Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 42
42 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Konur
Leysir plásturinn pilluna
af hólmi?
Börn
Sagt frá eymabólgu og of-
lækningum
Læknisfræði
Sogæðabólga: orsakir og
afleiðingar
Igræðslur
Ókunnir gefa líffæri í
Bandaríkjunum
Reuters
Óvenjuleg rannsókn á ofnæmi
Svartir kettir sýnu
verri en þeir ljósu
New York. Reuters.
LÖNGUM hefur verið litið svo á að
það boði ekki gott að ganga fram á
svartan kött. Nú hafa vísindalegar
rannsóknir leitt að því líkur að þessi
foma hjátrú eigi við nokkur rök að
styðjast - fyrir ofnæmissjúklinga.
Þessi reyndist alltjent niðurstaða
rannsóknar sem dr. Shahzad Hussa-
in stóð að ásamt aðstoðarfólki sínu.
Hann starfar við Long Island Coll-
ege Hospital í New York í Banda-
ríkjunum.
Alls tók 321 ofnæmissjúklingur
þátt í rannsókninni og varð niður-
staðan sú að dökkir kettir valda fleiri
hnerrum, meira blístri og meiri al-
mennri vanlíðan en þeir kettir sem
em ljósir á feldinn. Löngum hefur
verið vitað að kettir geta kallað fram
sterk ofnæmisviðbrögð en þetta mun
vera fyrsta rannsóknin þar sem fram
kemur að samskipti við svarta ketti
séu erfiðari en við þá Ijósu í þessu
viðfangi.
Dr. Hussain segir að orsök þessa
munar liggi ekki fyrir. Hann veltir
því fyrir sér að vera kunni að dökkir
kettir hafi meira af tilteknum of-
næmisvaka er nefnist „fel dl“ í feldi
eða munnvatni. „En síðan er einnig
hugsanlegt að þarna sé á ferðinni allt
annar mótefnavaki, sem við þekkjum
ekki,“ bætir hann við.
Dr. Hussain og aðstoðarmenn
hans hyggjast nú mæla magn of-
næmisvaka í dökkum og Ijósum kött-
um. Niðurstöður þær sem þegar
liggja fyrir verða birtar í tímaritinu
Annals of Allergy, Asthma and
Immunology.
Könnunin leiddi í ljós að ofnæmis-
sjúklingar sem áttu dökka ketti voru
fjórum sinnum líklegri en eigendur
þeirra ljósu og þeir sem enga ketti
áttu til að þjást af miðlungs- eða
mjög hastarlegum ofnæmiseinkenn-
um. Niðurstaðan varð þó enn skýrari
þegar könnuð voru áhrif þess að
hleypa kettinum inn í svefnherberg-
ið. Þeir sem áttu dökka ketti voru 20
sinnum liklegri en aðrir til að sýna
fyrrnefnd einkenni.
TENGLAR
Annals ofAllergy, Asthma and Immunology:
http://allergy.edoc.com/
Virkni Relenza könnuð
Komið í veg
fyrir flensusmit
New York. Reuters.
LYF sem er nýlega komið á mark-
að virðist geta dregið úr eða komið
í veg íyrir flensusmit innan fjöl-
skyldna. Hér ræðir um flensulyfið
Relenza, sem inniheldur virka efnið
zanamivír og er lyfseðilsskylt hér á
landi (sjá grein hér að neðan).
Greint er frá þessu í nýjasta hefti
tímaritsins The New England
Joumal of Medicine sem kom út á
fimmtudag. Rannsókninni stýrði dr.
Frederick G. Hayden sem starfar
við Virginíuháskóla í Chariottesville
í Bandaríkjunum.
Rannsókn á því hvort Relenza
gæti komið í veg fyrir flensusmit
innan fjölskyldna fór þannig fram
að á flensutímabilinu 1998-1999 var
fylgst með 800 fjölskyldum þar sem
minnst eitt barn var á skólaaldri.
Hvert það bam sem fékk 'flensu
fékk ýmist Relenza eða lyfleysu
þegar það veiktist. Aðrir fjölskyldu-
meðlimir byrjuðu um leið að nota
lyfið. í þeim tilfellum þar sem not-
uð var lyfleysa tóku aðrir
fjölskyldumeðlimir flensuna í 19%
tilvika. Af þeim sem notuðu Rel-
enza fengu aðeins 4% fjölskyldu-
meðlima flensuna.
„Unnt er að koma í veg fyrir
flensusmit innan fjölskyldunnar,“
sagði dr. Hayden er hann gerði
grein fyrir niðurstöðunum.
Rannsóknin leiddi einnig í Ijós að
fullyrðingar um virkni lyfsins eru á
rökum reistar. Þeir sem tóku lyf-
leysuna voru að jafnaði veikir í sjö
og hálfan dag á meðan þeir sem
notuðu Relenza komust aftur á ról
eftir fimm daga. Hayden gat þess
einnig að veiran yrði ekki ónæm
fyrir lyfinu væri því beitt í for-
vamarskyni. Þetta greindi Relenza
frá öðrum og eldri flensulyfjum þar
eð notkun þeirra í forvarnarskyni
kallaði fram stökkbreytingar í veir-
unni sem gerði að verkum að lyfin
FPS
Relenza er tekið inn í úðaformi.
hættu að duga gegn henni.
Hayden og aðrir sem tjáðu sig
um rannsókn þessa tóku fram að
niðurstöðurnar þýddu ekki að bólu-
setningar við flensu væru óþarfar.
Þær yrðu áfram helsta vömin gegn
flensunni þótt notkun Relenza gæti
sýnilega dregið úr útbreiðslu henn-
ar.
TENGLAR
The New England Joumal of Medicine:
www.nejm.org
Ur Islensku lyfjabókinni
Innihaldsefni: Zanamivír.
Lyfjaform: Innúðalyf í disk-
haler-tæki, 5mg í hverjum
skammti.
Notkun: Zanamivír hefur
hemjandi áhrif á enzím sem
nauðsynlegt er fyrir vöxt og við-
gang inflúensuveirunnar.
Lyfið er notað gegn inflúensu,
bæði af A- og B-stofni.
Skammtar: Meðferð við in-
flúensu: Ráðlagður skammtur er
Relenza
2 úðaskammtar tvisvar á dag í 5
daga.
Varnandi meðferð við in-
flúensu: 2 úðaskammtar einu
sinni á dag.
Aukaverkanir: Ekki eru enn
neinar skráðar aukaverkanir af
lyfinu. Bent skal á að hér er um
nýtt lyf að ræða og aukaverkanir
gætu komið í ljós síðar.
Meðganga og brjóstagjöf:
Takmarkaðir rannsóknir hafa
verið gerðar, því skal ekki nota
lyfið nema í samráði við lækni.
Afgreiðsla: Innúðalyf í diskha-
ler, 5 mg í hverjum skammti.
• Á Netinu:
www.netdoktor.is
Hvað er sogæðabólga?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning: Ég furða mig á því hve
lítið er hægt að hjálpa sjúklingum
með sogæðabólgu. Það er líkt og
læknar/vísindamenn séu vita
áhugalausir þegar kemur að þess-
um sjúkdómi. Margar (allt of marg-
ar) konur fá sogæðabólgu í hand-
legg eftir brottnám brjósts og eitla
í handarkrika og eru þar með
komnar út á einstigi þar sem engin
leið virðist til baka. Það er stundum
hægt með ýmsum ráðum að halda
bólgunni/bjúgnum niðri, og sumar
fá einmitt stundum einkenni en góð
hlé á milli. Þær sem hafa króníska
sogæðabólgu geta sig eiginlega
hvergi hrært. Minnsta álagýáreiti á
handlegginn(ina) veldur auknum
bjúgdiólgu með tilheyrandi verkj-
um og restin af skrokknum drabb-
ast niður af einskæru hreyfingar-
leysi. Það er skelfilegt að geta sig
hvergi hrært. Kannt þú einhver
ráð? Það er sama hvar leitað hefur
verið á Netinu; enginn virðist geta
gefið upp neitt sérstakt æfinga-
prógramm og mótsagnimar eru
óteljandi.
Það helsta má samt súmmera í:
ekki teygja á, ekki lyfta/halda á
neinu yfir 2 kg, ekki fara í heita
potta/sólbað eða sitja fyrir framan
arineld, ekki sveifla útlimnum, ekki
láta hann hanga, ekki verða fyrir
hpjaski/fá sár/láta sprauta sig/
mæla blóðþrýsting, og helst ekki
fara í flugvél. Er eitthvað eftir til að
lifafyrir?
Svar: Umhverfis allar frumur í
líkamanum er vökvi sem er kallað-
ur millifiumuvökvi og er hann ná-
lægt því að vera 15% af líkams-
þyngdinni. Þessi vökvi endumýjast
stöðugt vegna leka út úr háræðun-
um og hann tæmist út í sogæða-
kerfið eða öðm nafni vessa-
æðakerfið. Sogæðamar liggja í
gegnum eitla, sem gegna m.a. því
hlutverki að hreinsa sogæðavökv-
ann af sýklum, og opnast að lokum
[m Millifrumu-
ll I/ ill vökvi
inn í bláæðakerfið í brjóstholinu. Ef
sogæðamar skemmast eða eitlam-
ir em fjarlægðir, traflast frárennsli
millifmmuvökvans og þá myndast
það sem er kallað sogæðabólga,
sogæðabjúgur eða vessabjúgur.
Sogæðabólga getur átt sér
margar orsakir, meðfæddar og
áunnar. Meðfædd sogæðabólga er
til staðar hjá einum af hverjum 10
þúsund einstaklingum, hún getur
byijað skömmu eftir fæðingu eða
ekki fyrr en eftir 35 ára aldur.
Áunnin sogæðabólga er vegna
skemmda eða stíflu í áður eðlileg-
um sogæðum.
Síendurteknar sogæðasýkingar
(vegna baktería) leiða oft til lang-
varandi sogæðabólgu en al-
gengasta orsökin á heimsvísu er
þráðormasýking (filariasis). I hita-
beltinu berast þráðormar með
moskitóflugum og geta náð ból-
festu í mönnum. Þráðormamir
geta stíflað sogæðar, valdið lang-
varandi sogæðabólgu og stöku
sinnum því sem kallað er fflsfótur
(elephantiasis).
Aðrar orsakir sogæðabólgu em
skurðaðgerðir og geislameðferð við
brjóstakrabbameini sem geta vald-
ið sogæðabólgu f handlegg og af
sjaldgæfari orsökum má nefna
berkla, snertiofnæmi og iktsýki.
Sogæðabólga er oftast sársauka-
laus en útlimurinn er þrútinn og
þungur og ef ástandið stendur
mjög lengi versnar útlit útlimsins
smám saman. Þegar ástandið
stendur lengi eykst hætta á verkj-
um og öðmm óþægindum.
Það er rétt hjá bréfritara að
meðferðarúrræði era ekki upp á
marga fiska. Þetta stafar þó ekki af
áhugaleysi einu saman því að á
hverju ári birtast niðurstöður fjöl-
margra rannsókna á meðferð við
þessum sjúkdómi. Vandamálið er
bara það að alls kyns úrræði em
prófuð en árangurinn er oftast lé-
legur. Flestir em þó sammála um
að engin lyf dugi en hvetja eigi
sjúklingana að hreyfa sig og stunda
hæfilegalíkamsrækt; sprautugjafir
og blóðþrýstingsmælingar er hægt
að framkvæma á hinum handleggn-
um. Það hjálpar oft að nota teygju-
umbúðir sem veita hæfilegan
þrýsting og koma þannig í veg fyrir
að bjúgur safnist á útliminn og get-
ur þetta m.a. skipt miklu máli ef
farið er í flugvél. Gerðar hafa verið
tilraunir með tvær tegundir skurð-
aðgerða sem lofa nokkuð góðu.
Stundum er hægt að tengja
skemmdu sogæðarnar við bláæðar
og veita vökvanum þangað; þetta
em vandasamar aðgerðir sem
heppnast stundum vel og stundum
ekki. Einnig hefur verið reynt að
beita fitusogi á útliminn og fjar-