Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 64

Morgunblaðið - 25.10.2000, Síða 64
Heimavörn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Kristín Rós vann . gullverð- laun KRISTÍN Rós Hákonardóttir, sundkona úr Reykjavik, fagnaði sigri í 100 m bringusundi á Ól- ympíumóti fatlaðra í Sidney í gær. Hún gerði sér Iítið fyrir og bætti eigið heimsmet um tæpar tvær sekúndur þegar hún synti á tímanum 1.35,64 mín. Kristín Rós hafði mikla yfir- burði í sundinu en næsti keppandi kom í mark rúmum 15 sekúndum á eftir henni. Gullverðlaun Kristínar Rósar jVoru áttundu verðlaun hennar á 'Tilympíumóti en hún keppti bæði í Barcelona 1992 og Atlanta 1996. ■ Kristín Rós/Cl Guðmundur Hauksson um breytingu sparisjóða í hlutafélög jGetur orðið sparisjóð- um mikil lyftistöng GUÐMUNDUR Hauksson, for- maður Sambands íslenskra spari- sjóða, er þeirrar skoðunar að til- lögur sem fram koma í frumvarpsdrögum um að heimilt verði að breyta rekstrarformi sparisjóða í hlutafélög geti orðið sparisjóðunum mikil lyftistöng. Guðmundur á sæti í nefnd við- skiptaráðherra sem samdi frum- varpsdrögin. Hann segir að þessar hugmyndir haíi enn ekki verið mik- ið ræddar á vettvangi sparisjóð- anna og ítarleg umræða þurfi að fara fram um þær á næstunni. Sparisjóðirnir eru í dag í talsvert lokuðu umhverfi „Það er engin ein aðferð sem leysir alla hluti. Þessi leið sem við erum þarna að benda á hefur verið reynd í Danmörku og fleiri löndum. Eg tel að það sem fyrst og fremst liggur til grundvallar þessari leið er að sparisjóðirnir eru í dag í tals- vert lokuðu umhverfi. Ef þeir þurfa að sækja sér meira eigið fé inn á ^markaðinn er það mín persónulega sannfæring að hlutabréfaformið sé skynsamlegasta leiðin,“ segir hann. ■ Stofnfjáreigendur/10 J Kristín Rós Hákonardóttir vann til gullverðlauna í 100 m bringusundi á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney í gær. Lúsin stingur sér niður í grunn- skólunum LUS hefur stungið sér niður í gnmnskólunum í Reykjavík. Guðrún A. Sigurgeirsdóttir, hjúkrunarfræðingur í Austur- bæjarskóla, segir að lúsar hafi orðið vart í skólanum og komi hún í raun frekar seint upp miðað við marga aðra skóla. Hún segir að lúsin sé orðin ár- viss plága og fari ekki í mann- greinarálit. Sem dæmi um það nefnir hún að lúsinni líði best í hreinu hári. Lúsin smitast við beina snert- ingu og einnig með greiðum, burstum og höfuðfatnaði. Nauðsynlegt er að kemba hár allra í hverjum bekk þar sem lús hefur komið upp og sömu- leiðis fjölskyldna allra í bekkn- um. Þvo þarf rúmföt og viðra sængur. Einnig má setja fatnað í plastpoka og frysta hann. Lús- in drepst á 30 mínútum í 50 gráðu hita og nitin á einni klukkustund. Lúsin drepst á 30 mínútum við 20 gráðu frost og nitin á 4 klukkustundum við sarna hitastig. í apótekum fæst hárþvotta- lögur sem drepur lúsina og þar er einnig hægt að fá upplýsing- ar um hvernig best verður ráð- ið við þennan leiða gest. Ríkið greiðir framhaldsskólakennurum ekki full laun um mánaðamótin Kennarar fá aðeins laun til 7. nóvember Neikvætt innleg, að mati kennara RÍKIÐ hefur ákveðið að greiða framhaldsskólakennurunum sem eru á fyrirframgreiddu kaupi laun um næstu mánaðamót sem svara til sjö daga vinnu en kennarar hafa boðað verkfall 7. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Að sögn Gunnars Björnsson- ar, formanns launanefndar ríkisins, er þetta í samræmi við þá fram- kvæmd sem ríkið hefur viðhaft þeg- ar starfsmenn þess hafa boðað verk- fall. Gunnar sagði að þorri framhalds- skólakennara væri á fyrirfram- greiddum launum og þeir fengju því aðeins greidd laun fyrir sjö daga um næstu mánaðamót. „Mál af þessum toga hafa einu sinni eða tvisvar farið til Félagsdóms og þar hefur dómur- inn staðfest að þegar fyrir lægi verkfallsboðun og sýnt væri að samningar væru ekki að takast væri ríkinu stætt á að greiða ekki laun fyrir fram. Raunar taldi dómurinn að ríkinu bæri nánast skylda til að haga málum með þeim hætti,“ sagði Gunnar. Gunnar sagði að þetta ætti þess vegna ekki að þurfa að koma kenn- urum á óvart. „Við h'tum á þetta sem mjög nei- kvætt innlegg í samningaviðræð- umar. í þessu felst ákveðin yfir- lýsing. Við bendum á að þó að ríkinu kunni að vera stætt á að haga mál- um með þessum hætti þá er þetta ekkert sem ríkið verður að gera samkvæmt lögum. Þetta er eitthvað sem fjármálaráðherra hefur ákveðið að gera,“ sagði Elna Katrín Jóns- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara. Hún sagðist vilja vekja athygli á því að þessi ákvörð- un væri tekin hálfum mánuði fyrir boðaða vinnustöðvun. Menn hlytu að spyrja sig hvort hún bæri vott um samningsvilja af hálfu ríkisins. Samninganefndir ríkisins og framhaldsskólakennara sátu á , samningafundi hjá ríkissáttasemj- ara í gær og er nýr fundur boðaður í dag. Gunnar sagði að menn væru að ræða málin og leita að samnings- fleti. Engin sérstök tíðindi væru af síðustu fundum. r I Bónus fyrír korthafa Nú getur þú greitt með EUROCARD og MasterCard greiðstukortum f Bónusí Samið um ýmis réttindi opinberra starfsmanna ALMENN ánægja er ríkjandi með samkomulag um ýmis réttindi opin- berra starfsmanna sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna og Kennarasamband íslands gerðu í gær við ríkissjóð, launanefnd sveitarfélaga og Reykja- víkurborg. Höfðu viðræður um réttindamálin þá staðið yfir í eitt og hálft ár meira og minna. Þannig telur Geir Haarde fjármálaráðherra samkomulagið mikið fagnaðarefni og það slái ágæt- an tón fyrir komandi kjaraviðræður við einstök félög opinberra starfs- manna. I svipaðan streng tekur for- maður BHM, Björk Vilhelmsdóttir. Samkomulagið nær til nærri 30 þúsund manns, eða tæplega þriðj- ungs launþega í landinu. Þar er kveðið á um ýmis ný réttindi til veik- inda- og fæðingarorlofs auk þess sem stofna á sérstakan fjölskyldu- og styrktarsjóð sem er ígildi sjúkra- sjóðs á almennum vinnumarkaði. ■ Samkomulaginu fagnað/11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.