Morgunblaðið - 04.11.2000, Side 92
D34L
+ Borðtölvur
+ Fartölvur
+ Netþjónar
563 3000 -r- www.ejs.is
M0RGVNBLAÐ1Ð,KR1NGLUNN11,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5G91122, NETFANG: RITSTJ&MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTII
LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Farsími bjargaði er maður lenti undir vélskóflu úti í á
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Hörður Óskarsson vélamaður með fjölskyldunni heima í stofu á Selfossi.
Með honum á myndinni eru Sigurlaug Sigurðardóttir, kona hans,
Sigríður Ósk, dóttir hans, og sonurinn Birgir Örn.
Dyrnar þar sem vinnufélagar Harðar náðu honum undan gröfunni.
Lítill árangur af viðræðum fram-
haldsskðlakennara og rikisins í gær
Urslitalota í
kjaradeilunni
yfír helgina
Hélt að
- þetta
væri mitt
síðasta
Selfossi. Morgunblaðið
„ÉG bara lá þarna og beið, var alveg
rólegur eftir að ég náði sambandi
við Steypustöðina í gegnum símann.
Þeir hefðu ekki farið að undrast um
mig fyrren löngu seinna," sagði
Hörður Óskarsson, vélamaður hjá
Steypustöð Suðurlands, sem slapp
naumlega þegar vélskófla sem hann
var á valt á hvolf ofan í Tunguá
skammt ofan við Torfastaði í Grafn-
ingi um 11 kílómetra frá Selfossi.
Starfsmenn Steypustöðvarinnar
fluttu Hörð í skyndi á Sjúkrahús
Suðurlands þar sem hann fékk að-
hlynningu en fékk að fara heim um
kvöldið.
Húsið á vélinni lagðist saman
Óhappið varð um kl. 15.30 á
fimmtudag þegar Hörður var á leið
frá malarnámu ofan við Torfastaði í
/jrafningi. Þegar hann kom að
brúnni yfír ána lyfti hann malar-
skóflunni en hægra afturhjólið lenti
á brúarstöplinum og við það snerist
vélin út af veginum og valt síðan á
hvolf niður í ána. Húsið á vélinni
lagðist nánast saman og Hörður sat
gjörsamlega fastur undir 25 tonna
vélinni. Gálginn á skóflunni var uppi
og tók þungann af þannig að húsið
lagðist ekki alveg niður. Hörður
lenti á kafi í vatninu nema höfuðið
og vinstri öxlin. Hann náði til GSM-
símans í brjóstvasanum, sem ekki
fór á kaf, og gat hringt í starfsmenn
Steypustöðvarinnar sem fóru strax
til hjálpar og voru komnir á staðinn
nokkrum múiútum seinna.
GSM-síminn bjargaði
„Þegar vélin fór á hliðina reyndi
ég að henda mér niður og hélt satt
að segja að þetta væri mitt síðasta.
Vélin lenti í vatninu og seig siðan
lengra ofan í það. Ég gat ekki hreyft
mig og fékk fyrst innilokunarkennd
en svo dró ég bara djúpt andann og
einsetti mér að taka það rólega. Ég
náði súnanum en það var ekkert
samband inni í gröfunni svo ég
teygði höndina út úr húsinu og
heyrði þegar það var svarað. Þá
kallaði ég eins og ég gat og strák-
arnir heyrðu í mér og komu. Ég bað
þá að koma með gastæki, krafttaliu
og kúbein og lagði siðan á. Senni-
lega hef ég legið um 40 múiútur í
ánni en mér var ekki svo kalt á með-
an ég var þar, hef sennilega dofnað.
Sennilega hefði ég legið þarna í ánni
á annan tíma hefði ég ekki verið með
súnann svo það má segja að súninn
hafi bjargað mér,“ sagði Hörður
Óskarsson vélamaður sem ekki
kenndi sér neins meins eftir volkið í
ánni en sagðist þó vera svolítið stirð-
ur og með einhverjar skrámur.
„Við fórum Qórir upp eftir á
tveimur bflum og maður vissi ekkert
hvernig þetta var fyrr en við komum
á staðinn og þá datt okkur ekki ann-
að í hug en að þarna hefði orðið
banaslys," sagði Kjartan Ólafsson,
framkvæmdastjóri Steypustöðvar-
innar. „Við brutum hurðina upp og
slitum hana af og náðum honum
nokkuð auðveldlega undan vélinni.
Það var mikið lán að ekki fór verr
þama," sagði Kjartan.
LÍTILL árangur varð af sáttavið-
ræðum í kjaradeilu framhaldsskóla-
kennara og ríkisins í gær.
Reiknað er með nær samfelldum
fundahöldum í deilunni í húsnæði
sáttasemjara yfir alla helgina og á
mánudag en að óbreyttu hefst boðað
verkfall framhaldsskólakennara á
miðnætti á mánudagskvöld. Þórir
Einarsson ríkissáttasemjari sagði í
gærkvöldi að úrslitalotan í viðræð-
unum væri að hefjast og látið yrði
reyna á yfir helgina hvort samningar
takast án verkfalls. Hefur hann beð-
ið deiluaðila að tjá sig ekki um stöð-
una í viðræðunum yfir helgina.
Skólayfirvöld eru uggandi vegna
yfirvofandi verkfalls kennara og
hvetja þau nemendur sína til þess að
mæta í skólann þrátt fyrir að verk-
fall skelli á. „Við erum eiginlega
mest hrædd við góðærið, að góðærið
gleypi þá, því það er auðvelt að fá
vinnu og því hætt við að margir
freistist til þess að gera það,“ segir
Sigurborg Matthíasdóttir, aðstoðar-
skólameistari Menntaskólans við
Hamrahlíð.
Pétur Rasmussen, konrektor
Menntaskólans við Sund, segir að ef
verkfall skelli á verði skólinn eftir
sem áður opinn nemendum. Hann
sagði að kennslustofur yrðu reyndar
lokaðar en að bókasafn og annað
rými yrði opið nemendum.
Nemendur menntaskóla sem rætt
var við í gær sögðust ýmist ætla að
læra eða vinna ef til verkfalls kæmi
en einn nemandi sagðist ætla að
skella sér til Frakklands í viku.
Flestir nemendur virðast búast við
verkfalli og til marks um það eru
flestir framhaldsskólanna búnir að
skipuleggja svokallaða verkfalls-
dansleiki á þriðjudaginn, sama dag
og kennarar hafa boðað verkfall.
Kennarar í Verzlunarskólanum
boða verkfall 13. nóvember
Kennarar í Verzlunarskóla ís-
lands samþykktu í atkvæðagreiðslu í
gær að boða verkfall frá og með 13.
nóvember. 63 voru á kjörskrá og af
þeim greiddu 58 atkvæði eða 92,06%.
Já sögðu 43 eða 74,14%. Nei sögðu
12 eða 20,69%. Auðir og ógildir seðl-
ar voru þrír.
■ Hræddust við/46-47
----------------
Bílvelta á
Borgarfjarðarbraut
• •
Okumaður
slapp lítið
meiddur
ÖKUMAÐUR jeppa slapp lítið
meiddur eftir að bifreið hans hvoifdi
á Borgarfjarðarbraut skammt frá
Varmalandi um níuleytið í gær-
kvöldi.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi missti ökumaðurinn stjórn á
bílnum í beygju vegna ísingar á veg-
inum. Fór bíllinn hálfa veltu og end-
aði á hvolfi ofan í skurði. Ökumaður-
inn, sem var einn í bílnum, var í
bílbelti og telur lögreglan aðspurð að
það kunni að hafa átt þátt í því hve
ökumaðurinn meiddist lítið. Hann
hlaut nokkrar skrámur.
Alvarleg líkams-
árás á Barónsstíg
KONA á þrítugsaldri varð fyrir al-
varlegri líkamsárás á heimili sínu
^fcið Barónsstíg í gærkvöldi. Unn-
usti konunnar sparkaði í andlit
hennar með þeim afleiðingum að
tvær tennur brotnuðu auk þess
sem hún hlaut aðra áverka í and-
liti.
Lögreglan í Reykjavík handtók
manninn við heimili konunnar og
færði í fangageymslur. Maðurinn
var undir áhrifum áfengis. Hann
verður yfirheyrður í dag. Konan
var flutt á slysadeild Landspítala -
háskólasjúkrahúss en fékk að fara
heim að lokinni aðhlynningu.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ljósahátíð hafin
HÁTÍÐIN Ljósin í norðri hófst í Reykjavík í gær en hún þriggja, Reykjavíkur, Helsinki og Bergen. Tilgangur
mun teygja anga sína víða um borgina. Meðal annars hátiðarinnar er að virkja myrkur og kulda vetrar-
hefur þremur lýsandi gróðurhúsum verið komið fyrir á mánaðanna á norðurslóðum á jákvæðan hátt til list-
Lækjartorgi eins og hér má sjá. sköpunar og skemmtunar.
Hátíðin stendur fram á mánudagskvöld og er hún ____________________________________
samstarfsverkefni norrænu menningarborganna ■ Möguleikarnir/34