Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 57
MINNINGAR
Úr mjallhvítri marmaraskál
er minningm endurskírð.
Lindannaljúflingsmál
er ljóðið um heimsins dýrð.
Vatnsins gimsteinaglit
ogglóandiperlutár
vitnameðvilltumþyt
um vængjuð og hverful ár.
Lífiðereinsoglind,
sem lifandi perlum gýs.
Við glitrum af gleði og synd
í geislum frá ljóssins dís.
Við syngjum, unz bresta brár.
Við biðjum af hjarta og sál
og drjúpum sem daggartár
í dauðans marmaraskál.
(Davíð Stef.)
29. október hefði Fjóla æskuvin-
kona mín orðið fimmtug og langar
mig af því tilefni að minnast hennai-
með nokkrum orðum. í vor samfagn-
aði hún mér í mínu fimmtugsafmæli
og lét þess þá getið að hún myndi
halda upp á sitt stórafmæli í Nepal nú
í haust og að þangað yrðum við hjón-
in að koma ásamt fleiri vinum. Hún
ætlaði að láta reisa stórt tjald þai-
sem átti að halda heljarveislu, þetta
var allt þaulhugsað og lýsti hún þessu
öllu í smáatriðum, Fjóla var snilling-
ui- í veisluhöldum. Ekki grunaði okk-
ur þá að við myndum sitja hennar
eigin erfidrykkju noklcrum dögum
fyrir afmælisdaginn.
En lífið er ekki eins og maður
skipuleggur það, sem betur fer
kannski. Við vorum þrjár vinkonur
saman öll okkar unglingsár og aldrei
bar skugga á, það segir svo margt.
Fjóla hafði svo marga kosti til að
bera. Hún var börnum sínum tveim-
ur mjög góð móðir og talaði alltaf um
þau með stolti og aðdáun.
Við hjónin viljum þakka Fjólu sam-
fylgdina og munum minnast hennar
sem góðrar og traustrar vinkonu.
Eins og segir í ljóðinu hans Davíðs
Stefánssonar hér á undan: „Lífið er
eins og lind sem lifandi perlun gýs.“
Hún Fjóla var perla.
Blessuð sé minning hennar.
Aslaug og Þór.
um hvað eina sem á daga hennar
dreif. Með síðustu ljóðum hennar var
kveðjuljóð sem ég bað hana að semja.
Það sendi ég síðan til fyrrum starfsfé-
laga minna í Landsbankanum daginn
eftir að amma kvaddi þennan heim.
Þetta Ijóð er eitt það fallegasta sem
amma gerði og þakka ég mikið fyrir
það.
Heiisa ömmu hrakaði nvjög síðustu
tvö árin. Amma var samt alltaf með
heilabúið í lagi. Þegar ég heimsótti
hana á Landspítalann - háskólasjúkra-
hús, Fossvogi þá hafði hún ætíð ein-
hveijar sögur að segja og stundum vai’
hún búin að semja ljóð um stofufélaga
sína og starfsliðið eða að ættfæra
sjúkradeildina. Amma var ákveðin
kona. Hún ætlaði sér Ld. ekki að fara
norður á Strandir í síðustu spítalaferð
sinni fyrr en hún hefði náð fullum bata.
Hún sagðist vilja fá sömu meðferð og
ef um alþingismann væri að ræða. Því
ekki væru þeir sendir heim hálffrískir.
Hún væri nú búin að borga sinn skatt.
Þannig fór að amma fór heim þegar
bata var náð og fékk að leggja aftur
augun í síðasta sinn á þeim stað sem
hún óskaði sér, heima hjá afa.
Amma kaus ætíð Sjálfstæðisflokk-
inn. Þegar ég fór síðan í framboð fyrir
Framsóknarflokkinn sagði hún að
þrátt fyrir að við hefðum ekki sömu
stjómmálaskoðanir þá væri ég samt
sem áður bamabarnið hennar og hún
elskaði mig jafnmikið þótt við kysum
ekki það sama.
Amma og afi áttu gullbrúðkaup í
vetur. Amma var stödd hjá mér þenn-
an dag og afi heima á Hrófbergi. Afi
hringdi, söng og spilaði lag íyrir hana
í gegnum símann. Það var yndislegt
að sjá og heyra hversu heitt þau elsk-
uðu hvort annað og var sem þau væm
orðin táningar í annað sinn.
Elsku amma mín, ég sakna þín. Nú
ert þú komin til englanna og vakir yfir
okkur hinum sem eftir lifum.
Megi algóður guð hjálpa afa,
mömmu og systkinum hennar, frænd-
systkinum mínum og öðmm er syrgja
ömmu.
Guð veri með þér amma mín og
ykkur öllum.
Nafna þín, nafna ykkar beggja,
Svava Halldóra.
KRISTJÁN
ÞORLÁKSSON
+ Kristján Þorláks-
son fæddist 19.
júní 1909 á Saurum,
Súðavíkurhreppi,
N or ður-fsalj arðai--
sýslu. Hann lést 21.
október. Foreldrar
hans voru Þorlákur
Hinrik Guðmundsson
hrefnuskytta þar og
Marsibil Þorsteins-
dóttir. Hann átti þrjú
systkini, Margréti,
Karl og Guðmund
sem öll eru látin.
Kristján lauk vél-
stj óranámskeiði
Fiskifélags íslands á ísafirði 1931.
Brautskráðist frá Héraðsskólan-
um Reykjum í Hrútafirði 1935.
Kristján tók fískiskipstjórapróf
frá Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1952. Hann bjó í Súða-
vík til 1959 en fluttist þá til
Reykjavíkur og síðan til Hafnar-
fjarðar 1973. Hann hóf ungur
hrefnuveiðar með föður sínum og
stundaði alla tíð mikið refa- og
selveiðar. Hann var vélsljóri á
fiskibátum nokkur ár á tímabilinu
1932-41. Hann var vélstjóri við
hraðfrystihús Lang-
eyrar í Súðavíkur-
hreppi 1942-48.
Hann starfaði á hval-
veiðibátum hjá Hval
hf. frá 1949: háseti
sumrin 1949 og
1950, skytta 1951
jafnframt því að
vera skipstjóri frá
1957. Kristján starf-
aði hjá Hval hf. til
1989. Hann var for-
maður Ungmennafé-
lags Súðavíkur-
hrepps 1934-38,
formaður skóla-
nefndar 1942-1946, í skattanefnd
um tíma og í stjórn útgerðarfé-
lags Andvara hf. í Súðavík. Hann
kvæntist 9. desember 1960 Ingi-
björgu, f. 8. janúar 1921, Sigur-
geirsdóttur sjómanns í Hafnar-
firði Ólafssonar og konu hans
Kristínar Pétursdóttur. Dóttir
Ingibjargar er Súsanna Stefáns-
dóttir, hennar eiginmaður er Páll
Ólason.
Útför Kristjáns fer fram frá
Súðavíkurkirkju laugardaginn 4.
nóvember klukkan 14.00.
Mig langar að minnast Kristjáns
Þorlákssonar, þessa rólynda og
dagfarsprúða manns, með nokkr-
um orðum.
Kynni mín og Kristjáns hófust
1960 þegar Ingibjörg Sigurgeirs-
dóttir, tengdamóðir mín, og Krist-
ján kynntust og gengu í hjóna-
band. Kristján fæddist á Saurum í
Súðavík við Álftafjörð. Hann var
mikill Vestfirðingur og þótt hann
settist að í Reykjavík og síðan
Hafnarfirði 1973 var Súðavík og
Djúpið það sem var honum efst í
huga alla tíð. Þekktastur mun
Kristján vera fyrir veiðar á hrefnu
og sel á sínum yngri árum með
föður sínum Þorláki Guðmunds-
syni (Hrefnu-Láka) en hann mun
vera einn af frumkvöðlum hrefnu-
veiða hér við land. Árið 1948 hóf
Hvalur hf. að stunda hvalveiðar frá
Hvalstöðinni í Hvalffrði með Norð-
mönnum sem voru skipstjórar og
skyttur. Strax á öðru ári þessara
veiða gerðist Kristján skipverji á
einum þessara báta og þegar
Norðmenn hættu á þeim 1951 var
MARGRÉT
ÁSGEIRSDÓTTIR
+ Margrét Ásgeirs-
dóttir fæddist á
Sólheimum í Mýrdal
7. janúar 1929. Hún
lést á Landspítalan-
um í Fossvogi 12.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 27. október.
Við hjónin erum
stödd hjá syni okkar
skammt frá Gautaborg,
þá hringir síminn og
hann kallar mamma.
Það er síminn frá Is-
landi og er það dóttir okkar sem seg-
ir: Mamma, hún Magga er dáin. Það
kom í útvarpinu, ég mátti til með að
láta ykkur vita.
Þau hjónin, Magga og Óskar eru
búin að vera vinir okkar frá þvi við
kynntumst, 1954, hefir það verið
varanleg vinátta alla tíð. Nú munu
vera um 23 ár síðan við vorum gestir
þeirra, er þau bjuggu í Gautaborg,
þar sem við vorum nú stödd, þegar
fregn þessi barst.
Það eru margar minningar sem
koma upp í huga minn núna þegar ég
skrifa þessar línur. Eru þær allar
góðar og ber þar hvergi skugga á.
Allt frá því að við vorum með bömin
okkar ung og hjálpuðumst að. Þegar
við ferðuðumst saman heim til henn-
ar að Framnesi og gistum hjá for-
eldrum hennar. Þegar við komum til
Gautaborgar og vorum gestir þeirra
í nokkra daga, sem voru sérlega
indælir, því að Magga var mjög
myndarleg húsmóðir. Það lék allt í
höndum hennar og ekki var hún síð-
ur góð heim að sækja. Þau hjónin
voru mjög samhent.
Mann sinn missti hún fyrir nokkr-
um árum, mjög snögglega. En hún
barðist ótrauð áfram með dugnaði
sínum og sýndi mikla hetjulund við
harðar aðstæður. Alltaf á afmælis-
degi Óskars, hinn 17. júní, var komið
saman í kaffi, þegar
þau bjuggu á Islandi.
Um 10 ára bil bjuggu
þau í Gautaborg. Þeg-
ar þau bjuggu í
Reykjavík var oft kom-
ið tvisvar í kaffi, fyrst
að deginum, síðan far-
ið saman í bæinn og
svo aftur í kvöldkaffi.
Eftir lát Óskars hélt
hún þeim sið áfram,
þar til nú í ár. Þá var
hún orðin veik og lá á
spítala. Hefir það verið
stanslaus og hörð bar-
átta, sem hún hetju-
lega barðist haldandi í vonina eins og
við öll gerum við svona kringumst-
æður.
Við hjónin viljum þakka áralanga
vináttu, sem hefir eins og áður er
sagt, varað frá þvi að við kynntumst.
Vottum við sonunum; Ásgeiri, Ósk-
ari og Þresti ásamt tengdadætrum
og barnabörnum samúð okkar. Megi
minningin um Möggu lifa í hjörtum
okkar um ókomin ár.
Sigríður og Sverrir.
Mig langar að kveðja vinkonu
mína og nágranna, Margréti Ás-
geirsdóttur.
Kynni okkar voru í rauninni ekki
löng, aðeins tólf ár. Eins og gjarnan
gerist þá voru það börnin, sonar-
dóttir Margrétar og dóttir mín, sem
komu á fyrstu kynnum. Fljótlega
fundum við að við áttum margt fleira
sameiginlegt en börnin þó aldurs-
munurinn væri nokkur. Sem betur
fer skiptir hann engu máli þegar vin-
áttan er annars vegar. Margrét lét
mig a.m.k. aldrei finna fyrir því. Þær
voru notalegar stundimar sem við
áttum saman yffr kaffibolla og
ræddum um allt milli himins og jarð-
ar. Margrét var sérlega vönduð kona
og aldrei heyrði ég hana hallmæla
nokkum manneskju, henni lét betur
Kristján gerður að skyttu á þeim
bát er hann var á, það sýnir hvaða
álit stjórnendur Hvals hf. hafa haft
á honum sem skyttu og veiðimanni.
Árið 1952 fer Kristján í Stýri-
mannaskólann að ná sér í skip-
stjóraréttindi, þá maður kominn
yfir fertugt, til að geta orðið skip-
stjóri auk þess að vera skytta. Árið
1957 verður Kristján skipstjóri og
skytta á Hval 4. Sá bátur var
Kristjáni ætíð mjög kær. Það sagði
hann mér oft í samræðum okkar.
T.d. árið 1957 skaut Kristján 7 af
10 steypireyðum er í Hvalstöðina
komu það ár, en steypireyður er
langstærsti og verðmesti hvalur er
veiðist. Árið 1962 tók Kristján við
Hval 8 og var á honum til 1965 er
hann hættir á bátum Hvals hf. Ár-
ið 1961 náði Kristján þeim merka
áfanga að hafa skotið 1.000 stór-
hvali, en alls mun hann hafa skotið
tæpa 1.500 stórhvali á bátum
Hvals hf. Ég var það lánsamur að
vera fjögur sumur skipverji hjá
Kristjáni á Hval 4 og Hval 8. Þar
sá ég hversu afburða veiðimaður
hann var þegar byssa var annars
vegar. Kristján hugsaði ætíð um að
fara sem mannúðlegast að drápi á
hval enda afburða skytta eins og
ég hef áður sagt. Það er gaman að
hafa kynnst þessum veiðimanni,
því jafnframt veiðimennskunni var
hann mikill dýravinur, honum þótti
mjög vænt um allt er lifði. Ég er
viss um að Kristján var meiri
dýravinur en margur sem hefur
sem hæst um dýr og dýravernd.
Árið 1966 hóf Kristján störf í Hval-
stöðinni í Hvalfirði og starfaði þar
til 1989 er bannað var að veiða hval
við ísland og hafði hann þá starfað
hjá Hval hf. í 41 ár, þá áttræður
maður. Oft áttum við Kristján
saman samræður um veiðar og
veiðimennsku og þá var ég oftast
hlustandi, enda var hrein unun að
hlusta á hann. Frásagnarlist án
allra öfga á afbragðs fallegu og
skemmtilegu máli. Allt sagt af
manni sem vissi hvað hann var að
segja frá. Allar þessar stundir
Kristján minn er ég þakklátur fyr-
ir og myndi ég ekki hafa viljað
vera án þeirra. Er Kristján hætti
vinnu kom fram ný hlið á honum.
Þá fór hann að föndra við að smíða
ýmsa hluti úr hvaltönnum er hann
átti. Hann slípaði og skar þær nið-
ur og límdi saman á snilldarlegan
hátt. Hann smíðaði t.d. hvalveiði-
byssu með skutli í hlaupi, sprengju
á honum og skotlínu. Þetta er slíkt
listaverk að unun er á að horfa.
Marga aðra hluti gerði hann úr
tönnum s.s. steypireyðar og lang-
reyðar. Þetta nægði ekki. Nú fór
Kristján að smíða úr timbri enda
hvaltennur ekki lengur fáanlegar.
Nú var smíðaður hvalskutull úr eik
í fullri stærð og hann gefinn á safn -
vestur á firði, enn eitt listaverkið.
Það sem ég hef verið að segja um
Kristján er aðeins brot af því sem
hægt er að segja um þennan ró-
lega og fyrirferðarlitla gáfumann.
Síðustu ár hafa verið Kristjáni
nokkuð erfið, t.d. var heyrnin orðin
mjög léleg. Okkur tókst þó alltaf
að tala saman og fann ég það hvað
honum þótti vænt um þessar
stundir. Minningin um öðlings-
manninn Kristján Þorláksson lifir í
huga mínum.
Ingibjörg mín, Guð veri með þér
og styrki alla tíð.
Páll Ólason.
Kveðja frá langafabörnum.
Nú legg ég augun aftur,
Ó, Guð þinn náðarkraftur
Mér veri vörn í nótt.
Æ, virzt mér að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. S. Egilsson.)
Elsku langafi, takk fyrir allar
samveru- og sögustundirnar.
Blessuð sé minning þín og Guð
varðveiti þig.
Súsanna Kristin,
Hdlmfríður og Páll Óli.
að ræða um hið góða í fari mann-
anna. Allt sem hún tók sér fyrir
hendur bar vitni um færni hennar og
listfengi. Sem ung stúlka var hún t.d.
fengin til að mála altaristöflu í Sól-
heimakapellu í Mýrdal og óvenju
næmt auga hennar og fimar hendur
bjuggu til þær fallegustu og vönduð-
ustu flíkur sem ég hef augum litið.
Ófáum sinnum fékk ég að njóta
færni hennar og smekkvísi þar sem
hún leiðbeindi mér með saumaskap-
inn.
Með þessum orðum kveð ég þig,
kæra vinkona, og þakka þér samver-
una sem mér finnst óneitanlega hafa
gert mig ríkari.
Ég votta sonum Margrétar, fjöl-
skyldum þeirra og öðrum aðstand-
endum samúð mína.
Hjördís H. Friðjónsdúttir.
Með fáeinum orðum vil ég minn-
ast vinkonu minnar Margrétar Ás-
geirsdóttur sem lést á Landspítalan-
um í Fossvogi hinn 12. október sl.
Kynni okkar hófust fyrir rúmum
tveimur árum þegar við fórum í
réttaferð með Félagi eldri borgara í
Kópavogi. Frá þeim degi má segja
að við höfum fylgst að.
Margrét hafði marga góða eigin-
leika og má þar nefna hvað hún var
einstaklega skipulögð og óreiða var
henni ekki að skapi. Hún var félags-
lynd og glaðlynd og tel ég mig
lánsaman að hafa fengið að njóta
góðvildar og návistar hennar þennan
stutta tíma sem við áttum saman.
Listræn og skapandi var hún og
vitnar um það allt hennar handverk
og myndir sem hún átti eftir sig
heima. Sem ung kona vann hún sér-
staklega fallega altaristöflu fyrh-
kapelluna í Sólheimum undir Mýr-
dalsjökli og er það listaverk sem
ólærð manneskja í listum má vera
stolt af. Hún sýndi mér þetta verk í
einni af ferðum okkar síðastliðið
sumar.
Veikindi hennar siðustu mánuði
reyndust henni erfið og tóku á þrátt
fyrir að hún kvartaði ekki.
Elsku Margi'ét, það verður erfitt
að vita til þess að ferðir okkar saman
verða ekki fleiri.
Þarsemvaggaþínstóð
Þarsemvorvið þérhló
Þar sem móðurhönd
smábamivaggaríró
Þar sem hlývindar strjúka
um tárvota kinn
Þarsemvíðsýniríkir
Þar er hollvinur þinn.
Ég og fjölskylda mín viljum að
lokum þakka þér fyrir samfylgdina
þennan stutta en góða tíma og vott-
um aðstandendum þínum okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Guðmundur Hallgrímsson.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigi-
Um hvem látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða Ijóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.