Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 31

Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 31 Rannsókn flugslyssins á Taívan Þotan var á rangri flugbraut Taipei, Singapore. AP, AFP. BOEING 747-400 risaþotan sem fórst í flugtaki sl. mánudag var á flugbraut sem var lokuð vegna við- gerða og rakst í flugtaki á „stálhluti og tvær gröfur“ sem voru á braut- inni. Það olli því að í þotunni kviknaði og hún hlutaðist í sundur. Þetta eru niðurstöður bráða- birgðarannsóknar á slysinu sem kynntar voru í gær. Kay Yong, framkvæmdastjóri fiugöryggisráðs Taívan, sem fer með rannsóknina, sagði einnig að svo virt- ist sem mistök flugmannsins hefðu átt stóran þátt í slysinu. Yong ítrek- aði þó að of snemmt væri að draga þá ályktun að flugmaðurinn, hinn 48 ára gamli Foong Chee Kong, væri einn ábyrgur fyrir slysinu. Honum hefur verið bannað að yfirgefa Taívan vegna framhalds á rannsókninnni. Alls fórst 81 maður með þotunni, sem var í eigu Singapore Airlines, 79 samstundis og tveir á sjúkrahúsi. Talsmenn flugfélagsins kröfðust í gær svara við spurningunni hvers vegna þau mistök hefðu getað átt sér stað að vélin lenti á rangri flugbraut. „Við erum gersamlega miður okk- ar yfir niðurstöðunni," sagði Rick Clement, talsmaður flugfélagsins. Hann sagði fjölskyldur fómarlamb- anna eiga skýringu skilið og trygg- ingu þess að slík mistök gætu ekki endurtekið sig. Áður hafði flugfélagið vísað því á bug að flugmaðurinn hefði tekið á loft frá rangri braut. Á það var bent að ólíklegt væri að reyndur flugmaður hefði farið með flugvélina inn á braut íviðgerð. Nú hefur hins vegar komið í ljós að flugbrautin umrædda, 05R, sem ligg- ur samsíða réttu brautinni, 05L, var upplýst og ekki lokuð af. Að sögn flugmálayfirvalda í Taívan var send út viðvörun um lokun brautarinnar til allra flugfélaga í lok ágúst. Flug- maður flugvélarinnar hélt hins veg- ar, að sögn Yong hjá flugöryggis- nefndinni, að hann væri á réttri braut, hann staðfesti það tvisvar við flugtum áður en hann tók af stað. Flugturninn á flugvellinum er ekki búinn ratsjártæki sem sýnir stað- setningu vélanna á jörðu niðri og vegna slæms skyggnis um kvöldið sáu flugumferðarstjórar ekki hvers kyns var. Flugmenn tveggja véla China Airlines urðu vitni að því að þotan var á rangri braut, en til- kynntu af einhverjum ástæðum ekki um það. Hlutabréf í Singapore Airlines féllu um 5,7% eftir að tilkynnt hafði verið um niðurstöður rannsóknarinn- ar. Þau féllu einnig í kjölfar slyssins, en höfðu náð fyrra gildi í gær þegar þau féllu á ný. Hér skail vélin niður Vinnuvélar og fleira sem þotan rakst á Heimild: Chiang Kai-Shek flugvöllur, Singapore Airlines Flugvélin átti að taka á loft frá þessari braut REUTERS Þvzks flóttafanga leitað BerlínóAFP. UMFANGSMIKIL stóð yfir í gær um allt austanvert Þýzkaland og inn fyrir landamæri nágrannalanda að dæmdum kynferðisafbrotamanni, sem slapp úr fangelsi í Branden- borgarhéraði hinn 25. október. Við flóttann stakk hann fangavörð til bana með eldhúshníf og særði annan lífshættulega og móður sína einnig, en þetta er í sjötta sinn sem honum tekst að flýja úr fangavist. Maðurinn, sem heitir Frank Schmökel og er 38 ára gamall, hafði verið dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir röð kynferðisafbrota, nauðganir og morðtilraun. Schmökel tókst að flýja er hann var í heimsókn hjá móður sinni í bænum Strausberg norðaust- ur af Berlín. Lögreglan hefur leitað hans árangurslaust síðan, með hjálp 400 manna liðs, leitarhunda og þyrla. Að sögn lögreglunnar viðurkenndi Schmökel í síma- samtali við sál- fræðing sinn að hafa banað sex- tugum manni, sem fannst bar- inn til bana við sumarhús nærri Strausberg í fyrradag. Er talið að Schmökel hafi haft sig á brott í bíl hins myrta. 50.000 marka verðlaunum, and- virði 1850 þúsunda króna, hefur ver- ið heitið fyrir upplýsingar sem gætu leitt til handtöku Schmökels, en hann er sagður heltekinn þeirri hug- mynd að ná fundum einnar stúlkunn- ar sem hann var dæmdur fyrir að hafa nauðgað. Hún er nú átján ára og hefur verið fengin lögregluvernd all- an sólarhringinn. SYNINEARSAUUR Frabær VINNUAÐSTAÐA SKRIFBDRÐ mahdgdny - 4ra skúffu skápur svartur - lyklaboröshilla 2 5 . □ □ □ , - lengd: l BD Breidd: BD Z3.DDD,- lengd: l 40 Breidd: 64 , TM = mmmmmmmm - HÚSGÖGN Síðumúla 30 -Slml 568 6822 - œvintyri líkusl mán. - lös. 10:00 -18:00 ■ laugard. 11:00 -18:00 ■ sunnud. 13:00 -10:00 HÖNNUN-BLÓM 0G GARÐYRKJA-MATUR-SPEGLAR Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is eirrH\SA£3 HÝn hönnun Eldhús- og baðinnréttingar Þín bíða margir möguleikar - og allir fáanlegir fyrir jól. Opið hús í dag, laugardag kl.l 1-16 HAMRABORG 7,200 KC —-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.