Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 1
STOFNAÐ 1913
254. TBL. 88. ÁRG.
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Leiðtogafundur hugsanlega haldinn
í Washington í næstu viku
Andstaða við
alþjóðlegt
gæslulið
Washington, SÞ, Gazaborg. AP, AFP.
BILL Clinton Bandaríkjaforseti von-
ast til þess að eiga fund með Yasser
Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og
Ehud Barak, forsætisráðherra ísra-
els, í lok næstu viku en forsetakosn-
ingar eru á þriðjudag vestra. ísra-
elskú' hermenn skutu að sögn sjón-
arvotta flugskeytum á hús í bænum
Khan Yunis á Gazasvæðinu í gær eft-
ir að komið hafði til bardaga við Pal-
estínumenn. Ekki var vitað um
manntjón en fyrr um daginn særðust
að minnsta kosti 45 Palestínumenn í
bænum í átökum við hermenn.
Saeb Erekat, einn af helstu samn-
ingamönnum Palestínumanna, átti í
gær klukkustundar fund með Made-
leine Albright, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Washington. Sagði
Erekat eftir fundinn að Arafat væri
að búa sig undir að halda til Wash-
ington á miðvikudag eða fimmtudag.
Talið er fullvíst að Barak fari til
Bandaríkjanna undir lok næstu viku.
Albright ekki hrifín
af hugmyndinni
Erekat reyndi að fá Sandy Berger,
öryggismálaráðgjafa Clintons, og AI-
bright til að fallast á þá hugmynd
Palestínumanna að sent verði alþjóð-
legt friðargæslulið til að halda uppi
gæslu á sjálfsstjórnarsvæðunum en
hafði ekki erindi sem erfiði. Albright
„var á þessu stigi málsins ekki hrifin
af hugmyndinni", að sögn Erekats
sem lýsti viðræðunum sem „afar
hreinskilnislegum“. Á máli stjórnar-
erindreka merkir þetta yfirleitt að
hart hafi verið deilt. ísraelar eru
eindregið á móti því að sent verði al-
þjóðlegt lið til friðargæslu á svæð-
inu. Albright ræddi við Shlomo Ben-
Ami, utanríkisráðherra Israels, á
miðvikudag og hvatti til þess að
framfylgt yrði ákvæðum friðarsam-
komulagsins í Sharm el-Sheikh fyrir
skömmu en deiluaðilar saka hvor
annan um að hafa brotið samkomu-
lagið.
Bílsprengja sem palestínsk sam-
tök komu fyrir varð tveimur ísrael-
um að bana í Jerúsalem á miðviku-
dag og varð atburðurinn til þess að
nýtt vopnahlé sem samið hafði verið
um kom ekki til framkvæmda.
Bandaríski utanríkisráðherrann
sagði meðal annars í viðræðunum við
Erakat að Arafat hefði ekki gert nóg
af því að hvetja Palestínumenn til að
hætta ofbeldisaðgerðum. Erekat
svaraði þvi til að Arafat hefði á
fimmtudag tvívegis hvatt til þess op-
inberlega að ákvæði samningsins í
Sharm el-Sheikh yrðu haldin.
Ástæðan fyrir átökunum væri að
Israelar hefðu ekki hlítt fyrirmælum
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um að kalla heri sína heim frá svæð-
um Palestínumanna. Einnig reyndu
þeir að gera út af við efnahag Palest-
ínumanna með því að banna alla um-
ferð til og frá borgum á sjálfsstjórn-
arsvæðunum.
Keuters
Palestínumenn biðjast fyrir við Musterishæð í Jerúsalem í gær, eftir að þeim var meinaður aðgangur að
al-Aqsa-moskunni á hæðinni, en þar hófust óeirðirnar fyrir fimm vikum.
Fjarar uiidan forseta Filippseyja
Stefnir í málshöfðun
til embættismissis
Manila. AFP.
FORSETAR beggja þingdeildanna
á Filippseyjum og a.m.k. 47 þing-
menn sögðu sig úr flokki Josephs
Estrada forseta í gær vegna ásak-
ana um að hann hefði þegið mútur
af ólöglegum veðmálafyrirtækjum.
Manuel Villar, forseti fulltrúadeild-
ar þingsins, sagði að ljóst væri að
tillaga um að höfðað yrði mál á
hendur forsetanum til embættis-
missis nyti nú nægilegs stuðnings í
deildinni.
45 þingmenn í fulltrúadeildinni og
tveir öldungadeildarþingmenn
sögðu sig úr flokki Estrada, auk
Villars og Franklins Drilons, forseta
öldungadeildarinnar.
A.m.k. þriðjungur fulltrúadeildar-
innar, eða 73 þingmenn, þarf að
samþykkja málshöfðunartillöguna
til að öldungadeildin geti hafið rétt-
arhöld í málinu. Stjómarandstaðan
segir að 130 fulltrúadeildarþing-
menn styðji nú tillöguna.
Verði málshöfðunin samþykkt
þurfa a.m.k. 16 af 24 þingmönnum
öldungadeildarinnar að dæma for-
setann sekan til að hann verði svipt-
Ólíklegt að ölvunarakst-
ur dragi úr fylgi Bush
Grand Rapids, Milwaukee, Washington. AFP, AP.
NYJUSTU skoðanakannanir í Bandaríkjunum
benda til að forsetaframbjóðandi repúblikana,
George W. Bush, hafi 3-4% forskot á frambjóð-
anda demókrata, varaforsetann AI Gore, en kosn-
ingarnar fara fram á þriðjudag. Stjómmálaskýr-
endur töldu í gær ólíklegt að uppljóstranir um að
Bush hefði verið handtekinn fyrir ölvunarakstur
myndu draga úr fylgi hans.
Talsmaður Bush staðfesti á fimmtudagskvöld
að hann hefði verið handtekinn fyrir ölvunarakst-
ur í bænum Kennebunkport í Maine fyrir 24 ámm,
eftir að sjónvarpsstöð í ríkinu birti frétt þess efnis.
Bush kvaðst í gær aldrei hafa dregið dul á að hann
hefði átt við áfengisvanda að stríða á ámm áður og
sagðist sjá eftir að hafa keyrt undir áhrifum
áfengis. „Ég hef gert ýmis mistök á lífsleiðinni en
ég get sagt með stolti að ég hafi lært af þeim,“
sagði frambjóðandinn á kosningafundi í Grand
Rapids í Michigan-ríki í gær. Bush sagðist hafa
þagað um handtökuna til þessa þar sem hann hefði
ekki viljað setja dætram sínum slæmt fordæmi.
Atvikið átti sér stað í september árið 1976 þegar
Bush var þrítugur. Hann hafði
eytt kvöldinu á krá með vinum
sínum, skammt frá sumarhúsi
fjölskyldunnar, og vakti athygli
lögreglumanns er hann ók „of
hægt“ á leiðinni heim. Hann ját-
aði sig sekan um ölvunarakstur,
greiddi 150 dollara sekt og var
sviptur ökuleyfi í einn mánuð.
Bush hefur áður lýst því yfir að
hann hafi tekið ákvörðun um að
George W. Bush
hætta að drekka áfengi daginn eftir að hann varð
fertugur, 6. júlí 1986.
Demókratar segjast ekki hafa
staðið að uppljóstruninni
Bush sagði á fréttamannafundi vegna málsins í
gær að það væri „athyglisvert" að fréttinni hefði
verið lekið til fjölmiðla nú, aðeins nokkmm dögum
fyrir kosningar. Tom Connolly, lögmaður og fram-
bjóðandi demókrata í kosningum til embættis rík-
isstjóra í Maine fyrir tveimur ámm, lýsti því yfir í
gær að hann hefði greint sjónvarpsstöð-
inni í Maine frá málinu. í viðtali á CNN-
sjónvarpsstöðinni kvaðst Connolly hafa
fengið vitneskju um handtöku fram-
bjóðandans á miðvikudag og sagðist hafa
fundið sig knúinn til að gera málið opin-
bert. Hann sagðist ekki vera í neinum
tengslum við kosningabaráttu Gores og
kvaðst hafa fengið upplýsingar um málið
í starfi sínu sem lögmaður.
Talsmenn Gores vísuðu því alfarið á
bug í gær að Demókrataflokkurinn hefði staðið að
uppljóstmninni. Gore sagði sjálfur að ekki væri
við hæfi að hann tjáði sig um málið.
Stjómmálaskýrendur drógu í gær í efa að málið
myndi hafa teljandi áhrif á val kjósenda, þar sem
svo langur tími væri liðinn frá handtökunni og
Bush hefði strax í upphafi kosningabaráttunnar
viðurkennt að hann hefði átt í vandræðum með
áfengi og neytti þess ekki lengur.
■ Hvar er Clinton?/30
Joseph Estrada
ur embættinu. Tíu öldungadeildar-
þingmenn eru nú taldir hlynntir því
að Estrada láti af embætti.
Forsetinn áréttaði í gær að hann
hygðist ekki segja af sér.
Noregur
Sjúklingar
í aðgerð
eriendis
YFIRVÖLD heilbrigðismála í
Noregi em um þessar mundir
að ganga frá samningum við
heilbrigðisyfirvöld í Þýskalandi,
Hollandi og Frakklandi um að
þau taki að sér ýmis læknisverk
og aðgerðir á norskum sjúkling-
um. I Noregi em biðlistamir
mjög langir og lengjast stöðugt.
Næstum 290.000 manns era á
biðlista eftir aðgerð á norskum
sjúkrahúsum og hefur þeim
fjölgað um 20.000 á fáum mán-
uðum að því er fram kemur í
Aítenposten. Um 25.000 þeirra
eiga að hafa tryggingu íyrir því
að aðgerðin fari fram innan
þriggja mánaða en við það hefur
ekki verið unnt að standa. Á það
til dæmis við um 29% þeirra sem
bíða eftir bæklunaraðgerð.
Mikil umræða var um þessi
mál á norska Stórþinginu í
fyrradag.
MORGUNBLAÐIÐ 4. NÓVEMBER 2000
5 690900 090000