Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.11.2000, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rammalög'gjöf um olíuleit á landgrunni Islands vel tekið Auglýsing blaðamanna dugir ALMENN auglýsing á vegum frétta- og blaðamanna þess efnis að viðmælendur þeirra geti átt von á því að símasamtöl séu hljóðrituð dugir að mati Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra til þess að þeir falli undir það ákvæði lagafrum- varps ráðherrans sem kveður á um að ekki þurfi að tilkynna sérstak- lega um upptöku samtals þegar ótvírætt megi ætla að viðmælanda sé kunnugt um hljóðritunina. Sturla lýsti þessari skoðun sinni við fyrstu umræðu um fjarskipta- lagafrumvarp sem hann mælti fyr- ir í gær en það felur í sér rýmkun frá banni við hljóðritun símtals, nema viðmælanda hafi verið gert kunnugt um hana fyrst, sem er fyrir í lögunum. Sagði hann að- spurður að hann teldi slíka tilhög- un bæði framkvæmanlega og eðli- lega enda væri hljóðritun símtala eðlilegur þáttur í starfi blaða- manna, rétt eins og t.d. fjármála- fyrirtækja. VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- arráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis á Alþingi í gær en frum- varpið er rammalöggjöf um hugsan- lega leit og vinnslu olíu eða gasteg- unda á landgrunni íslands. Frum- varpinu var vel tekið af þingmönnum sem töldu mikilvægt að um þessi mál gilti skýr lagarammi enda þótt ekki væri kannski ástæða til að menn færu að gera sér of miklar vonir á þessu stigi um gróða af vinnslu olíu hérvið land. Fram kom í ræðu iðnaðarráðherra að við samningu frumvarpsins hefði verið tekið mið af sambærilegri lög- gjöf á Norðurlöndum. Kveðið er á um veitingu sérleyfis séu fyrirtæki tilbúin til að leggja í rannsóknir á ís- lenska landgrunninu. Hins vegar er einnig kveðið á um eignarhald ís- lenska ríkisins yfir auðlindinni og greiðslu fyrir afnot af henni, fari svo ALÞINGI að olía finnist eða verðmætar gasteg- undir. Svanfríður Jónasdóttir, Samfylk- ingu, tók undir að skýra þyrfti rétt- arstöðu þeirra sem kynnu að hafa áhuga á olíuleit innan íslenskrar lög- sögu. Hún sagðist ekki sjá því neitt til fyrirstöðu að sérleyfi yrðu veitt til leitar að olíu hér við land enda væri sú venjan erlendis. Tryggja yrði þó að þjóðin fengi eðlilegan arð af auð- lindinni og að umhverfinu yrði ekki spillt. Spurðist hún m.a. fyrir um það hjá ráðherra hvers vegna ekki væri gert ráð fyrir að auglýst yrði eftir þeim sem vildu hefja leit og lagði áherslu á að jafnræði yrði að gilda í þessum efnum. Óþarfa úrtölur sagðar í frumvarpinu Guðmundur Hallvarðsson, Sjálf- stæðisflokki, sagði að vissulega veltu margir því fyrir sér hversu mikið vit væri í því að ræða um olíu við ís- landsstrendur en minnti síðan á að við lok sjötta áratugarins hefðu fáir haft trú á því í Noregi að finna mætti olíu í Norðursjó. Annað hefði sann- arlega komið á daginn. Guðmundur gerði að umtalsefni þau rök að ekki væri ástæða til að setja jafn ítarlega löggjöf og gildir erlendis vegna þess hversu litlar lík- ur væru á því að hér fyndist olía. „Hafa menn ótrú á verkinu?" spurði hann og sagði að ef svo væri þá væri nú e.t.v. betur heima setið en af stað farið. Taldi hann þessar úrtölur óþarfar í frumvarpinu. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri- hreyfingunni - grænu framboði, tók undir að það væri fagnaðarefni að þetta frumvarp hefði nú litið dagsins ljós. Hitt yrði síðan að koma í ljós hvort einhver hefði fiumkvæði að rannsóknum hér við land, og hvort einhver árangur yrði af þeim. Valgerður Sverrisdóttir sagði í seinni ræðu sinni að ekki væri ástæða til að setja ítarlegri löggjöf á þessu stigi, hér væri á ferðinni rammalöggjöf en þegar reynsla væri komin á framkvæmd þeirra mætti breyta þeim. Hún tók fram að jafn- ræðis yrði vitaskuld gætt í fram- kvæmd laganna og hugað yrði að umhverfismálunum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum. Heilbrigðisráðherra í utandagskrárumræðu um lyfjakostnað sjúklinga Bíður útfærslu Tryggingastofn- unar á danska kerfínu INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra var gagnrýnd á Al- þingi í gær fyrir óljósa stefnu um það hver á að vera hlutur sjúklinga í greiðslu lyfjakostnaðar. Ráðherra lagði hins vegar áherslu á að lang- veikir sjúklingar þyrftu ekki að óttast auknar byrðar vegna lyfja- kaupa. Kom ennfremur fram í máli hennar við utandagskrárumræðu um hlut sjúklinga í lyfjaverði að hún bíður tillagna frá Trygginga- stofnun um útfærslu á því fyrir- komulagi sem haft er á endur- greiðslum til sjúklinga í Dan- mörku. Málshefjandi utandagskrárum- ræðunnar var Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingmaður Samfylkingar. Hún vitnaði til frétta um að fram- vegis verði sykursýkis- og krabba- meinslyf ekki lengur niðurgreidd af Tryggingastofnun að fullu og fór fram á að heilbrigðisráðherra tæki af allan vafa um að þessar fregnir ættu ekki við rök að styðjast. Spurðist hún jafnframt fyrir um það hvort taka ætti upp hið svo- kallaða danska kerfi hér á landi. „Mér sýnist að verði þetta kerfi tekið upp hér á landi þýði það al- gera stefnubreytingu og verið sé með því að snúa heilbrigðiskerfinu enn frekar frá því sem almenn sátt hefur lengst af ríkt um, sem að er að heilbrigðiskerfið sé opið öllum óháð efnahag,“ sagði Jóhanna. Nýju kerfi ætlað að draga úr sjálfvirkum vexti lyfjaútgjalda Ingibjörg Pálmadóttir vildi ekki kveða upp úr með hvort hið svo- nefnda danska kerfi yrði tekið upp á Islandi. Hún sagði að staðið hefði til að gera grundvallarbreytingar á endurgreiðslukerfi vegna lyfja en því hefði verið slegið á frest, m.a. til að sjá hvemig til tækist í Dan- Morgunblaðið/Kristínn Það var í nógu að snúast hjá ráðherrunum Birni Bjarnasyni og Guðna Ágústssyni íþinginu. mörku en ekki er ýkja langt síðan nýtt kerfi var tekið upp þar í landi. Ingibjörg lagði enn fremur áherslu á að heilbrigðiskerfin í Danmörku og hér á landi væru ekki að fullu sambærileg. Hún sagði að þingmenn hlytu hins veg- ar að vera sammála þeim megin- markmiðum, sem einkenndu danska kerfið, að dregið sé úr kostnaði þeirra sem nota mikið af lyfjum en hlutur þeirra aukinn sem þurfa lítið á lyfjum að halda. Ingibjörg sagði engar ákvarðanir hafa verið teknar um að fella alveg niður endurgi-eiðslu á sykursýkis- og krabbameinslyfjum. Þeir sem þjáðust af lífshættulegum sjúk- dómum þyrftu ekki að hafa áhyggj- ur af breyttri greiðsluþátttöku. Al- mennar niðurgreiðslur vegna lyfja lækkuðu ekki hlutfallslega þó að upp væri tekið nýtt greiðslufyrir- komulag. „Kerfið er ekki tekið upp til að spara heldur til að draga úr sjálfvirkum vexti lyfjaútgjalda og gera kerfið sanngjarnara,“ sagði hún. Námsmats- stofnun annist prófagerð HEITI Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála verður breytt í Námsmats- stofnun verði frumvarp sem Björn Bjarnason mennta- málaráðherra mælti fyrir á Alþingi í gær að lögum. Myndi stofnunin annast hluta þeirra verkefna sem hafa ver- ið unnin á vegum Rannsókna- stofnunarinnar samkvæmt lögum frá 1993. I frumvarpinu er lagt til að lögbundið hlutverk Náms- matsstofnunar verði að ann- ast prófagerð og prófafram- kvæmd og rannsóknir tengdar námsmati, þar með taldar samanburðarrannsókn- ir við skólastarf í öðrum lönd- um. Ekki er hins vegar gert ráð fyrir að stofnunin annist aðrar rannsóknir innanlands á sviði uppeldis- og mennta- mála en námsmatsrannsókn- ir. Við alla helstu háskóla landsins starfi rannsókna- stofnanir sem m.a. sinni rann- sóknum á sviði uppeldis- og menntamála og því óþarfi að á vegum ríkisins sé rekin sér- stök rannsóknastofnun á því sviði. Alþingi Utan dagskrár Búfénaðurinn blandar sér í baráttuna Eftir Davíð Loga Sigurðsson þingfréttamann. ÞAÐ er algengur misskilningur að þingmenn vinni aldrei neitt og séu alltaf í sumar- eða vetrarfríi. Hitt er jafn algengt, að menn álykti að Al- þingi hljóti að vera leiðinlegur vinnustaður. Ekkert er fjær sanni enda ýmislegt sem gerist fjarri vök- ulu auga sjónvarpsmyndavélanna. Á þriðjudag gerist það að sá orð- rómur gengur leiftursnöggt um hús- ið, skömmu áður en þingfundur hefst, að stjórnarliðar ætli að fella skýrslubeiðni Jóhönnu Sigurðar- dóttur vegna hækkunar iðgjalda tryggingafélaganna. Atkvæða- greiðslan verður síðan hin kostuleg- asta, m.a. vegna innleggs þingfor- seta, en sannarlega kann Halldór Blöndal að vekja kátínu í þingsaln- um með orðavali þegar sá gállinn er á honum. Á daginn kemur að stjómarliðar láta sér nægja að sitja hjá og hefði líka orðið uppi fótur og fit ef skýrslu- beiðninni hefði verið hafnað enda fá fordæmi fyrir slíku. Ljóst er hins vegar af máli Valgerðar Sverrisdótt- ur viðskiptaráðherra að ekki verður margt merkilegt að finna í um- ræddri skýrslu og þá kannski betur heima setið en af stað farið. XXX Það er skammt stórra högga á milli á Alþingi. Eina stundina liggur þingstarf niðri vegna svokallaðrar kjördæmaviku en þá næstu funda þingmenn alla daga vikunnar, þ.e. einnig á föstudögum, en það telst til nokkurra tíðinda. Nýliðin vika var býsna fjörug að mörgu leyti og nokkur hitamál bar á góma. Þannig var rætt utan dag- skrár um kjaradeilu kennara á mið- vikudegi og hlutur sjúklinga í lyfja- verði var ræddur á föstudegi þó að lítil niðurstaða fengist svo sem i þær umræður. Vilja þær reyndar oft verða þannig, utandagskrárumræð- umar, að stjórn og stjómarandstaða talast á í fyrirsagnastíl. Fyrirspumatímar eru hins vegar skemmtilegasta fonnið á þinginu. Þar mæla menn skýrt og skorinort, þ.e. þingmenn spyrja ráðherra til- tekinna, afmarkaðra spuminga og ráðherra svarar með sínu lagi. Nú ber svo við að þær Svanfríður Jónasdóttir og Þórunn Sveinbjarn- ardóttir em búnar að kemba fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum, sem samþykkt var á Alþingi í maí 1998, og demba fyrir- spumunum yfir ráðherra um það hvað líður aðgerðum í anda áætlun- arinnar. Afraksturinn er fjöldinn all- ur af nýjum nefndum, sem ráðherr- ar hafa hlaupið til og stofnað í kjölfar eftirgrennslunar þingmann- anna. Kannski kominn tími til myndi einhver segja. Eitt skemmtilegasta mál vikunnar er umræða um þingsályktunar- tillögu Vilhjálms Egilssonar en Vil- hjálmur vill gera eins og nágranna- þjóðimar, færa klukkuna fram á sumrin. Rökin verða af einhverjum völdum harla dramatísk, og það á báða bóga, en fyrst og síðast er þessi umræða skemmtileg af þvi að hér skipast menn ekki í flokka eftir flokksskirteinum. í fyrra var það boxið, veðurhugtökin og starfsrétt- indi tannsmiða sem þannig klufu þingið - nú er bara að vona að málið komist í atkvæðagreiðslu því ekkert er skemmtilegra en atkvæðagreiðsla í óflokkspólitískum málum. Líklegra er þó að það sofni í nefnd. Það gengur annars fjöllunum hærra að von sé á nýju frumvarpi um lögleiðingu hnefaleika fyrr en síðar og ef til vill er það þess vegna sem Bubbi Morthens sést vera að munnhöggvast við Kolbrúnu Hall- dórsdóttur í þinghúsinu á miðviku- dag. Þann daginn er loft lævi blandið en á fimmtudag er allt dottið í dúna- logn. Enginn veit hvað veldur þeim veðraskiptum sem geta skollið á í þinghúsinu - nema þar ráði einmitt veðurfarið? Að minnsta kosti heyrist sú kenning að spenna í umræðum á Alþingi ráðist af loftþrýstingi, hæð- um og lægðum. XXX Sverrir Hermannsson hefur ekki látið fara ýkja mikið fyrir sér síðan hann sneri aftur í þingsali í kjölfar kosninga síðastliðið vor. Hann er þó að sönnu einn af hnyttnari þing- mönnum og hann átti sannarlega ummæli vikunnar þegar hann sagði Guðna Ágústsson landbúnaðar- ráðherra nú hafa unnið sér það til frægðar að verða „fyrstur til að kyssa kú Júdasarkossi". Guðni brást hinn versti við og var augljóst að fauk nokkuð í hann. Vakti það at- hygli, enda Guðni gjarn á að beita fyrir sig kímnigáfunni í ræðustól.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.