Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 24

Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 24
24 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Slökkvilið Akureyrar tekur yfír rekstur Akureyrarflugvallar Fjölgað um þrjú stöðugildi á flugvellinum AKUREYRARBÆR hefur gert þjónustusamningvið Flugmálastjórn sem felur í sér að Slökkvilið Akureyr- ar tekur yfír rekstur Slökkviliðs Ak- ureyrarílugvallar um næstu áramót. í sumar höfðu þessir aðilar gert með sér samning um að Slökkvilið Akur- eyrar tæki yfir faglega yfirstjórn á slökkviliði flugvallarins. Tómas Búi Böðvarsson slökkvi- liðsstjóri á Akureyri sagði þjónustu- samninginn til mikilla bóta fyrir báða aðila og að í kjölfarið myndi starf- semin á Akurejnrarflugvelli eflast, sem og í bænum. „Við yfirtökum nú- verandi slökkvilið á flugvellinum og þeir þrír fastráðnu starfsmenn sem það vilja koma til okkar. Þá er gert ráð fyrir að fjölga úr fjórum stöðu- gildum á flugvellinum í sjö. Auk þess er gert ráð fyrir hálfri stöðu í þjálfun flugvallarvarða á dreifbýlisflugvöll- um á landinu og til eftirlits með slökkvibúnaði á flugvöllunum. Tómas Búi sagði að um það hafi verið rætt í mörg ár, að ekki sé nóg að hafa einn mann á vakt á flugvellinum og með þessari breytingu verða tveir menn á vakt þar á meðan áætlunarflug er í gangi en þess utan verður einn mað- ur á vakt. Við þessa breytingu fjölgar um einn bfl í Slökkviliði Akureyrar, sem hægt verður að nýta í neyðartilfell- um, að sögn Tómasar Búa. Þá eigi slökkviliðið aðgang að einum manni á flugvellinum, sem er þar á dagvakt við annan mann. „Þá höfum við að- gang að fleiri þjálfuðum mönnum á frívöktum en enn um sinn munum við þurfa að leysa öll stærri útköll með því að kalla inn menn á frívakt." Tómas Búi sagði jafnframt að þessi þróun á Akureyri væri í takt við það sem hafi verið að gerast á höfuð- borgarsvæðinu. Morgunblaðið/Kristján Miklar endurbætur hafa verið gerðar á biðsal flugstöðvarinnar á Akur- eyri og hann stækkaður til muna. Kirkjustarf AKUREYRARKIRKJA: Hádegis- tónleikar í dag, laugardag, súpa og brauð í Safnaðarheimilinu á eftir. Guðsþjónusta kl. 11 á morgun, sunnudag. Látinna minnst. Björg Þórhallsdóttir syngur einsöng, Séra Svavar A. Jónsson. Fræðsla í Safn- aðarheimilinu eftir messu. Sr. Svav- ar talar um börn og sorg. Kvenfélag- ið selur súpu og bollur. Sunnu- dagaskóli á Hlíð kl. 11 á morgun. Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 17 í kapellu. Minningartónleikar um Jakob Tryggvason í kirkjunni kl. 17 á morgun. Biblíulestur í fundarsal á mánudagskvöld kl. 20.30. Morgun- söngur kl. 9 á þriðjudagsmorgun. Mömmumorgunn kl. 10 til 12 á mið- vikudag. Sólveig og Júlía, löggiltir sjúkranuddarar, eigendur Sjúkra- nuddstofunnar Friður og ró, kynna ungbarnanudd og hvað þær hafa á boðstólum. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12 á fimmtudag. Bænaefn- um má koma til prestanna. Léttur hádegisverður í Safnaðarheimilinu á eftir. GLERÁRKIRKJA: Bamasamvera í safnaðarsal kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Messa kl. 14 sama dag. Látinna minnst. Kirkjukaffi verður í safnað- arsal að athöfn lokinni í umsjá Kven- félagsins Baldursbrár. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag í kirkjunni. Hádegissamvera kl. 12 til 13 á miðvikudag. Helgistund, fyrir- bænir og sakramenti. Léttur hádeg- isverður í safnaðarsal á vægu verði. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Heitt á könnunni og svali fyrir börnin. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Almenn samkoma kl. 20 um kvöldið. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálparflokkur kl. 20 á miðvikudag. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Biskupa- messa kl. 18 í dag, laugardag og kl. 11 á morgun, sunnudag í Péturs- kirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akur- eyri. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa verður í Munkaþverárkirkju á sunnudagskvöld kl. 20.30. í lok at- hafnar verður afhjúpuð stytta, helg- uð Maríu Guðsmóður, sem listakon- an Sólveig Baldursdóttir hefur gert. Á eftir verður boðið upp á kaffi í Kapítulinu. Vélasvið Heklu Nýtt þjónustuumboð opnað á Akureyri ÞJÓNUSTUUMBOÐ vélasviðs Heklu verður formlega opnað á Ós- eyri 8 á Akureyri, í fyrrverandi hús- næði Arnarfells, nú um helgina. Vélasvið Heklu hefur gert samn- ing við nýstofnað fyrirtæki á Akur- eyri, Trukkinn ehf. sem- er í eigu feðganna Sveinbjörns Sveinbjöms- sonar eldri og yngri, um rekstur Þjónustuumboðsins á Akureyri. Þeir feðgar eru mörgum kunnir á Norð- urlandi og hafa báðir sinnt svipaðri þjónustu um árabil. Þjónustuumboð vélasviðs Heklu hf. á Akureyri mun hafa fulla sam- vinnu við og sækja styrk til þjón- ustudeildar vélasviðs Heklu hf. í Reykjavík og leitast við að annast sem víðtækasta þjónustu við Scania bifreiðar, lyftara frá Caterpillar, Caterpillar land- og sjóvélar og MaK sjóvélar og aðrar þær vörur sem seldar eru hjá vélasviði. Þjónustuumboð vélasviðs Heklu annast sölu varahluta í ofangreind tæki í umboði vélasviðs Heklu. Opið hús verður hjá Þjónustuum- boði vélasviðs Heklu á Akureyri í dag, laugardaginn 4. nóvember, frá kl. 10 til 16. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Eins og sjá má af myndinni var Spunkur hin föngulegasta kind með sér- staklega stór horn sem voru með óhefðbundnu lagi þó ekki væri hann vaninhymdur. Safnahúsið á Húsavík kynnir alþýðulist Húsvískir Ijóða- og lagahöf- undar Húsavík - Húsvískir ljóða- og laga- höfundar vom kynntir í Safnahús- inu á Húsavík sunnudaginn 29. október sl. með sérstakri dagskrá en meðal höfunda sem flutt voru ljóð eftir má nefna Unni Benedikts- dóttur Bjarklind (Huldu), Guðfinnu Jónsdóttur, Egil Jónasson, Kristján Ólason,Valdimar Hólm Hallstað og Ósk Þorkelsdóttur. Þá fluttu eigin ljóð þau Brynhild- ur Bjarnadóttir, Guðmundur G. Halldórsson og Jóhannes Sigur- jónsson, en aðrir flytjendur ljóða komu frá Leikfélagi Húsavíkur, m.a. þau Sigurður Hallmarsson, Að- albjörg Sigurðardóttir, Guðný Þor- geirsdóttir og Ingimundur Jónsson. Sungin voru lög eftir Sigurð Sig- urjónsson, Steingrím Birgisson, Ingimund Jónsson, Jóhann Björns- Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Guðmundur G. Halldórsson flutti eigin Ijóð. son og Friðrik A. Friðriksson. Þau sem sungu lögin voru Hólmfríður Benediktsdóttir, Aðalsteinn Júlíus- son og Baldur Baldvinsson en und- irleik annaðist Aladár Rácz. Guðni Halldórsson, forstöðumaður Safna- hússins, kynnti dagskrána og höf- unda þeirra ljóða og laga sem flutt voru. Aðsókn var góð og létu þeir sem samkomuna sóttu vel af henni en hún var liður í afmælishaldi vegna 50 ára kaupstaðarafmælis bæjarins. Forystusauð- urinn felldur Norður-Héraði - Forystusauðurinn Spunkur á Eiríksstöðum á Jökul- dal stenst ekki samdráttinn í sauðfjárræktinni frekar en annað fé. Sigurjón Guðmundsson, bóndi á Eiríksstöðum, er að bregða búi í haust en hann seldi fullvirðisrétt- inn til ríkisins og felldi allt féð, þar á meðal forystufé sitt og Spunk, fjögurra vetra, þar með. Sigurjón hefur átt forystufé af sama kyni frá því hann kom í Ei- ríksstaði 1944 en þá eignaðist hann bfldótta forysturollu sem allt hans forystufé er komið af og voru síðustu kindurnar af þeim meiði felldar í haust. Spunkur var fæddur þrflemb- ingur og voru hin lömbin tvö, rolla sem var bfldótt líkt og for- móðirin og sauður sem hét Blæng- ur, einnig felid um leið og hann. ---------------- Sólveig sýnir í Safnahúsinu SÓLVEIG Illugadóttir heldur mál- verkasýningu í Safnahúsinu á Húsa- vík, en hún verður opnuð í dag, laug- ardaginn 4. nóvember, og stendur til 12. nóvember næstkomandi. Sýningin verður opin á morgun frá kl. 16 til 18 en aðra sýningardaga er opið frá 14 til 18. Við opnunina leikur Tríó Valmars Valjaots ásamt söng- konunni Jóhönnu Seljan Þórodds- dóttur og frumflytja þau m.a. tvö ný lög eftir myndlistarkonuna. Sýning- in er að hluta sölusýning, en þetta er þrettánda einkasýning Sólveigar. ---------♦-♦-♦-- Norrænt skólahlaup í Grundarfirði Grundarfirði - Norræna skóla- hlaupið er hlaupið ár hvert. Það eru grunnskólar landsins sem taka þátt í því. Þessi mynd var tekin þeg- ar nemendur í Grunnskólanum i Grundarfirði þreyttu hlaupið, sem gekk mjög vel. Gáfu búnað til notkunar við greftranir LIONSKLÚBBUR Sauðárkróks hefur afhent Sauðárkrókskirkju búnað til notkunar í kirkjugarðinum við greftranir. Búnaðinum er komið fyrir yfir opinni gröfinni og lætur hann kistuna síga rólega niður, í stað hinnar hefðbundnu aðferðar með köðlum eins og tíðkast hefur. Búnað- urinn er drifinn rafmagni frá raf- hlöðu sem er hlaðin. Er því auðvelt að nota hann hvar sem er í garðinum. Af hálfu kirkjunnar er það frjálst að vali aðstandenda hvort þessi sig- búnaður er notaður við útfarir. Hann var notaður fyrst við tvær útfarir 21. október, en formleg afhending verð- ur við guðsþjónustu á Allraheilagra- messu 5. nóvember nk. Morgunblaðið/KVM Fjölsótt afmælisveisla Mývatnssveit - María Þorsteinsdóttir í Reykjahlíð er 80 ára um þessar mundir. Af því tilefni efndi hún til fjöl- mennrar veislu í Hótel Reynihlíð fyrir ættingja og vini á laugardaginn í lognblíðu og síðdegis- sól. María er fædd í Reykjahlíð og var yngst fimm systkina, barna hjónanna Guðrúnar Einarsdóttur og Þor- steins Jónssonar. Á upp- vaxtarárum Maríu óx upp í Qölbýli Reykja- hlíðar stór hópur táp- mikilla frændsystkina, sem voru samstiga í leik og starfi, barnaböm Einars Friðrikssonar og Guðrúnar Jónsdótt- ur, sem flust höfðu úr Svartárkoti út í Reykja- hlíð vorið 1895. María er ein eftir af þeim hópi íMývatnssveit. Arið 1960 fluttist María ásamt bróður sín- um Jóni Pétri og aldr- aðri móður í nýtt ein- býlishús sem þau höfðu látið byggja á eldhraun- inu rétt sunnan undir kirkjuhólnum ogþar var heimili hennar upp frá því. María vann mikið fyrir kirkju sína og hafði til þess metnað að allt færi þar vel fram. Iljá henni höfðu sóknarpresturinn og ferming- María Þorsteinsdótt- ir, 80 ára. arbörnin sína aðstöðu áður en geng- ið var til kirkjuathafna og heimili hennar stóð kirkjugestum ætíð opið. María er félagslynd og hefur eignast mikinn fjölda vina sem gjarnan hafa heimsótt hana á sumr- um og dvalaði með henni stund. Hjá þeim systkinum vom löngum í sum- ardvöl frændsystkin þeirra úr Reykjavík og var hún þeim sem móðir, enda sýna þau henni nú mikla elskusemi. I veislunni nú var borið fram hcitt súkkulaði með þeyttum rjóma ásamt öðm góðgæti, svo sem er við hæfi í stórafmæli gamals Reykhlíðungs. Sungin voru ættjarðarlög að hætti Þráins og fleira var til tilbreytingar. María Þorsteinsdóttir dvelur nú á Hvammi, hcimili aldraðra á Húsa- vík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.