Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Fræðasetrið í Gróttu formlega opnað „Nemendur hvaðan- æva að velkomnir“ Seltjarnarnes „ÞAÐ er verið að undirbúa að skólakrakkarnir komi. Síð- ustu daga hefur verið í gangi formleg opnun og kynning en það verður ekki fyrr en með hækkandi sól, eða í febrúar á næsta ári, að fyrstu nemend- ur mæta hingað; þá á allt að vera orðið klárt,“ sagði Sig- urlín Sveinbjarnardóttir verkefnisstjóri þegar Morg- unblaðið leit í heimsókn út í Gróttu til að skoða hið nýja Fræðasetur en það var opnað formlega mánudaginn 23. október sfðast liðinn. Þegar Morgunblaðið bar að garði voru staddir þar í heimsókn norrænir tónlistarkennarar sem fannst mikið til staðarins koma. „Hér er búið að gera mjög fína aðstöðu fyrir leikskóla- og grunnskólanemendur og búið að undirbúa heilmikið námsefnisgerð eða verkefni sem tengjast náttúrunni hér. Síðan verða haldin hér nám- skeið fyrir fullorðna, sérstak- lega sem tengist Staðar- dagskrá 21,“ bætir hún við. Hér má nefna til skýringar, að Staðardagskrá 21 er sér- stök langtúna- og heildar- áætlun bæjar- og sveitarfé- laga um hvernig þau eigi að þróast með sjálfbærum hætti og tekur til umhverfismála og vistfræðilegra, efnahagslegra og félagslegra þátta. Var upphaflega nes Fyrstu heimildir um Gróttu eru frá um 1550 en nafnið þykir fomlegt og bcnda til að þar hafi lengi verið búið. Var Grótta talin meðal betri jarða og var einnig fengsæl ver- stöð. Á fyrri öldum stóð bær- inn ekki á eyju heldur á breiðu nesi en eftir mikið sjávarflóð 9. janúar árið 1799 fór að halla undan fæti. Þetta flóð er nefnt Básendaflóð. Mun það hafa náð fimm metr- um upp fyrir meðal- sjávarborð. Það hafði þá sér- stöðu að þá fór saman stórstraumsflóð, veðurhæð, áhlaðandi og lágur loftþrýst- ingur. í flóðinu hefur tekið af hluta af nesinu svo eftir er grandi sem fer á kaf í flóði. Árið 1897 var reistur viti í Gróttu. Síðan 1970 hafa húsin í eyjunni staðið að mestu auð þar til ákveðið var að stofna þar fræðasetur. I apríl 1999 var skipuð nefnd sein gera átti tillögur um nýtingu og rekstur Gróttu. Nefndina skipuðu Jens Pétur Hjalte- sted (formaður), Gunnar Lúðvíksson, Ásgerður Hall- dórsdóttir, Stefán Bergmann, Regína Höskuldsdóttir og Sigfús Grétarsson. Greinar- gerð sem nefndin hefur skilað af sér felur í sér tillögur að öflugri fræðslustarfsemi í húsakynnum Gróttu fyrir nemendur grunn- og leik- skóla og aðra. Sigurlín Sveinbjarnardóttir var ráðin til að sjá um skipulagningu útikennsluimar, undirbúning kennsludagskrár og kynn- ingu. „Það var fyrir fjóruin árum að Seltjamameskaupstaður tók ákvörðun um að gera þetta að fræðasetri, og gamla vitavarðarhúsið hér við hlið- ina verður að fræðimanns- íbúð. Það er næsta verkefni á dagskrá. Þar verður hægt að fá leigt til að stunda ýmiss konar rannsóknir sem þurfa ekki endilega að verða tengd- ar þessum stað en það sakar auðvitað ekki ef þeir vísinda- menn sem hingað koma vilja rannsaka eitthvað hér um slóðir, telja fugla eða eitthvað í þeim dúr,“ segir hún og brosir. „Húsin hafa ekki verið notuð siðan 1970. Eins og gef- ur að skilja voru þau orðin illa farin. Húsið, sem nú er búið að endurgera, var útihús." Hugmyndamappan Eins og Sigurlín ýjaði að í upphafi hefur undanfarið verið unnið að gerð hug- myndamöppu tengdri Fræða- setrinu í Gróttu. í möppunni er að finna hugmyndir að verkefnum sem kennumm og öðrum er fijálst að nota. Hver og einn getur síðan aðlagað hugmyndirnar sinum verk- efnum, breytt og lagað að vild. Mappan er tilraun til að setja fram verkefnaskrár sem si'ðan þróast að fenginni reynslu og í takt við skóla- námskrár. Nýjar hugmyndir bætast við, þannig verður stöðug endurnýjun í verk- efnaskrám og mappan því í raun aldrei endanlega tilbúin. í hugmyndamöppunni er ekki að finna verkefni sem byggja á námsefni sem notað er í skólum heldur ýmislegt annað sem hugsað er sem við- bót og tilbreyting til að sjá hluti frá nýjum sjónarhóli. Þannig skipar náttúmupplif- un háan sess og spumingar sem vekja til umhugsunar um skilgreiningu á menningu og náttúra í víðu samhengi. Á hveiju verkefnablaði er hins vegar reynt að tengja við- fangsefni útikennslu/útináms við markmið aðalnámskrár. Með því móti ætti að nást meiri vídd og námið getur orðið mikilvæg viðbót við Sigurlfn Sveinbjarnardóttir er verkefnisstjóri Fræðasetursins í Gróttu. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fræðasetrið í Gróttu. Húsið til vinstri er gamla vitavarðar- húsið, sem ekki hefur verið í notkun siðan 1970. Þar er ráð- gert að koma á laggirnar fræðimannsíbúð. Húsið fyrir miðju er Fræðasetrið sjálft og hægra megin f fjarska er vit- inn - ljós hans voru tendruð fyrsta sinni í nóvember 1947. hefðbundið skólastai-f í grunnskólum og leikskólum. „Ef vel á að takast með úti- kennslu/útinám þarf að vanda undirbúninginn,“ segir Sigurlín. „Kennarinn verður að undirbúa nemendur áður en lagt er af stað, segja þeim frá staðháttum og kynna fyrir þeim í hveiju verkefnin era fólgin sem bíða þeirra. Eftir að heim er komið þarf si'ðan að vinna úr þeirri upplifun og reynslu sem nemendur hafa hlotið auk þeirra hluta eða gagna sem þeir flytja með sér heim. Fræðasetrið getur orð- ið mikilvægur vaxtarbroddur í skólastarfi grunnskóla og leikskóla, einkum ef allir sem taka þátt í þróun þess eru reiðubúnir að gefa örlítið af reynslu sinni og þekkingu til að það dafni og þroskist og verði eftirsóttur þekkingar- brannur." Ekki bara fyrir nemendur á Seltjarnarnesi Gert er ráð fyrir að Fræða- setrið í Gróttu verði tekið í notkun í febrúar árið 2001. Ráðinn verður kennari til að taka á móti nemendahópum, sjá um kynningu á sögu stað- arins, kynna staðhætti og all- ar aðstæður og aðstoða kenn- ara við hópastarf. Einnig mun hann fara í grunnskóla og leikskóla og kynna möguleika útikennslunnar á ýmsum árs- tímum og senda írá sér fréttabréf um heppilegan tíma - miðað við sjávarfoll, birtu o.fl. - og margvísleg verkefni. „Það sem er einkar spenn- andi við þennan stað er að það verður að taka tillit til sjávarfalla," segir Sigurlín. „Hér er líka alveg einstök náttúra, ósnortin, þrátt fyrir nálægð við þéttbýlið og fjaran rnjög fjölbreytt og skemmti- leg og því margt að skoða. Og til að fyrirbyggja allan misskilning vil ég taka það fram að Fræðasetrið er ekki eingöngu ætlað nemendum af Seltjarnarnesi en krakkar héðan hafa þó nokkurn for- gang, eins og gefur að skilja, því Fræðasetrið er í eigu Seltjaraameskaupstaðar. Annars eru nemendur hvað- anæva að velkomnir hingað eftir því sem aðsóknin leyfir," segir Sigurlín að Iokum. Bæjarstjóri Garðabæjar um byggingaráform við Arnarnesvog Garðabær Engin ákvörðun tek- in um landfyllingu ÁSDÍS Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, segir að bæjaryfirvöld hafi enga ákvörðun tekið um hvort ráð- ist verði í einhveijar landfyll- ingar í Amarnesvogi. Engin slík skuldbinding felist í vilja- yfirlýsingu, sem bærinn hefur undirritað ásamt BYGG ehf. og Björgun ehf., vegna um- sóknar síðarnefndu aðilanna um íbúðabyggð við voginn. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa BYGG og Björgun sótt um leyfi til að byggja íbúðahverfi með allt að 900 íbúðum og 2.500 manna byggð, sem verði að hluta til á 7,7 ha landfyllingu út í Amar- nesvog. Gerð hefur verið matsáætlun vegna umhverfis- áhrifa framkvæmdanna og hefur Skipulagsstofnun áætl- unina og athugasemdir við hana nú til meðferðar. Jafnframt var greint frá því í Morgunblaðinu í gær að bær- inn og framkvæmdaaðilamir hefðu undirritað viljayfirlýs- ingu um uppbyggingu íbúða- byggðar í Árnamesvogi en stærð landfyllingar lægi ekki fyrir. Ásdís Halla segir að það hafí verið oftúlkun á efni vilja- yfirlýsingarinnar að staðhæfa að með henni hefðu bæjaryfir- völd skuldbundið sig til þess að í einhverjar landfyllingar yrði ráðist. Aðeins hafi verið sam- þykkt að fyrirliggjandi hug- myndii’ fæm í umhverfismat. „Nú er unnið að því mati og at- hugasemdir við það era að berast inn og era í úrvinnslu. Gera má ráð fyrir að það mat liggi fyrir á vormánuðum," sagði Ásdís Halla. „Þetta mat, ásamt ýmsu öðra sem bærinn er núna að skoða og vinna að, verður haft til hliðsjónar þeg- ar ákvörðun verður tekin um uppbyggingu á þessu svæði. í því sambandi vil ég undir- strika að engar ákvarðanir hafa verið teknar um landfyll- ingu þannig að það er mis- skilningur sem hefur komið fram í fjölmiðlum að undan- fömu, þar á meðal í Morgun- blaðinu í gær, að slík ákvörðun hafi verið tekin af hálfu bæjar- yfirvalda. Hvenær bæjaryfirvöld í Garðabæ taka endanlega ákvörðun liggur ekki fyrir. Við munum viða að okkur gögnum á næstu vikum og mánuðum og það kemur bara í ljós á þeim tímapunkti og eftir að bæjarstjóm hefur farið yfir málið hvað verður gert. Fyrir utan umhverfismat munum við m.a. líta til þess hve þétt byggðin getur verið, m.a. með tilliti til þjónustu eins og varð- andi skóla og leikskóla." Eðlilegur áhugi íbúa En hvernig bregst bæjar- stjórinn við fréttum um undir- skriftasöfnun íbúa í hverfun- um við Ai'narnesvog gegn þessum áformum? „Það er eðlilegt að íbúar hafi mikinn áhuga á uppbyggingu á þeim svæðum sem era í kringum þá. Ég skil mjög vel áhuga þeirra og þessi sjónar- mið era eitt af því sem bæjar- yfirvöld í Garðabæ munu hafa til hliðsjónar við frekari úr- vinnslu málsins," sagði Ásdís Halla. I viljayfirlýsingunni, sem fyrr var vísað til, kemur fram að hún fjalli um samstarf aðil- anna við uppbyggingu íbúða- byggðar við Amarnesvog, á tilgreindum svæðum sam- kvæmt gildandi aðalskipulagi, þ.e. annars vegar athafna- svæðinu þar sem nú era eignir skipasmíðastöðvai' Norma og hins vegar í Ásahverfi, íbúða- hverfi sem nú er að rísa sunn- an athafnasvæðisins, auk svæðis á hugsanlegri landfyll- ingu þar út af. Síðar segir að Garðabær muni úthluta BYGG og Björgun fyrrgreind- um svæðum til byggingar íbúðahverfis ofl. enda hafi deiliskipulag svæðisins verið samþykkt í bæjarstjórn og framkvæmdaaðilarnir sætt sig við niðurstöður þess skipu- lags. „Þá mun Garðabær heimila Bygg elif. og Björgun ehf. landfyllingu út af þessum landsvæðum í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Stærð þess svæðis liggur ekki fyrir og tekur Garðabær sérstak- lega fram að í viljayftriýsingu þessari felst engin skuldbind- ing af hálfu bæjarins um stærð svæðisins. Það land sem verð- ur þannig til með landfyllingu verður eign Garðabæjar,“ seg- ir ennfremur. íbúðabyggð án landfyll- ingar skoðuð sérstaklega Ásdís Halla var spurð hvort af yfirlýsingunni væri ljóst að vilji bæjaryftrvalda standi til þess að íbúðabyggð komi að minnsta kosti á því svæði þar sem Normi, og áður Stálvík, hefur verið með starfsemi sína. „Það hefur heldur ekki verið tekið fyrir og það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það af hálfu bæjaryfirvalda. Það verður skoðað sérstaklega og ekki bara út frá því hvort landfylling verður eða ekki,“ sagði Ásdís Halla. „Á svæðinu við hliðina á Norma-svæðinu er gert ráð fyrir íbúðabyggð og þetta er eitt af því sem bæj- aryfirvöld eiga eftir að skoða. Viljayfii'lýsingin felst aðal- lega í því að bæjaryfirvöld lýsa áhuga á að ræða frekai' við þessa byggingaraðila og á hvaða forsendum verður farið í uppbyggingu íbúðasvæðis á þessu svæði, ef af verður, hvort sem um verður að ræða landfyllingu eða ekki. Það er tekið sérstaklega fram í þess- ari viljayfirlýsingu að um er að ræða svæði sem kallast á aðal- skipulagi 06 og II og 06 er Norma-svæðið. Það er nefnt að viljayfirlýs- ingin taki líka til hugsanlegi'ar landfyllingar en undirstrikað að engar ákvarðanir hafi verið teknar um það.“ Hún sagði að í yfirlýsing- unni væri einnig tekið á eign- araðild lands, innheimtu gatnagerðargjalda, og því hvemig staðið yrði að upp- byggingu gatna og þjónustu á svæðinu. „Þannig að viljayfir- lýsingin felur aðallega í sér hvað yrði hugsanlega gert ef deiliskipulag yrði samþykkt í þessum anda, ‘ sagði hún. Uppbygging grunnskólans Bæjarstjórinn sagði að meðal þeirra upplýsinga sem bæjaryfu^öld væra nú að afla væra upplýsingar um hvernig hægt væri að byggja upp skóla og aðra þjónustu á svæðinu en á næstunni yrði hugað nánar að uppbyggingu grannskólans í Garðabæ í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Það mun vissulega hafa áhrif á hvað verður hægt að ráðast í mikla byggð á þessu svæði. Nú er verið að tala um 900 íbúða byggð með landfyllingu. Það á eftir að koma í ljós hvort Garðabær ræður við svona stórt hverfi þarna og sömu- leiðis hvort það er áhugi á því að byggja þarna svona stórt hverfi út frá náttúraverndar- sjónarmiðum." Þá sagði Ásdís Halla að það ætti eftir að koma í Ijós hvort bærinn réðist í breytingu á að- alskipulagi á athafnasvæði skipasmíðastöðvarinnar á næstunni til að heimila þar íbúðabyggð. „Það verður að koma í ljós hvernig mál þróast hjá bygg- ingaraðilum, sem hafa keypt þetta svæði af Norma,“ sagði hún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.