Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 64

Morgunblaðið - 04.11.2000, Page 64
 64 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 í--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bestu þakkir fyrir orðuna frá Peking KÍNVERSKA sendiráðið í Reykja- vík hefur sýnt mér óvæntan heiður sem ég hlýt að vera stoltur af, þaðbendlar mig við hina „illræmdu að- skilnaðarsinna Tíb- ets“. í greinargerð sem birtist 2. nóvem- -^ber og er frá skrif- stofu blaðafulltrúa sendiráðsins er svar- að grein eftir mig frá 5. september (!) er bar yfirskriftina Ný- lendan Tíbet og fjall- aði um svívirðileg mannréttindabrot Kínverja í þess- ari nýlendu þeirra. Svar Kínverja ber hnitmiðað heiti, „Söguleg staða og menningarleg og efna- hagsleg þróun hins kínverska Tíb- ets“. Undirritaður er sakaður um að koma „hvergi fram með nákvæmar sögulegar staðreyndir eða tölur máli sínu til stuðnings" en hins vegar sagður notast við upphrópan- ir og styðja aðskilnaðarsinna. Með síðustu vísuninni á sendiráðið vafa- laust við andlegan og veraldlegan leiðtoga Tíbeta, Dalai Lama, sem er útlagi ásamt rúmlega 100 þús- und löndum sínum í Indlandi. Hann hlaut friðarverðlaun Nóbels 1989. Áður en lengra er haldið vill undirritaður spyrja þá sendiráðs- menn hvað átt sé við með eftirfarandi setn- ingu í lok greinargerð- arinnar: „Við eigum vissulega ekki von á því að sá sem ekki veit hver aðalritari komm- únistaflokksins í Kína var árið 1989 geti far- ið með staðreyndir!" Tilvitnun lýkur. Er verið að segja að ég fari rangt með nafn umrædds manns? Hvar er minnst á aðal- ritara kommúnistaflokksins árið 1989 í greinarkorni mínu frá 5. september? Eru höfundar greinar- gerðarinnar ekki læsir? Alþýðuhetjur nútímans Sendiráðið rekur vandlega sögu- leg rök fyrir því að Tíbet sé hluti af Kína og hafi verið það í mörg hundruð ár. Það væri að æra óstöð- ugan að svara öllu þessu orða- gjálfri. Vitnað er í heimildir um samskipti þjóðhöfðingja frá níundu öld og hljómar undarlega • að sjá hvernig alþýðuhetjur nútímans gera stjórnmálabrölt yfirstéttanna að grundvelli fyrir landakröfum sínum á 20. öld. Minnst er á að á Tíbet Ofsafengin viðbrögð Kínverja og súrrealískir útúrsnúningarnir sem gripið er til þegar svar- að er gagnrýni á of- beldið í Tíbet, segir Kristján Jónsson, eru því skiljanleg frá sjónar- miði kínverskrar stórveldastefnu. 13. öld hafi Kublai Khan ráðskast með málefni Tíbets sem hafi þá orðið hluti Kína. Kublai Khan var Mongóli en auk Kína og Tíbets lögðu Mongólar undir sig Rúss- land, Ukraínu og fleiri svæði. Og nú, 800 árum síðar, gera kínverskir kommúnistar kröfu til að vera við- urkenndir arftakar Mongóla. Lík- lega má búast við að Peking-stjórn- in tilkynni bráðum Rússum að þeir séu í reynd kínverskir þegnar. Viðurkenndir, vestrænir sagn- fræðingar vísa þessum sagnfræði- Kristján Jónsson túlkunum kommúnista á bug og ekki er nauðsynlegt að leggja á sig að lesa þykka doðranta um þessi efni til að komast að því. Áhuga- menn geta látið duga að glugga í rit eins og Bresku alfræðiorðabók- ina, lesið kaflann um sögu Tíbet. En staðreyndin er að í um 200 ár var Tíbet í einhverjum skilningi orðsins skattland kínverskra keis- ara, þar á undan oftast sjálfstætt. Skattlandsskeiðinu lauk skömmu eftir aldamótin 1900 og Tíbet var sjálfstætt ríki í nær hálfa öld, að vísu bláfátækt og afturhaldssamt. Kína lagði landið undir sig 1950, varnir voru nær engar og umheim- urinn treysti sér ekki til að stöðva ofbeldið. Framfarirnar sem Tíbetar fengu nú að kynnast voru fyrst og fremst fólgnar í því að gömul menningarverðmæti voru eyðilögð, hömlur lagðar á iðkun trúarbragða, allt var steypt í aðflutt mót hug- myndafræði marxismans. Ofsafengin viðbrögð og aum tá Sendiráðsmenn andmæla því að stefnan sé að kæfa þjóðerni Tíbeta með innflutningi fólks frá öörum hlutum Kína. Vitnað er í opinberar tölur og skýrslur, þar segir að Tíb- etar séu um 2,5 milljónir en einnig sé nokkuð af Kínverjum í landinu. Tekið skal fram hér að þessar tölur eru birtar í vestrænum uppflettirit- um vegna þess að þar er fylgt þeirri reglu að birta aðeins opinber gögn stjórnvalda í öllum löndum um slík mál. En til eru rökstuddar ágiskanir útlagastjórnar Dalai Lama og annarra heimildarmanna sem segja aðra sögu. Og opinberar skýrslur frá kommúnistaríki, hvers virði eru þær? Því miður, ekki marktækar frekar en framfaratölurnar miklu frá Sovétríkjum Stalíns. Þær eru framleiddar til notkunar í áróðri og nú vill svo til að það hentar ekki stjórnvöldum í Peking að skýra frá því sem vestrænir heimildarmenn er komið hafa til Tíbet vitna um. í landinu eru milljónir Kínverja sem þangað hafa flykkst og eru án skil- ríkja, fólk sem hvatt er til að setj- ast að í landinu og tryggja þannig með tilvist sinni að það verði um aldur og ævi kínverskt. Lega Tíb- ets er mikilvæg í augum hersins og landið er geysilega auðugt af hvers kyns málmum eins og gulli og úr- ani, þar er einnig fjórðungur af öllu virkjanlegu vatnsafli sem Kína- stjórn ræður yfir. Ofsafengin viðbrögð Kínverja og súrrealískir útúrsnúningarnir sem gripið er til þegar svarað er gagnrýni á ofbeldið í Tíbet eru því skiljanleg frá sjónarmiði kín- verskrar stórveldastefnu. Stigið er á sérstaklega auma tá ef minnst er á mannréttindabrotin á Tíbetum, þjóð sem er sennilega óskyld Kínverjum, talar sitt eigið tungumál, með eigin menningu. Þjóð sem á sama rétt og íslend- ingar, Frakkar og Kínverjar á sjálfstæði. Eini „rétturinn" sem Kínverjar hafa til að ráða yfir Tíbetum er réttur hins sterka, getan til að neyta aflsmunar. íslendingar geta verið þakklátir fyrir að vera smá- þjóð sem býr langt, langt frá Kína. Höfundur er blaðamaður á Morgunblaðinu. SUS á flótta • Á laugardaginn birtist myndarleg auglýsing í Morgun- blaðinu frá ungu fólki í Sjálfstæðisflokknum. Þar var fagnað var nýjum lögum um fæð- ingarorlof sem lengja orlofið og veita feðr- um sama rétt og mæðrum. Það er að sönnu gleðilegt að til sé ungt fólk í Sjálf- stæðisflokknum sem fagni lögum þessum en athygli vekur flótti Sambands ungra sjálfstæðismanna í málinu, þar sem ''Stiiðningsyfirlýsingin er í himin- hrópandi mótsögn við stefnu fé- lagsins. Fæðingarorlofið samningsatriði Á nýafstöðnu þingi SUS var samþykkt ályktun um jafnréttis- mál og er eftirfarandi setningu að finna í henni: „Réttur foreldra til fæðingarorlofs á að vera samn- ingsatriði atvinnurek- enda og launþega." Svo mörg voru þau orð en segja allt sem segja þarf um stefnu SUS í málinu. Sam- tökin lýsa sig andvíg lögbundnu fæðingar- orlofi og telja það einkamál foreldra og atvinnurekenda. Því til undirstrikunar eru hvorki formaður SUS né formaður Heim- dallar á meðal þess unga fólks sem áður- Björgvin G. nefnda auglýsingu Sigurðsson prýða. Ágreiningurinn um málið innan raða SUS er greini- lega mikill og djúpstæður þegar hópur ungs fólks í hreyfingunni finnur sig knúinn til að fara gegn stefnu samtakanna og forystunnar í málinu með jafnafgerandi hætti. Ungir jafnaðarmenn fagna fæðingarorlofi Á sama tíma og SUS hafnar fæðingarorlofinu í samþykktum sínum fagna Ungir jafnaðarmenn því og _ styðja og vilja ganga lengra. í ályktun frá nýafstöðnu landsþingi Ungra jafnaðarmanna segir meðal annars um fæðingar- orlofið: „ Ungir jafnaðarmenn vilja jafna stöðu kynjanna á vinnumark- aði með þeirri tryggingu sem felst í sjálfstæðum rétti foreldra til töku fæðingarorlofs. Ungir jafnað- armenn hafna því að lögbundnu fæðingarorlofi fylgi of mikill kostnaður. Hið rétta er að kostn- aðurinn hefur alltaf verið til staðar en konur hafa hingað til þurft að bera hann. Konum er nú loks gert kleift að keppa á jafnréttisgrunni við karlmenn á vinnumarkaði og karlmönnum er gert kleift að taka fullan þátt í uppeldi barna sinna. Ungir jafnaðarmenn fagna breyt- ingu á lögum um fæðingarorlof og er það eitt stærsta skref í jafnrétt- ismálum á íslandi á síðustu árum.“ Hornsteini jafnréttis hafnað Það er morgunljóst að jafn rétt- ur karla og kvenna til fæðingar- orlofs er grundvallaratriði til að koma á fullum jöfnuði í millum kynjanna á vinnumarkaði. Það hef- Stjórnmál Það er að sönnu gleði- legt, segir Björgvin G. Sigurðsson, að til sé ungt fólk í Sjálfstæðis- flokknum sem fagni lögum þessum. ur hamlað konum og háð að rétt- urinn hefur ekki verið jafn á milli feðra og mæðra. Þeir sem vilja ekki viðurkenna þá staðreynd vilja einfaldlega ekki ganga alla leið til fulls og óskoraðs jafnréttis og ber að harma það. Ungir sjálfstæðismenn eru ekki einungis á flótta frá sínum eigin félagsmönnum sem nú stíga fram gegn forystu sinni. Þeir eru einnig á flótta frá samfélagi réttlætis og jöfnuðar kynjanna. Með því að hafna fæðingarorlofinu eru þeir að hafna hornsteini og grundvallar- atriði jafnréttisbaráttunnar og hefðu það einhvern tímann þótt tíðindi þegar stærsta einstaka fé- lagið innan Sjálfstæðisflokksins tekur afstöðu sem þessa. Höfundur er varaþingmaður Sam- fylkingarinnar og félagi í Ungum jafnaðarmönnum. Bjóðum upp á 3 tegundir: 2 billj., 4 billj. og 8 billj. APÓTEKIN FRÍHÖFNIN Uppl. í síma 567 3534 Eru vandamál á toppnum? Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður? JurtaQi ,||I1 Hárvörur leysa vandann ““ OG Þtí BLÓMSTRAR. UTSOLUSTAÐIR: HEILSUVORUVERSLANIR 0G AP0TEK UM ALLT LAND. Sorgin og lífíð FLEST þekkjum við sorgina af eigin raun. Þetta árið hefur hún sem fyrr snert líf fjölmargra íslendinga, sem misst hafa ein- hvern sér hjartfólg- inn. Slysin hafa verið mörg, of mörg, og eft- ir sitjum við með harm í hjarta og tóm í lífi okkar, sem seint verður fyllt. Sorgin tekur á sig ýmsar myndir. I fyrstu er gjarna eins og við dofnum upp, ófær um að meðtaka kaldan veruleikann. Síðar grípur ef til vill reiðin okkur, harmur vegna þess sem gerðist, og við spyrjum okkur hvort við hefðum getáð breytt einhverju. Þetta á einkum við ef um skyndilegt andlát er að ræða, t.d. við slys eða sjálfsvíg. Sum okkar kannast ennfremur við þá tilfinningu að vera yfirkomin af sorg, magnþrota við breytt lands- lag lífsins. Líkamleg og andleg þreyta eru þannig eðlileg viðbrögð við missi. Söknuðurinn, eftirsjáin eftir honum eða henni, sem látinn er, fyllir huga og líf, sérstaklega ef böndin voru náin og sterk. En smám saman dregur úr sársaukanum og við lærum að horfast í augu við missinn og sorgina, reynslunni ríkari. Ef til vill eigum við langan veg fyrir höndum á leiðinni til aukinnar sáttar við lífið og aðstæður okkar, en mikilvægt er að hefja gönguna, feta veginn skref fyrir skref með ástvinum okkar sem eftir lifa. Eitt af því sem getur hjálpað okkur að lifa með sorg okkar er samtalið; að við byrgjum ekki hugsanir okk- ar og tilfinningar innra með okkur heldur leitum leiða til að deila þeim með öðrum. Gott getur líka verið að skrifa niður góðu minn- ingarnar og eins hinar erfiðu og koma þannig formi á hugsanir sín- ar. Þá eru í nokkrum söfnuðum þjóðkirkjunnar starfandi nær- hópar fyrir syrgjendur og minna má á samtökin Nýja dögun, sem standa fyrir fyrirlestrum í Há- teigskirkju í Reykja- vík eitt fimmtudags- kvöld í mánuði. Einn liður í því að lifa með sorg sinni er að vera fær um að vitja leiðis hins látna og sýna því ræktar- semi. Þótt lífið verði að halda áfram með nýjum möguleikum og ástúðarböndum leitar minningin um látinn ástvin á hugann, eink- um í tengslum við af- mæli og aðrar hátíðir. Allra sálna messa er víða um lönd helguð minningu látinna og er haldin hér fyrsta sunnudag í nóvember ásamt með allra heilagra messu, sem oftar er yfirskrift dagsins. Minning Allra sálna messa, segir María Ágústs- dóttir, er haldin hér fyrsta sunnudag í nóvember. Undanfarin þrjú ár hafa Reykja- víkurprófastsdæmi og Kirkju- garðar Reykjavíkur staðið fyrir þjónustu við syrgjendur þennan dag og verður nú svo í fjórða sinn. Opin dagskrá verður í Fossvogs- kirkju frá kl. tvö og fram eftir degi sunnudaginn 5. nóvember, þar sem tónlistarfólk og prestar leitast við að miðla græðandi nærveru Guðs í tali og tónum. Starfsfólk kirkju- garðanna leiðbeinir fólki um leiði og Hjálparstarf kirkjunnar selur friðarkerti. Leiðsögn verður einnig í Gufuneskirkjugarði í Grafarvogi og í Hólavallagarði við Suðurgötu. Við erum mörg, sem á undanförn- um árum höfum lagt leið okkar í Fossvogskirkju á þessum degi og/ eða tendrað ljós á leiði. Verið velkomin í hópinn. Höfundur er héraðsprestur i Reykja- víkurprófastsdæmi vestra. María Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.