Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 37
ið,“ segir Bjarni. „Við erum búnir að
skemmta okkur mjög vel í þessari
vinnu, erum búnir að vera að hlæja
okkur máttlausa á æfíngum og ekki
var langt í það að fólk yrði þreytt á
okkur þar sem við vorum alltaf eitt-
hvað að fíflast,11 bætir Gunnar við.
Ég spurði Gunnar hvert væri sér-
einkenni hinnar hefðbundnu upp-
færslu Davids Mouchtar-Samorai á
Kvennabúrinu. „Nú er staðan gagn-
vart Tyrkjum í Þýskalandi oft dálít-
ið erfíð, það hefur verið nokkuð um
árásir á Tyrki og það eru ákveðin
átök í þjóðfélaginu. Mouchtar-Sam-
orai sýnir í uppfærslu sinni að það
getur líka verið togstreita í Tyrk-
landi gagnvart því fólki sem kemur
þangað. Hann stílai- soldið inn á það
til að reyna að opna augu fólks.“
„Hann einblínir ekki á sögulegt svið
verksins, tíma og rúm, heldur frekar
á samskipti aðalpersónanna og sam-
band þeirra. Hann fer frekar leik-
húsleiðina en leið óperuhússins,"
bætir Bjarni við. „Síðan er Konsta-
nze sem venjulega er fremur afun-
din þeim manni sem heldur henni
fanginni í Tyrklandi, enginn hefð-
bundinn fangi í uppfærslu Moucht-
ar-Samorai heldur fangi hans vel-
megunar, keypt með veraldlegum
gæðum.“ Önnur nýjung uppfærsl-
unnar er sú að ásamt tveimur öðrum
persónum óperunnar segir Bjarni
nokkra frasa á tyrknesku. Ég spurði
hann út í tyrkneskunámið. „Við vor-
um með tyrkneskan aðstoðarmann
sem hjálpaði okkur með framburð-
inn og rétta túlkun og þess á milli
æfði ég mig á tyrkneskum skyndi-
bitastöðum og þegar ég ferðaðist
með tyrkneskum leigubílstjórum.
Auðvitað er þetta öðruvísi en þegar
maður syngur á til dæmis ítölsku,
þar hefur maður einhverja máltil-
finningu. Þar að auki var hér aðeins
um talaðan texta að ræða sem í raun
er erfíðara að koma rétt frá sér en
sungnum."
Báðir á leiðinni
til Frakklands
Að lokum spurði ég þá hvað væri
fram undan. „Við erum báðir á leið-
inni til Parísar,“ svarar Gunnar. „Ég
er að fara að syngja í Gamier-óper-
unni í París,“ segir Bjarni, „í nýrri
uppfærslu á Töfraflautunni og síðan
liggur leiðin til Ítalíu þar sem ég
mun syngja í Hollendingnum fljúg-
andi eftir Wagner. Svo held ég aftur
í mitt gamla hús í Vín og syng þar
meðal annars í nýrri uppfærslu á
Kvennabúrinu. Það verður því önn-
ur frumsýningin mín á hlutverki
Osmins á þessari leiktíð."
„Ég verð hér í Berlín mestan
hluta vetrar,“ segir Gunnar. „Ég er
reyndar á leiðinni heim til íslands í
nóvember að syngja Vetrarferðina
með Jónasi Ingimundarsyni, með
viðkomu í Svíþjóð þar sem ég syng
Sköpunina eftir Haydn. Eftir ára-
mót er ég með tónleikaferð sem
hefst í París þar sem Vetrarferðin
verður flutt með lítilli kammer-
hljómsveit. Síðan er ég með Töfra-
flautuna hér auk Don Giovanni og
frumsýningu á Hollendingnum
fljúgandi. I vor syng ég Fenton í óp-
erunni Falstaff í fyrsta skipti sem er
mitt fyrsta mikilvæga Verdi-hlut-
verk. Auk þess eru einhveijar upp-
tökur í vor með hljómsveitinni hér.
Svo er ég með samning hér áfram
næsta vetur en ég er þegar kominn
með aðra samninga annars staðar
og farinn að líta soldið í kringum
mig því mér líst ekkert voðalega vel
á ástandið hér ef ég á að segja eins
og er.“
Þegar hinni þriggja stunda sýn-
ingu kvöldsins lýkur eru viðtökur
áhorfenda góðar enda sýningin
skemmtileg og flutningurinn glæsi-
legur. Þétt lófatak mætir öllum
söngvurunum sem fram á sviðið
stíga svo og hljómsveitarstjóra og
hljómsveit. Ekki er þó laust við að
fagnaðarlætin aukist um nokkur
desíbel þegar Osmin stígur fram á
sviðið.
Aukning hljóðstyrksinser líkleg-
ast sambland af hinni skemmtilegu
persónu Osmin, glæsilegum leik-
rænum tilþrifum Bjarna svo og el-
egant túlkun söngvarans. En líkt og
Bjarni segir sjálfur eru áhorfendur
bara ein af fjórum hliðum gagnrýn-
innar og sjaldnast er samræmi milli
hinna ólíku dóma.
Ragnarök og
reimleikar
AP
„Hættulegar línur“
TONLIST
HI j ó in d i s k a r
VÖLUSPÁ
Tónlist eftir Kjartan Ólafsson.
Stjórn upptöku: Kjartan Ólafsson.
Hljóðupptaka: Gullveig - Ríkharð-
ur H. Friðriksson. Stafræn eftir-
vinnsla: Hljóð-Smárinn - Gunnar
Smári Helgason. Prófarkalestur á
raddskrám: Karl Magnússon. Flytj-
endur: Hilmar Jensson, djassgítar í
Skammdegi II; Matthías Hemstock,
slagverk í Skammdegi II; Camilla
Söderberg, kontrabassablokkflauta
í Gullveigu; Kjartan Ólafsson, ann-
ar hljóðfærasláttur. Völvur: Frú Jó-
hanna Linnet, Helga Gunndís Þór-
hallsdóttir, Védís Kjartansdóttir,
Sunneva Kjartansdóttir, Þorgerður
Þórhallsdóttir og Loki Laufeyjar-
son. Framleitt af ArcMusic inc.
2000. Dreifing JAPIS. ErkiTónlist
sf. ETCD 009.
ERKITÓNLIST sf. hefur starfað
frá árinu 1985. Tilgangur fyrirtækis-
ins er að skapa aðstæður fyrir list-
sköpun á sviði tónlistar sem er óháð
markaðs- og menningarpólitík líðandi
stundar. ErkiTónlist sf. hefur gefið út
plötur og geisladiska með tónlist af
ýmsu tagi, staðið fyrir tónlistarhátíð-
unum ErkiTíð í samvinnu við Ríkis-
útvarpið, unnið að þróun tónsmíða-
forritsins CALMUS og starfað að
uppbyggingu tónlistar á Intemetinu
(tílvísun í bækling). Tvö fyrstu verkin,
Völuspá (fyrir raddir og rafhljóð,
samið á árunum 1996-2000) og Gull-
veig (1998 - fyrir kontrabassa-blokk-
flautu og tónband) eru að því leytí
tengd að títill seinna verksins „vísar
til persónu úr Völuspá, Gullveigar,
sem æsir vógu þrisvar sinnum, og
varð tilefni styrjaldar milli ása og
vana“. Að mínu viti eru þetta best
heppnuðu verkin á Jtessum nýja
hljómdiski Kjartans Ólafssonar, er
sýnir nokkra þróun frá íyrri hljómdis-
kum, sem gerðu mikla lukku hjá und-
irr., Music from Calmus (1998) og
Þrír heimar í einum (1997). Tónverkið
Völuspá byggist á erindum kvæðisins
sem segja frá upphafi veraldar og
sögu heimsins og spannar tímann frá
því „að goðin lifðu saklausu og glöðu
lífi í Ásgarði að endalokum þeirra,
þegar ragnarök eiga sér stað og heim-
urinn rís upp aftur, betri og fegurn en
nokkru sinni“... Völvan flytur Óðni
örlagaspána í áheym goða og manna
- og þá komum við að frábærri hug-
mynd tónskáldsins að láta völvuna
birtast í ýmsum myndum „allt frá
stúlknarödd að hátónaðri sönggyðju
goðheima". Þetta er mjög sérkenni-
legt en áhrifaríkt „stflbragð" (vantar
því miður rétta orðið) og ekki síður
snilldarlegt íyrir þá sök að „söngur"
(stundum tvisöngur) telpnanna er oft-
ast mónótón og fullkomlega ástríðu-
laus - ef ekki „meiningarlaus", en
stundum með tilbreytingarlitlu
hljómfalli, eins og böm viðhafa stund-
um, þegar þau fara með bundinn
texta eins og hér. (Mér kom aðeins í
hug þegar við hjónin vorum að
„versla í Hagkaup“ um árið með
þriggja ára vinkonu okkar í körfunni
ásamt vörum. Allt í einu taka menn
eftir því að bamið upphefur mikla
mbl.is
þulu sem byijaði svo: „Reiðin er eitt
andskotans reiðarslag" o.s.frv. Fólk
horfði sposkt og furðu lostíð á bamið,
sem hélt á blárri mjólkurfemu og var
að lesa texta Jóns Vídalíns - i svipuð-
um tón og ungu dömumar í umræddu
verki.) Við heyrum líka karlaraddir
og síðai- torkennilegar bamaraddir -
eitthvað undirliggjandi sem minnir á
munkabaul í Tíbet, síðan byija reim-
leikai- með skrítnum bamaröddum í
kaós sköpunar og ymjandanum í upp-
hafi verksins, sem hljómar undir og
yfir. Allt fellur þetta saman, líka dá-
samlega skrautlegh’ og flottir tónar
„sönggyðjunnar“ (frú Jóhanna Linn-
et), í einkennilega en magnaða heild.
Laglínubrot, óræðir tónar og náttúru-
hljóð ýmiskonar era að öðra leyti efn-
iviður tónverksins; einnig birtíst þjóð-
lagastefið Ár var alda í lítið eitt
truflaðri og dularfullri framsögn -
eins og einhvers staðar úr ljósvakan-
um. En orð og lýsingar era reyndar
til lítils tfl skilnings á þessu magnaða
og heillandi verki. Það verður að upp-
lifa hlustun á því. Völuspá er lengsta
verkið (hálftími) ásamt síðasta verk-
inu, Skammdegi II. Á diskinum Þrír
heimar í einum heitir síðasta verkið
Skammdegi, og ef ég man rétt skrif-
aði ég um það af mikilli hrifningu.
Skammdegi II er svipað að lengd og
hljóðfæraskipan (tölvuhljómborð,
djassgítar og slagverk), en höfðar síð-
ur til mín af einhverjum ástæðum,
e.t.v. of líkt, of lítíl þróun...? Kannski
var fyrra verkið „skáldlegra"? - Og
þó? Maður heyrir fleira í seinna verk-
inu við ítrekaða hlustun. Ég var far-
inn að upplifa skammdegi í Reykjavík
þegar koma fyrir brot af nútímamús-
ik, djassi, popptónlist og rokki - allt í
eins konar „poltergeist-útgáfu“. Fór
mér þá að þykja þetta nokkuð
skemmtilegir reimleikar. Verldð
Dans er vissulega stutt og margþætt
„dansverk", en kannski vantar dans-
arann sjálfan til að kóróna það.
Þetta er orðið nokkuð langt mál um
að ýmsu leyti merkilegan disk. Og
auðvitað eru þetta snillingar, upp til
hópa, sem standa að honum. Völuspá,
ein sér, gerir það þess virði að verða
sér útí um diskinn (stela honum, ef
maður er mjög blankur).
SAFNVERÐIR í Boston Museuni
of Fine Art listasafninu koma hér
tveimur fflabeinsskreyttum gítur-
um fyrir í sýningarskáp.
Gripirnir eru ásamt um 129
Djasstón-
leikar á
Kaffi
Reykjavík
SIGURÐUR Flosason og félagar á
Múlanum leika á Kaffi Reykjavík
annað kvöld, sunnudagskvöld, kl.
21.
Efnisskrá tónleikanna saman-
stendur af lögum sem Joe Hender-
son hafði á efnisskrá sinni, ýmist
eftir hann sjálfan eða aðra.
I fréttatilkynningu segir: „Sig-
urður Flosason er einn þekktasti
djassleikari landsins en hann er til-
nefndur til Norrænu tónlistarverð-
launanna í ár. Ásamt honum leika
Gunnar Hrafnsson sem er með
reyndari bassaleikurum þjóðarinn-
ar, Davíð Þór Jónsson píanóleikari
en hann vakti mikla athygli með
tríóinu Flís á djasshátíðinni og Eric
Quick trommuleikari en hann er
gestakennari við tónlistarskóla FÍH
í vetur.“
Miðaverð er 1.200 kr. 600 kr. fyrir
nema og eldri borgara.
öðrum gíturum, m.a. gítar er áð-
ur var í eigu Jimmy Hendrix,
hluti sýningarinnar Hættulegar
línur sem þessa dagana stendur
yflr í safninu.
Klippimyndir
í Galleríi
Hringlist
SOFFÍA Þorkelsdóttir opnar sýn-
ingu á klippimyndum í Galleríi
Hringlist í Keflavík 1 dag kl. 14.
Soffía lærði m.a. hjá Eiríki Smith í
Baðstofunni.
Sýningin verður opin daglega kl.
13-18 og laugardaga kl. 10-16. Sýn-
ingunni lýkur 25. nóvember.
-----------------
Síðustu sýning-
ar á Glanna
glæp
Á SUNNUDAG kl. 14 og 17 verða
síðustu sýningar á barnaleikritinu
„Glanni glæpur í Latabæ" í Þjóðleik-
húsinu.
Höfundur verksins er Magnús
Scheving.
Hann gerði einnig leikgerðina
ásamt Sigurði Siguijónssyni sem
auk þess leikstýrir verkinu.
Oddur Björnsson
Dekor Siónvarpsskápar
S^Dekor
Bæjarlind 4
200 Kópavogur
Sími 544 4420
Ýmsar stærðir og gerðir
Verð: 55.000
Hæð: 180
Breidd: 103
Dýpt: 70
Opið:
Laugardag 10-16
Sunnudag 13-16
Verð: 69.000
Hæð: 220
Breidd: 110
Dýpt: 70
WWW.EGODEKOR.IS