Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 14
14 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Leikskólakennarar halda fjölsótta ráðstefnu
Tilfinningar barna
mótast á fyrstu
fímm æviárunum
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Kristján Kristjánsson ræddi um nauðsyn tilfínningalegs uppeldis.
*
Félagsmálanefnd Isafjarðarbæjar
Niðurstaða
Hæstaréttar rædd
á næsta fundi
INGIBJÖRG María Guðmunds-
dóttir, forstöðumaður skóla- og
fjölskylduskrifstofu ísafjarðar-
bæjar, segir að ráðgert sé að
leggja fyrir næsta félagsmála-
nefndarfund hjá ísafjarðarbæ
niðurstöður Hæstaréttar, sem
dæmdi í fyrradag ísafjarðarbæ
og tvo starfsmenn félagsmála-
nefndar bæjarins til að greiða
feðgum samtals 500.000 kr. í
miskabætur. Greint var frá dóm-
inum í Morgunblaðinu í gær.
Ingibjörg María segir að þetta
verði gert til þess að félagsmála-
yfirvöld geti lært eitthvað af mál-
inu og reynt að skerpa skilin milli
stjómmála og faglegrar fram-
kvæmdar. „Nefndin er alltaf póli-
tískt valin. Fulltrúar nefndarinn-
ar eru því ekki faglega ráðnir
aðilar eins og starfsmenn, en
þetta á við um allar aðrar nefndir
og ráð í sveitarfélögum. Það er
ekki alltaf ljóst hver skilin eru á
milli framkvæmdar og stjóm-
mála,“ segir Ingibjörg María.
Hún segir engan skort á fagfólki
við þessi störf á ísafirði núna og
að vinnubrögð af þessu tagi tíðk-
ist ekki lengur þar.
Hefði ekki getað
komið upp í Reykjavík
Lára Bjömsdóttir, félagsmála-
stjóri í Reykjavík, segir að mál af
þessu tagi geti ekki komið upp í
Reykjavík og hefðu ekki getað
komið upp á undanförnum ámm.
Hún bendir á að mikið af færa
fagfólki starfi við þessi mál í
Reykjavík. Formaður barna-
verndarnefndar er dómari og lög-
fræðingur er starfandi hjá skrif-
stofu bamaverndarnefndar.
Starfsmenn mega ekki taka
sjálfír siíkar ákvarðanir
„Við höfum ráðið til okkar sér-
hæft fólk og eram með sérstaka
lögfræðiskrifstofu hjá Félags-
þjónustunni. Við höfum einnig vel
útfærða handbók um hvað menn
gera og hvenær. Enginn starfs-
maður gripi til svona aðgerða
nema hafa ráðfært sig við yfir-
mann og lögfræðing," segir Lára.
Hún segir að þetta mál fyrir vest-
an gefi ekki tilefni til þess að
vinnubrögðum sé breytt hér fyrir
sunnan. „Okkur finnst reyndar
aldrei alveg nógu vel að þessu
staðið og þess vegna var á síðasta
ári samþykkt að setja mál af
þessu tagi, sem fela í sér stjórn-
valdsaðgerðir gagnvart almenn-
ingi, fyrir sérstaka nefnd.
Markmiðið er að bæta málsmeð-
ferðina enn frekar og efla réttar-
öryggi fólks, bæði foreldra og
barna,“ segir Lára.
Hún segir að mörg mál hafi
farið fyrir dómstóla en málsmeð-
ferð Félagsþjónustunnar hefur
aldrei verið gagnrýnd. Hún segir
að aðgerðir af þessu tagi feli í sér
alvarlegt inngrip í líf fólks og
þess vegna sé nauðsynlegt að
vanda eins vel til verka og unnt
er.
Flokksstj órnar-
fundur Samfylk-
ingarinnar í dag
MIKLAR breytingar hafa orðið á
viðhorfum sálfræðinga og einstakl-
inga til tilfinningalífs bama á undan-
fömum 20-25 áram. Þetta kom fram í
fyrirlestri dr. Kristjáns Kristjánsson-
ar prófessors við Háskólann á Akur-
eyri á ráðstefnu Félags íslenskra
leikskólakennara í Borgarleikhúsinu
ígær.
Kristján sagði þrjár meginkenn-
ingar um tilfinningar hafa ráðið ríkj-
um fram á öndverðan áttunda ára-
tuginn; skynkenningar, atferliskenn-
ingar og sálgreiningarkenningar oft
kenndar við Freud. Þessar kenningar
hafa nú verið að falla af stalli þar sem
nýjar rannsóknir hafa sýnt fram á
ósamræmi, galla og jafnvel óvísinda-
leg vinnubrögð sem viðhöfð vora þeg-
ar kenningar þessar komu fyrst fram.
Kristján sagði sálfræðinga nú h'ta
til nýrra kenninga, s.k. vitsmuna-
kenninga, sem byggjast á gömlum
grunni. Samkvæmt þeim er tilfinn-
ingum skipt í tvo meginflokka, ann-
ars vegar kenndir og hins vegar geðs-
hræringar.
„Kenndir eru hráar upplifanir til
dæmis tannpína eða magaverkur. Við
höfum öllu meiri áhuga á geðshrær-
ingum bama þ.e. tilfinningum eins og
stolti, reiði, afbrýðisemi eða sorg.
Geðshræringar era ekki aðeins at-
ferli eða kennd heldur era þær
byggðar á skoðunum. Ef einstakling-
ur, bam eða fullorðinn, verður reiður
þá stafar reiðin af þeirri skoðun að
einhver hafi beitt hann ranglæti. Til-
finningar frá unga aldri era bundnar
siðrænum viðhorfum um rétt og
rangt og við getum því ekki skilið á
milli siðferðisþroska og tilfinninga-
þroska.“
Kristján sagði þessar kenningar
hafa margar afleiðingar og draga
mætti af þeim fjölmargar ályktanir.
„Geðshræringar geta breyst við
nýja vitneskju - tilfinningin er skoð-
un sem getur breyst við nýjar upp-
lýsingar og aðstæður. Ef geðshrær-
ingar era skoðanir þá eru þær á
ábyrgð einstaklinga eins og aðrar
skoðanir. Foreldrar og kennarar
bera því mikla ábyrgð þvi það er okk-
ar að móta skoðanir bamanna. Hægt
er að vinna bug á rangri skoðun með
umræðum við bamið.“
Mat sálfræðinga og siðfræðinga á
neikvæðum tilfinningum s.s. reiði og
afbrýðisemi, hefur einnig gjörbreyst
á síðari áram.
„Samkvæmt vitsmunakenningun-
um, sem tengja tilfinningamar við
siðleg viðhorf, þá þurfum við á flest-
um eða öllum tilfinningum að halda
upp að vissu marki. Við eigum ekki að
kenna bömum að vera algjörlega
reiðilaus við allar aðstæður. Tilfinn-
ingin afbrýðisemi er t.d. sú skoðun að
einhver annar sem átti það ekki skilið
hafi verið tekinn fram yfir mann. Það
er merki um ákveðið heilbrigði og sið-
ferðislegan þroska þegar bam skynj-
ar þennan mismun og finnur fyrir af-
brýðisemi."
Meðalhóf tilfinninga til góðs
Ein afleiðing kenninganna er sam-
kvæmt Kristjáni, sú að nú er litið svo
á að tilfinningauppeldi og -þroski sé
eðlilegt viðfangsefni uppeldis á heim-
ilum og skólum.
„Það að finna til réttra tilfinninga
við réttar aðstæður, gagnvart réttu
fólki í réttum mæli sé hluti af hinu
góða lífi. Aristóteles talaði um að allar
tilfinningar manna og dyggðir væra
meðalhóf milli tvennra öfga, gjafmildi
er t.d. meðalhóf á milli nísku og
eyðslusemi. Við þurfum því að reyna
að kenna bömum okkar meðalhóf í
tilfinningum. Rannsóknir gefa til
kynna að kennsla í hvemig hægt sé
að ná valdi á tilfinningum sínum, t.d.
með sjálfsaga, sé besta veganestið út
í lífið, miklu betra heldur en greind í
hefðbundinni merkingu. Þeim ein-
staklingum sem sýna getuna til með-
alhófs tUfinninga farnast vel, þeir
sýna námsárangur og njóta lífsham-
ingju sem fullorðið fólk.“
Kristján sagði þessar niðurstöður
ekki hafa skilað sér að miklu marki út
í skólakerfið og væru þær ekki orðn-
ar viðurkenndar innan þess. Hann
sagðist þó vona að breyting yrði á áð-
ur en langt um liði. Lífsleikni sem
kennd væri í grannskólum hérlendis
væri þó skref í rétta átt.
Kristján benti fundargestum á að
grannurinn að siðferðiskennd bama
væri reistur strax á öðru ári og
þriggja til fjögurra ára böm spyija
áleitinna siðferðisspuminga og hafa
þegar myndað sterka siðferðiskennd.
Geðshræringar þeirra væra röklegs
eðlis - alveg eins og hjá fullorðnum.
Afleiðingar þessara breyttu kenn-
inga era jákvæðari viðhorf gagnvart
tilfinningum og tilfinningauppeldi og
aukinn skilningur á sambandi tilfinn-
inga- og siðferðisþroska. Kristján
lagði rika áherslu á að ekkert kæmi í
staðinn fyrir fordæmi og fyrirmynd
og nauðsyn umræðna þar sem böm
hefðu ríkara siðvit og meiri tilfinn-
ingaþroska en áður var talið og
þyrftu að fá að tjá tilfinningar sínar.
„Geðshræringar era viðráðanlegar
í eðli sínu. Það er í verkahring, uppal-
enda, kennara og ekki síst kennara á
leikskólastigi að þroska tilfinningar
bamanna, því það er margt sem
bendir til þess að tilfinningamar og
siðferðiskennd þroskist að veralegu
leyti á fyrstu fimm árum mannsæv-
innar.“
FYRSTI flokksstjórnarfundur
Samfylkingarinnar verður haldinn
í dag, laugardaginn 4. nóvember, á
Hótel Loftleiðum og hefst kl.
13.30. Fundurinn er opinn öllu
stuðningsfólki Samfylkingarinnar.
Á fundinum verður stofnun
kjördæmaráða staðfest, Össur
Skarphéðinsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, fjallar um störf og
stefnu og Helgi Hjörvar, forseti
borgarstjórnar, ræðir um ríkis-
vald og sveitarfélög. Að auki verða
almennar umræður og fyrirspurn-
ir.
Að loknu kaffihléi mun Sigurður
Pálsson lesa úr nýrri bók sinni
Blár þríhyrningur og þær Oddný
Sturludóttir, Silja Hauksdóttir og
Birna Anna Björnsdóttir lesa úr
bók sinni Dís. Að því loknu flytur
Katrín Júlíusdóttir, formaður
Ungra jafnaðarmanna, erindi um
menntun á nýrri öld.
Athugasemd frá Grund
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Guð-
mundi Óskari Ólafssyni, stjómarfor-
manni Grundar:
„Deilur Grandar við heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytið, vegna dag-
gjalda til heimilisins, sem má segja að
staðið hafi í fjölda ára, hafa nú að lík-
indum náð hámarki, þegar ráðuneyt-
ið stefnir Grand fyrir Héraðsdóm
Reykjavíkur, fyrir að reyna að ná
rétti sínum til eðlilegs rekstrarfjár í
samræmi við aðrar og ámóta stofnan-
ir. Verður að teljast með ólíkindum
að yfirvöld heilbrigðismála skuli sjá
sóma sinn í að bregðast svo harka-
lega við sanngjamri beiðni um leið-
réttingu mála, sem hér um ræðir frá
fyrirtæki sem hefur búið öldruðum
heimili lengst allra slíkra stofnana
samfellt, eða í nær 80 ár, í stað þess
að ná fram sáttum með viðræðum.
Að loknum fundi, sem haldinn var
á Grand sl. fimmtudag, þar sem íbú-
um, ættingjum þeirra og starfsfólki
heimilisins var gerð grein fyrir téðum
deilum, sá heilbrigðisráðuneytið sig
knúið til að birta yfirlýsingu, þar sem
enn era ítrekaðar fullyrðingar, sem
við að nokkra teljum rangfærslu
staðreynda og álítum nauðsyn að
gera athugasemdiryið,.
Við viljum þó ekki gera athuga-
semd við þá fyrirsögn að ráðherra
hafi vitað um málshöfðun gegn
Grand og hafi tekið þá ákvörðun, við
viljum ekki gera málið vandræðalegt
fyrir viðkomandi aðila, enda beinist
fyrirsögnin ekki að neinni gagn-
stæðri yfirlýsingu frá okkur.
Það er íúllyrt í yfirlýsingu ráð-
herra, að Hæstiréttur hafi með til-
nefningu gerðardóms ekki verið að
taka afstöðu til þess hvort hann væri
bær til ákvarðana um daggjöld. Er
vitnað í bréf, sem ekki er opinbert
plagg, heldur einhverskonar vina-
eða kunningjabréf á milli tveggja ein-
staklinga í ráðuneyti og Hæstarétti
þessu til staðfestu. Aldrei var téð bréf
lagt fyrir gerðardóminn til rökstuðn-
ings. Og ekki skilur gerðardómurinn
svo að Hæstiréttur hafi ekki vitað um
ágreining aðila í téðum efnum og
hafnar því kröfu ráðuneytis um að
vísa málinu frá.
Ráðuneytisstjórinn segir að ef
gerðardómur ætti að fjalla um dag-
gjöldin væri valdið tekið úr höndum
fjárlaganefndar. Ekki er Grund að
semja lögin. En í þeim segir svo í 39.
grein almannatr. laga frá 1993, um
ákvörðun daggjalda að þau skuli
ákveðin: „að höfðu nánu samráði við
viðkomandi stofnanir." Ennfremur
segir þar að umrædd daggjöld skuli
„ákveðin þannig að samanlagðar
tekjur stofnunar standi undir eðlileg-
um rekstrarkostnaði á hveijum
tíma.“ í sömu lagagrein segir einnig
orðrétt að það jafngildi samningi ef
hlítt er ákvörðun ráðherra um dag-
gjöld. Á þrautagöngu sinni til að fá
leiðréttingu mála reyndist það síð-
asta ráð Grandar að fara þessa leið
sem lögin segja til um að hafna dag-
gjaldi ráðherra, þar sem ekkert sam-
ráð var haft um þau af hálfu ráðu-
neytis við Grand og fá síðan
gerðardóm til að fjalla um málið,
einnig eftir laganna hljóðan, þar sem
ráðuneytið sýndi enga tilburði til
samninga eða sátta.
Ráðuneytið heldur því fram að
Grand fái greiðslur til jafns við
Hrafnistu í Reykjavík. Tekið skal
fram að í áratugi hefur Grand haft
snöggtum lægri daggjöld en Hrafn-
ista og hefur yfirleitt munað tugum
milljóna árlega, reiknað á núvirði.
Eftir langa baráttu náðist samkomu-
lag á haustdögum 1996 milli ráðu-
neytis og Grundar að eftirleiðis
skyldu heimilin bera jafnt úr býtum.
Við það var staðið fyrir árin 1997 og
1998. Fyrir árið 1999 var þetta svikið,
svo munaði tugum milljóna. Frá Iiðn-
um áramótum hefur verið greitt
sama daggjald fyrir stofnanimar, en
samkvæmt fjárlagaframvarpinu fyr-
ir 2001, skal aftur á ný vikið frá lof-
orðum, svo munar nær 7 milljónum,
sem Grand fær rýrara framlag. Ekki
er þetta þó sagt vegna þess að Hrafn-
ista sé of sæl af sínum greiðslum,
nema síður væri.
í lok yfirlýsingar ráðuneytis er
slegið fram þeim fjárhæðum sem
Grand hafi fengið umfram daggjöld
vegna halla ársins 1999 og vegna
launabreytinga og hækkunar dag-
gjalda til Grandar og Áss, samtals
krónur 103,8 milljónir króna, þar með
taldar 51,8 milljónir króna sem
Grand og Ási hljóta eins og aðrar
stofnanir til að ná jafnvægi í rekstri
liðinna ára. Rétt er að geta þess að
Grund er ekki að fá greiðslur umfram
aðrar stofnanir sem hafa þurft leið-
réttinga við. I annan stað er töluvert
af þessum fjárhæðum álíka og fugl á
kvisti, við höfum þær ekki í hendi enn
sem komið er. 51,8 milljónir sem get-
ið er í yfirlýsingu ráðuneytis eru úr
sjóði, sem samþykktur var á fjárlög-
um fyrir árið 2000 til að greiða tap
stofana árið 1998 og 1999. Þessi
greiðsla hefur ekki borist Grand. 28
milljónir höfum við fengið sem var
greiðsla samþykkt í fjáraukalögum
fyrir árið 1999 og barst Grand í des-
ember 1999. Samkvæmt greiðsluyfir-
liti frá Tryggingastofnun ríkisins,
dagsett 3. nóvember 2000, hafa
Grand ogÁs fengið samtals 7.608.000
vegna launabreytinga, samsvarandi
öðram stofnunum. 8 milljónum hefur
hinsvegar verið lofað, en era ókomn-
ar. Þetta era ekki 24 milljónir eins og
upplýst er af hálfu ráðuneytis. Mis-
munurinn liðlega 9 milljónir hefur
kannski rannið til einhverra sem mið-
ur eru staddir en Grand. En hvað
sem þvi líður, hafa skal það sem sann-
arareynist."