Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 04.11.2000, Blaðsíða 84
J$4 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM •• «Bílabú6 Benna Nissan Patrol GR Turbo SE + Elegance, f. sk. 5/00, ekinn 10.000 km, grænn, 5 gíra, 33” dekk, geislaspilari, ABS hemlakerfi, topp- lúga, leðuráklæði, rafmagn í sætum. Skipti möguleg á ódýrari. «»5íldbú6 Benna Bíldshöfða 10, s. 577 2800/587 1000. t>itt er valið (Down To You) MYNDBOND IS ó in a n f f k ★ Leikstjórn og handrit: Kris Isacs- son. Aðalhlutverk: Freddie Prinze Jr., Juiia Stiles. (92 mín.) Banda- ríkin 2000. Skífan. Öllum leyfð. Sykurhúð- uð ást Morgunblaðið/Jim Smart Hjarta Tónabæjar sett á sinn stað í nýju húsnæði. FREDDIE Prinze Jr. virðist vera sá heitasta í unglingamynda- bransanum í dag. I þessari mynd leika hann og önnur unglinga- stjarna, Stiles, ungt par sem fell- ir hugi saman og fer út í langtíma- samband. í fyrstu leikur allt í lyndi, fugl- arnir syngja og blómin dafna. En þegar reyna fer á sambandið koma brestir í ljós og spurningar vakna hvort það stand- ist álagið. Það verður bara að segjast eins og er að sykurhúðaðri rómantík hef ég vart séð og eru efnistökin hrein og bein móðgun við aðalmarkhópinn - unglingana. Þeir sjá það jafn vel og þeirra eldri þegar logann tekst ekki að tendra og rómantíkin er ótrúverðug. Orsakaþættirnir eru nokkrh- en fyrst og síðast liggur sökin hjá Is- acsson, höfundi og leikstjóra, og erfitt er að sjá á hvoru sviðinu hann stendur sig verr. Og vissulega eru leikararnir sætir og fínir, en það er bara ekki nóg að reyna að vera bara sætui’ - það er alltaf gott að kunna að leika, sýna af sér þokka. Að lokum: Af hverju þurfa nær allir leikaramir að vera reykjandi í tíma og ótíma? Ódýr leið til þess að reyna að skapa trúverðugleika? Skarphéðinn Guðmundsson Agætis heimild Kökuveislu var slegið upp í tilefni flutninganna. TdNLIST Geisladisknr MAR Mar inniheldur tónsmíðar eftir Margréti Örnólfsdóttur sem hún samdi fyrir heimsýninguna EXPO árin 1998 og 2000, kvikmyndirnar Steyptir draumar og Einkah'f, leik- verkunum Salka Valka og Við feðg- arnir, auk tveggja sjónvarpsstefa. Þeir sem flytja auk Margrétar eru þau Ölafur Bjarni Ólafsson, Sigurð- ur Sigurðsson, Hanna Guðjónsdótt- ir, Eyjólfur Bjarni Alfreðsson. 40,57 mínútur á lengd. Smekkleysa gefur út. 2000. NÝVERIÐ kom á markaðinn geislaplatan Mar með ýmissi tón- list eftir Margréti Örnólfsdóttir sem Smekkleysa gefur út. Tónlist- arkonan er flestum vel kunnug fyr- ir hlut sinn í Sykurmolaævintýrinu um árið, en í seinni tíð fyrir sjálf- stætt framlag sitt til leikrita, sjónvarpsþátta, kvikmynda og fleira. Plata þessi inniheldur ein- mitt tónlist sem hún hefur gert fyrir áðurnefnda sjónræna miðla, m.a. uppsetninguna í Hafnarleik- húsinu á Sölku Völku og kvik- myndina Einkalíf, en einnig er á henni að finna tónlist fyrh- Expo 2000 Hannover og Expo 1998 Lissabon. Því má segja að þessi plata sé eins konar músíkleg myndamappa Margrétar, sem sjálfstætt starfandi tónskálds. Aðalsmerki Margrétar, að mínu mati, er að skapa tónlist sem fellur vel að og styður það verkefni sem Arkað af stað með „hjartað" frá Skaftahlið 24, þar sem Tónabær var áður til húsa. Tónabær á tímamótum FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Tónabær er líklega nafntogaðasta félagsmiðstöð borgarinnar. Astæðan liggur m.a. í tveimur samkeppnum, ólfkum en þó ekki, sem hefð hefur verið fyrir í árafjöld og njóta mikilla vinsælda. Þessar ungmennakeppnir eru ann- ars vegar Islandsmeistarakeppni unglinga í fijálsum dansi, hin svo- kallaða „Frístælkeppni", og svo að sjálfsögðu Músíktilraunir, hljóm- sveitakeppnin sfvinsæla sem hefur verið við lýði allt frá árinu 1982. Fyrr á þessu ári urðu þau tíðindi að húsnæðið í Skaftahh'ð 24 var selt ofan af þessari rótgrónu félagsmiðstöð en þ'ar hefur hjarta hennar slegið allt Irá árinu 1969 þegar Reykjavikurborg setti á stofti skemmtistað og frí- stundaathvarf fyrir ungt fólk á aldr- inum 16-20 ára. Það var svo árið 1981 sem Tónabær var formlega gerður að félagsmiðstöð. „Hjartað" flutt um set Og nú við aldahvörf er hafið nýtt skeið í sögu Tónabæjar. Starfsemin er nú flutt í Safamýri 28, þar sem íþróttafélagið Fram var eitt sinn með félagsaðstöðu. „Óformleg" opn- unarhátíð var haldin föstudaginn 27. október en þá flutti Tónabæjarfólk- ið, starfsmenn jafnt sem ástundend- ur, „hjarta" gamia Tónabæjar yfír í nýja húsnæðið. Steinar Júlíusson, starfsmaður, segir nýja húsnæðið búa yfir mörgum kostum. „Gamli Tónabær var upp- byggður eins og nokkrir stórir geim- ar. Hérna er þetta afmarkaðra, flehi herbergi sem eru hólfuð betur niður.“ Pétur Stephensen hefur verið for- stöðumaður Tónabæjar síðastliðin tíu ár og er bjartsýnn fyrir hönd nýja staðarins, viil óður og upp- vægur hefja framkvæmdir. „Við ætl- um t.d. að stækka salinn hér, m.a. vegna Músiktilrauna. Svo er búið að innrétta hérna hljómsveitarherbergi og sjónvarpsherbergi." Pétur og Steinar sýna blaðamanni þessar nýju vistarverur, áhugasamir um breyttar forsendur starfseminn- ar. Það er greinilegt að hjarta Tóna- bæjar á eftir að slá í Safamýrinni sem aldrei fyrr. Margrét Ömólfsdóttir hún er samin fyrir. En þegar þess- ari tónlist er kippt svona úr sam- hengi og hún sett fram ein og sér er eins og hún sé svolítið út úr hól. Léttvæminn hljómagangurinn á köflum og leikhúsleg tölvuhljóð, sem dúkka upp við og við, minna í sameiningu á að ekki er um að vill- ast að tónlistin er samin fyrir sjón- ræna miðla. Þó eru fáein lög sem geta staðið sæmilega sjálfstætt. Þar ber helst að nefna lögin „Love in a bakery“ og „First scene“ en hvort tveggja er samið fyrir sjón- varp. Raunar er betra að kalla það síðarnefnda stef eða stykki því það er mjög stutt og hefur auk þess ekki þá hefðbundnu framvindu sem annars gerir lag að lagi. En án allra málalenginga þóttu mér lög þessi bæði mjög hnyttin og vel samin. Síst áttu upp á pall- borðið hjá mér Expo- sýningarlögin tvö, mér þóttu þau einhvern veg- inn minna of mikið á tónlist nýlegra leikinna ævintýramyndaflokka fyrir sjónvarp með brjál- uðum tæknibrellum eða á heimildarmyndir um murtur í Þingvallavatni, kóralrif eða höfrunga. Kannski er tónlist fyrir heimssýningar bara ekki alveg minn tebolli. En annars þótti mér tónlist- in úr Sölku Völku besti hluti plötunnar, ásamt áðurnefndum lögum fyr- ir sjónvarp. Tónlistin úr Sölku Völku hefur sterk- an, fallegan andblæ sem ég kann mjög vel við. Lögin eru mismun- andi en hvert þeirra vekur upp sína stemmningu sem er frábrugð- in hinum. Stemmningarnar eru mjög skýrar og afgerandi en þó stemma lögin úr þessu leikriti vel saman innbyrðis. Eðli sínu samkvæmt er þessi plata kannski ekki sú best fallna til mikillar eða reglulegrar spilunar í heimagræjunum, en samt sem áður er hún gæðaleg og vel að henni staðið. Fyrir mér er hún eins kon- ar heimild um hvað músíkantinn hefur verið að bralla undanfarin misseri. Og sem slík er hún bara stórágæt. Ólöf Helga Einarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.