Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 39
NEYTENDUR
Víða uppbókað flestar helgar fram til jóla
Verð á jólahlaðborðum
hefur hækkað frá í fyrra
Morgunblaðið/Kristinn
Mikill áhugi er meðal landsmanna á jólahlaðborðum.
FLEST veitingahús byrja að bjóða
jólahlaðborð þegar síga fer á nóv-
embermánuð og víðast hvar standa
þau fram til jóla. Þó eru dæmi þess
að veitingahús bjóði upp á jólahlað-
borð milli jóla og nýárs.
I samtali við forsvarsmenn ýmissa
veitingahúsa kom á daginn að verð-
hækkun hefur orðið frá síðasta ári
og virðist hún nema frá rúmlega 5%
til 23%. Það veitingahús sem hækk-
aði verðið mest var með þeim ódýr-
ustu í fyrra og er þrátt fyrir hækk-
unina ekki með hæsta verðið í ár.
Hjá mörgum veitingahúsum er
ódýrara að borða á mánudags-,
þriðjudags- ogmiðvikudagskvöldum
en á öðrum kvöldum vikunnar en þó
er ávallt ódýrast að fara í hádeginu.
Veitingastjóri Hótel Borgar, Magn-
ús Rafnsson, sagði fyrirtækið hafa
ákveðið að lækka hádegishlaðborðið
hjá sér úr 2.500 krónum í 2.200 krón-
ur til að reyna að fá fleiri til að koma
í hádeginu en þess skal þó getið að
ekki bjóða öll veitingahús upp á jóla-
hlaðborð í hádeginu.
Líkt og undanfarin ár er áhugi
landsmanna á jólahlaðborðum veit-
ingahúsa mikill. Öllum forsvars-
mönnum bar saman um að það borg-
aði sig að bóka snemma, sérstaklega
fyrir helgar, en á flestöllum veiting-
astöðunum voru allar helgar upp-
bókaðar fram til jóla.
Borðapantanir
með árs fyrirvara
„Allir föstudagar og laugardagar
eru uppbókaðir fram að jólum, “ seg-
ir Freyja Kjartansdóttir, sölustjóri
Perlunnar. „Jólahlaðborðstíminn
hefst 16. nóvember og er tii og með
23. desember. Þá munum við einnig
bjóða upp á hlaðborð milli jóla og
nýárs og þess má geta að enn er
laust þá sem og virka daga og
Dæmi eru um að þegar
gestir borga fyrir
jólahlaðborð panti þeir
borð að ári. Hrönn
Indriðadóttir komst að
því að víða er uppselt
á jólahlaðborð allar
helgar í desember.
nokkra sunnudaga." Að sögn Freyju
verður hlaðborðið eingöngu á kvöld-
in nema á Þorláksmessu en þá verð-
ur boðið upp á skötu og jólahlaðborð
í hádeginu.
„Það hefur orðið verðhækkun frá í
fyrra. Jólahlaðborð frá mánudögum
til miðvikudaga kostar nú 3.690
krónur en kostaði í fyrra 3.300 krón-
ur og verðhækkunin nemur því tæp-
lega 12%. Frá fimmtudögum til
sunnudaga kostar það 4.150 krónur
en var 3.750 krónur í fyrra og er það
tæplega 11% hækkun," segir Freyja
og bætir við að mikilvægt sé að
panta tímanlega enda dæmi um að
fólk panti með árs fyrirvara þannig
að þegar það greiðir fyrir jólahlað-
borðið panti það um leið borð fyrh-
næsta ár.
Gæs og hörpuskel
meðal nýjunga
Hinn 1. desember hefst jólahlað-
borðstíminn hjá Hótel KEA. Að-
spurð segir Gréta Björnsdóttir, að-
stoðarveitingastjóri Hótel KEA, að
mikið sé búið að panta enda vinsælt
meðal Akureyringa að fara á jóla-
hlaðborð. Enginn dagur er þó upp-
bókaður enn.
„Fyrsta helgin í desember er vin-
sælust en þess má geta að við bjóð-
um eingöngu upp á jólahlaðborð á
föstudögum og laugardögum.“
Að sögn Grétu kostaði jólahlað-
borðið 3.400 krónur í fyrra en 3.790
krónur í ár og hefur það því hækkað
sem nemur rúmlega 11%.
„Ýmissa nýjunga er að vænta hjá
okkur í ár og meðal þess sem við
munum bjóða upp á er hvítlauks-
marineruð hörpuskel og gæs.“
Möndluleikur ásamt vinningi
Nýlega tók matreiðslumeistarinn
Sigurður L. Hall við rekstri veit-
ingahússins á Hótel Óðinsvéum.
„Það er mikið búið að panta og nú
er svo komið að allar helgar eru upp-
bókaðar fram til jóla en svo eru alltaf
einhverjar afpantanir svo ekki er öll
von úti enn,“ segir Sigurður. „Við
verðum með opið í hádeginu í des-
ember á virkum dögum og ætlum
okkur að vera með glæsilegasta jóla-
hlaðborð á Islandi. Við munum
breyta jólahlaðborðsforminu nokk-
uð þannig að nú gefst gestum einnig
kostur á að fá afgi'eitt beint á borðið.
Þá ætlum við að vera með möndlu-
leik og sá sem fær möndluna fær
vinning frá okkur. Jólahlaðborð er
jákvæður siður sem tíðkast víða á
Norðurlöndunum, þetta léttir des-
embermánuð og á fyrst og fremst að
vera gaman.“
Að sögn Sigurðar kostar jólahlað-
borðið á Óðinsvéum 4.500 krónur en
ef pantað er á virkum dögum geta
hópar og starfsmannafélög leitað til-
boða. „Eg ákvað að vera frekar með
aðeins hærra verð og vera með
fyrsta flokks hráefni og gæði, ég
spara ekkert til. Stefnan er að vera
með villibráð og fyrsta flokks ís-
lenskt hráefni."
Frítt lyrir börn
tíu ára og yngri
Veitingaskipið Thor er nýr veit-
ingastaður við Norðurbakkann í
Hafnaríirði en það opnaði í febrúar
síðastliðnum. „Jólahlaðborðstíma-
bilið hefst 24. nóvember og stendur
til jóla,“ segir Maríus Helgason,
framkvæmdastjóri Veitingaskipsins
Thors. „Við verðum með hlaðborð
um helgar en ef stórir hópa óska er
einnig hægt að vera með það á virk-
um dögum. Við verðum með hefð-
bundið jólahlaðborð með alls 22 rétt-
um fyrir utan meðlæti. Verðið er
3.700 krónur og frítt er fyrir böm,
tíu ára og yngri.“
Filmum skilað þegar
bensín er sett á bflinn
Tollstjórinn annast nú tollafgreiðslu póstsendinga
Dýrara að láta senda sér
pakka í vinnuna en heim
Morgunblaðið/Þorkell
Um leið og fólk lætur senda sér vörur í fyrirtæki fellur sendingin ekki
lengur undir smásendingar til einstaklinga og þá þarf að fylla út inn-
flutningsskýrslur.
OLÍUVERZLUN íslands hf. og
Heimsmyndir ehf. bjóða upp á nýja
tegund af framköllunarþjónustu.
Þjónustan felst í því að hægt er að
leggja inn filmur til framköllunar hjá
öllum Olís Uppgrips-bensínstöðvum
á Stór-Reykjavíkursvæðinu, mynd-
irnar eru framkallaðar hjá Heims-
myndum og viðskiptavinurinn fær
myndirnar síðan sendar heim í pósti
u.þ.b. tveimur dögum síðar. Við-
skiptavinurinn fyllir út upplýsingar
um sjálfan sig á framköllunarpoka,
sem hann fær hjá viðkomandi Olís-
bensínstöð, gefrn- þar upp kredit-
kortanúmer sitt, en einungis er hægt
að greiða með greiðslukorti eða gegn
póstkröfu. Heimsmyndir sjá um að
sækja filmumar daglega á bensín-
stöðvarnar, framkalla þær og senda
myndirnar heim til viðskiptavinar-
ins. Þá er hægt að fá myndimar á
geisladisk, velja um noklo-ar mynd-
astærðir og óska eftir aukasetti. Yfir-
litsmynd fylgir öllum framköllunum.
Bjarni Ragnarsson, framkvæmda-
stjóri Heimsmynda, segir að fyllsta
öryggis sé gætt varðandi allar upp-
lýsingar um viðskiptavininn og
greiðslukort hans, enda sjái engir
hvað stendur á framköllunarpokun-
um nema starfsmenn Heimsmynda.
„ Nú er hægt að skila af sér Ijós-
myndafilmum um leið og bensín er
sett á bílinn og fólk þarf ekki að koma
aftur á sama staðinn til að sækja
NÝLEGA vora tvö ný Nesti opnuð á
þjónustustöðvum ESSO við Geirs-
götu í Reykjavík og Lækjargötu í
Hafnarfirði. Nestin era þá orðin
fimm talsins - en fyrir vora þau við
Artúnshöfða, Gagnveg og Stóra-
hjalla Kópavogi.
Meðal helstu nýjunga á öllum
stöðunum er bakarí - þar sem allt er
bakað á staðnum, til dæmis klein-
uhringir, vínarbrauð og rúnstykki -
Morgunblaðið/Þorkell
myndirnar, því þær berast inn um
bréfalúguna tveimur dögum síðar,“
segir Bjami.
Jóhannes Davíðsson, forstöðu-
maður smásöludeildar hjá Olís, segir
að framköllunarþjónusta með þessu
sniði sé þægileg fyrir nútímafólk og
eigi heima á þjónustustöðvum Olís.
Hann segir að þjónustustöðvar Olís á
Stór-Reykjavíkursvæðinu séu ellefu
talsins þannig að þjónustan sé að-
gengileg.
og pylsubar með pylsuréttum, svo
sem beikonvafinni ostapylsu,
franskri pylsu og sterkri grillpylsu.
í tilefni af opnun nýju staðanna
verður boðið upp á ýmsa pylsurétti á
tilboðsverði ásamt „tveir fyrir einn“ í
bakaríinu á kleinuhringjum, sérbök-
uðum vínarbrauðum og ósmurðum
rúnstykkjum. Tilboðin gilda í öllum
fimm Nestunum til og með miðviku-
dagsins 8. nóvember.
EINSTAKLINGAR sem panta
smávörur á við bækur eða geisla-
diska frá útlöndum ættu ekki að
láta senda sér vöruna í vinnuna
þannig að hægt sé að líta á hana
sem sendingu á vegum fyrirtækis
heldur beint heim til sín. Með því
spara þeir bæði tíma og peninga.
Nýlega keypti neytandi bækur
hjá fyrirtækinu Amazon á Netinu
og lét senda sér þær í vinnuna.
Hann fékk tilkynningu um að
bækumar væm komnar tii lands-
ins og væm hjá íslandspósti á
Stórhöfða. Bókakaupandinn lagði
leið sína þangað en þar var hon-
um sagt að fylla þyrfti út innflutn-
ingsskýrslu og fara með hana á
skrifstofu tollstjóra í Tryggva-
götu ásamt því að hafa meðferðis
fylgireikning sem kemur með
vörusendingu.
Að því búnu þurfti hann að fara
á ný upp á Stórhöfða til að sækja
bækurnar.
Viðskiptavininum var tjáð að til
að komast hjá þessum út-
réttingum fram og til baka byði
íslandspóstur upp á þá þjónustu
að sjá um tollskýrslugerðina og
senda pakkann til hans fyrir 1.500
krónur. Mistök bókakaupandans
vom að láta senda sér bækurnar í
vinnuna. Við það fær sendingin
ekki einfalda tollmeðferð heldur
þarf að gera aðflutningsskýrslu.
„Smásendingar sem þessar til
einstaklinga eða sem nema allt að
25.000 króna verðmætum era af-
greiddar á sama hátt og verið
hefur hjá íslandspósti," segir
Héðinn Gunnarsson, deildarsijóri
flutningaþjónustu milli landa hjá
Islandspósti. Hann segir að ekk-
ert gjald sé tekið fyrir þá þjón-
ustu að tollafgreiða vömna og
hún er keyrð heim til viðkomandi.
Tollar em greiddir á afhending-
arstað með greiðslukorti eða pen-
ingum. 250 króna afgreiðslugjald
er lagt á allar tollskyldar póst-
sendingar eins og verið hefur um
árin.° Ef fólk er ekki heima þá er
gerð önnur tilraun. Ef ekki tekst
að koma sendingu til viðkomandi
þá er skilin eftir tilkynning um
hvar hægt er að ná í pakkann sem
oftast er þá á næsta pósthús.
„Það flækir málin að láta senda
sér vömrnar í fyrirtæki. Um leið
og sá sem pantar lætur senda sér
vömrnar í fyrirtæki fellur send-
ingin ekki lengur undir smásend-
ingar til einstaklinga heldur fyr-
irtækis og þá þarf viðkomandi að
fylla út innflutningsskýrslur eða
láta gera það fyrir sig.“ Karl F.
Garðarsson vararíkistollstjóri
segir að samkvæmt breyttri
reglugerð um póstsendingar frá
því í byijun október sl. annist
Tollstjórinn í Reykjavík tolla-
fgreiðslu póstsendinga í stað fsl-
andspósts.
Hann segir að í kjölfar þess sé
íslandspóstur nú cinkavæddur
sem flutningsmiðlari og vörslu-
hafl ótollafgreiddra póstsendinga
eins og aðrir farmflytjendur.
„Pósturinn sér ekki Iengur um
tollafgreiðslu póstsendinga fyrir
hönd tollyfirvalda heldur vinnur
eins og hver annar flutningsmiðl-
ari.“ Héðinn segir að í kjölfar
þessara reglugerðarbreytinga
bjóði Pósturinn nú skilvirkari
þjónustu á tollafgreiðslu og hægt
sé að velja um tvo kosti falli send-
ingar ekki undir smásendingar.
Hægt er að skila tollskýrslu til
Tollstjórans í Reylyavík. Um leið
og tollafgreiðsla fer fram er
Islandspósti hf. sent SMT-skeyti
úr tölvukerfl tollsins um að send-
ing sé laus til afgreiðslu og Póst-
urinn sendir pakkann á áfanga-
stað. Þá getur fólk fyllt út umboð
til tollskýrslugerðar og sent til
Islandspósts. Pósturinn sér þá um
að gera skýrsluna fyrir fólk fyrir
1.500 krónur, sendir til tollstjóra
og pakkinn er sendur til viðkom-
andi.
N estis-verslanir
orðnar fímm talsins