Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 6
6 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Verðlaunatillaga að nýju hverfí á Hrólfsskálamelum á Seltjarnarnesi
Gert ráð fyrir
um 7 0 íbúðum í
blandaðri byggð
ÚRSLIT í skipulagssamkeppni um
byggð á Hrólfsskálamelum á Sel-
tjamarnesi voru gerð kunn í gær. f
tillögunni sem vann til 1. verðlauna
er gert ráð fyrir sex hæða fjölbýlis-
húsi við Kirkjubraut og tveimur
fimm hæða fjölbýlishúsum sunnan
Mýrarhúsaskóla. Við Suðurströnd
verða þriggja hæða raðhús en á
miðju svæðinu leikskóli og einbýlis-
og parhús. Samkv. tillögunni verða
um 70 íbúðir f húsunum. I niður-
stöðum dómnefndar segir að meðal-
stærð íbúða sé nokkuð há og að
fjölga mætti meðalstórum og minni
íbúðum að einhverju leyti á kostnað
hinna stærstu. Verðlaunaféð var 1,7
milljónir króna.
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarsfjóri
Seltjarnamess segir að fram-
kvæmdir við byggingarnar ættu að
geta hafíst innan tveggja ára.
Garður í miðju svæðisins
Hrólfsskálamelur er síðasta
svæði á Selfjarnarnesi sem skipu-
lagt er sem íbúðar- og þjónustu-
hverfí. Húsin sem nú standa á
Hrólfsskálamelum em gamla Is-
bjamarhúsið, Iíkamsræktarstöðin
Ræktin og verslun Bónuss. Sigur-
geir Sigurðsson, bæjarstjóri segir
líklegt að fyrst verði byggt á vestur-
hluta svæðisins.
í tillögunni er gert ráð fyrir
tveimur görðum í austur- og vestur-
hluta svæðisins. Garðamir verða
tengdir með göngu og hjólreiða-
stígum sem liggja þvert yfir svæðið.
Fráþessum stígum liggja minni
stfgar að íbúðarbyggðinni og
smærri görðum við húsin. Guðrún
Sigurðardóttir sem er einn af höf-
undum tillögunnar segir að garð-
arnir í miðju svæðisins verði teikn-
aðir hver fyrir sig. „Ef þú gengur
úti á nesi er mikið um göngustíga
og þú getur farið í kringum um ein-
býlishús og þar em leynigarðar hér
og þar. Við hugsuðum þessa garða
sem svolítið sérhannaða," segir
Guðrún.
Blönduð byggð fjölbýlis-
húsa og raðhúsa
í tillögunni segir að sömu bygg-
ingarefnin verði notuð í öll húsin til
að ná fram heildarmynd á hverfið.
Efstu hæðir fjölbýlishúss við Kirkju-
braut verða klæddar utan með tré
og einnig stigagangar og efsta hæð
fjölbýlishúss nyrst í hverfinu. Sams
Morgunblaðið/Jim Smart
Höfundar verðlaunatillögunnar eru arkitektamir Nicholas Guichet, Fiona Meierhans, Laurent Bonthonneau
og Guðrún Sigurðardóttir.
konar tréklæðning verður einnig á
framhlið raðhúsa við Suðurströnd.
Við Suðurströnd munu rísa sjö
raðhús sem byggð verða á pöllum
en hæð húsanna samsvarar þremur
hæðum. Neðsta hæðin er ætluð fyrir
vinnustofur eða verslanir. Gengið
er inn f húsin frá innri Suðurströnd
en inngangurinn verður nokkm
hærri en götuhæð.
Á jarðhæð og í kjallara vestur-
raðhússins er gert ráð fyrir þjón-
ustumiðstöð, t.d. lfkamsræktarstöð.
Höfundar verðlaunatillögunnar
gera ráð fyrir Iágreistri byggð, sér-
býlis- og tvíbýlishúsa, „frjálslegum
að formi og stærð", í miðju svæðis-
ins eins og segir í tillögunni. Þar er
einnig gert ráð fyrir leikskóla.
Tillagan gerir ráð fyrir að við
Kirkjubraut muni rísa sex hæða
fjölbýlishús með 28 íbúðum. Á jarð-
hæðinni verða fjórar íbúðir en á 2.,
3., og 4. hæð verða sex íbúðir á
hverri hæð. Allar þessar íbúðir hafa
útsýn til austurs og suðvesturs. Á 5.
og 6. hæð verða sex tvflyftar glæsi-
fliúðir. í fjölbýlishúsunum sunnan
Mýrarhúsaskóla rísa tvö fimm hæða
fjölbýlishús, samtals með 28 íbúð-
um. Ibúðir á efstu hæðum verða
tvflyftar.
Bflastæði fyrir húsin verða jafnt
ofan- sem neðanjarðar en gert er
ráð fyrir að innkeyrslumar verði í
úfjaðri byggðarinnar. Bflastæði of-
anjarðar verða hönnuð með lágt
hlöðnum veggjum og gróðri.
Ema Nielsen, bæjarfulltrúi og
formaður skipulagsnefndar Sel-
tjamamess var formaður dóm-
nefndar. „Þessi samkeppni skiptir
okkur afskaplega miklu máli. Svæð-
ið stendur hátt og blasir við þegar
komið er inn á nesið. Það skiptir
höfuðmáli að vel verði vandað til og
ég er mjög ánægð með niðurstöð-
urnar,“ segir Erna. Seltjarnar-
nesskaupstaður á bæði landið og
húsin þar sem byggingamar eiga að
rísa. Þegar hefur verið hafist handa
við að rífa gamla Isbjamarhúsið en
leigusamningur annarra húsa renn-
ur út árið 2006.
Hið nýja hverfi mun standa hátt og þaðan verður því góð útsýn.
Deiliskipulag fyrir stjórnarráðsreit í Reykjavík langt komið
Flest ráðu-
neytin verði á
sama stað
’>!#% *
ÖLLUM ráðuneytum stjórnarráðs-
ins nema forsætisráðuneyti og utan-
ríkisráðuneyti verður á næstu árum
komið fyrir á svonefndum stjómar-
ráðsreit eða Arnarhvolstorfu í
Reykjavík. Fyrstu ráðuneytin til að
flytja á þennan reit verða heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytið og
umhverfisráðuneytið. Verður það á
næstu tveimur árum.
Reiturinn markast af Ingólfs-
stræti og Klapparstíg í vestri og
austri og Skúlagötu og Lindargötu í
norðri og suðri. Þar er sem kunnugt
er þegar fyrir aðsetur ráðuneyta,
t.d. í Arnarhvoli þar sem eru
fjármálaráðuneyti, iðnaðar- og við-
skiptaráðuneyti, dóms- og kirkju-
málaráðuneyti og síðan mennta-
málaráðuneytið, sem er í öðru húsi,
landbúnaðarráðuneytið við Sölv-
hólsgötu og sjávarútvegsráðuneytið
sem er í sama húsi og Hafrann-
sóknastofnun, gamla útvarpshúsinu.
Á þessum reit eru einnig Hagstofan,
Ríkisfjárhirslan og Ríkisbókhald.
Deiliskipulag á Ieið
til skipulagsyfirvalda
„Meginmarkmiðið er að í framtíð-
inni verði öll ráðuneytin nema utan-
ríkisráðuneytið og forsætisráðu-
neytið á þessum reit,“ segir Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri forsæt-
isráðuneytis, en hann kveðst ekki
geta sagt um í hversu náinni framtíð
þetta yrði. „Deiliskipulag fyrir reit-
inn er að miklu leyti tilbúið þótt ekki
hafi verið gengið frá því formlega og
verður sent á næstunni til skipu-
lagsyfirvalda.“ Hann segir að þessi
framtíðarstefna hafi verið mörkuð
þegar vinna hófst við þróunaráætl-
un miðborgarinnar. Margt vinnist
með slíkri ráðstöfun og þannig verði
hagkvæmara og skilvirkara að
stjórnarráðsskrifstofur séu í eigin
byggingum á sama bletti fremur en í
leiguhúsnæði víða í borginni. Upp-
byggingin á vegum stjómarráðsins
stuðli jafnframt að því að styrkja
ákveðna þætti í höfuðborgarímynd
Reykjavíkur. Ástæðu þess að utan-
ríkisráðuneytið flytur ekki á stjórn-
arráðsreitinn segir Ólafur þá að það
hafi nokkuð nýverið flutt í hentugt
húsnæði við Rauðarárstíg og for-
sætisráðuneytið verður ekki flutt úr
gömlu stjórnarráðsbyggingunni þar
sem öll ráðuneytin voru upphaflega
til húsa.
Ólafur Davíðsson segir að mest
liggi á að flytja heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytið, sem sé í
óhentugu húsnæði, svo og umhverf-
isráðuneytið, en það er í leiguhús-
næði. Stefnt er að því að þau flytji á
næstu tveimur árum. Ekki er eins
aðkallandi að flytja önnur ráðuneyti
og má búast við að liðið geti að
minnsta kosti fimm ár fram að þvi,
enda þarf að reisa nýjar byggingar á
reitnum undir þau.
190 milljónir á
fjárlögum næsta árs
Á stjórnarráðsreitnum eru nokk-
ur hús sem Ólafur segir að ætlunin
sé að nýta saman eftir endurnýjun
og koma fyrir ráðuneytunum sem
fyrst flytja. Er það annars vegar
hús Landssímans og hins vegar
Landssmiðjunnar. Segir Ólafur
þessi hús hluta af atvinnusögu þjóð-
arinnar og eigi að fá hlutverk í
stjórnsýslu landsins. Undirbúning-
ur fyrir endurnýjun húsanna er
þegar hafinn og er í fjárlagafrum-
varpi næsta árs gert ráð fyrir 190
milljóna króna framlagi í fram-
kvæmdir þar.
„Með deiliskipulaginu er gert ráð
fyrir að nýta reitinn frekar, sem
býður upp á ýmsa möguleika til að
fylla í skörðin sem þar eru og þar er
einnig gert ráð fyrir talsvert mörg-
um bílastæðum," segir Ólafur, en
gert er ráð fyrir að bílastæðin verði
neðanjarðar. Vestan til á reitnum er
gert ráð fyrir þriggja hæða stjórn-
arráðsbyggingu, svokölluðum rand-
byggingum með görðum í miðjunni
og gróðri og göngustígum. Suðaust-
an til er gert ráð fyrir lágreistri
byggð og þannig viðhaldið bygging-
arstíl sem fyrir er.
30 daga
fangelsi
fyrir fíkni-
efnabrot
RÚMLEGA tvítugur Reykvíkmgur
var dæmdur í 30 daga fangelsi í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun
fyrir fíkniefnalagabrot og fyrir þjófn-
að. Fullnustu refsingar var hins vegar
frestað og fellur hún niður eftir tvö ár
haldi ákærði almennt skilorð.
Auk refsingarinnar var ákærði
dæmdur til að greiða allan sakar-
kostnað málsins1, þar með talin máls-
vamarlaun skipaðs vejjanda síns,
50.000 krónur og upptæk voru gerð
0,81 gramm af hassi sem fundust í bif-
reið hans.
Við leit lögreglu í bifreið mannsins í
fyn-ahaust fannst moli sem reyndist
við efnagreiningu vera 0,81 g af hassi.
Þá var maðurinn dæmdur fyrir að
hafa stolið samtals 182.742 kr. úr sölu-
uppgjöri í afgreiðslu Sundlaugar Ár-
bæjar en hann hafði bætt fyrir það áð-
ur en dómur féll.
Velti bfl á 100
km hraða
BETUR fór en á horfðist þegar 18
ára piltur missti stjórn á bifreið sinni
á Njarðarbraut í Njarðvík í fyrrinótt.
Samkvæmt upplýsingum lög-
reglunnai- í Keflavík sagðist piltur-
inn hafa verið á 100 km/klst. hraða er
hann mætti öðrum bíl á móts við
Iðjustíg og við það hafi hann misst
stjórn á bifreiðinni með þeim afleið-
ingum að hún valt. Pilturinn var
fluttur á sjúkrahús en reyndist lítið
meiddur.