Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUN BLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Asgrímsson um ævisögu Steingríms Hermannssonar Reynir að koma sér undan ábyrgð í umdeildum málum HALLDÓR Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, segist telja að í nýrri ævisögu Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi for- manns flokksins og fyrrverandi forsætisráð- herra, sé hann að reyna að koma sér undan ábyrgð á umdeildum málum. Hann segir að hann hafi haft forystu um gerð EES-samnings- ins og gerð hans hafi verið mjög langt komin við ríkisstjórnarskiptin 1991. Halldór kannast heldur ekki við að ágreiningur hafí verið milli hans og Steingríms um setningu laga um stjórn fískveiða. í viðtali við Morgunblaðið í dag svarar Hall- dór m.a. frásögn Steingríms af tilurð kvótakerf- isins og EES-samningsins. Steingrímur segir í bókinni að hann hafi alla tíð haft efasemdir um kvótakerfíð. Halldór hafi hins vegar knúið mál- ið í gegn og hafí haft um það meira samráð við hagsmunaðila í sjávarútvegi en samherja sína í flokknum. Halldór segist ekki kannast við að ágrein- ingur hafi verið milli sín og Steingríms þegar unnið var að því að móta lög um stjórn físk- veiða. Steingrímur hafí tekið þátt í þeirri vinnu og haft skilning á mikilvægi þess að koma sjáv- arútveginum út úr þeim vanda sem hann var í. „Eg er þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á því sem þeir stóðu að. Allt starf- Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins ið var unnið í ríkisstjórnum sem voru meira og minna undir forystu Steingríms Hermannsson- ar og þar af leiðandi ber hann fulla ábyrgð á því,“ segir Halldór. Halldór segir ennfremur að Steingrímur hafí haft forystu um gerð EES-samningsins, en hann hafí snúist til andstöðu við hann eftir kosningarnar 1991. Málið haíi þá verið komið mjög langt og Framsóknarflokkurinn hafi farið í kosningarnar vorið 1991 undir þeim merkjum að ljúka gerð samningsins. „ Þegar ég fór yfir málið eftir kosningar og það sem ég hafði sagt um það þá var mér lífsins ómögulegt að velta mér algerlega yfir á hina hliðina í afstöðu minni. Eg átti erfitt með að skilja það hvernig Steingrímur ætlaði að halda efnislega á málinu." Gagnrýnin vatn á myllu andstæðinga flokksins Halldór segist telja að gagnrýni Steingríms á afstöðu Framsóknarflokksins í stóriðju- og umhverfismálum, eftir að hann lét af for- mennsku í flokknum, hafi verið ómakleg. „Það er alveg ljóst að það er tekið meira eftir gagnrýni fyrrverandi forystumanna en annarra í erfiðum og viðkvæmum málum. Það er afar auðvelt að nýta sér þá gagnrýni sjálf- um sér til framdráttar og ég er alveg sann- færður um það að sú einkunn sem Steingrím- ur hefur verið að gefa okkur félögunum með ýmsum hætti hefur verið vatn á myllu and- stæðinga flokksins." ■ Gagnrýni Steingríms/10-11 Áberandi rykmengun í Reykjavík GULAR skýjaslæður hafa sveipað Esjurætur og verið áberandi við sjóndeildarhring Reykjavíkur und- anfarna daga. Birna Hallsdóttir, sérfræðingur í umhverfisvöktun hjá Hollustu- vernd ríkisins, sagði í samtali við Morgunblaðið að rykmengun í lofti væri áberandi meiri nú en áður hefur þekkst á árinu. Aukninguna má að sögn Birnu rekja að nokkru til nagladekkjanna sem borgar- búar hafa nú margir tekið í notkun auk þess sem veðurskilyrði undan- farinna daga geri mengunina sýni- legri. „Veðursæld með miklum stillum veldur því að lítil lóðrétt blöndun verður í loftinu þannig að mengun- in hleðst upp. Við sjáum oft svona toppa í mengun í nóvember og desember og svo aftur á vorin. Veturinn í fyrra var þó undan- tekning á þessu þar sem mikil og jöfn snjókoma batt rykið og hreinsaði loftið," sagði Birna. Spurð um skaðsemi mengunar- skýjanna sagði Birna að vissulega væri svona uppsöfnuð mengun skaðleg þar sem rykið í andrúms- loftinu væri afar fíngert og færi ofan í lungu fólks. Morgunblaðið/RAX Hangikjötið er nátengt jólahaldinu í hugum flestra íslendinga, enda lætur nærri að um 330 tonna sé neytt um hátíðarnar. Það er ekki verra ef kjötið er kofareykt, eins og tíðkast vfða til sveita, en á myndinni skoða þær Áslaug Árnadóttir, María Eir Jónsdóttir og Jóhanna Sveinsdóttir jólahangikjötið. Söluaukning á lambakjöti í fyrsta sinn í mörg ár I FYRSTA sinn um margra ára skeið er markaðurinn fyrir lambakjöt að stækka og hefur verið í mikilli sókn allt frá þvf í apríl í vor, að sögn Özurs Lárus- sonar framkvæmdastjúra Lands- samtaka sauðfjárb;enda. Söluaukningin sfðasta árs- fjóröunginn nemur 12,4% frá sama tíma í fyrra og á ársgrund- velji er söluaukningin 5,3%. Özur sagði að þetta væri í fyrsta skipti í mörg ár sem kindakjötssalan væri að aukast, en hún hefði minnkað ár frá ári undanfarin ár. „Nú er þetta aukning í fyrsta skipti í mörg ár og í fyrsta skipti í áratugi eru engar birgðir til í landinu. Það rétt small saman þegar sláturtíð hófst í' haust að það væri til nóg af lambakjöti í landinu. Þetta svokallaða lambakjötsfjall, það er bara búið,“ sagði Özur. Gæti orðið skortur á lambakjöti Hann sagði að framleiðslan á kindakjöti næmi rúmlega 10.600 tonnum si'ðustu tólf mánuðina og markaðshlutdeild lambakjötsins væri um 37,2% á sama ti'mabili. Özur sagði að framleiðslan hefði aðeins aukist á þessu ári, en þeir sæju fram á minni fram- leiðslu á næsta ári vegna upp- kaupa á grciðslumarki, en 32-33 þúsund ærgildi myndu hverfa út núna vegna þess. Aðspurður hvort hugsanlega stefndi í skort á lambakjöti á næsta ári, sagði Özur að ef framhaid yrði á þeirri söluaukn- ingu sem orðið hefði síðasta ársfjórðunginn og ef Banda- ríkjamarkaður stæði undir væntingum, en hann hefði tekið vel við og vildi fá meira, þá gæti það allt eins orðið að skortur yrði á lambakjöti. „Við erum að sjá að það er eftirspurn eftir þessu bæði hérlendis og erlend- is,“ sagði Özur ennfremur. Nefndarálit meirihluta fjárlaga- nefndar vegna fjáraukalaga Utgjöld aukast um tvo millj- arða króna ÚTGJÖLD fjáraukalaga aukast um rúma tvo milljarða króna nái 42 breytingartillögur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar fram að ganga. Meðal viðbótarútgjalda sem lögð eru til í nefndarálitinu má nefna 700 milljóna kr. tímabundna viðbót- arfjárveitingu til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, sem ætlað er að koma til móts við vanda sveitarfélaga sem ekki hafa möguleika á að draga úr rekstri og þjónustu til samræmis við fækkun íbúa og samdrátt í tekjum. 175 milljóna aukin útgjöld vegna lyfja Þá er gerð tillaga um 175 millj- óna kr. hækkun á framlagi til lyfja- mála, en endurmat á útgjöldum þess málaflokks miðað við fyrstu tíu mánuði ársins benda til þess að út- gjöldin verði 4.765 milljónir kr. á yfirstandandi ári. Hins vegar er lögð til 30 milljóna kr. lækkun út- gjalda vegna sjúkraþjálfunar og 25 milljóna kr. lækkun útgjalda vegna tannlækninga í ljósi endurmats á útgjöldum vegna þessa. Framlög til Vegagerðarinnar aukast um 100 milljónir kr. til nýframkvæmda vegna olíuverðs- hækkana. Hagstofan fær 35 millj- óna kr. viðbótarframlag til að mæta ófyrirséðum kostnaðarauka, m.a. vegna gerðar nýs tölvukerfis. Loks er lögð til að fjárheimild vegna gjaldfærðra vaxta verði auk- in um 500 milljónir kr. til viðbótar við það sem þegar hafði verið ákveðið í frumvarpinu og að greiðsluheimild verði aukin um 580 milljónir kr. Fram kemur að við endurmat sé nú talið að bæði gjald- færðir og greiddir vextir af erlend- um skammtímalánum verði um 330 millj. kr. hærri á árinu. Stafar það annars vegar af hækkun erlendra gjaldmiðla gagnvart íslensku krón- unni og hins vegar að ekki hefur reynst unnt að lækka stöðu þessara erlendu skammtímalána eins mikið og áætlað hafði verið. Þá er af sömu ástæðum reiknað með því að vextir af erlendum langtímalánum hækki um 130 milljónir kr. Þjóðleikhúsið fær 66 milljóna kr. aukafjárveitingu, samkvæmt tilög- um meirihlutans í fjárlaganefnd, til þess að gera upp skuld sína við B- deild Lífeyrissjóðs starfsmanna rík- isins vegna hlutdeildar í lífeyris- hækkunum fyrrverandi starfs- manna og lögð er til 90 milljóna kr. hækkun á framlagi til kennslu í Há- skóla íslands vegna fjölgunar nem- enda. Tvö innbrot á pítsustaði BROTIST var inn í Pizzahöllina á tveimur stöðum á höfuðborgarsvæð- inu í fyrrinótt, og tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir við þriðja útibú íyrirtækisins. Lögreglan hafði í gær ekki náð þjófinum eða þjófunum en ekki er talið ólíklegt að um sömu aðila geti verið að ræða. í Pizzahöllinni í Þönglabakka var farið inn um brotna rúðu og þaðan stolið óverulegri skiptimynt. Skömmu síðar var til- kynnt um innbrot í Pizzahöllina á Austurströnd á Seltjarnarnesi. Þar hafði rúða verið brotin að framan- verðu og 70 þúsund krónum stolið. Einnig var lögreglu tilkynnt um mannaferðir við Pizzahöllina á Dal- braut en tilraun ekki gerð til inn- brots. Rennir þetta stoðum undir grun um að sömu þjófar hafi verið á ferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.