Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 44
44 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÞETTA er fólkið sem er í sjálfboða-
vinnu í súpueldhúsum fyrir heimilis-
lausa og ætlast ekki til að fá þakkir.
Fólkið sem gefur blóð, tíma og pen-
inga og vill ekkert í staðinn. Fólkið
sem hefur engan áhuga á að verða
efni í kvikmynd eða frétt í dagblöð-
unum. Núna er þetta fólk farið að
gefa af sér sjálfu - bókstaflega -
þeim sem þurfa meira á því að halda.
>vAð gera eitthvað alveg án skil-
yrða, það var það sem ég vildi,“ sagði
bandarískur kennari sem var einna
fyrstur manna þar í landi til gefa líf-
færi sjálfviljugur - annað nýrað -
einhverjum sem hann þekkir ekki
neitt. Hann vill ekki láta nafns síns
getið, segir hann, „vegna þess að
þetta á að vera nafnlaus gjöf. Þetta
er búið og gert, og ef satt skal segja
hef ég engan áhuga á að heyra í þeg-
anum.
Þar til alveg nýverið hafa
ígræðslumiðstöðvar haft þá grund-
vallarreglu að taka ekki við svona
fólki. Skurðaðgerð á heilbrigðu fólki
brýtur í bága við siðareglur lækna
um að valda ekki skaða. „Og svo
höfðu menn líka svolitlar áhyggjur af
því að þetta fólk væri kannski ekki al-
veg með öllum mjalla," sagði dr. Alan
Wilkinson, framkvæmdastjóri
nýrnaígræðslusviðs læknadeildar
Háskólans í Kaliforníu í Los Angeles.
„Svo að við vildum helst ekki taka við
því.“
En þetta viðhorf er ört að breyt-
ast. Háskólinn í Minnesota í Banda-
ríkjunum fór að taka við nafnlausum
nýrnagjöfum í fyrra, og hafa síðan
verið vegnir og metnir um 20 sjálf-
boðaliðar og nýru verið numin úr sjö
þeirra, þar á meðal fyrmefndum
kennara. Héraðssamtök í Wash-
ington (The Washington Regional
Transplantation Consortium), höfuð-
borg Bandaríkjanna, sjá um skipu-
lagningu á líffæraígræðslu í borginni
og hafa nú á sínum snærum talsverð-
an fjölda fólks sem er reiðubúið til líf-
færagjafar án þess að láta nafns síns
getið.
Biðlistar lengjast
Biðlistar fólks sem bíður eftir að fá
líffæri lengjast um mörg þúsund
manns á hverju ári, og framboð á líf-
færum úr látnum eykst ekki. I fyrra
var tii dæmis aðeins hægt að sinna
innan við þriðjungi þeirra 44 þús-
unda, sem þurftu á nýmaígræðslu að
halda, og 2.969 létust á meðan þeir
biðu.
En læknar verða sífellt leiknari í
þeirri list að sjá um og framkvæma
líffæraígræðslur. Nýrnaígræðsla er
algengust, og nú em oft tekin nýru
úr gjöfum sem era óskyldir þegan-
um, til dæmis maka eða vini. Ekki er
langt síðan það var sjaldgæft að
numið væri úr lifandi, óskyldum
gjafa, en nú er þetta gert í um 15%
IM
Að gefa hluta
af sjálfum sér
Það færist í vöxt í Bandaríkjunum að fólk gefí líffæri af allsendis
óeigingjörnum hvötum til fólks sem það þekkir ekki og mun
aldrei vita neitt um. Þetta er fullkomlega heilbrigt fólk, bæði
á sál og líkama, enda fengi það ekki að gefa svona af sér,
bókstafiega, ef það væri ekki með öllum mjalla.
þeirra tilfella þegar
gjafinn er lifandi.
Svo er orðið ljóst, að
fólk sem vill gefa nýra
án þess að láta nafns
síns getið er yfirleitt
með fullu viti. Og því er
líka full alvara.
„Ábyrgt, mikils meg-
andi og yfirleitt vel
menntað fólk,“ segir
Cheryl Jacobs, félags-
málafulltrúi í Minne-
sota, „sem hefur áður
veitt framlög, sem hef-
ur gefið blóð, sem vill
virkOega koma til
hjálpar."
Skýrar reglur hafa
verið mótaðar um það
hvemig ákveðið er hver
fær líffæri úr látnum
gjöfum. Svo er ekki í til-
vikum líffæragjafa
miskunnsamra sam-
verja. Þar era engar
hömlur.
TPN
„Þar til nýlega töldu margir hættu á því að líffæragjafar
sem krefjast nafnleyndar væru ekki með öllum mjalla," seg-
ir Alan Wilkinson, framkvæmdastjóri nýrnaígræðslusviðs
læknadeildar Háskólans í Kaliforníu í Los Angeles. Wilkin-
son býst nú við því að slíkum líffæragjöfum eigi eftir að
fjölga stórlega í Bandaríkjunum.
lifa í að minnsta kosti
fimm ár, og að vegna
framfara í lyfjameðferð
sem aðstoðar líkamann
við að þiggja nýjan vef
getur líffærið virkað vel
í yfir 20 ár.
Hann komst enn-
fremur að því, að um
það bil þrír af hverjum
tíu þúsund sem gefa
nýra deyja af völdum
aðgerðarinnar, og að
eitt til tíu prósent finna
fyrir aukaverkunum á
borð við bólgu við örið.
Þetta fannst honum
ásættanlegt. Og eitt
nýra myndi duga hon-
um. Eftir því sem lækn-
ar komast næst verða
nýrnagjafar ekki fyrir
neinum langtímaóþæg-
indum af völdum þess
að hafa orðið af einu líf-
færi.
„Við verðum að fara ákaflega var-
lega þegar þessi hópur gjafa á í hlut,
og ganga úr skugga um að þeir komi
einungis til okkar af óeigingjömum
hvötum,“ segir dr. John Curtis, fram-
kvæmdastjóri nýmaígræðslusviðs
Háskólans í Alabama í Bandaríkjun-
um.
Það var sjónvarpsþáttur sem fékk
fyrrnefndan kennara til þess að
hugsa um að gefa. líffæri. Hann hafði
verið hermaður í Víetnam-stríðinu,
og varið mörgum árum í predikara-
störf fyrir Baptistakirkjuna og reynt
að koma skikk á veröldina. En öll lof-
gjörðin og þakkargjörðin var farin að
hindra hann í að gera það sem hann
virkilega langaði til að gera, segir
hann, „bara breyta rétt, og hugleiða
það ekki frekar.“ Síðastliðið sumar,
þegar hann varð 62 ára, sá hann
sjónvarpsþátt um það hvernig nýma-
ígræðsla veitir fólki með nýrnasjúk-
dóm nýtt líf. Hvemig ígræðsla frels-
ar það frá sífelldum læknisheim-
sóknum þar sem blóðið er síað með
vél, og þetta tekur langan tíma. í
þættinum kom ennfremur fram, að
nýru frá lifandi gjöfum endist yfir-
leitt lengur en nýru úr látnum, og
hafi færri aukaverkanir.
„Það réð úrslitum fyrh' mig. Ég
hugsaði sem svo, hvers vegna ætti ég
að bíða þangað til ég er dauður? Ég
myndi frekar vilja gera þetta núna, á
meðan ég er heill heilsu ... á meðan
ég tóri.“
Hann kynnti sér málin fyrst. Hann
komst að því, að 80-90% nýrnaþega
Kennarinn hafði því samband við
allar helstu líffæraígræðslumiðstöðv-
ar í Norðaustur-Bandaríkjunum og
alls staðar var honum vísað frá. Líf-
færagjafir frá ókunnum gjöfum
þekktust reyndar og nokkrar að-
gerðir höfðu verið gerðar í slíkum til-
vikum. En honum varð ekkert
ágengt - þangað til einhver gaf hon-
um upp símanúmerið hjá Catherine
Garvey.
Kennarinn stóðst prófið
Garvey sér um að skipuleggja
ígræðslur við miðstöðina í Minne-
sota, þar sem nýverið hafði verið
komið á fót fyrstu deildinni í Banda-
ríkjunum sem ætlað var að vega og
meta þá sem vildu gefa líffæri til
ókunnugra. Hún sagði við kennarann
SEM GÆOi 00 GOTT VERfl FARA SAMAN...
Nyja
markaðstorgið
það sama og hún hafði sagt við hina
hundrað sem höfðu hringt og viljað
gefa líffæri: „Þú þarft að koma hing-
að tvisvar. Fjrst til að láta meta þig,
og síðan til að fara í aðgerðina. Það er
að segja ef þú stenst matið.“
Hann stóðstlíkamlegamatið. Eng-
ir hjartasjúkdómar eða krabbamein;
engin greinanleg smit á borð við HIV
eða lifrarbólgur; engar vísbendingar
um alkóhólisma eða sykursýki.
Þá var komið að sálræna matinu.
Sálfræðileg athugun er lykilatriðið í
ferlinu við miðstöðina í Minnesota,
og þannig á það alltaf að vera þegar
um er að ræða fólk sem vill gefa líf-
færi af óeigingjörnum hvötum, segja
læknasiðfræðingar. Matið við Há-
skólann í Minnesota felur í sér pers-
ónuleikalýsingu og viðtal þar sem
komið er inn á ævisögu viðkomandi,
menntun, ástarsambönd og allt ann-
að sem virðist skipta máli.
„Það er tvennt sem við verðum að
ganga úr skugga um,“ segir Jacobs,
sem tekur þátt í að meta alla gjafa
sem koma til miðstöðvarinnar. „í
fyi-sta lagi að um sé að ræða einstakl-
ing sem sé fær um að taka þessa
ákvörðun, og í öðra lagi að einstakl-
ingurinn sé raunveralega að þessu af
óeigingjörnum hvötum, og ekki af
einhveijum öðram, persónulegum
hvötum.
Eins og til dæmis af peninga-
ástæðum, vegna þess að það er ólög-
legt að selja líffæri úr mönnum. Eða
til að vekja á sér athygli. Eða jafnvel
til að hljóta frelsun - frá tilfinninga-
kvölum eða samviskubiti. „Við verð-
um að gæta þess vandlega að ein-
staklingurinn eigi ekki við alvarlegt
þunglyndi að etja,“ segir Jacobs.
Kennarinn stóðst prófið. Hann
þurfti ekki á peningum að halda,
hann var ekki klikkaður og hann
hafði enga löngun til að vekja á sér
athygli.
Éftir tveggja mánaða bið var hann
mættur aftur á háskólasjúkrahúsið,
og var gerður klár fyrir aðgerðina.
Aðgerðin tók um það bil fjórar
klukkustundir. Nýra var íjarlægt og
farið var með það beina leið á aðra
skurðstofu á sjúkrahúsinu þar sem
það var grætt í nýja eigandann.
Var þetta ekki sárt? „Hræðilega. •
Fyrsta sólarhringinn, hræðilega. Ég
var með svona nál í æð þar sem mað-
ur getur skammtað sér lyf sjálfur
þegar maður vill með því að ýta á
hnapp. Ég notaði það svo sannar-
lega.“
Eftir tvo daga var hann kominn
heim aftur. Og um það bil viku seinna
- þrettán dögum eftir aðgerðina -
var hann mættur til vinnu. Slíkt er
óvenjulegt, að sögn ígræðsluhjúkr-
unarfræðinga, flestir gjafar era að
minnsta kosti þijár vikur að jafna
sig.
„En ég var hress. Þreyttur fyrstu
m
taMiMMGmiimgmMSíMtig
SU Ð U R'lTAr N D S B Rfl UjTeSlS IMI
SSS0M1
Wi