Morgunblaðið - 04.11.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 47-
da námsáætlun ef verkfall skellur á
við að
eypi
Morgunblaðið/Ásdís
rkfalls kemur.
að skólayfirvöld stefndu að því
að ljúka haustönninni, þannig að
hún færi ekki fyrir bí hjá nem-
endum. Hún sagði þetta ekki síst
mikilvægt fyrir þá 80 til 100
nemendur sem hygðust útskrif-
ast í lok annarinnar.
„Við munum gera það sem við
getum til þess að þessi önn klár-
ist og að hún teljist jafngild
öðrum önnum, en við þurfum
náttúrlega að vera í góðu sam-
starfi við kennara og nemendur
til þess að það takist. Við, skóla-
stjórnendur, vonumst til þess að
í kjarasamningunum verði
einnig samið um það hvernig
þá
hægt verði að ljúka þessari önn.“
Sigurborg sagðist vonast til
þess að kennarar næðu almenni-
legum samningum.
„Við erum hrædd um að ef það
nást ekki almennilegir samning-
ar núna að þá fáum við ekki
kennara inn í skólana næsta
haust því það er næga vinnu að
fá í þjóðfélaginu.“
Vonast eftir
stuttu verkfalli
Pétur Rasmussen, konrektor
Menntaskólans við Sund, sagði
að á mánudaginn yrði fundað
með nemendum og þeim gerð
grein fyrir staðreyndum máls-
ins. Hann sagði að ef verkfall
skylli á yrði skólinn eftir sem áð-
ur opinn nemendum. Hann sagði
að kennslutofur yrðu reyndar
lokaðar en að bókasafn og annað
rými yrði opið nemendum.
Pétur sagði að í MS væri
bekkjakerfi og að gagnvart
verkföllum væri það sveigjan-
legra en áfangakerfið.
„Hér eru ekki tekin nein loka-
próf um jólin og hér útskrifast
enginn um jólin,“ sagði Pétur.
Að sögn Péturs eru samt tekin
próf um jólin og að ef á þyrfti að
halda væri jafnvel hægt að hnika
þeim eitthvað til. Hann sagði að
það væri hins vegar samkomu-
lagsatriði og því væri lítið hægt
að segja um það að svo stöddu.
Pétur sagðist vonast til þess
að ef til verkfalls kæmi yrði það
stutt. Hann sagðist furða sig á
því að ekki skyldi hafa verið
gengið að samningaborðinu fyrr,
þar sem kröfur kennara hefðu
legið fyrir fyrir rúmu ári.
„Ef ég skipulegði minn skóla
svona myndi ég fá bágt fyrir það.
Mér finnst að menn hefðu geta
byrjað samningaviðræður fyrr.“
Morgunblaðið/Ásdís
tir (t.v.), Unnur Ögmundsddttir,
ibjörg Magnúsdóttir, nemendur í
tmið yrði fljótlega við kennara til
; langt verkfall.
Morgunblaðið/Ásdís
), Heiða D. Jónsdóttir, Grétar H.
lórsson, nemcndur í MH, sögðust
i með málstað kennara.
un og nemendurnir í MH. Sara
Hrund Gunnlaugsdóttir sagði að
sér litist afar illa á yfirvofandi
verkfall, því það myndi án efa
koma niður á náminu.
Unnur Ögmundsdóttir, skóla-
systir Söru Hrundar, sagði að
það gæti svo sem verið ágætt að
fá verkfall í eina eða tvær vikur
til að geta unnið fyrir jólagjöf-
um, en hún sagðist samt vonast
til þess að samið yrði við kenn-
arana sem fyrst. Berglind Her-
mannsdóttir og Ingibjörg Magn-
úsdóttir tóku undir orð
skólasystra sinna og sögðu að
nemendurnir myndu alltaf tapa
á því að lenda í verkfalli. Ingi-
björg sagði að bekkjarkerfíð
sem er við lýði í MS væri án efa
sveigjanlegra en áfangakerfið
þegar til verkfalls kæmi, þar
sem lokaprófin væru í maí, en
hún sagði að það yrði samt ekk-
ert skorið af námsefninu.
Þær stöllur sögðust allt eins
búast við mjög löngu verkfalli og
ætlar Ingibjörg að nýta tfmann
vel og fara í vikuferð til Frakk-
lands í hcimsókn til vina sinna.
Unnur og Berglind sögðust ætla
að bæta við sig einhverri vinnu
ef til verkfalls kæmi, en þær ætl-
uðu þó líka að læra.
Aðspurðar hvort þær hygðust
fara í skólann til að læra í verk-
fallinu sögðust þær engan áhuga
hafa á því og byggjust ekki við
að nemendur myndu yfirleitt
gera það. Ólíkt MH-ingunum
sögðust MS-ingarnir hafa nokk-
uð mikla samúð með málstað
kennara og að 34% hækkun á
dagvinnulaunum væri ekki
óraunhæf krafa. Unnur sagði að
miðað við menntunina sem þeir
hefðu ættu þeir skilið að fá mun
hærri laun.
agbókarblöð
Skotarhafa uppá mikla sérstöðu
að bjóða, bœði í listum
og á öðrum vettvangi
VAILIMA-Málverk eftir Girolamo Nerli, 1892, afVailima, bústað Stevensons á Samoa-eyjum.
ROBERT Louis Stevenson, mynd
eftir Girolamo Nerli, 1893.
Það er margt með öðrum hætti í
Skotlandi en annars staðar á Bret-
landseyjum. Skotar hafa uppá mikla
sérstöðu að bjóða, bæði í listum og á
öðrum vettvangi og eru raunar
harla ólíkir Englendingum. Þeir
hafa fengið hálendið inní sinn enska
framburð og margt það sérstæðasta
í tungu þeirra er raunar illskiljan-
legt, ekki sízt mállýzkan í ljóðum
skáldanna, en þau hafa lagt rækt við
þessa arfleifð, ekki sízt Robert
Burns, en þeir Robert Louis
Stevenson, sem var fæddur átján
árum eftir dauða Burns (1850), voru
báðir mjög með hugann við íyrir-
rennarann Robert Ferguson sem
hafði vísað leiðina, en lézt einungis
tuttugu og fjögurra ára gamall
(1774). Sagt hefur verið að hann hafi
verið Edinborg það sama og Joyce
Dyflinni og Dickens London. Hann
býr í mér, sagði Stevenson ein-
hverju sinni.
Ekkert skáld á enska tungu yrkir
nær talmálinu en Stevenson, bæði í
bamakvæðunum, A Childs Garden
of Verses, og öðrum ljóðrænum
skáldskap. Og samtölin í sögum
hans eru fullkomið og sannfærandi
talmál.
Hér eru nokkur kvæði, ort með
hliðsjón af skáldskap Stevensons:
Vinir
Beztu vinimir era ekki
aðeins nýir vinir manns,
heldur þeir sem eldri era
og eiga langan trúnað hans.
Veit ég samt að margir muna
mikla vini sem hurfu á braut
og margir vildarvinir era
aðeins væntingar sem enginn naut.
En beztu vinir einatt eru
ellidauðir og famir burt
og engan grunar ástæðuna
og engan grunar hvurt.
(Til dr. John Brown)
Heimsókn
af sjónum
Langt frá strönd og stormum
stefnir hann hingað og svífur
hátt yfir grasi og görðum
gamall sem híeróglýfur
mávurinn okkar sem eltist
alltaf við trosið í sjónum,
af hverju leitar hann löngum
að lífsbjörg í fallega grónum
görðum með trjám og grasi
og glaðhlakkalegum rósum,
leitar þar einhvers sem aðeins
er ætlað vængjaljósum
litlum fuglum sem flögra
frjálsir við blóm og greinar
mávurinn gamli sem grefur
til gulls við bylgjurnar einar.
Segjum honum að hafið
sé hvítur vængur á mávi,
það fari honum illa að fljúga
sem fluga á gulnuðu strái.
(A visit from the Sea)
Minning
Undir stórum stjömugeim
stendur mín gröf, ég er kominn heim,
glaður úr ferðum og ftjáls að þeim,
feigðin er logn á sjó.
Séu eftirmælin um mig
megi hann liggja og hugsa um þig
kominn af hafi, sáttur við sig
sigldi í höfn og dó.
(Requiem)
Andfítsmynd
Að lokum þegar úti er allt
og ekkert nema myrkrið svart
og sálin deyr og sólin frýs,
þá skal ég þakka þúsundfalt,
ég þakka, guð minn, nauman part
af verki þínu, fús ég fer
í ferðalag um paradís
og ekkert skal þá ama að mér,
ég hanga mun sem api efst
í ótal trjám ef færi gefst.
(A Portrait)
M.