Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 50

Morgunblaðið - 25.10.2000, Side 50
50 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir PETTA ER HANN GUTTIFRÆNDI MINN. HANN ÓK MEÐ SPRENGIEFNI Hundalíf Eins og bensínverðið er í dag gæti maður haldið að hann gleddist... A.faAW'L'rt’. Ljóska ES ÆTLA At> FA STORAN, SAFARIKAN HAMBORSARA MEt) OSTI - í DÚNMJÚKU BRAUDIÚR Ferdinand Þú ert heppinn þú getur flogið.. Ja, nei.. Efég væriþú, þá flygi ég frjáls ekkiefmanni um heiminn! líkar illa að ferðast.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 N ey ðargetnað- arvörn er ekki fóstureyðing Frá Reyni T. Geirssyni: í MORGUNBLAÐINU sl. laugar- dag, 21.10., er ágætur „viðhorfs“- pistill sem Hanna Katrín Friðriksson ritar um þá sérkennilegu umræðu um fóstureyðingar og rétt kvenna sem næstum alltaf verður hluti af kosningabaráttu frambjóðenda til forseta í Bandaríkjunum. Pistillinn heitir „Pillan umdeilda". í þessum skrifum gætir þess misskilnings að svonefnd neyðargetnaðarvöm sé ein- hverskonar fóstureyðing. Svo er alls ekki. Neyðargetnaðarvörnin felst í stuttvarandi hormónatöku sem er einkum ætlað að koma í veg fyrir egglos. Þetta er aðalverkunin. Hér er fyrst og fremst verið að koma í veg fyrir þungun, en ekki framkalla fóst- ureyðingu. Það myndast ekki fóstur. Aukalega verður slímhúð legsins óhagstæðari bólfestu eggs og ef neyðargetnaðarvöm er tekin nálægt væntanlegum tíðablæðingum, hefjast blæðingar. Ef egg frjóvgaðist samt sem áður, þá mundi það líklega ekki festast, heldm- leysast upp og hverfa með tíðablóði, eins og gerist við mjög margar náttúrulegar frjóvganir og við egglos þegar ekki verður frjóvg- un. Að kalla þetta „fóstureyðingu" væri meira en langsótt. Meirihluti náttúrulegra fijóvgana verður aldrei að bami og þetta er alveg sambæri- legt. Andstæðingar þess að konur geti átt völ á fóstureyðingu sem neyð- arúrræði hafa hinsvegar reynt að sverta neyðargetnaðarvörnina með því að halda fram tvennum ósannind- um, þ.e.a.s. að neyðargetnaðarvömin sé fóstureyðing og með henni sé hvatt til óábyrgrar kynlífshegðunar og lauslætis. Erlendar rannsóknir hafa ljóslega sýnt að hvomgt er rétt. Þó neyðargetnaðarvörnin sé ein allra ömggasta lyfjataka sem völ er á, mun betri en parasetamól eða magnýl, þá misnota konur hana ekki og hefja oftast notkun góðra getnað- arvama, eins og pillunnar, í kjölfar þess að þurfa að taka neyðargetnað- arvörn. Að koma í veg fyrir þungun er að sjálfsögðu margfalt betra en að fram- kvæma fóstureyðingu. Hér á landi era alltof margar óvelkomnar þung- anir, einkum hjá unglingsstúlkum. Neyðargetnaðarvöm er viðbótarúr- ræði til að hamla gegn því. Eitthvað verður að hafa, því fólk sem er byrjað á kynlífi hættir því ekki svo glatt aft- ur. Náttúran er söm við sig. Sem bet- ur fer er notkun neyðargetnaðar- varnar að aukast hér á landi og aðgengi að henni að batna með ábyrgum hætti. REYNIR TÓMAS GEIRSSON, læknir. Olympíuleikar fatlaðra Frá Völn Guðmundsdóttur: ÉG VAR gráti næst, komið var fram yfir miðnætti föstudagskvöldið 20. október. Ég hafði sett mig í stellingar til að horfa á útsendingu frá Ólympíu- leikum fatlaðra þar sem félagar mínir og vinir úr sundinu em nú að keppa. Eg vonaðist til að sjá keppni Kristín- ar Rósar og Gunnars Arnar í 200 m fjórsundi og 100 m bringusundi. Skemmst er frá því að segja að ekkert var sýnt frá þeirra keppni þó að Kristín lenti í þriðja sæti og Gunn- ar í því tíunda. Hvemig er það með okkur fatlaða, eram við annars flokks fólk í samfélaginu? Er það ekki stefna stjómvalda að allir skuli vera jafnir í samfélaginu og á rikissjón- varpið ekki að fylgja þeirri reglu sér- staklega. Eram við kannski svona miklu lakari söluvara en þeir heil- brigðu, fylgja okkur kannski færri auglýsingar en hinum? Hvað með afnotagjöldin sem allir landsmenn borga jafnt? Ég undinituð fer fram á það að forráðamenn sjónvarpsins geri grein fyrir því hvers vegna við fáum ekki að sjá okkar afreksmenn á Ólympíuleik- um fatlaðra. VALA GUÐMUNDSDÓTTIR, Skólagerði 21, Kópavogi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Sérmerktar gjafavörur r Okeypis bæklingur íslenski Postlistinn sírni 557 1960 www.postlistinn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.