Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 4
i LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
fslensk erfðagreining kaupir 50 tæki til arfgerðargreininga
Yerðmæti
eigna rík-
isins 11,4
milljarðar
ENDURSTOFNVERÐ
skráðra eigna ríkisins, að
fasteignum frátöldum, nam
rúmum 31 milljarði kr. um
síðustu áramót en áætlað
verðmæti eigna að teknu til-
liti til afskrifta nam rúmum
11 milljörðum kr. Þetta kem-
ur fram á yfirliti yfir eigna-
skrá ríkisins yfir varanlega
rekstrarfjármuni í ríkisreikn-
ingi fyrir árið 1999.
Hæst endurstofnverð ligg-
ur í skipum og flugvélum eða
um 11 milljarðar en verðmæti
þeirra í árslok nam tæpum 4
milljörðum eftir afskriftir
ársins.
Verðmæti húsgagna og
skrifstofubúnaðar ríkisins í
árslok nam um 1,5 milljörðum
kr., þar af var bókfært verð-
mæti einmenningstölva 520
milljónir og húsgagna 339
millj. kr.
81 millj. kr. í
listaverkum
Verðmæti lækninga- og
rannsóknatækja ríkisins nam
í árslok 3,4 milljörðum kr. og
áhalda og tækja af ýmsu tagi
764 millj. Þá átti ríkið lista-
verk að verðmæti 81 millj. kr.
um síðustu áramót en vakin
er athygli á því í ríkisreikn-
ingi að safngripir lista-, bóka-
og minjasafna eru ekki færðir
í þessa skrá heldur í sérstak-
ar skrár sem umræddar
stofnanir halda fyrir safn-
muni sína.
Kaupver ð tækj anna nemur
1.300 millj ónum króna
ISLENSK erfðagreining (ÍE) hef-
ur fest kaup á fimmtíu svo-
nefndum ABI PRISM 3700®-
tækjum, sem notuð verða við arf-
gerðargreiningar til að greina
erfðaþætti sem tengjast sjúkdóm-
um. Seljandi tækjanna er banda-
ríska fyrirtækið Applied Biosyst-
ems og nemur kaupverð tækjanna
1,3 milljörðum íslenskra króna,
skv. upplýsingum sem fengust, hjá
íslenskri erfðagreiningu.
f sameiginlegri fréttatilkynningu
fyrirtækjanna í gær segir að með
þessum kaupum styrki Islensk
erfðagreining enn stöðu sína sem
ein af stærstu og tæknilega full-
komnustu miðstöðvum arfgerðar-
greininga í heiminum.
Afköst í arfgerðargreiningum
finnnfaldast
Fram kemur í tilkynningunni
að með tiikomu þessarar tækni
árið 1998 hafi hraðinn í viðamikl-
um raðgreiningum og arfgerðar-
greiningum aukist verulega þar
sem afköst tækjanna eru mun
meiri en áður þekktist og keyra
má þau án eftirlits f 24 klukku-
stundir á sólarhring. Eru þessi
tæki nú notuð f flestum stærri
raðgreiningarmiðstöðvum heims
til að kortleggja erfðaefni iífvera.
Búist er við að afköst í arfgerð-
argreiningum fyrirtækisins muni
fimmfaldast með tilkomu tækj-
anna. „Með þeim stórauknu af-
köstum í arfgerðargreiningu sem
þessi nýju tæki veita okkur mun-
um við í samvinnu við íslenska
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Tækjabúnaðinum, sem notaður er við háhraða arfgerðargreiningar, hefur verið komið fyrir í stórum sal í sér-
stakri viðbyggingu, sem reist var við höfuðstöðvar Islenskrar erfðagreiningar að Lynghálsi.
sjúklinga og fjölskyldur þeirra
hraða þekkingaröflun í læknavís-
indum,“ er haft eftir dr. Jeffrey
Gulcher, framkvæmdastjóra
rannsókna- og þróunarsviðs ÍE.
Islensk erfðagreining hefur
þegar tekið tækin í notkun, skv.
upplýsingum sem fengust hjá fyr-
irtækinu í gær. Var reist viðbygg-
ing til bráðabirgða við höfuð-
stöðvar fyrirtækisins á Lynghálsi,
þar sem tækin eru.
íslensk erfðagreining verður
með opið hús í höfuðstöðvum fyr-
irtækisins kl. 14 til 16 í dag og
næstkomandi laugardag, þar sem
fólki verður boðið að ganga um
rannsóknarstofur í fylgd vísinda-
manna, kynnast rannsóknum fyr-
irtækisins og aðferðum nútíma-
erfðafræði.
506 einstaklingar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði hjá Reykjavíkurborg
UMSOKNIR frá 506 einstakling-
um bíða nú afgreiðslu hjá félags-
lega íbúðakerfinu í Reykjavík.
Fjölgað hefur á biðlistum á þessu
ári en undanfarin ár hafa liðlega
300 manns verið á biðlista eftir
húsnæði. Lára Björnsdóttir, félags-
málastjóri í Reykjavík, segir að
breytingar á húsnæðiskerfinu sam-
hliða hækkun á fasteignaverði séu
meginskýringarnar á því að
ástandið hafi verið að versna.
Árið 1998 voru samþykkt ný
húsnæðislög sem tóku gildi í árs-
byrjun 1999. Lára sagði að við það
hefðu orðið verulegar breytingar á
húsnæðiskerfinu. Þó breytingar
hefðu almennt verið jákvæðar
hefðu einnig komið fram vaxta-
verkir. Við breytingarnar hefði
verið hætt að lána til kaupleigu-
íbúða en það kerfi byggðist á að
Margt fólk er
í mikilli neyð
fólk gat leigt í fimm ár áður en það
tók ákvörðun um hvort það keypti.
Hún sagði að sumir sem ekki stóð-
ust greiðslumat hefðu farið inn í
þetta kerfi. A sama tíma hefði ver-
ið hætt að gefa fólki kost á 100%
láni. Þetta hefði leitt til þess að
það hefði fjölgað í hópi þeirra sem
ekki uppfylltu skilyrði lánakerfis-
BÚK!%
12.790.-
Engin er sem Dís!
Snjallir orðaleikir og téttur
húmor einkenna söguna
alla ... Dís er fjörleg og
fyndin skáldsaga.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV
Veltist um af hlátri ...
Ótviræðir hæfileikar. ***
Kolbrún Bergþórsdóttir,
ísland i bitið
4)
VefDís: www.dis.is
FORLAGIÐ
Laugavegi 18 • Sfmi 51S 2500 • Síðumúla 7 • Sími 510 2500
ins og gætu ekki keypt eigið hús-
næði.
Hækkun á fasteignaverði
eykur á vandann
„Á sama tíma og þessar breyt-
ingar eru að verða á húsnæðiskerf-
inu gerist það að verð á húsnæði
hækkar mjög mikið. Fólk sem átti
íbúðir og hafði leigt þær út greip
nú tækifærið og seldi þær. Þar
með þrengdist um á leigumarkað-
inum og margir misstu leiguhús-
næði. Jafnframt því sem leiguíbúð-
um fækkaði, hækkaði leiga mjög
mikið. Hluti þeirra sem hugsanlega
stóðust greiðslumat gátu ekki
keypt vegna þess að þeir réðu ekki
við fasteignaverðið. Það er því
margt sem hjálpast að við að skapa
þennan aukna vanda,“ sagði Lára.
Lára sagði að Reykjavíkurborg
hefði sett sér það markmið að Fé-
lagsbústaðir keyptu 100 íbúðir á
ári næstu þrjú árin. Það hefði
gengið upp í fyrra og þess vegna
hefði tekist að koma á móts við
marga í • fyrra. „í ár hafa verið
færri svokallaðar innlausnaríbúðir.
I fyrra fengum við 48 innlausnar-
íbúðir frá húsnæðisnefndinni en
það sem af er árinu höfum við að-
eins fengið 25 og útlit fyrir að þær
verði um 30 á árinu öllu. Það virð-
ist vera að fólk haldi að sér hönd-
um vegna þess að fólk er að vonast
eftir að komast með íbúðirnar á al-
mennan markað. Að auki hefur
fasteignaverðið verið svo hátt að
fólk, sem býr í þessum íbúðum,
Nýjar umsóknir í féiagslega
húsnæðiskeríið í Reykjavík
Fjöldi umsókna
300---------
250
200
150
100
1997 1998
* Pað sem af er árinu
1999 2000*
Heimild: Félaqsbústaðir
hefur verið að bíða eftir að finna
íbúðir á viðráðanlegu verði.“
Færri úthlutanir
í ár en í fyrra
Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs
hafa Félagsbústaðir úthlutað 134
íbúðum, þar af eru 97 /íýjar íbúðir
og 37 milliflutningar. A sama tíma
í fyrra var búið að úthluta 158
íbúðum, þar af voru 119 nýjar
íbúðir og 37 milliflutningar. Sam-
tals var úthlutað 181 íbúð á árinu
öllu. Félagsbústaðir eiga í dag um
1.100 íbúðir.
Lára sagði að þeir sem væru á
biðlista eftir að komast í íbúð á
vegum Reykjavíkurborgar væru
fyrst og fremst tekjulágt fólk.
Þessi hópur væri ekki endilega
mjög stór en hann ætti ekki
margra kosta völ í húsnæðismál-
um. Hún sagði að stærsti einstaki
hópurinn á biðlista væru einstæðir
foreldrar, aðallega mæður. Margar
væru ekki með fagmenntun og
væru því tekjulágar. Einnig væru
þarna öryrkjar og lítill hópur elli-
lífeyrísþega sem ekki hefði tekist
að eignast húsnæði yfir ævina eða
misst það af einhverjum ástæðum.
Á biðlista væru einnig atvinnulaust
fólk og fólk sem lifði á fjárhagsað-
stoð. Mjög lítið væri hins vegar um
hjón á biðlistanum enda væru
tekjur heimilisins yfirleitt komnar
yfir tekjumörk.
Lára sagði að til að komast inn á
biðlista þyrfti fólk að uppfylla
ákveðin skilyrði. Það þyrfti að hafa
búið í borginni í a.m.k. 3 ár og
tekjur þess mættu ekki vera yfir
þeim mörkum sem miðað væri við í
félagslega húsnæðiskerfi ríkisins.
Hún sagði að þar sem biðlisti væri
til staðar væri fólki raðað upp eftir
því hvað staða þess væri slæm. Það
væri m.a. tekið tillit til félagslegra
erfiðleika, veikinda, örorku, barna-
fjölda, tekna o.s.frv.
Lára sagði að yfir 160 umsóknir
af þessum 500 væru á undanþágu,
þ.e. fólkið hefði ekki búið í borginni
í full þrjú ár eða að félagslegir erf-
iðleikar þess væru það miklir að
veitt væri undanþága frá tekju-
mörkunum.
Lára sagðist telja að af þessum
500 sem væru á biðlista væru um
300 í mikilli neyð. Þetta fólk byggi
nánast á götunni, þ.e. byggi hjá
ættingjum, þvældist um á milli
staða eða byggi t.d. í herbergjum á
vegum Félags einstæðra foreldra.
Margt af þessu fólki væri með
börn sem byggju við óviðunandi
aðstæður.
„Við erum að berjast í því frá
degi til dags að halda fólki gang-
andi meðan það er að bíða. Það er
mjög erfitt. Fólk á erfitt með að
skilja hvers vegna það þarf að bíða
í eitt og tvö ár við ömurlegar að-
stæður," sagði Lára.