Morgunblaðið - 25.10.2000, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 55
FÓLK í FRÉTTUM
i
Friðarstund
TðNLIST
H1 j ó in 1 e i k a r
SIGUR RÓS
Tónleikar; Sig'ur Rós í Fríkirkjunni,
föstudaginn 20. október 2000.
KIRKJA. Reykelsi. Kerti. Og
djúpstæð þögn. Pað er ekki um að
villast - hljómsveitin Sigur Rós er
við það að fara að halda tónleika. Og
það er engu líkara en fólkið sem
komið er til að upplifa haldi niðri í
sér andanum.
Sigur Rós hefur undanfarið eitt og
hálft ár verið hampað mikið bæði
innanlands sem utan - og það rétti-
lega. Rætt er um sveitina sem eina
þá frambærilegustu sem fram hefur
komið hérlendis og önnur hljóðvers-
skífan, Ágætis byrjun, sem út kom í
júní í fyrra, er lýtalaust meistara-
verk sem hrífur hvern þann sem
leggur eyrun við umyrðalaust með
sér.
Þessi hróður Sigur Rósar erlendis
varð til þess að breska sveitin Rad-
iohead, sem þykir með frambærileg-
ustu rokksveitum síðari tíma, valdi
okkar menn til að hita upp á tón-
leikaferðalagi sem farið var í til að
fylgja nýjustu plötu þeirra, Kid A,
eftir. Sigur Rós hefur þar af leiðandi
verið upptekin erlendis við spila-
mennsku síðustu mánuði og því
nokkuð langt um liðið síðan hún spil-
aði síðast á Fróni. Má því segja að
þessir Fríkirkjutónleikar hafí verið
nokkurs konar heimkomutónleikar.
Eftirvæntingin var og gífurleg og
varð uppselt einni klukkustund eftir
að miðasala hófst.
„Við reynum að leita uppi tón-
leikastaði sem hafa góðan anda yfir
sér.“ Svo lýsti Orri Páll Dýrason,
trommuleikari sveitarinnar, aðför-
um meðlima við hljómleikahald á
síðum þessa blaðs. Einn helsti styrk-
ur Sigur Rósar og aðdráttarafl ligg-
ur einmitt í þessari óbifandi einlægni
varðandi allt sem þeir koma nálægt.
Þar er aldrei neitt hálfkák á ferðinni.
Það var því spenna í lofti Fríkir-
kjunnar þetta föstudagskvöld. Engu
að síður lék innileg værð og tilhlökk-
un um andlit þeirra sem komnir
voru. Hlý birta steig upp af fjórum
kertastjökum, stórum bæði og
stæðilegum, sem stóðu til hliðar við
sviðið og reykelsi lögðu frá sér
róandi angan. Helgistund var í nánd.
Strákarnir röltu loks inn á svið,
Jónsi söngvari og gítarleikari á
sokkaleistunum eins og hann á venju
til. Georg Hólm sló rólega bassalínu
og sveitin fór af stað í hæga og seyð-
andi stemmu. Sigur Rós hefur
ógjarnan staldrað lengi við gömul
útgefin lög. Öll lögin sem spiluð voru
þessa kvöldstund, fyrir utan tvö,
hafa því ekki enn verið gefin út og
þau eru nokkuð ólík þeim lögum sem
er að finna á Agætis byrjun. Naum-
hyggjuleg og einfaldari að allri gerð
og meira virðist leitað í stemmningu
og tilfinningu en haglega skorðaðar
lagasmíðar.
Mörg hver hljómuðu, á þeim tíma
sem þau voru flutt, eins og fallegasta
lag í heimi. Lag sem ég ætla að kalla
„orgellagið“, þar sem lagaheiti liggja
ekki enn fyrii’, býr yfir hreint ótrú-
legu orgelmillispili, partur sem lyfti
gestum nálægt því upp úi’ sætum svo
innblásinn er hann. Annað lag sem
ber að nefna sérstaklega kom næst á
eftir „Nýja laginu“ en þar leikur
Kjartan allrahandamaður á gítar
með Jónsa. Lagið er drungalegt,
sorgbitið og ægifallegt og læsii- sig
um hjartað frá fyrstu nótu.
I lok tónleikanna risu áhorfendur
upp úr sætum, klöppuðu af ákefð og
sveitin birtist von bráðar á nýjan
leik. Fyrsta aukalagið varð svo að
hápunkti kvöldsins. Ásamt þessum
mjóslegnu rokkurum stóð nú hinn
voldugi rímnamaður Steindór And-
ersen. Það er ógleymanlegt er
Steindór hóf upp raustina, dyggilega
studdur af einbeittum Sigur Rósar-
mönnum. Það var engu líkara en nið-
ur aldanna, í líki undirleiks Sigur
Rósar, léki um Steindór sem flutti
kvæðin sín á afar áhrifaríkan hátt.
Salurinn stóð bókstaflega á öndinni
við þennan magnaða flutning.
Næsta lag byi’jaði á rólegan hátt
en stigmagnaðist í sífellu eftir því
sem leið á það. Keyrslan var nálægt
því hamslaus undir endann og flestir
gestir komnir á nibbu kirkjubekkj-
arins er það endaði skyndilega. Stór-
kostlegum tónleikum var lokið.
Að lýsa tónleikum Sigur Rósar
felur í sér mikið magn dramatískra
lýsingarorða og oft reynist manni
erfitt að réttlæta slíka ágengd fyrir
sjálfum sér. En ekki þó í þetta sinn-
ið.
Arnar Eggert Thoroddsen
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
,Hlý birta steig upp af ijórum kertastjökum, stórum bæði og stæði-
legum ... Helgistund var í nánd.“
Clarence Barlow tónlistarprófessor er meðal gesta á ART
„Tónlistin er bara
brot af mínum heimi“
Menn eru ekki bara
að leika sér með
hljómlist á alþjóð-
legu raf- og tölvu-
tónlistarhátíðinni
ART2000 heldur
líka að ræða hana í
þaula. Arnar Eggert
Thoroddsen ræddi
við prófessor
Clarence Barlow,
einn hinna erlendu
gesta sem gagngert
eru komnir hingað
á hátíðina.
CLARENCE Barlow (f. 1945) er
einn af þessum, að því er virðist
allavega, lífskúnstnerum sem virðast
vita allt og hafa áhuga á öllu. Þessi
smágerði maður sem er af þýsk-ind-
versk-ensk-hollenskum ættum nam
tónlist hjá einu þekktasta nútíma-
tónskáldi 20. aldarinnar, Karlheinz
Stockhausen, er bæði tónskáld og
prófessor og starfar við tvo háskóla, í
Köln og Haag, þar sem hann kennir
fög eins og hljóðfræði, tónsmíðar og
tölvutónlist. í Haag starfar hann við
hljóðfræðideild skólans (instituut
voor sonologie) og er alls vanur um-
ræðunni um tengsl tölva og tónlistar,
hefur meira að segja sjálfur stýrt
viðlíka ráðstefnu og getið er að ofan!
Barlow hefur notið dvalarinnar
hérlendis út í ystu æsar en þetta er
hans fyrsta heimsókn hingað. Hann
segist orðinn mikill áhugamaður um
íslenska menningu og hann er fljótur
að afhjúpa sig sem „fræðimann
fræðimennskunnar vegna“.
„Ég kann mjög vel við ísland. Mér
finnst heimilislegt hér þar sem
menningin er mjög evrópsk, og síðan
hef ég alltaf verið fremur hrifinn af
Norðurlöndunum. Tungumálið
finnst mér afar heillandi; ég hef lært
nokkur orð og er farinn að skilja
smávegis líka.“
Jafnvel hitt Stilluppsteypu
Barlow kennir tónsmíðar við
hljóðfræðistofnun konunglega tón-
listarháskólans í Haag en þar lærðu
til að mynda meðlimir hljóðsveitar-
innar Stilluppsteypu á sínum tíma en
þeir hafa vakið mikla athygli innan
geira tilraunakenndrar raftónlistar.
Það er því óneitanlega freistandi að
spyrja Barlow hvort hann kannist
kannski við pilta og svona í leiðinni
hvort hann hafi kennt einhverjum
íslendingum. „Jú, ég hef heyrt um
þá,“ segir hann er ég spyr hann um
Stilluppsteypustrákanna. „Ég held
jafnvel að ég hafi hitt þá.“ Einnig
kemur í ljós að nokkrir íslendingar
hafa lært hjá honum. „Ég var með
nemanda í tónsmíðum, Áka Ásgeirs-
son. Síðan lærðu þeir Ríkharður
Friðriksson og Haraldur Karlsson
hjá mér einnig. Þeir hafa eðlilega
veitt mér innsýn í menningu íslands
og það eykur enn frekar á gleði mína
yfu’ að vera hér.“
Undanfarið hefur borið nokkuð á
aukinni iðkun ungs og leitandi lista-
fólks á óhljóðalist (e. noise) og hafa
nokkrii’ þeirra troðið upp á ART
2000. Barlow segist hafa orðið var
við þennan vaxandi áhuga og segir
hann af hinu góða. „Það væri samt
gaman ef þetta unga fólk sem stund-
ar óhljóðalist myndi kynna sér sögu
raftónlistarinnar og sögu 20. aldar
Morgunblaðið/Asdís
Clarence Barlow nýtur lífsins á Laugaveginum.
tónlistai’." Blaðamaður viðrar það
við Barlow í framhaldi af þessu að
„Ég geri bara það sem ég geri og ég
er bestur“ hugarfarið virðist ríkjandi
ídag.
„Jú, það er rétt,“ svarar Barlow.
„Þessi afstaða var mjög áberandi á
meginlandi Evrópu þangað til fyrir
um fimm árum. Nú er hið andstæða
sjónarmið að verða æ algengara.
Énda var gæðastjómunin engin fyr-
ir þann tíma. Ég trúi því að þessar
breytingar eigi eftir að skila sér
hingað innan nokkurra ára einnig.“
Hvar er dægur-
tónlist kennd?
Talið berst nú að hinum sígildu og
stórskemmtilegu þrætumálum innan
tónlistarfræða: Hvar liggur munur-
inn á dægurtónlist og sígildri tónlist?
Fer fræðimennskan saman við heim
skapandi lista? Barlow hefur frá
mörgu að segja í þessu tilliti. „Ég
veit t.d. ekki hvar dægurtónlist er
kennd. Djass er kenndur en það
form er nú fremur hefðbundið. Allt
það róttæka sem fram fer í rokki og
poppi er gert af fólki sem fer út á eig-
in spýtur og einfaldlega „gerir það“.
Dægurtónlist er líka mjög hefðbund-
ið, íhaldssamt form, njörvað niður af
kröfunni um atriði eins 14 takt,
ákveðna lagabyggingu, markaðs-
vænleika o.s.frv. A meðan að fræði-
lega séð getur þú gert hvað sem þú
vilt innan tilraunatónlistar (avant
garde = framúrstefna). Akademían
leitast við að reyna skilja sígilda
tónlist og avant garde tónlist. En
hún gerir hins vegar enga tilraun til
að skilja heim dægurtónlistar því að
það er almennt talið að allir skilji
dægurtónlist. Þetta er rangt. Ég tel
að þetta eigi að kenna eins og hvað
annað. Ég nota oft tilvísanir úr dæg-
urlagaheiminum í fyrirlestrunum
mínum.
Dægurtónlistin getur lært mikið
af framúrstefnunni og það eru til
fræg dæmi um þetta, t.d. er Bítlamir
sögðust hafa lært mikið af Stock-
hausen og Frank Zappa varð fyrir
miklum áhrifum af avant garde
heiminum í sinni tónlist."
Meira af Stockhausen
Það væri synd og skömm að biðja
ekki fyrrverandi nemanda Stock-
hausen að segja örlítið frá kynnum
sínum af þessum fræga kennara sín-
um. Svo er nú komið í dag að það
þykir alveg afskaplega fínt að hafa
setið tíma hjá Karlheinz Stock-
hausen og vegna þessa er á stundum
pínulítill maðkur i mysunni. Sagt er
að meðlimir þýskra tilraunasveita
eins og Can og Kraftwerk hafi lært
hjá honum en Barlow tjáir mér að
það sé ekki það sama; að sitja einn
150 manna opinn fyrirlestur eða
læra beinlínis með kennaranum,
vera í fimm til átta manna hópi sem
hittir kennara sinn upp á hvern dag.
„Ég veit til þess að meðlimir Kraft-
werk voru ekki nemendur Stock-
hausen í þeim skilningi. Ég vai’ hins
vegar í stífu tveggja ára námi hjá
honum og hitti hann því reglulega.
Ég er samt ekki að segja að hinir
hafi ekki lært af honum.
Ég kynntist tveimur hliðum
Stoekhausen. Hann er bæði mjög
sterkur og mjög veikur persónuleiki.
Hann er mjög viðkæmur gagnvart
gagnrýni og þá fer hann líka í mikla
vörn. Á hinn bóginn er hann afar
sjarmerandi og heilsteyptur pers-
ónuleiki. Og ég met hann mikils, met
bæði kosti hans og galla.“
Samtali okkar lýkur svo með frek-
ari vangaveltum um muninn á dæg-
urtónlist og sígildri tónlist. Og ekki
er komið að tómum kofunum hjá
Barlow frekar en fyrri daginn. „Sí-
gild tónlist og dægurtónlist eiga að
leita í brunna hvor annarrar að mínu
mati. Þegar ég tala við suma starfs-
félaga mína í klassíkinni hafa þeir
aldrei heyrt minnst á nöfn eins og
Sugarcubes, Bjork, Soundgarden,
Radiohead o.s.frv. Ég horfi líka á
Cartoon Network. Þeir vissu ekkert
hvað var að gerast á þeim bænum
heldur. Það eina sem þeir hafa áhuga
á er tónlistin þeirra, ekkert annað.
Ég fylgist með fréttum, hlusta á
rokkstöðvar o.s.frv. Tónlistin er bara
brot af mínum heimi.“
í kvöld kl. 20.00, í Salnum, Kópa-
vogi verða svo hljómleikar á vegum r
ART 2000. Flutt verða verk eftir
norrænu tónskáldin Jpran Rudi og
Hans Peter Stubbe Teglbjærg og ís-
lendinginn Ríkharð H. Friðriksson.
Meðfram tónleikunum verður svo
innsetningin Þrír pýramídar eftir
Jóhann G. Jóhannsson opin.
SALSA
með Carlos
Ný námskeið
að hefjast pzRfim
Byrjendur og
Carlos- framhald
Simi 551 5103