Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Mörður í vanda
MÖRÐUR Árna-
son, varaþingmaður
Samfylkingarinnar,
fór mikinn í Kastljós-
þætti Sjónvarpsins
fyrir nokkru. Til um-
ræðu var fyrirhuguð
frestun vegafram-
kvæmda, m.a. á höf-
uðborgarsvæðinu.
Mörður kaus af
smekkvísi sinni að
væna undirritaðan -
^jeem var fjarstaddur -
um ósannindi gagn-
vart þingi og þjóð. Ég
svaraði Merði mál-
efnalega á vefsíðu
minni, sturla.is, en
hann forherðist í árásum sínum og
nú með dæmalausri grein í Morg-
unblaðinu föstudaginn 27. október.
Þar heldur Mörður áfram á sömu
braut, hann kýs að halda því fram
að ég hafl sagt þingi og þjóð ósatt
um mikilsverðar framkvæmdir í
Reykjavík. Jafnframt vænir hann
mig um tilraun til að skjóta mér
undan pólitískri ábyrgð á því að
skerða vegafé höfuðborgarinnar
um nærfellt 430 milljónir á næsta
ári.
Staðreyndin er sú að ekki hefur
endanlega verið ákveðið um frest-
un framkvæmda. Framlög til vega-
mála á höfuðborgarsvæðinu hafa
hins vegar vaxið stórlega á undan-
förnum árum. Arið 1990, þegar
Mörður var aðstoðarmaður og sér-
legur kynningarmeistari í fjár-
málaráðuneytinu, voru 363 milljón-
ir króna til ráðstöfunar til
vegamála á höfuðborgarsvæðinu. í
gildandi vegáætlun er gert ráð fyr-
ir allt að fimmfaldri þeirri tölu á
ári fram til ársins 2004, sbr. með-
fylgjandi línurit. Vissulega breyt-
ast þessar tölur ef þarf að fresta
framkvæmdum, eins og nú er talað
um, en meginlínan er skýr. Jafn
háar upphæðir til vegamála á höf-
uðborgarsvæðinu hafa ekki sést í
tíð nokkurs annars samgönguráð-
herra. Allt tal um árásir á meiri-
hluta R-listans í Reykjavík er því
gjörsamlega úr lausu lofti gripið.
Ég hef tekið skýrt fram að ekki
hafa verið teknar ákvarðanir um
hvaða vegagerðarverkum verður
frestað. Eg hef hins vegar gert
grein fyrir hvaða verk það eru sem
vegna stöðu hönnunar og undir-
búnings koma fremur tii greina en
önnur. Einnig hef ég vakið athygli
á því að spennan er
mest á verktakamark-
aði á höfuðborgar-
svæðinu. Þegar ég hef
metið stöðuna til fulls
og tekið ákvörðun
mun ég leggja fram
tillögu fyrir Alþingi
sem mun fela í sér
breytingu á gildandi
vegáætlun og frestun
verka sem nemur 800
milljónum króna.
Akvörðun um frestun
liggur því ekki fyrir
og óþarfi fyrir borg-
arstjóra og hennar
nánustu ráðgjafa í
umferðar- og fram-
kvæmdamálum, eins og Mörð
Arnason, að ærast fyrirfram.
Nánar um fullyrðingar
Marðar
í fyrsta lagi gerir Mörður því
skóna að ég vilji tefja fyrirhugaða
færslu Hringbrautar við Landspít-
ala. Óumdeilt er að ekki liggur fyr-
ir endanlegt skipulag af svæðinu.
Auk þess er gert ráð fyrir að verk-
ið fari í umhverfismat. Sá ferill er
ekki hafínn. Vegáætlun gerir ráð
fyrir 84 milljónum króna til verks-
ins 2001, og ég hef þegar lýst því
yfir að ég geri ekki ráð fyrir að
leggja til frestun á færslu Hring-
brautar. Allt tal um frestun á
vinnu við Hringbraut er því óþarft.
Engu síður er ljóst að það verk
mun ekki hefjast fyrr en eftir að
skipulagsvinnu og umhverfismati
er lokið. Um það þarf ekki að
deila.
I öðru lagi nefnir Mörður Halls-
veginn. Hann kýs að gera lítið úr
athugasemdum íbúa í hverfinu, og
segir fáa telja íbúana kalla á
breytingar sem skipti máli. íbúar
á svæðinu hafa haft samband við
mig og lýst mikilli óánægju með
fyrirhugaðar framkvæmdir. Deilur
hafa því staðið um þessa fram-
kvæmd. Vegaáætlun gerir ráð fyr-
ir 39 milljónum króna til verksins
árið 2001, og ég hef tekið skýrt
fram að ekki standi til að fresta
þessu verki - nema ef vera skyldi
af skipulagsástæðum.
í þriðja lagi nefnir Mörður fyr-
irhuguð mislæg gatnamót Víkur-
vegar og Vesturlandsvegar. Borg-
aryfirvöld tóku ákvörðun um að
framkvæmdin færi í umhverfismat
og var það auglýst í Morgunblað-
Vegafé
Mörður ætti að gera sér
grein fyrir því, segir
Sturla Böðvarsson,
að sannleikurinn er
sagna bestur.
inu 20. október. Matið mun seinka
framkvæmdum. Auk þess þarf að
breyta aðalskipulagi borgarinnar.
Það mun einnig seinka fram-
kvæmdum. Vegáætlun gerir ráð
fyrir 304 milljónum króna til
verksins 2001. Þrátt fyrir seinkun
ætti verkið að geta hafist á árinu.
Af málflutningi Marðar mætti
ætla að varla yrði lyft skóflu við
vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á
næsta ári. Þar veður hann í villu
og svíma. Hann hefur t.a.m. ekki
fyrir þvi að nefna mislæg gatna-
mót á Breiðholtsbraut og Reykja-
nesbraut sem verða byggð á næsta
ári. Undirbúningi þess verks er að
mestu lokið og gert ráð fyrir út-
boði í febrúar nk. Til þeirrar fram-
kvæmdar einnar gerir vegáætlun
ráð fyrir 758 milljónum króna árið
2001. Ég hef tekið fram að ekki
komi til greina að fresta því verki.
Mörður Arnason gerir ítrekaða
tilraun til þess að stimpla mig sem
ábyrgðarlausan stjórnmálamann.
Mörður verður að eiga þessar
skoðanir sínar við eigin samvisku.
Satt best að segja hef ég lítið geð í
mér til að etja kappi við varaþing-
manninn á þeim nótum sem hann
hefur tamið sér sem íþrótt í orð-
ræðu. Hann er ber að því að fara
með fleipur og órökstuddar full-
yrðingar og virðist treysta því að
lesendur kynni sér ekki staðreynd-
ir mála eða menn láti vera að
svara honum og leiðrétta - líkt og
gerðist í Kastljósinu.
í því felst ekki staðfesting á rógi
Marðar eins og hann virðist álíta.
Sem áhugamaður um þátttöku í
stjórnmálum ætti Mörður að gera
sér grein fyrir því að sannleikur-
inn er sagna bestur. Af skrifum
hans að dæma er ekki hægt að
draga aðra ályktun en þá að hann
hafi lítinn skilning á sannleikan-
um.
Höfundur er samgönguráðherra.
Sturla
Böðvarsson
Iþróttir njóti
sannmælis
TVENNT er það sem
ég vil gera að umtals-
efni og varðar umræður
um íþróttir.
Á hveiju ári og með
reglubundnum hætti
hafa talsmenn Trygg-
ingastofnunar ríkisins
séð ástæðu til að vekja
athygli á þeim kostnaði
sem stofnunin hefur af
íþróttaslysum, en sam-
kvæmt landslögum er
íþróttafólki gert mögu-
legt að fá endurgi-eidd-
an kostnað af lækna- og
sjúkraþjálfun, vegna
meintra íþróttaslysa.
Þessi tugga hefur
verið endurtekin nú síðustu dagana.
Hér er um að ræða kr. 75 millj.
framlög af 78 milljarða króna útgjöld-
um til heilbrigðis- og tryggingamála.
Eitt prómill. Oll getum við verið sam-
mála um að þessi upphæð mætti og
ætti að vera minni, en í allri þeirri
vandlætingu sem fylgir ummælum
talsmanna Tryggingastofnunar um
þessi hræðilegu útgjöld vegna íþrótta-
fólks gleymist sú staðreynd að íþrótta-
iðkun og hreyfing hvers konar dregur
örugglega úr kostnaði í heilbrigðis-
kerfinu svo hundruðum milljóna nem-
ur. íþróttir og íþróttahreyfingin stuðla
að betri heilsu þjóðarinnar, betra ásig-
komulagi og meiri vömum gegn sjúk-
dómum og hrömun. I því felst mikill og
ótalinn spamaður. Er það eldd ein-
hvers virði? Er það kannski einskis
metið af forráðamönnum Trygginga-
stofnunar, sem segjast bera hag ríkis-
kassans fyrii- bijósti (þegar þeir skatt-
yrðast út í slysakostnað íþróttafólks),
þegar hundruð einstaklinga leggja
fram endurgjaldslausa vinnu í þágu
íþróttafólksins, með starfi sínu í
íþróttafélögum, þegar æskufólki er
boðið til þátttöku í heilsusamlegu um-
hverfi, þegar tugþúsundir Islendinga
njóta góðs af æfingum og hreyfingu í
betri heilsu og hollustu?
Tryggingastofnun ríkisins mætti
hafa þetta í huga næst þegar hún
kveinkar sér undan þeim krónum,
sem fara í slysaendurhæfingu þeirra
sem meiðast í íþróttum.
Hitt málið sem ég vil nefna er sú
árátta og lenska að undanskilja
íþróttir, þegar fjallað er um menn-
ingu. Nýlega sá ég bækling, útgefinn
af menntamálaráðu-
neytinu, sem er úttekt á
menningarstarfi á
landsbyggðinni. Þar er
allt tínt til nema hvergi
er minnst á þá menn-
ingu sem felst í íþrótta-
starfi. Þetta er svo sem
ekki einsdæmi. Iþróttir
þykja ekki nógu finar til
að nefna þær í sömu
andrá og leiklist, tónlist,
listdans eða myndlist,
svo eitthvað sé nefnt.
En hvað er menning
annað en það sem hefur
rætur í þjóðfélagi, sem
er skapandi og gefandi,
höfðar tO þjóðarinnar,
skapar henni sérstöðu og ímynd?
Borðtennis (ping pong) er þjóðar-
menning í Kína. Sumo-glíman í Jap-
íþróttir
*
Iþróttir eru svo sannar-
lega hluti af þeirri
menningu sem hér
þrífst, segir Ellert B
Schram, og löngu
tímabært að láta íþrótt-
irnar njóta sann-
mælis í þeim efnum.
an. Knattspyma í Brasih'u, rugby í
Ástralíu, handbolti í Hafnarfirði, skíð-
in á Ólafsfirði, knattspyrna á Akra-
nesi.
I langflestum byggðarlögum á fs-
landi eni íþróttir snar þáttur í lífs-
háttum íbúanna og hvarvetna eru
byggðir knattspyrnuvellir og íþrótta-
hús til að efla það menningarstai-f.
Hestamennska er vissulega þjóðai--
menning hér á landi. Golívellir
spretta upp á hveiju byggðu bóli.
íþróttir eru svo sannarlega hluti af
þeirri menningu sem hér þrífst og
löngu tímabært að láta íþróttimar
njóta sannmæhs í þeim efnum.
Höfundur er forseti íþrótta- og
ólympíusambands Islands.
Ellert B.
Schram
Hvað bíður þeirrar kynslóðar
sem nú vex úr grasi?
HVAÐ bíður þeirr-
ar kynslóðar sem nú
vex úr grasi? Sem bet-
ur fer er ekki hægt að
svara þessari spurn-
ingu. Það væri skelfi-
legt ef ævi einstakl-
■íngsins yrði eins og
opin bók og hver ein-
staklingur staðlaður
og alinn upp eins og
kjúklingur í búri. Sú
kynslóð sem nú stígur
sín fyrstu spor verður
þó að byggja á reynslu
og leiðsögn annarra í
upphafi.
í rauninni byrjar
þróun einstaklingsins
þegar ljósmóðirin heldur barninu
uppi á löppunum og það lætur fyrst
til sín heyra í óvernduðu umhverfi.
l’að frumóp hljómar í eyrum for-
eldra eins og svanasöngur á heiði.
En þá byrjar ballið! Þegar ættingj-
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face
ar og vinir hafa yfir-
gefið sængurkonuna
og öll blómin eru föln-
uð og stutt fæðingar-
orlof er liðið bíður
bamsins kaldur veru-
leikinn. Þá er fyrsta
náttúrulögmálið brot-
ið en flest spendýr,
þar sem maðuinn
trónar hæst, og raun-
ar megnið af fánunni,
ala önn fyrir afkvæm-
um sínum þar tO þau
verða sjálfbjarga.
Vegna fullrar atvinnu-
þátttöku beggja for-
eldra og mikillar vinnu
einstaklinga, verður
barnið að fara upp úr hlýju rúmi
sínu jafnt í hörðustu vetrarhríðum
sem fögrum vormorgnum strax á
fyrsta eða öðru ári og dvelja hjá
ókunnugu fólki - oftast góðu fólki -
lungann úr deginum.
Þó barnið fái bestu umönnun á
leikskólanum, en leikskólakennar-
ar eru metnaðarfyllsta kennara-
stéttin, þá er það ekki kjarni máls-
ins. Spurningin er hvort betra er að
barnið tengist líka foreldmm sín-
um og geti þróað félagsleg og til-
Rökræður
Pað er dýrlegt, segir
Hrafn Sæmundsson,
að sjá ungt fólk þora
að ganga á móti
straumnum.
finningaleg samskipi með þeim á
viðkvæmasta mótunarskeiði, þann-
ig að foreldrið og barnið verði fé-
lagar og vinir og þannig hæfari til
að mæta því sem er framundan.
Eða að börnin verði aðeins einn
hluti af húshaldi heimilisins.
Þegar barnið byrjar í grunnskól-
anum kemur það inn í nýjan heim.
Þá byrjar það strax að finna meira
fyrir markaðsþjóðfélaginu og sam-
keppninni. Þjóðfélagi sem er
fjandsamlegt börnum. Þjóðfélagi
sem er fjandsamlegt fjöskyldunni.
Þjóðfélagi sem viðheldur kynslóða-
bilinu. Þessi pressa magnast eftir
því sem líður á skólagönguna. í
framhaldsskólunum er áreitið orðið
svo mikið að fáir einstaklingar
standast það. Nú verða allir að
vinna með skólanum. Nú verða allir
að eignast allt sem markaðurinn
hefur ákveðið. Guð hjálpi þeim sem
ekki fylgist með. Og nú er fjöl-
skyldulíf orðið að kapphlaupi til að
allir geti fengið allt. Érfitt er að sjá
fyrir hvernig þesssari kynslóð
vegnar í framtíðinni. Og margir
heltast úr lestinni og hætta námi.
Maður hélt kannski að aldamótin
yrðu notuð til að staldra við og end-
urmeta hlutina. Þess í stað var eins
og mörgum óargadýrum væri
sleppt lausum og sigað á fólkið. Allt
var gefið „frjálst". Nýju og fram-
andi peningakerfi var hellt yfir
fólk. „Kauphöllin" kom æðandi inn í
stofu án þess að heilsa og kynna
sig. Tæknibyltingin reið yfir. Ný
hjálpartæki eru stöðugt þróuð við
tölvuna til að auka neysluna. Hér
er dregin upp dökk mynd. Hver og
einn getur svarað fyrir sig. En er
þá engin glæta framundan? Jú.
Kannski hefur það gerst og er að
gerast í fyrsta sinn að komið er
verulegt andóf gegn óargadýri
markaðarins og hinu skynlausa
neysluæði. Þetta andóf er bæði
hópvinna foreldra í skólanum og ut-
an skóla og ekki síður er fólk í
Hrafn
Sæmundsson
auknum mæli farið að skipta á
neyslu og samveru með börnum
sínum. Það er dýrðlegt að sjá ungt
fólk þora að ganga á móti straumn-
um og sjá líka uppskeruna. Sjá
kynslóðabilið hverfa og börn og
foreldra ganga saman að áhuga-
málum og rökræða á ,jafnréttis-
grundvelli".
Víða má sjá þessa þróun. Þetta
er hluti af þeirri viðhorfsbreytingu
sem er að kvikna í þóðfélaginu þar
sem aukinn áhugi er á að brúa
kynslóðabilið almennt og auka
vægi fjölskyldunnar. Þessi við-
horfsbreyting tekur sinn tíma og
miðar að því að engin kynslóð sé
tekin útúr og sett í bása. Sorglegt
er það að vísu að alþingismenn
skuli ekki vera með í þessari þróun
en ekki hefur tekist að ná þeim út
úr þessu gamla steinhúsi við Aust-
urvöll til að kynna sér það sem er
að gerast út í þjóðfélaginu og þeir
undirstrika nú enn einangrun sína
með „umboðsmanni aldraðra“.
Undirstrika þá úreltu skoðun að
aldraðir séu minnihlutahópur sem
ekki geti haft sjálfstætt forræði
eins og aðrir þjóðfélagshópar.
Gleðilegt er hinsvegar að tvö
stærstu sveitarfélög landsins skuli
ganga afgerandi fram og lýsa vilja
sínum í verki með því að opna leiðir
milli kynslóðanna í félagsþjónustu
sinni. Þar er mikið gæfuspor stigið
sem breyta mun lífi þúsunda í
framtíðinni.
Höfundur er fyrrverandi
atvinnuniálafulltrúi.