Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 41
VIKII
LM
Dulinn drsLumur
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
Mynd/Kristján Kristjánsson
Draumurinn hclgi eða var það hel?
ENDALAUST má grúska í
gömlum skræðum draumaheims-
ins og finna nýjan sannleik, nýja
vitneskju um sjálfan sig, heiminn
og þau öfl sem halda honum á
sporbaug. Draumaheimurinn
snýst sem eitt af hjólunum í
þessum eilífa hring og innan þess
hringheims er veröld búin til úr
táknum og merkingum sem virð-
ast óræð vegna duldar umbúð-
anna en verða ótrúlega skýr og
skilmerkileg þegar slæðunum er
svift af leyndinni sem hvílir á
myndbrotumum. Kúnstin við
slíkar hamflettingar er fyrst og
fremst opinn og virkur hugur.
Það sem kemur í ljós þegar
draumur er skoðaður er að tákn-
ið getur sýnst klárt, meining
þess augljós og draumurinn þar
með álitinn útlistaður og ráðinn.
En taki maður táknið og velti því
á ýmsa kanta eða snúi því jafnvel
á hvolf eins og myndinni sem
fylgir þessum pistli, kemur eitt-
hvað allt annað í ljós. Sakleysið
uppmálað verður skratti málaður
á vegg og draumurinn tekur allt
aðra stefnu en í upphafi túlkun-
ar, allt önnur Ella er mætt á
staðinn og vandi er að spá. Túlk-
un á draumi er því ekki bara
samsvörun við hlutbundna þætti
og kennileiti sem kunnug eru
vökunni heldur einnig leit í innri
vistarverum mannsins þar sem
sjálfið speglar sig í myndhverf-
ingum raunverulegs óraunveru-
leika, einskonar „súrrealískum"
raunveruleika þar sem allt er
gert til að blekkja skynjunina en
segja samt satt. „í húsi mínu eru
margar vistarverur" segir Guð í
Biblíunni og vísar væntanlega til
síns innra lifs, sama má segja um
drauminn en að auki mætti heim-
færa tilvitnunina á „StarTrek"
sjónvarpsþættina og segja: „í
heimi draumsins vistast margar
sýndarverur."
Draumur „Góu“
Þennan draum dreymdi mig
nú síðsumars.
Eg gekk upp kirkjutröppumar
(í bænum mínum). Eg var í mjög
fallegum kjól. Hann var síður,
hvítur og skreyttur blúndum,
perlum og fleira skrauti (líktist
helst brúðarkjól). Á meðan ég
gekk upp tröppumar í þessum
fína kjól kom hellirigning. Ég
varð rennandi blaut en það angr-
aði mig ekkert. Fljótlega eftir að
ég kom inn í kirkjuna þomaði
kjóllinn. Allt fólkið sem statt var í
kirkjunni var mjög fínt, rétt eins
°g égv þar á meðal besta vinkona
mín. Ég settist niður hjá þessu
vel klædda fólki og fannst ég vera
að bíða eftir einhverju. Rétt í því
kom djákni og bað mig að koma
aðeins inn með sér. Ég gerði það
en langaði samt ekkert til þess.
Ég fór með djáknanum upp á
kórloftið í kirkjunni. Hann sagði
við mig að hann gæti gefið mér
vín til þess að ég yrði glaðari. Ég
þáði það ekki. Við komum að
löngum gangi með mörgum dyr-
um. Það var allt mjög dimmt,
ekkert Ijós logaði. Djákninn sýndi
mér inn í þrjú herbergi og nefndi
einhverjar þrjár mismunandi
víntegundir. Ékkert sá ég í þess-
um herbergjum nema svarthol.
Mér fannst þetta frekar ónotaleg
tilfinning og h]jóp niður hið snar-
asta. Þegar niður var komið sá ég
að verið var að sýna leikrit. Ég
horfði á góða stund. Margir léku í
þessu leikriti og var presturinn
okkar leikstjórinn. Allir leikararn-
ir héldust í hendur og sungu og
dönsuðu. Skynjaði ég brátt að
leikritið snerist um að deyða
dauðann svo lífið gæti lifað. Mað-
urinn sem var í hlutverki dauðans
hneig allt í einu niður og dó
skömmu síðar. Dauðinn var síðan
læstur inni. Þá lifnaði sá sem var
í hlutverki lífsins við. „Lífið“ tók í
hönd mína og ég ásamt öllum
leikurunum dönsuðum og sungum
og fögnuðum. Mér leið vel og ég
var ánægð.
Ráðning
Þegar draumar eru skoðaðir er
oft betra að vita einhver deili á
dreymandanum til að ná áttum í
innihaldi draumsins. Stundum
má draga saman ákveðinn sann-
leika draumsins af aldri dreym-
andans líkt og hér. Draumurinn
bendir til þess að dreymandinn
sé ungur að árum og eigi eftir að
mynda sér skoðanir (kjóllinn,
rigningin og biðin) á ýmsum hlut-
um, taka félagslega (kirkjan) af-
stöðu og lýsa upp vistarverur
(herbergin) í eigin sál og „mubl-
era“. Draumur þinn snýst um
þessa þætti en einnig tilfmninga-
legt athvarf sem þú virðist eiga í
basli með að stíla. Leikritið gefur
í skyn að þér finnist þú eins og
„fljóta með“ í lífinu og takir ekki
þátt (neitaðir víninu). Það sem þú
ert svo að grufla og kemur fram
í lok draumsins er að þú sért á
höttunum eftir einu stykki upp-
reisn og ætlir þér að yfirgefa
svæðið og breyta um stfl.
• Þeir lcsendur sem vifja fá drauma sína
birta og ráðna sendi þá mcð fullu nafni,
fæðingardegi og ári ásamt heimilisfangi
og dulnefni til birtingar til:
Draumstafir
Kringlunni 1
103 Rcykjavík
eða á heimasfðu Draumalandsins
h ttp://www. dream land.is.
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 41
(j Lti G G ■lAlk'A.'P
oq Z~BRAtJTlR
Snriðaðar eftlr ffiátí
I, W ©g Hl
O
o
o
OB
Oð
tn
AUt l^T*rgh1^íann
/V i r I. i r):
Heilsulatexdýnur og
rafmagnsrúmbotnar
Þegar kemur að því að velja rúm -'40Í
eða dýnu eru gæðin, úrvalið og /Æí
reynslan okkar megin. /ÍM
Iðjuþjálfi veitir ráðgjöf
milli kl. 11 og 15 í dag.
ÁTAK GEGN
BRJÓSTAKRABBAMEINI
í OKTÓBER 2000
Þökkum öllum þeim sem
studdu þetta
ESTEE LAUDER
CLINIQUE
arami s
átak
ORIGINS
Hmbl l.is -A LLTAf= e!TTH\TAO A/YT7—
Apstekið
íipurð og /ægrc verd
2568.-'
Aðeins kr. 184 - pr.dag
ApótekiðSmáratofgi-S.564 5600 ApótekBNýkaup Mosfellsbæ*-S. 5667123- ApótekiðSmiðjuvegi-S. 5775600 ApótekiðIðufelli -S. 577 260(t
Apótekið Firði Hafnarf.-S. 565 5550 ApótekiðHagkaupSkeifunni-S. 563 5115 Apótekið Suðurströnd - S. 56?4600 Apótekið Spönginni - S. 577 3S00
Apótekið Nýkaup Kringlunni - S. 568 1600 Apótekið Hagkaup Akureyri -S.461 3920