Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 47 FRÉTTIR www.arctictrucks.is Matarsjúkdómum fjölgar vegna breyttra hátta Konur vilja meira eftirlit með matvælum en karlar ÖRUGG matvæli var yfirskrift ráð- stefnu sem haldin var nýlega í tilefni af árlegum Matvæladegi MNI. Arni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra setti ráðstefnuna og sagðist hann telja ástand í þessum málum hér á landi vera með því besta sem gerist en hins vegar mætti hvergi slaka á. Islendingar þyrftu að huga í auknum mæli að áhættugreiningu en að telja sig geta tryggt hundrað prósent ör- yggi matvæla væri blekking og jafn- gilti því að ætla að tryggja slysalausa umferð. Hann sagði nauðsynlegt að draga lærdóm af undangengnum fárum vegna matvæla í Evrópu. „Fjölmiða- fár vegna hættu af matvælum gerir ekki boð á undan sér, þess vegna þurfum við að vita hvernig við ætlum að bregðast við - fyrirfram." Viðvarandi einkennin dýrari en bráðaeinkennin „Aukinn fjöldi matarsýkinga er vaxandi vandamál sem rekja má til breyttra aðstæðna við bæði fram- leiðslu og neyslu matvæla," sagði Haraldur Briem sóttvarnarlæknir í erindi sínu, Yfirlit yfir matarsjúk- dóma af völdum örvera. „Stórfram- leiðsla og mikil dreifing matvæla, krafa neytenda um ferskieika og líf- ræna ræktun, erfðabreytt matvæli og ónæmi sýkla við sýklalyfjum eru meðal þeirra þátta sem þarna eiga hlut að máli.“ Hann sagði ennfremur að salmon- ella hefði verið okkar helsta vanda- mál undanfarin ár en breyting hefði orðið árið 1997 þegar kampýlóbakt- ersýkingum fór að fjölga í kjölfarið á heimild til að selja hráa kjúklinga. Hann rakti helstu einkenni matar- sjúkdóma og fram kom að viðvarandi einkenni sýkinga svo sem gigtar- sjúkdómar, ristilbólgur og hjarta- og æðasjúkdómar væru eflaust kostn- aðarsamari afleiðing en bráðaein- kennin. Kjötvörur í 60% tilfella í erindi Ásmundar Þorkelssonar, matvælafræðings hjá Hollustu- vemd, Tíðni matarsjúkdóma á ís- Sýkingar sem berast með matvælum eru vaxandi vandamál í heiminum og hafa ✓ Islendingar ekki farið varhluta af því. Þessi mál voru rædd frá ýms- um hliðum á ráðstefnu Matvæla- og næringa- fræðafélags Islands. landi, kom fram að kjöt og kjötvörur eru um 60% af þeim matvælum sem helst eru grunuð sem orsök hópsýk- inga. Hin 40% skiptast á milli ýmissa mismunandi matvæla, m.a. neyslu- vatns, samlokna og súrmats. Einnig væru dæmi um að sýkingar gætu borist með gæludýrum og þá stafaði séstaklega hætta af skriðdýrum eins og eðlum og skjaldbökum. Hann rakti sjúkdómstíðni af völd- um algengustu örvera í matvælum en vakti einnig máls á því að of lítið væri til af gögnum, ekki væru gerðar nógu margar rannsóknir í sambandi við þessi mál. „Rannsóknir eru auð- vitað dýrar en þegar á heildina er lit- ið er líklega enn kostnaðarsamara að gera þær ekki,“ sagði Asmundur. V innumenningin mikilvægust „Til að gæðakerfi virki þurfa inn- viðir viðkomandi fyrirtækis að vera tilbúnir til að nota það,“ sagði Snorri Þórisson, matvælafræðingur hjá fyr- irtækinu Sýni ehf, í erindi sínu, Or- ugg matvæli - Reynsla ráðgjafans. Hann sagði vinnumenninguna í hverju fyrirtæki skipta mestu máli, að allir starfsmenn væru meðvitaðir um hættuna og reyndu sem heild að vinna að því að lágmarka hana. „Þannig höfum við séð fyrirtæki þar sem allt sem viðkemur framleiðsl- unni er til fyrirmyndar og var þannig löngu áður en hugtakið um innra eft- irlit kom fram. Við höfum einnig komið í fyrirtæki sem höfðu að sögn mjög gott innra eftirlit, jafnvel 50 blaðsíðna gæðahandbók, en fæstir vissu til hvers hún var skrifuð." Konur tortryggnari en karlar „Fólk af ólíku þjóðemi, kyni og þjóðfélagsstöðu hefur afar mismun- andi viðhorf gagnvart hættu af mat- vælum,“ sagði sálfræðingurinn dr. Lynn Frewer en í erindi sínu Risk perception and risk communication about food safety issues, kynnti hún niðurstöðu rannsókna sinna á við- horfum neytenda til áhættu sem tengist matvælum og áhrifa fjöl- miðla á þetta viðhorf. „Sérstaklega er munur á viðhorfi kynjanna, konur eru mun tortryggn- ari gagnvai-t hættu af matvælum en karlar, og em fremur íylgjandi því að opinberir aðilar grípi til ráðstaf- ana til að draga úr hættu.“ Hún sagði að það hvaðan upplýsingar um hættu af matvælum koma, hefði mikil áhrif á hversu mikið mark fólk tæki á þeim og miklu skipti að fólk teldi upplýs- ingar koma frá hlutlausum aðilum en ekki hagsmunaaðilum. Hún sagði athyglisvert hvað ís- lendingar hefðu litlar áhyggjur af erfðabreyttum matvælum, ekki virt- ist vera mikil umræða um þau hér á landi en í Bretlandi em erfðabreytt matvæli mjög umdeild og margir ótt- ast þau. Kjúklingar og mjólk best rannsökuðu matvælin Síðasta erindið, Kjúklingarækt og vinna við uppbyggingu gæðakerfis í kjúklingabúum, flutti Sigurborg Daðadóttir, gæðastjóri hjá Móum ehf. Hún kynnti átak sem stendur fyrir dymm hjá kjúklingabændum á öllum búum landsins, en það snýr að innra eftirliti framleiðslu og er ætlað að auka öryggi kjúklinga enn frekar. „Kjúklingar ásamt mjólkurvöram em orðnir best rannsökuðu matvæl- in á markaðnum," sagði Sigurborg að lokum. Fyrirlestur um tungutækni Dr. Rögnvaldur Ólafs- son, dósent við Háskóla íslands, heldur á fimmtudag fyrirlestur á vegum Vísindafélags íslendinga um tungu- tækni og gerir grein fyrir niðurstöðum vinnuhóps sem starfaði á vegum menntamála- ráðherra. í fréttatilkynningu segir: „í fjárlagatillög- um ríkisstjómarinnar er lagt til að miklu fé verði varið til tungu- tækni á næsta ári. En hví skyldi fámenn þjóð hafa fyrir því og leggja í það ærinn kostnað að gera tungumál sitt hæft til notkunar í alþjóðlegu upp- lýsingaþjóðfélagi? Hví notar hún ekki alþjóðlega málið ensku og kemur sér þar með hjá kostnaði og umstangi? Þetta em mikilvægar spumingar sem tengjast áhugaverðri fræðigrein sem nefnd hefur verið tungutækni. Tungutækni er þverfagleg. Hag- nýting hennar byggist á viðamiklum málrannsóknum af ýmsu tagi. Þær rannsóknir flokkast einkum undir tölvufræðileg málvísindi eða máltölv- un og textamálfræði eða gagnamál- fræði. Hagnýtingin byggist einnig á notk- un háþróaðrar aðferðafræði tölvu- tækni. Góðar lausnir munu byggjast á farsælli samtvinnun málvísinda og lafsson upplýsinga- og tölvu- tækni. Undanfama áratugi hefur verndun tungunn- ar einkum falist í að ís- lenska orðaforða ým- issa fræðigreina. Þar hefur oft tekist vel til og starfið borið árangur. En á síðustu áram hafa aðstæður gerbreyst. Málið snýst ekki lengur um það að ekki séu til ís- lensk fag- og fræðiorð á tilteknum sviðum. Það snýst þess í stað um að við ýmsar aðstæður í tölvuheiminum er ekki lengur hægt að nota neina íslensku. Hér er því komin upp ný staða sem ekki á sér hliðstæðu fyrr í málsögunni. Það er alþekkt að dauðastríð tungumála hefst einmitt þegar að- stæður af þessu tagi koma upp, þegar mál er ekki lengur nothæft við allar aðstæður í hversdagslegu lífi almenn- ings. Móðurmálið verður þá víkjandi, það er aðeins hæft til heimabrúks en ekki til neinna alvarlegra hluta.“ Um þessi atriði verður fjallað í fyr- irlestri Rögnvaldar sem mun gera grein fyrir niðurstöðum starfshóps um tungutækni sem starfaði á vegum menntamálaráðherra. Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 26. októ- berkl. 20:30. Kynning á ættfræði í Breiðholts- skóla KYNNING á ættfræði og ættfræðiforritinu Espólín verð- ur í Breiðholtsskóla fimmtu- daginn 26. október kl. 20-22. Oddur Helgason ættfræðing- ur og Gunnar Atlason foreldri flytja erindi, en fundurinn er haldinn á vegum Foreldra- og kennarafélags Breiðholtsskóla og er opinn öllum íbúum hverf- isins. Kynningin er undirbún- ingur að námskeiðum í notkun forritsins. Félagsfundur ættfræði- félagsins ANNAR félagsfundur Ætt- fræðifélagsins í vetur verður haldinn fimmtudaginn 26. októ- ber. Fundarstaður er salurinn á 3. hæð í gömlu Mjólkurstöð- inni við Laugaveg, húsi Þjóð- skjalasafnsins. Fundurinn hefst klukkan 20.30, en húsið verður opnað klukkan 19.30. Erindi: Ragnar Böðvarsson, ættfræðingur á Selfossi, ræðir um ábúendatöl og heimildanotkun. Kaffi og með því eins og venjulega. Allir em velkomnir. Hægt er að ganga í félagið á fundinum. Sjáðu Land Cruiser 70 á 44" dekkjum ARCTIC TRUCK5 Opið laugardag kl. 12-16 og sunnudag kl. 13-16 Cartíse Hamraborg 1 Ný sending Glæsilegir árshátíðakjólar, dragtir og dress Glitrandi jakkar Hlægilegt úrval -lágmarks- álagning Cartíse Hamraborg 1, Garðarsbraut 15, Húsavík, sími 554 6996. sími 464 2450.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.