Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 59
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 59.,:
UMRÆÐAN
MINNINGAR
Mig langar að minnast hans
tengdaföður míns með nokkrum orð-
um. Mér verður það alltaf ofarlega í
minni þegar ég sá hann fyrst. Það
var í maí 1960. Ég hafði komið til
Reykjavíkur að vestan með bát sem
ég hafði verið að beita á um veturinn,
það var eitthvað bilað í vélinni og vél-
stjórinn, sem var góður vinur Tjáa,
hafði fengið hann til að aðstoða sig
við að lagfæra bilunina. Hann leysti
það mál á skömmum tíma og svo var
sest í lúkarinn og drukkið kaffí.
Hann virtist kannast við flesta sem
þarna voru og spjallaði við þá á sinn
létta og hressilega hátt, en var alltaf
að líta í ki-ingum sig og spurði svo
allt í einu: „Og hver er þessi Ingi-
mar?“ Ég gaf mig fram feiminn mjög
og kynnti mig. Ástæðan fyrir þessari
heimóttarsemi var sú að ég hafði
verið að slá mér upp með elstu dótt-
ur hans, en hún hafði verið á vertíð
fyrir vestan. Ég var hræddur um að
hann segði mér að láta stelpuna í
friði. En öll feimni var óþörf. Það var
gott að kynnast Theodóri. Hann og
kona hans, Kristín Karolína, bjuggu
þá á Réttarholtsvegi 55 með fimm
börnum sínum. Þarna var glaðlegt
og skemmtilegt heimilislíf því bæði
voru Tjái og Lína glaðlynd að eðlis-
fari. Þangað komu margir í heim-
sókn og ekki síst fólk að vestan sem
þurfti að sinna erindum í borginni.
Ég man aldrei eftir Tjáa sitja auð-
um höndum. Hann var alltaf eitthvað
að læra. Hann hafði mikinn áhuga á
að mennta sig en sem unglingur
hafði hann ekki tök á því, en ég er
viss um að í dag hefði hann farið í
langskólanám. Þeir eni nokkuð
margir sem þáðu leiðbeiningar hjá
honum þegar þeir voru í skóla, eink-
um var leitað til hans í sambandi við
stærðfræði. Ég var einn af þeim en
þegar ég var í Sjómannaskólanum
bjó ég á Réttarholtsveginum hjá
Tjáa og Línu, hann var sérlega
áhugasamur um að sinna mér við
námið.
Eitt aðaláhugamál Tjáa vai- að
grúska í ættfræði, enda var hann
mjög ættfróður maður.
í einni ferð sinni til Mallorca
kynntist hann golfíþróttinni og eftir
það eyddi hann mörgum stundum á
púttvellinum. Hann á marga bikara
og verðlaunapeninga sem hann vann
í keppnum en hann var mikill keppn-
ismaður við hvað sem var.
Hann hafði mikið yndi af tónlist og
hlustaði mikið á klassíska músik og
sönglög. Hann hafði fallega söng-
rödd og það var oft glatt á hjalla á
Réttarholtsveginum þegai’ harmó-
nikkan var tekin fram. Ég mun alltaf
minnast þeirra stunda er við sátum
saman og hann var að spila plötu
með sínum uppáhaldslögum og segja
mér frá höfundum þeirra og kenna
mér að hlusta á og meta góða tónlist.
Árið 1961 fluttu Tjái og Lína vestur á
Tálknafjörð og áttu þar heima til
1963. Mikið fannst mér gaman að fá
þau vestur og geta notið nálægðar
þeirra.
Um vorið 1963 hófst ég handa við
að byggja hús og tók Tjái það að sér
um sumarið að byggja húsið og gerði
það með sóma eins og allt sem hann
tók sér fyrir hendur.
Já, það er margs að minnast. Ég
verð alltaf þakklátur þeim örlögum
sem urðu þess valdandi að ég kynnt-
ist þessum góða manni og fólkinu
hans. I frændgarði hans hef ég eign-
ast marga vini og kunningja og fyrir
það er vert að þakka.
Vertu blessaður, Theodór Ólafs-
son, bestu þakkir fyrir allar
samverustundfrnar og vinsemdina.
Guð geymi þig.
Ingimar.
Mamma hringdi í mig til að til-
kynna mér að afi minn væri orðinn
mikið veikur og að hann ætti ekki
mikið eftir, og þar sem ég bý erlend-
is pakkaði ég niður í tösku og flaug
heim til að hitta hann og vera með
fjölskyldunni. Því miður var ég of
sein því þegar ég lenti heima var
hann búinn að kveðja og ég náði ekki
að hitta hann í hinsta sinn og því
langar mig nú að minnast afa míns
með nokkrum orðum og kveðja
hann.
Hann afi Tedd, eins og við kölluð-
um hann, var afi minn. Hann var
góður maður og ég man ekki eftir
honum öðruvísi en í góðu skapi og
það var alltaf fjör í kringum hann.
Ég man þegar hann var að koma í
heimsókn til okkar á Akranes, þá
sátu hann og pabbi lengi frameftir á
kvöldin og hlustuðu á klassíska tón-
list, spiluðu á harmónikku og á org-
elið. Hann hafði mjög gaman af tón-
list og vissi mikið um hana. Það
þurfti lika stundum að spila tónlist-
ina dálítið hátt svo að afi nyti hennar
betur.
Ættfræðin var eitt af hans stóru
áhugamálum og hann var alltaf eitt-
hvað að grúska í þeim málum og
finna út hverjfr voru skyldir okkur.
Þegar við vorum t.d. að keyra með
honum um í Trabbanum og fórum
framhjá einhverjum sagði hann iðu-
lega: „Þetta er hann frændi þinn,“
eða „Þetta er hún frænka þín.“ Þeg-
ar ég var yngri fannst mér okkar
fjölskylda svo sérstök því það voru
allir meira og minna skyldir okkur.
Hann átti það til að senda þykk um-
slög til mömmu og pabba með ættar-
tölum hinna og þessara manna sem
hann hafði fundið út að væru skyldir
okkur.
Að lokum vil ég þakka fyrir allar
okkar samverustundir og vildi ég að
þær hefðu verið fleiri. Það verður
skrýtið að sjá hann ekki meir sitja og
horfa á fréttirnar í lopapeysunni,
með lopahúfuna og í skinnskónum
sínum sem við öll þekkjum svo vel,
þetta er það sem minnir mig á afa
minn, hann afa Tedd.
Elsku mamma, Óli og Hafdís og
fjölskyldur, guð veri með ykkur á
þessari sorgarstund.
Elsku afi minn, Guð geymi þig og
takk fyrir allt. Hvíl í friði.
Guðrún.
Lítil saga um giftingu
DAGURINN var 3.
september árið 2000
og við Logi sátum í
embættisskrifstofu
séra Úlfars Guð-
mundssonar í Eyrar-
bakkaprestakalli og
vorum að ganga frá til-
teknum pappírum, sem
gera þarf áður en
hjónavígsla getur átt
sér stað. Það eina sem
krafist er nú til dags
er að þú getir sannað
að þú sért ekki nú þeg-
ar gift/ur. Nú, þegar
þetta var allt afgreitt
þá gellur í mér: Verst
hvað þetta er nú dýrt
allt saman, ég held ég borgi um 46
þúsund fyrir þetta. Nei nei, sagði
séra Úlfar, taxtinn fyrir giftingar er
ekki nema 4.600 krónur. Ég hló við
og skýrði út fyrir honum málið: Ég
átti nú alls ekki við það Úlfar, held-
ur það að ég er 75% öiyrki og við
það að gifta mig skerðast bætur
mínar frá Tryggingastofnun rfldsins
allverulega ef ekki alveg. Ég fæ
þaðan í dag 46.233 krónur mánaðar-
lega. Hvumig má það vera? spyr
presturinn. Nú allar okkar tekjur
eru miðaðai’ við að við séum hvorki
gift né skráð í sambúð. Þeir eru á
móti giftingunni, segir hann þá. Þeir
eru að útiloka giftinguna og það
hlýtur að vera lögleysa. Séra Úlfari
var mjög brugðið og sagðist hann
ekki hafa vitað að þetta væri svona
mikið. Ég hugsaði með mér að nú
væri kannski kominn tími til að upp-
lýsa fólkið í landinu með beinum
staðreyndum um hvernig þessi
svokallaða tekjutenging virkar. Ég
ætla hér að taka mitt eigið dæmi og
koma bara með allar tölur upp á
borðið svo fólk geti nú séð þetta
svart á hvítu.
Við giftingu koma strax til tekjur
eiginmanns og hafa áhrif á það sem
þú hefur hingað til fengið frá
Tryggingastofnun ríkisins, þ.e.a.s.
tekjur þínar verða tekjutengdar
telqum hans. Skiptir engu máli
lengur hvers konar öryrki/einstakl-
ingur þú varst fyrir giftinguna, þú
hefur á tilfinningunni að þú bara
hverfir. Hvernig má það vera að
einstaklingur sem fengið hefur þann
úrskurð að hann sé 75% öryrki
hætti að vera öryrki við það að gift-
ast manninum sem hann elskar og
vill ganga með í gegnum lífið? Ég
var/er nú samt að vona að ég haldi
sjálfum grunnlífeyrinum, kr. 17.715,
fyrfr öryrkja. Held þefr megi ekki
taka hann. Maðurinn minn vinnur
hjá ísal og fær útborgaðar hálfs-
mánaðarlega um 60.000 kr. og
finnst okkur við vera heppin ef við
fáum svo mikið. En tökum bara þá
tölu, sem er þá 120.000 á mánuði.
Við erum eins og svo margir aðrir í
greiðsludreifingu í
bankanum okkar og
þangað borgum við á
mánuði 90.000 eða
hálfsmánaðarlega 45
þúsund. Svona lítur þá
dæmið út og allt eru
þetta nettótölur eða
það sem við fáum í
vasann: Kr. 60.000
mínus 45.000 gera
15.000 sinnum 2 gera
30.000 + 17.715 örork-
an mín gera heilar
47.715 í ráðstöfunar-
tekjur á mánuði. Dýrt
er drottins orðið og
allt það.
En ég ætlaði að
leggja allt á borðið, ekki satt, svo
enn er eftir að tala um lífeyrissjóði.
Ég vann hjá Ríkisútvarpinu í mörg
Tekjutenging
*
Eg minnka ráðstöfunar-
tekjur mínar um hálfa
milljón á ári, segir
Ragnheiður Drífa
Steinþórsdóttir, við það
að ganga í hjónaband
með manninum sem ég
elska og bý með.
ár áður en ég veiktist af þessum
blessaða króníska illlæknanlega
sjúkdómi mínum, sem í mínu tilfelli
er lífshættulegur. Hann heitir á ís-
lensku geðhvörf, þ.e. skiptist á
þunglyndi og örlyndi (manía). Líf-
eyrissjóður rflasins borgar mér
mánaðarlega 27.873, - enn eru allar
tölur nettótölur, það sem ég fæ í
vasann. Síðan fæ ég úr söfnunar-
sjóði lífeyiisréttinda 6.989 fyrir þau
ár sem ég var ekki fastráðin hjá
Ríkisútvarpinu.
En vitiði hvað? Mér finnst ekki að
það eigi að tala um lífeyrissjóð eins
og um venjulegar tekjur, eins og
Tryggingastofnun gerir. Þetta eru
allt öðru vísi fengnir peningar, þú
ert löngu búinn að vinna fyrir þeim,
þú ert löngu búinn að greiða af þeim
skatt og ert enn að greiða af þeim
skatt. Og nógu tala stjómmálamenn
fjálglega um þessa blessuðu lífeyris-
sjóði þegar þeir eru að taka þetta af
laununum manns; þá er þetta eitt-
hvað sem þú ert að tryggja þig með
til mögru áranna, hefur þú á til-
finningunnni. Og í dag getur þú ver-
ið í ótal lífeyrissjóðum, bara ef þú
hefur efni á því; 2% hér og önnur
þar. En svo eru þeir þér bara fjötur
um fót þegar þú ferð að fá úr þeim,
m.a. þetta sem ég fæ var/verður til
þess að lækka það sem ég fæ/fékk
frá Tryggingastofnuninni. Ég veit
ekki hvort fólk gerir sér grein fyrfr
því að það borgar sig upp að vissu
marki að fá ekkert úr lífeyrissjóði,
því þá færðu allar bætur óskertar
og færð allan þann afslátt og hlunn-
indi sem eru því samfara. Þetta er
staðreynd. Tekjutrygging óskert er
nefnilega lausnarorðið: Hafir þú
óskerta tekjutryggingu færðu allt
þetta sem öryrkjar fá og með réttu
auðvitað, t.d. ókeypis afnotagjald af y
símanum, helminginn af Mogganum
frían og svona mætti lengi telja.
En í ágústmánuði eftir skatt-
skýrsluna er farið yfir hana og svo
er tekjutryggingin lækkuð út af
þeim tekjum sem þú hefur haft, líf-
eyrissjóður tekinn með. Jú auðvitað
erum við með þessa peninga fram-
yfir örorkuna. Heimilisuppbótin mín
féll t.d. niður meðan ég bjó með
börnum mínum á sínum tíma, þann-
ig að frá Tryggingastofnun fékk ég
örorkulífeyrinn margnefnda, skerta
tekjutryggingu og svo 3.000 krónur
rúmar vegna sjúkrakostnaðar. Ég
var nú að taka það saman hvað ég
fór með í lyf á síðasta kortatímabili
og það voru einar litlar 12.000, segi
og skrifa tólf þúsund krónur. Ég tek
ellefu tegundir af lyfjum á dag. En
nei ó nei, þetta felldu þeir niður
líka. Ég fæ strípaðar örorkubætur,
17.715, og þakka náttúrlega fyrir að
fá þær.
Áð endingu ætla ég að koma með
tölur yfir það sem öryrkjar fá sem
engar aukatekjur hafa, eru ógiftir
og ekki í skráðri sambúð, þessar töl-
ur eru brúttótölur:
Örorkulífeyrir kr. 17.715
Full tekjutrygging kr. 31.313
Full heimilisuppbót kr. 14.564
Sérstök heimilisuppbót kr. 7.124
Samtals kr. 70.716
Að lokum þetta, lesandi góður. í
mínu ' tilfelli er það ijóst að ég
minnka ráðstöfunartekjur mínar um
hálfa milljón á ári við það að ganga í
hjónaband með manninum sem ég
elska og bý með. Á tíu árum verð ég
búin að „greiða" íslenska ríkinu, þ.e.
okkar sameiginlegu sjóðum, um
fimm milljónir. Er það svona sem
ríkisstjómin nær að hafa þokkaleg-
an tekjuafgang og borga niður er-
lendar skuldir þjóðarinnar? Það var
aldrei meiningin að borga rfldnu um
hálfa milljón á ári þótt ég tæki mig
til og gifti mig. Mig langar að lokum
að spyrja háttvirtan heilbrigðisráð-
herra, frú Ingibjörgu Pálmadóttur;
hvort hún treysti sér til að lifa á
þessum launum einn mánuð. Þá
þyrfti hún að látast vera ógift kona
og búa alein til þess að halda öllu
þessu. Ég skora á þig Ingibjörg!
Höfundur er öryrki og fyrrverandi
starfsmaður RUV.
f
Ragnheiður Drífa
Steinþórsdóttir
SIGURLA UG AÐAL-
STEINSDÓTTIR
+ Sigurlaug Aðalsteinsdóttir
fæddist í Reykjavík 28. desem-
ber 1944. Hún lést á heimili sínu
21. október síðastliðinn og fór út-
fór hennar fram frá Áskirkju 26.
október.
FÉLAGSLÍF
FERÐAFELAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-?533
Dagsganga 5. nóvember:
Kaldársel — Húsfell — Búr-
fellsgjá. Brottför frá BSÍ og
Mörkinni 6 kl. 13:00.
Fararstjóri Gestur Kristjánsson.
Verö 1200 kr. Ailir velkomnir.
Munið aðventuferðina í Þórs-
mörk 2.-3. desember.
Bókið tímanlega. www.fi.is,
textavarp RUV bls. 619.
Mig langar að minnast Sigur-
laugar Aðalsteinsdóttur með örfá-
um orðum. Hún var móðir Tómas-
ar Guðna vinar míns og var ég á
tímabili tíður gestur á heimili
hennar og Eggerts, mannsins
hennar. Þangað var alltaf gott að
koma og vel tekið á móti manni.
Sigurlaug var alltaf svo létt og
skemmtileg.
Það er svo sorglegt þegar fólk
hverfur á braut í blóma lífsins.
Hún háði hetjulega baráttu við
krabbamein, þann vægðarlausa
sjúkdóm, sem hún að lokum laut í
lægra haldi fyrir. Eggerti, Tómasi
og Eiríki votta ég mína innilegustu
samúð. Guð veri með ykkur.
Pétur Valgarð Pétursson.
MYNDASÖGUBLAÐIÐ ZETA
www.nordiccomic. com
Geta íslenskir fótaaðgerða-
fræðingar sparað fé?
A UNDANFORNUM árum hefur
þekking okkar á fótameinum sykur-
sjúkra aukist mjög. Aðalástæður
fótasára vegna sykursýki eru vegna
taps á varnartilfinningu í fótum
ásamt auknu álagi á fætui’na og
vegna æðakalkana.
Kostnaður við læknismeðferð fóta
sykursjúkra er gífurlegur miðað við
aðra króníska sjúkdóma.
I vísindalegum rannsóknum,
ásamt því að skrá kostnað á fótaað-
gerðastofum í Hollandi, hefur verið
sýnt fram á að bæði sé hægt að
minnka alvarleg fótavandamál og
fækka sárum sem leitt geta til aflim-
ana með því að fylgjast gaumgæfi-
lega með og kanna ástand fóta (prófa
næmi) sykursjúkra. Þetta leiðir líka
til lægri kostnaðar.
Bæði á göngudeildum sykur-
sjúkra sem og á einkastofum fótaað-
gerðafræðinga í Hollandi eru fyrir-
byggjandi prófanir á fótum
Fótaaðgerðir
Fótverndardagurinn er
m.a. haldinn til þess að
auðvelda ykkur, segir
Margreet van Putten,
að komast í samband við
fótaaðgerðafræðinga.
sykursjúkra fastir liðir. Með því að
kanna ástand fóta sykursjúka a.m.k.
einu sinni á ári er hægt að koma í veg
fyrir sáramyndun á fótum. Auk fjár-
hagslegs árinnings (færri legudagai-
á sjúkrahúsi, færri skurðaðgerðir,
færri aflimanir og endurhæfing) er
ávinningur sjúklingsins sjálfs aug-
ljós. Lífsgæðin aukast ef hann getur
verið á hreyfingu og sjálfbjarga!
íslenskir fótaaðgerðafræðingar
hafa undanfarin 4-5 ár fengið þjálf-
un í að skoða og prófa fætur sykur-
sjúkra. Utkoma þeirra prófana um
hvort sjúklingur sé í áhættuhópi
hvað varðar fótamein af völdum syk-
ursýki ætti að vera riðurkennd af öll-
um læknum og hjúkrunarfræðing-
um, sem annast sykui’sjúka. Á
grundvelli þeirra á að vera hægt að
ráðgera frekari meðhöndlun.
Fótverndardagurinn er m.a. hald-
inn til þess að auðvelda ykkur að^
komast í samband við fótaaðgerða-sT
fræðinga. Ef þið hafið sykursýki þá
skora ég á ykkur að leita til fótaað-
gerðafræðinga og fá prófun á þri
hvort þið eruð í áhættuhópi á að fá
fótamein. Þeir taka vel á móti ykkur.
Höfundur er læknir og kennari við
fótaaðgerðadeild Fontys Hoegschool^
í Eindhoven f Hollandi.