Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 ið mikið að vinnu. Stærsta ábyrgðar- hlutverkið sem við tókumst ein á hendur var að reka kvígurnar yflr í Laxárdal með tíkinni Fjáru, sækja kýrnar og að múga og snúa á túnun- um. Heimilishaldið þessi sumur er ógleymanlegt. Fjöldi gesta og heim- ilisfólks var slíkur, að oft nimaðist ekki við eldhúsborðið í einu, og varð að borða „í hollum". Fjölskyldan, kaupafólkið, ættingjar, vinir og þeirra samferðarfólk, gamalt kaupa- fólk með kunningjana kom við, menn í embættiserindum við Teit oddvita, konur úr ýmsum klúbbum Elínar, bændur úr nágrenninu, iðnaðarmenn í útihússbyggingum og gröfustjórar að ræsta fram mýrarnar. Allt þetta fólk var meira eða minna í mat yflr sumarið á Brún. Elín átti þó ætíð „krók á móti bragði“ í sinni stórkostlegu gest- ristni, því ekki brást að við frænkur færum á vatnið (Másvatn) að veiða silung í net á morgnana. Það fór svo eftir fjölda gesta í hvert sinn hve stór hluti aflans rataði í ppttana og hve mikið fór í reykhúsið. Áhugi Elínai- á barnabörnum sínum var takmarka- laus og hafði hún þetta litla „hobbý“; heila silungsútgerð með reykhúsi og sölu á afurðum, sem tekjulind til að geta keypt góðai1 gjafii- handa barna- bömunum, að eigin sögn. Hún átti auk þess merkilega glerhænu í eld- húsinu, sem undarlegt nokk færðist öll í aukana í sælgætisvarpi, þegar börn komu í heimsókn. Elín var einstaklega lagin við að umgangast ungt fólk. Minnisstæð er fjölbreytt flóra innlendra og erlendra kaupamanna og unglinga sem dvöld- ust á Brún þessi sumur. Elín lét það alls ekki aftra sér að kunna lítið í við- komandi tungumálum og náði alltaf að skiptast á sögum við erlenda fólk- ið. Ég er ekki í nokkrum vafa um að dvöl þessara einstaklinga hefur haft viðvarandi góð áhrif á það allt lífið, eins og hægt er að segja um mig. Minningin um Elínu verður ávallt í huga mínum kjarnorkukonan, stím- andi út á Másvatn í ölduganginum, veðurbarin og létt í huga, eða að gantast við okkur heimilisfólkið. Þó oft gengi mikið á og sveitastöríln hefðu yfirleitt forgang fram yfir allan gestaganginn, minnist ég þess aldrei að orði hafi verið hallað á nokkurn mann eða að stress og streita hafi hlaupið í heimilisfólkið á Brún. Heimilisandinn var alltaf þægilegur, oftast gáskafullur. Eða eins og segir: „Þá var nú kátt á hjalla". Frændfólki mínu frá Brún og af- komendum þeirra votta ég innilegar samúðai’kveðjur mínar. Arna Sigríður Guðmundsdóttir. Þegar við hjónin heimsóttum El- ínu á Brán fyrir örfáum vikum gi-un- aði okkur síst hve skammt hún átti eftir ólifað. Vissulega var aldurinn orðinn hár en ekki var annað að sjá en elli og hrörnun hefðu enn sett furðulítið mark á hana. Hún var orð- in eini íbúinn í húsinu þar sem hún og eiginmaður hennar, Teitur Björns- son, höfðu haldið heimili í nærfellt hálfa öld. Teitur gegndi fjölda trúnaðar- starfa bæði fyi-ir sveit sína og á landsvísu fyrir bændastéttina. Hún hafði því átt að venjast tíðum gesta- komum svo að ekki er ólíklegt að hún hafi stundum fundið til einmanaleika hin síðustu misseri enda fagnaði hún okkur vel á sinn hógláta og innilega hátt. Þau hjónin tóku við búsforráðum á Brún 1951 eftir nokkurra ára búsetu annars staðar í Þingeyjarsýslu og sama árið kom ég, nýbakaður stúd- ent og öllu ókunnugur, til kennslu við Laugaskóla í Reykjadal. Fyrstu árin tókust ekki kynni með mér og þeim hjónum þrátt fyrir gott félagslíf inn- an sveitarinnar. I heimavistarskóla þar sem vel yfir hundrað unglingar bjuggu vetrar- langt við þröngbýli og aðbúnað sem nú þætti óviðunandi herjuðu in- flúensufaraldrar með fárra ára milli- bili. Gat þá svo farið að mikill meiri- hluti nemenda og starfsfólks væi-i rúmliggjandi á sama tíma. I einu slíku tilviki, skömmu eftir 1960, kom Elín frá heimili sínu til hjálpar í skól- anum. Um svipað leyti tók Teitur við starfi sem oddviti Reykdælahrepps en ég gegndi starfi sem endurskoð- andi hreppsreikninga. Þannig átti ég leið inn á heimili þeirra hjóna. Enn má nefna ferð í Öskju í Dyngjufjöll- um, líklega haustið 1960, þar sem þau hjón auk mín voru meðal þátttak- enda svo og ferð á Kjalveg 1971 með þátttöku okkar hjóna og þeirra. Þannig jukust kynni okkar í milli. Að því er ég best veit var skóla- ganga Elínar ekki önnur en sú barnafræðsla sem tíðkanleg var í sveitum um 1930 og vetrardvöl í hús- mæðraskóla. Engu að síður duldist engum sem kynntist henni að þar fór kona gædd góðum gáfum og hafði áhuga á málefnum og mannlífi líð- andi stundar. Einnig hafði hún hag- mælsku til að bera en flíkaði henni ekki meira en svo að ekkert dæmi hennar er mér kunnugt. Mér fannst þess þó gæta hjá henni að undir niðri saknaði hún þess að hafa ekki notið meiri menntunar. Á seinni árum vék hún gjarnan tali að námsferli barnabarna sinna og hún lét sig varða alllöngu eftir að við hjón vorum flutt úr Reykjadal er dóttir okkar, sem einnig ber Elínarnafnið, lagði upp í langt háskólanám erlend- is. _ Á nýársdag 1999 lögðum við hjón- in leið okkar um Reykjadal. Við tók- um þá ákvörðun að fara heim að Brún og hittum Elínu fyrir eina í húsi sínu. Þessi koma okkar verður minnis- stæð fyrii- þá sök hve greinilega við fundum feginleik hennar að gesti skyldi bera að garði einmitt þennan dag. Sjálfsagt hefur hún fundið til ein- manaleika þegar réttir tveir mánuðh’ voru frá því að eiginmaður hennar hafði verið borinn til grafar. Þarna eignuðumst við minningu sem aldrei gleymist. Nú þegar komið er að kveðjustund við Elínu finnst okkur góð sú ráðstöf- un foriaganna að hún skyldi kveðja þetta líf fyrirvaralaust. Þannig þurfti hún, þessi myndarlega, lífsglaða og geðþekka kona, ekki að sæta þvi að verða hrörlegt gamalmenni áður en kom að hennar endadægri. Guðmundur Gunnarsson. Þaðfennirífótspor feðranna. Svo í heimahaga sem í hágöngum. Fljótísum seinnaíönnur, loks í allra eins. Samter samfylgd sumra manna andblærfriðar án yfirlætis, áhrif góðvildar, inntakhamingju þeim er njóta nær. (Guðm. Böðvarsson.) Það haustar um Þingeyjarsýslu eftir eitt besta sumar, sem komið hefur. Elín á Brún, svilkona mín, kvaddi með haustinu. Hún fagnaði vorkomu meii’ en ég hafði áður þekkt. Öllu því nýja lífi sem því fylgdi. Nýútsprung- inn fifill, máríuerla á hreiðri og litlu lömbin, sem hún hjálpaði í heiminn og kom á spena, vöktu hjá henni mikla gleði. Fyrstu farfuglunum var fagnað með korngjöf á köldu vori. Ég kom fyrst í Brún fyrir rámum 46 ár- um. Þá var þar tíu manna heimili. Þau hjón, börn þeirra sex, frá 3-13 ára, tengdafaðir okkar, faiinn að heilsu, og mágur okkar sem átti við erfið veikindi að stríða. Tengdamóðir okkar lést árið áður. Það kom í hlut Elínar að búa þessu tengdafólki okkar hinstu hvílu. Fyrir utan að annast þetta stóra heimili vann hún mikið við búskapinn, eink- um meðan börnin voru ung. Elín var kappsfull atorkukona, þrekmikil og vinnusöm. Aldrei heyrði ég hana tala um að verk væri leiðinlegt, hvort sem hún var að draga silung úr Másvatni, vinna í garði eða sinna skepnum. Um miðbik ævinnar var hún mjög virk í félagsmálum og hafði afar gaman af. Hún var félagslynd og mannblendin. Þau hjón, Elín og Teitur, fögnuðu öll- um gesum af mikilli hlýju og rausn. Það var sérstaklega gaman að koma þar með börn. Þeim var geílnn gaum- ur og sinnt vel. Árin sem við Hróar bjuggum á Laugum var mikill samgangur milli heimilanna. Sérstaklega vil ég minn- ast jólanna, þá var hist hvort sem það var ófært eða ekki, og oft var illfært sökum mikilla snjóa. Eftir rausnar- legt jólahlaðborð var farið í leiki, sem allii’ tóku þátt í, og þá var húsmóðirin í essinu sínu, þetta voru 12-14 manns. Skipt var liði og leikin bókar- heiti. Þarna mátti allt, ef vantaði leik- muni voru tekin lök úr rúmum eða gluggatjöld, þetta var svo sjálfsagt og vissulega var það Elín sem gerði þessa jóladaga svona skemmtilega. Ég minnist hausts fyrir tíu árum. Við Hróar komum þar óvænt seinn- ipart dags. Eftir smástund stóð hlað- ið borð skreytt blómum. Elín hafði farið í gróðurhús sitt, sótt blóm, sett í skál á borðið, alls- konar nýtt grænmeti úr garði sínum, nýjan silung, bláber og rjóma. Allt á þessu allsnægtaborði hafði hún ræktað sjálf eða aflað. Ekkert var keypt nema kaffið. Vínberin voru líka úr gróðurhúsinu. Silunginn hafði hún veitt sjálf. Þess má geta að Brún stendur í 220 m h.y.s. Á haustin aflaði hún mikilla berja og fjallagrasa og hafði yndi af þeirri útiveru sem þessar stundir gáfu. Hún var vel hagmælt og kastaði oft fram góðri stöku þegar við átti. Barnabörnin voru flest meira og minna í sumardvöl á Brún hjá afa sínum og ömmu og reyndust miklir gleðigjafar. Fyrsta langömmubarnið fæddist á þessu ári. Það urðu tvö ár milli þessara heiðurshjóna. Sl. tvö ár bjó hún ein í húsi sínu. Blessuð sé minning Elínar Ara- dóttur. Þangað var gott að koma „heim“. Ingibjörg Siguiðardóttir. í æsku var það mér mikið tilhlökk- unarefni ef von var á ömmu á Brún í heimsókn, sú tilhlökkun átti líklega einhverja rót í því að þar sem við sá- umst ekki svo oft kom hún yfirleitt færandi gjafu’ okkur systkinunum, það munaði um minna. Seinna meir fór ég í sveit norður og var þar mest- öll sumur í átta ár. Þar kynntist ég ömmu minni betur. Það fór svo á þessum tíma að við vorum ekki alltaf alveg sammála. Við litum misjöfnum augum á heiminn, sem er e.t.v. ekki skrýtið með vel á sjötta áratug á milli okkar. En þegar ég tók út minn þroska, gerðist skilningsríkari, um- burðarlyndari og lausari við ýmsa dynti unglingsáranna, batnaði sam- band okkar á ný og við urðum mjög góðir vinir. Ég skildi þá betur hvaða mann amma mín hafði að geyma, hvað hún hafði upplifað og hvaða við- horf voru henni eiginleg. Það voru andstæður í fari ömmu minnar. Hún var bóndakona, af bændafólki komin, en samt var það henni e.t.v. ekki eiginlegt. Hugur heinnar leitaði nefnilega of víða til þess að geta látið sér húsfreyjuhlut- verkið á heiðarbrúninni nægja. Hún hafði mjög gaman af gestum og tók svo vel á móti þeim, var hrókur alls fagnaðai’ í veislum og mannfagnaði og átti þá oft til að láta stöku fjúka. Eg furðaði mig oft á öllum gesta- ganginum á Brún, að amma og afi þekktu allt þetta fólk, því dag eftir dag litu vinir og kunningjar í heim- sókn, ættingjar gistu og oftar en ekki voru einhverjir til viðbótar við heimamenn við matarborðið yfir há- sumarið. Hún stundaði einnig félags- störf af kappi þótt ég hafi ekki þekkt þá hlið ömmu minnar, enda hef ég af nokkrum ástæðum lítt hneigst til kvenfélagsstarfa. Amma var líka listakona. Hún málaði, ski’eytti, ræktaði rósir, sneið skó og prjónaði, þar á meðal húfur sem hún gaf mér. Og hún hafði svo gaman af að ferðast. Hún flakkaði um allan heim, hvort heldur í bændaferðum eða með ætt- ingjum, og þegar ég var fyi-ir norðan á sumrin var það árviss atburður að amma fór til útlanda. Og henni þótti ýmiss óþjóðlegur matur góður, þótt hún færi ekki ljóst með það þegar kom að íhaldssömum matarvenjun- um á Brún. Amma var einnig svo rígmontin af okkur barnabörnunum að okkur gat fundist nóg um á köflum þegar hún kynnti okkur fyi’ir gestum; við vorum kannski ekki alveg svona frábær. Hún hafði sjálf ekki notið langrar skólagöngu, í þrengsta skilningi þess orðs, þrátt fyrir góðar gáfur, en vissi að framtíðin lá ekki eingöngu í brauðstriti verkamannsins til sjávar eða sveita og að bókvitið yrði uppi- staðan í aski framtíðarinnar. Hún fylltist því stolti yfir hveijum áfang- anum sem við lögðum að baki á að- skiljanlegum menntabrautum okkar. Þar held ég að hún hafi fundið upp- bót fyrir það sem henni hafði ekki sjálfri staðið til boða. Hlýja hennar til okkar var mikil og oft tók hún kaldar hendur okkar í sínar, því henni varð aldrei kalt á þeim, þótt okkar gætu orðið loppnar í kuldanum. En amma mín var aldrei í neinu aukahlutverki. Eftir að sjóninni vai’ farið að hraka og við vorum farin að keyra með hana á vatnið hélt hún samt áfram að stýra bátnum þótt við þyrftum að finna fyrir hana duflin. Og aldrei gaf hún neitt eftir á heiðun- um; hvort heldur sem var til berja eða grasa voru afköstin ótrúleg. Þeg- ar við Teitur frændi minn, báðir fíl- efldir og á besta aldri, margmennt- aðir í bóklegum og verklegum fræðum, fórum með henni í grasa- heiði nú í haust og höfðum uppi stór orð um hvað við ætluðum að tína mikið, urðum við báðir að láta í minni pokann fyrir sjóndöprum öldungnum sem tíndi á við okkur báða. Það kom okkur ekki á óvart. Við megum vera montin líka. Haukur Eggertsson. Amma á Brún var engin venjuleg amma. Það eru fáar ömmur sem hefja hvern sumardag á því að vitja um net til þess að fá spriklandi silung í soðið. Iðulega fór einhver afkom- endanna með henni í þessar vatns- ferðir og átti ég óteljandi góðar stundir með ömmu á vatninu. Frá því að ég var 12-13 ára og kannski ekki beysinn háseti man ég að amma var óþreytandi að kenna vísur og segja sögur meðan hún dró netin eða þá að við spjölluðum bara um heima og geima. Það varð ekkert lát á útgerð- inni þó að amma væri komin á níræð- isaldurinn, hún seldi frosinn og reyktan silung í allar áttir og naut útiverunnar og frjálsræðisins á vatn- inu. Amma var hai’ðdugleg og mátti helst ekki falla verk úr hendi. Það hafði alltaf búið örlítil óþreyja í henni. Hún sagði mér eitt sinn frá því er hún sem smástelpa var að sauma út stafrófið með krosssaumi, þá var ekki meira en svo að hún héldi út að ljúka hverjum staf áður en hún gat byrjað á þeim næsta í nýjum lit, en auðvitað lauk hún verkinu sómasam- lega. Þetta var þó aðeins byrjunin á löngum handverksferli. Þegar böm- in vora uppkomin og amma fékk meiri tíma fyrir sjálfa sig beindist starfsorkan inn á listrænar brautir, og þar lék allt í höndunum á henni. Hún málaði eða skar út fagurlega ýmsa muni, heklaði og prjónaði fín- gerða dúka og bjó til „skeljakassa" skreytta skeljum, kuðungum og steinum. Þau eru ófá heimili ættingja og vina þar sem getur að líta hand- verk húsfreyjunnar á Brún. Það var ömmu mikill missir þegar sjónin dugði ekki lengur til nákvæmnis- vinnu. Aldurinn varð einnig óhjá- kvæmilega til þess að hún fór smátt og smátt að hægja á sér. En hún geislaði samt sem áður af lífsorku og gat endalaust gefið af sér. Það var aldrei langt í glettnina hjá ömmu og hún leitaðist við að sjá björtu hliðarn- ar á öllum málum. Ámma vildi leggja rækt við það sem lífið gaf og þar era blómin hennar einstakt dæmi, þau vora meðal þess fallegasta sem hún átti. Það var oft ævintýri líkast að koma inn í stofuna á Brún þegar allt var í fullum skrúða, rauð, hvít og bleik blóm sem bára umhyggju ömmu fagurt vitni fylltu stofuglugg- ann, litla gróðm-húsið í gai’ðinum við það að springa utan af rósunum og garðurinn eitt blómahaf. Amma var allt í senn, ráðagóð og stórmyndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendm’ og ekki síður ástrík og umhyggjusöm eiginkona, móðh’ og amma, en hún var einnig góð vinkona. Við barna- börnin eram rík að hafa átt ömmu okkar og það er sárt að hafa hana ekki lengur, en hún saknaði afa, kannski var það þess vegna sem hjartað gaf sig þegar aðeins vantaði einn dag á að tvö ár væru liðin síðan hann lést. Þau eyddu meirihlutanum af ævinni saman í blíðu og stríðu, komu upp sex bömum og byggðu upp myndarlegt bú. Ævistarf þeirra var gott og mikið og kominn tími fyr- ir verðskuldaða hvíld saman. Hvíldu í friði, elsku amma, afi tekur vel á móti þér. Þín dótturdóttir, Lára Bryndís Eggertsdóttir. Mikil sómakona, Elín föðursystir mín, er látin. Með henni er gengin kona sem mér var mjög annt um. Ég minnist þess sem barn og ungl- ingur hversu sérstakt það var að koma heim að Brán til þeirra Elínar og Teits. Þar var alltaf ys og þys, oft vaktaskipti við eldhúsborðið á mat- málstímum til þess að fæða vinnandi" fólk og gestkomandi, fólk að koma og fara allan daginn. Þrátt fyrir eril dagsins var alltaf tími til að sinna gestum og gangandi og gestristni á heimilinu var með ein- dæmum. Auk barna Elínar og Teits, þeirra Björns, Ara, Erlings, Sigríðar, Helgu og Ingvars, voru oftast aðrir unglingar á Brán um sumartímann í sveit eða sem vinnufólk. Þar var því alltaf mikið líf og margt brallað. Heimilishaldið bar einnig sterkan keim af miklum áhuga á almennri þjóðfélagsumræðu, stjórnmálum, landbúnaði og öllu öðra mannlegu eðli viðkomandi. Umræðm’nar við eldhúsborðið á Brán vora alltaf líf- legar og málefnalegar og oft heitar. Þar drógu menn ekkert af sér við að segja sína meiningu um menn og málefni. Fjöldi barna og unglinga hefur dvalið um styttri eða lengi-i tíma á Brán. Elínu var annt um okkur krakkana og við nutum hlýju og góðrar umönnunar. Bránarbúið hefur alltaf verið rekið af myndarbrag. Ég tók fullan þátt í sveitarstörfun- um eins og við er að búast og sú reynsla hefur verið mér ómetanleg. Eitt af þeim störfum sem sinna þurfti var að vitja um silunganetin á Más- vatni. Elín sá um netjavitjanir á hverjum degi yfir sumartímann og var það venjulega hlutskipti þess yngsta okkar að fara með til að hjálpa til. Þessar morgunstundir á vatninu sitja eftir sem einhverjar þær eftir- minnilegustu minningai’ sem ég á frá 14 ára sumardvöl minni á Brán, stað- reynd sem ég á þeim tíma kunni ekki að meta. Það var ævintýraljómi yfir því að fara á vatnið í misjöfnu veðri snemma á morgnana. Hvort sem það var þoka, rok eða blankalogn og sól þurfti að vitja netanna til að fá fersk- an silung í hádegismatinn. Minningarnar era ótalmargar og ryðjast fram í einni bendu núna þeg- ar hún Elín mín er öll. Ég hitti Elínu í síðasta skipti í apríl á þessu ári, dag- inn eftir að hún hafði verið við fenn- ingu dóttur minnar á Akureyri. Við keyrðum austur að Brán og voram boðin í kvöldmat hjá Elínu í gamla húsinu og svo í kaffi og kökur yfir hjá Erlingi og Sillu á eftir. Þó svo að hún hefði skerta sjón bauð hún okkur upp á ferskan silung frá Más- vatni sem hún hafðl matreitt sjálf. Hún var að vanda lífleg, áhugasöm, og farin að hlakka til vorkomunnar, en mér fannst eins og hún væri undir það búin að kveðja mig í síðasta sinn. Við kvöddumst með faðmlagi í hinsta sinn í skjóli fyrir norðannepjunni á- tröppunum á Brán. Éyrir hönd Kötu, Bjarna, Ki-istín- ar og Karólínu, hafðu þökk fyrir allt og allt, Elín. Haraldur Bjarnason. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri i 11® blómaverkstæði I |JPINNA»| Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.