fax 562 2616
www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rhus.rvk.is
I
I
UPPBOÐ
Listmunir
Erum að taka á móti verkum á næsta listmuna-
uppboð. Höfum ávallt kaupendur að góðum
verkum gömlu meistaranna.
Fyrir viðskiptavini leitum við að verkum eftir
Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Ásgrím
Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Nínu Tryggva-
dóttur, Kjarval, Þorvald Skúlason, Gunnlaug
Scheving og Gunnlaug Blöndal.
ííl ÍÍ Gallerí Fold,
bIÍ il Rauðarárstíg 14—16,
Hui^AtLERTl sími 551 0400.
SMAAUGLYSINGAR
TILKYNNIN6AR
Sálarrannsóknarfélag íslands
Sálarrannsókn-
arfélagið Sáló
1918-2000,
Garðastræti 8,
Reykjavík
Leiðin til hins andleaa
Sunnudaginn 29. okt. og
laugardaginn 4. nóv. heldur
breski miöillinn Ron Jordan
námskeið á vegum Sálarrann-
sóknarfélags íslands. Hann nefn-
ir námskeiðið „Pathways to spi-
rit" eða „Leiðin til hins and-
lega". Þar tekur hann fyrir
mismunandi skynjanir, árur,
líti, orkusvið og leiðbeinend-
ur. Einnig verður farið í hug-
leiðslu.
Námskeiðin verða haldin í
Garðastræti 8 frá kl. 10.30 til
17.30. Verð kr. 5.000, og innifalið
súpa og brauð í hádegishléi. Inn-
ritun í síma 551 8130 og á skrif-
stofunni milli kl. 9.00 og 15.00
virka daga. Takmarkaður þátt-
takendafjöldi.
Ath. Vinsamlega bókið ykkur
sem allra fyrst vegna mikillar
eftirspurnar.
Ron Jordan hefur starfað að
andlegum málefnum í 29 ár,
m.a. sem kennari við Arthur
Findlay College í Stansted. Hann
starfar einnig á vegum Sálar-
rannsóknarfélags Bretlands (The
Spiritual Associaciton of Great
Brittain) í London.
Hægt verður að fá einkatíma hjá
Ron frá 24. október til 7. nóvem-
ber. Eiginkona hans, Elain Jord-
an, starfar hjá félaginu á sama
tímabili. Hún hefur langa reynslu
sem heilari og býður Islending-
um heilun, endurgjaldslaust, eft-
ir því sem tími hennar leyfir.
Skrifstofusími og símsvari
551 8130 (561 8130).
Netfang: srfi@simnet.is.
SRFÍ.
FÉLAGSLÍF
ÉSAMBAND ÍSLEN2KRA
____> KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Samkoma í Kristniboðssaln-
um, Háaleitisbraut 58,
í kvöld kl. 20.30.
RAFIKI, hópur ungra Kenýafara,
sór um efni samkomunnar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Netfang http://sik.is
Hörgshlíð 12.
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00.
□ HELGAFELL 6000102519 VI
I.O.O.F. 9 s 18110258% =9.0.
I.O.O.F. 7 = 181102581/2 = 9.I.
□ GLITNIR 6000102519 III
I.O.O.F. 18 = 1811025 [ F1.