Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 86
86 LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Eskimóar í
útlöndum
Umboðsskrifstofan Eskimo hefur verið að senda
íslenskar fvrirsætur hingað og þangað um hnött-
—— ••
inn. Birgir Orn Steinarsson hitti þrjár stúlkur sem
, allar voru að vinna erlendis á vegum skrifstof-
unnar í sumar og laumaði sér bakdyramegin inn
í fyrirsætubransann.
FYRIRSÆTUR; þessar þöglu ver-
ur sem komið er fyrir á flestum
þeim stöðum sem vinsælast er að
renna augum sínum í átt að.
í fyrstu virðast þær frosnar í ein-
hverju fullkomnu augnabliki þar
sem tjósmyndarinn náði að fanga
þann galdur sem hann leitaði að.
Fyrirsætur myndast vel og teljast
því „myndar“-legar sama hvaða
sjarma þær búa yfir. Ef fyrirsæt-
urnar brosa of breitt getur það jafn-
vel verið erfitt fyrir áhorfandann að
ímynda sér að þama sé raunveru-
legt fólk á ferð sem er „bara í vinn-
unni“, en svoleiðis er það nú bara
samt. Fyrirsætur eru fólk sem vinn-
ur við það að selja ásjónu sína.
Oft er þó verið að leita að „einu“
útliti og þá er það bara sú gena-
blanda sem móðir náttúra úthlutar
einstaklingum sem ræður því hver
fær hvaða starf.
Ef einhvem dreymir frama í fyr-
irsætustörfum þá er fyrsta ráð fag-
manna að venjast vonbrigðum og
taka það að vera hafnað ekki pers-
ónulega. Þessu kynntist blaðamaður
þegar hann hitti Eskimó módelin
Guðlaugu Þorleifsdóttur, Rakeí
Karlsdóttur og Sólveigu Káradóttur
á dögunum.
„Maður tekur þessu náttúriega
persónulega fyrst,“ viðurkennir Sól-
veig aðspurð hvernig hún hafi
bragðist við því að vera oft hafnað
sem fylgir starfinu. „Maður verður
bara að vera harður."
„Ef maður er erlendis og það er
endalaust verið að neita manni þá
verður maður ósköp þreyttur, sár
og fer að efast,“ bætir Guðlaug, eða
Lúlla eins og hún er kölluð, við.
„Síðan er rosalega gaman þegar allt
ge'ngur vel.“
„Þetta fer eftir því hvað þú ert
sterkur," segir Rakel. „Ef þú ert
staðráðin í því að koma þér áfram þá
kemst þú náttúrlega lengra en þú
kæmist annars."
Heima er best
Allar eiga stelpumar það sameig-
inlegt að hafa starfað sem fyrirsæt-
ur erlendis. Allar hafa þær starfað í
Bretlandi. Lúlla hefur m.a. verið í
Morgunblaðið/Golli
Rakel Karlsdóttir, Sólveig Káradóttir og Guðlaug (Lúlla) Þorleifsdóttir.
Lúlla „smellir einum“ á starfsfélaga sinn á
forsíðu Dazed and Confused.
IIL
1
Rakel á forsíðu Northern Woman
Sólveig á forsíðu hins vinsæla
unglingablaðs Just Seventeen.
5Í4 flP
Japan, Rakel (síðan hún
sigraði í Ford-keppninni
síðast) verið í Þýskalandi
en Sólveig m.a. komið við
í Bandaríkjunum.
Það sem oft virkar
lokkandi við fyrirsætu-
starfið er sú staðreynd að
þvi fylgja mikil ferðalög.
Það þýðir þó einnig að
fyrirsæturnar verða að
vera tilbúnar með litlum
fyrirvara og dveljast ef til
vill í lengri tíma á áður
ókunnugum stöðum.
„Ég hef verið tvo mán-
uði úti að vinna yfir sumar
og það var eiginlega of langur tími
fyrir mig,“ segir Sólveig. „Maður á
eiginlega að gera þetta svona í einn
mánuð í einu.“
„Ég er ofboðslega heimakær og
vil hafa fjölskylduna og vini mína
nálægt,“ viðurkennir Lúlla. „Maður
kemst samt svolítið yfir það þegar
maður fer að þekkja inn á þá borg
sem maður er í eða þegar maður
eignast nýja vini þar. Þá fer maður
að jafna sig á
þessu og þá
verður allt í
lagi að vera
aðeins leng-
ur.“
„London
fannst mér
heillandi,"
segir Rakel.
„Fólkið á um-
boðsskrifstof-
unni var því-
líkt indælt.
Það sem
heillaði mig
mest var að
upplifa annað
umhverfi.
Það er ekki
svo oft sem
ég hef farið
til útlanda en
það verður
breyting á
því.“
Japan
En hvernig
er það, fá fyr-
irsæturnar engu um það ráðið hvar
á plánetunni þær lenda?
„Þær hjá Éskimo finna fyrir okk-
ur skrifstofur á þeim stöðum sem
okkur langar til þess að starfa á,“
svarar Lúlla.
„Mig langar að fara til Japans
næsta sumar og það er verið að leita
að umboðskrifstofu fyrir mig þar,“
segir Sólveig.
Nú er hvorki Sólveig né Lúlla
með það sem hinn almenni heims-
borgari myndi kalla „hið týpíska
japanska útlit“. Það væri jafnvel
hægt að ganga svo langt að segja að
Lúlla væri fullkomin andstæða þess.
„Það er þess vegna sem þetta
gengur upp,“ segir Lúlla og brosir.
„Við vorum að labba um í kirkju-
garði í Japan, ég og Asi vinur minn,
af því að okkur langaði tO þess að
sjá bleiku trén í blóma. Þar var
stelpa sem sá mig og hélt að ég væri
engill á labbi um kirkjugarðinn. Ég,
eins ljóshærð og ég er. Hún sagði
mér þetta seinna þegar við hittumst
á tískusýningu."
Hér gæti lesandinn ef til vill farið
Kryddið tilveruna
með nýjum giftingarhringum
HREIN ORKfl!
Orkan í Leppin er öðruvísi samsett en orka í
hefðbundnum orkudrykkjum. Hún er samsett úr
flóknum kolvetnum (fjölsykrum) sem fara hægt
út í blóðið og halda þannig magni blóðsykurs
jöfnu og löngun í sykur minnkar. Líkaminn vinnur
sérlega vel úr Leppin-orkunni og því veitir hún
raunverulegt og langvarandi úthald.
j> Engin örvandi efni
Engin örvandi efni er að finna i Leppin. Þeir
sem drekka Leppin finna fljótt að örvandi efni
eru með öllu óþörf því Leppin stendur við gefin
loforð og veitir langvarandi orku og vellíðan.
að velta því fyrir sér hvort þessi um-
rædda stúlka hafi verið að meina
þessi orð sín bókstaflega eða ekki.
„Nei, ég ætla a.m.k. að vona
ekki,“ svarar Lúlla og stelpurnar
hlæja. „Fólkið í Japan er æðislegt,
Tókýó er skemmtilegt borg. Þetta
er svo rosalega ólíkt, ég var mjög
heilluð."
Því flottara blað,
því minna borgað
Ólíkt því sem margir halda þá eru
það ekki flottustu tískublöðin sem
sjá til þess að fyrirsæturnar eigi fyr-
ir kartöflum og salatblöðum í soðið.
Samkvæmt því sem stelpurnar
segja virðist slagorðið í tískuheimin-
um vera „því flottari blöð, því minna
borgað“.
„Flott verkefni t.d. í London era
ekki vel borguð, alls ekki,“ segir
Sólveig. „Það era frekar unglinga-
blöð eða vöralistar á borð við
Freemans sem borga mest. Maður
fær best borgað fyi-ir það sem er
ógeðslega hallærislegt. Til dæmis
vann ég fyrir Levi’s úti og fékk 15
þúsund kall fyrir. Það er svona tíu
sinnum minna en maður fær hérna
heima.“
Hver getur mögulega verið skýr-
ingin á þessu?
„Það er talað um að blöðin séu svo
flott, og þess vegna geti þau borga
minna,“ útskýrir Rakel.
„Fyrirsætubransinn gengur nátt-
úrlega líka út á það að koma sér á
framfæri og þess vegna vill maður
frekar vera í Levi’s-auglýsingu held-
ur en Freemans-vöralista," bætir
Lúlla við. „Þess vegna borga sumir
svona miklu betur til þess að maður
vinni einhvertímann fyrir þá líka.“
Stór hluti af þessari þróun gæti
einnig verið að það era ekki alltaf
peningarnir sem skipta máli heldur
eins og Rakel orðaði það þá „skiptir
svo miklu máli að vinna með
skemmtilegu fólki“.
„Þess vegna finnst mér svo gam-
an að vera á íslandi," segir Lúlla.
„Maður þekkir fólkið sem maður er
að vinna með.“
Allar era stelpurnar í skóla, með
aukavinnu og ætla að einbeita sér að
náminu í vetur. Næsta sumar verð-
ur svo aftur lögð áhersla á fyrir-
sætustörfin.
„Ég vona bara að verkfallið verði
ekki,“ segir Rakel og dregur djúpt
andann áhyggjufull.
Þetta virðist þó vera starfsgrein
sem þær stúlkumar hafa gaman af
og því er vel við hæfi að spyrja að
lokum, hvað ætlið þið að vinna við
þetta lengi?
„Ég geri þetta bai-a þangað til að
ég fæ engin verkefni lengur," svarar
Sólveig.
„Svo lengi sem þetta er skemmti-
legt,“ svarar Rakel.
„Þangað til að ég eignast fjöl-
skyldu eða geri eitthváð merkilegt,
eins og að fara í háskólann," svarar
Lúlla.
Þá vitum við það.