Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Móðir
ábyrg fyr-
ir hrað-
akstri í æf-
ingaakstri
LÖGREGLAN stöðvaði í bvrjun vik-
unnar bifreið sem ekið var á 95 km
hraða á klst. á Reykjanesbraut þar
sem leyfilegur hámarkshraði er 60
km á klst. Bíllinn var merktur til æf-
ingaaksturs og ökumaðurinn 16 ára
gamall. Með piltinum í bflnum var
móðir hans.
Að sögn lögreglu er móðir piltsins
ábyrg fyrir hraðakstrinum og getur
því átt von á sekt frá lögreglu. Hún
verður þó ekki svipt ökuréttindum
þar sem bifreiðin mældist rétt undir
þeim hraða þar sem gripið er til slíkr-
ar refsingar. Lögreglán lítur það al-
varlegum augum þegar sá sem er
ábyrgur fyrir æfingaakstri tekur
hlutverk sitt ekki alvarlegar en svo að
hann leyfi hraðakstur. Ekki er þó lík-
legt að atvikið hafi áhrif á framvindu
þess að pilturinn fái ökuréttindi þegar
að því kemur, að sögn lögreglu.
Sjálfstæðu leikhúsin reka á eftir Samkeppnisstofnun
Dregist hefur í heilt ár
að afgreiða erindið
ur á sóma-
heimili
ÞRÁTT fyrir að kettir hafi níu líf
hætti þessi köttur sér ekki út í
rokið. Hann lét sér nægja að
fylgjast með út um gluggann
enda mun vistlegra innandyra. Á
slikum dögum er hvort sem er lít-
111 friður til veiða og bráðin hefur
yfirleitt hægt um sig.
Jölahlaðborðin
vinsæl nú sem fyrr
Nær allar
helgar bók-
aðar tiljóla
MIKIL eftirspurn er eftir þvi að
komast í jólahlaðborð á veitingahús-
unum í ár eins og undanfarin ár og
eru staðirnir nú þegar fullbókaðir
nær allar helgar fram til jóla.
Ber forsvarsmönnum staðanna
saman um að það borgi sig að bóka
tímanlega. Hinn svokallaði jólahlað-
borðstími landsmanna hefst í kring-
um 16. nóvember og stendur til og
með 23. desember. Einnig er boðið
upp á hlaðborð milli jóla og nýárs.
I samtölum Morgunblaðsins við
forsvarsmenn ýmissa veitingahúsa
kemur á daginn að verðhækkun hef-
ur orðið á jólahlaðborðum frá síðasta
ári og nemur sú hækkun frá 5% til
23%. Hjá mörgum veitingahúsanna
er ódýrara að borða á mánudags-,
þriðjudags- og miðvikudagskvöldum
en öðrum kvöldum vikunnar en þó
virðist ávallt ódýrast að borða í há-
deginu.
■ Verð/39
SJÁLFSTÆÐU leikhúsin hafa sent
frá sér athugasemd þar sem fram
kemur að Samkeppnisstofnun hefur
ekki enn lokið afgreiðslu erindis
sem leikhúsin skiluðu til stofnunar-
innar 16. nóvember í fyrra. í erind-
inu var farið fram á að stofnunin
tæki afstöðu til aðstöðumunar at-
vinnuleikhúsa á Islandi og meintra
undirboða stofnanaleikhúsanna
tveggja, Þjóðleikhússins og Borgar-
leikhússins, á aðgöngumiðum á
markaði þar sem samkeppni ríkir.
í athugasemd sjálfstæðu leikhús-
anna segir einnig að greint hafi ver-
ið frá því í fjölmiðlum að Dagvist
bama keypti fjölda aðgöngumiða af
Þjóðleikhúsinu og greiddi 1.200 kr.
fyrir hvern miða. Markaðsverð leik-
húsmiða sé hins vegar 2.200 til 2.300
krónur og segja sjálfstæðu leikhúsin
að þarna fáist „enn staðfest hvernig
Þjóðleikhúsið býður aðgöngumiða
langt undir markaðsverði". Telja
sjálfstæðu leikhúsin gagnrýnivert
og óeðlilegt að opinberir styrkir
Þjóðleikhússins séu notaðir til að
undirbjóða önnur leikhús og koma
þannig í veg fyrir eðlilega sam-
keppni.
Magnús Geir Þórðarson, leikhús-
stjóri Leikfélags íslands, segir að
sjálfstæðu leikhúsin vilji jafnframt
taka það sérstaklega fram að þau
telji virðingarvert að Dagvist bama
skuli umbuna starfsfólki sínu með
því að bjóða því í leikhús.
„Betur hefði þó farið á því að fyr-
irtækið hefði staðið fyrir útboði og
þannig hefði verið hægt að leita
lægstu tilboða,“ segir Magnús Geir.
Ekki tekist að afgreiða
erindið vegna anna
Guðmundm- Sigurðsson, forstöðu-
maður samkeppnissviðs hjá Sam-
keppnisstofnun, segir að vegna anna
hjá stofnuninni hafi ekki tekist að
afgreiða umrætt erindi, en stefnt sé
að því að ljúka því sem fyrst.
„Frá því að erindið barst er búið
að leita upplýsinga bæði hjá Borgar-
leikhúsi og Þjóðleikhúsi en það hef-
ur dregist að afgreiða málið,“ segir
Guðmundur.
Hann bendir á að mikill fjöldi er-
inda berist stofnuninni og því verði
mörg erindi að bíða afgreiðslu í ein-
hvern tíma.
„Stundum verðum við að for-
gangsraða málum vegna þess að í
sumum málum höfum við, lögum
samkvæmt, ekki nema afmarkaðan
tíma til þess að vinna þau. Til dæmis
þarf að afgreiða öll samrunamál á
mjög skömmum tíma og þá verður
annað oft að bíða á meðan,“ segir
Guðmundur.
Rikissjónvarpið og Sambíóin undirrituðu samning í gær
GENGIÐ hefur verið frá samningi
milli Sambíóanna og Ríkisútvarps-
ins um kaup Sjónvarpsins á 100
kvikmyndum sem sýndar hafa verið
eða verða sýndar í Sambíóunum á
næsta ári. Er með því verið að
tryggja Sjónvarpinu kvikmyndir
sem ekki hafa verið sýndar á öðrum
sjónvarpsstöðvum að sögn Lauf-
eyjar Guðjónsdóttur, dagskrár-
stjóra erlendrar dagskrár Sjón-
varpsins.
Er miðað við að myndimar verði
sýndar um einu og hálfu til tveimur
100 nýjar bíó-
myndir keyptar
árum eftir að þær hafa verið
frumsýndar í bíóhúsum Sambíóanna
eins og alþjóðlegar reglur kveða á
um.
Bjöm Ámason, framkvæmda-
stjóri Sambíóanna, segir að ekki hafi
verið seldar svo margar myndir í
einu til sjónvarpsstöðvanna en þær
em flestar frá Bandaríkjunum.
Einnig er um að ræða myndir frá
Spáni, Frakklandi, Bretlandi ogöðr-
um löndum Evrópu. Segir hann að
elstu myndirnar hafi verið sýndar í
bíóunum fyrir tveimur ámm en þær
nýjustu verði sýndar eftir ár eða
svo.
Hann segir jafnframt að elstu
myndimar hafi verið famar að safn-
ast saman á lager hjá Sambíóunum
og því hafi verið ákveðið að bjóða svo
margar myndir til sölu í einu lagi. Að
sögn Laufeyjar má búast við að
fyrsta myndin verði tekin til sýning-
ar í Sjónvarpinu fljótlega.
Arnar byrjaður að leika á ný
með Leicester/C4 ^
*** BiVgiV Leifur Hafþórsson
komst áfram/Cl
Sérblöð í dag
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
JliftySÍWfi
i
„I ju.u C7 JIV
ÁLAUGARDÖGUM