Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MOROUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
GOLFSAMBAND íslands, GSÍ,
hélt á dögunum golfmót á ír-
landi í samvinnu við ferðamála-
ráð írlands og ferðaskrifstofuna
Samvinnuferðir-Landsýn. Mótið
fór fram á Druids Glen-golfvell-
inum sem er í hálftíma aksturs-
fjarlægð suður af höfuðborginni
Dublin. Þrjú lið skipuð sex ís-
lenskum kylfingum áttust við í
liðakeppni sunnudaginn 29.
október og má með sanni segja
að formlegur endir á íslensku
golfvertíðinni árið 2000 hafi
verið eftirminnilegur - enda
ekki á hverjum degi sem leikið
er í svartamyrkri á íslensku
golfmóti.
Sigurður
Elvar
Þórólfsson
skrifar
Druids Glen-golfvöllurinn í
Wicklow-sýslu er aðeins
kornabarn í samanburði við marga
aðra fræga golfvelli
á Bretlandseyjum
enda aðeins fimm ár
síðan völlurinn var
formlega opnaður.
Stærsti árlegi golfviðburðurinn á
íriandi, Opna írska golfmótið, var
haldið á vellinum fjögur ár í röð og
það fyrsta var aðeins einu ári eftir
formlega opnun vallarins.
Atvinnukylfingar á evrópsku
mótaröðinni völdu hinn 6.300 metra
langa Druids Glen sem besta golf-
völlinn sem leikið var á í mótaröð-
inni árið 1999 og aðstandendum
vallarins þykir það mikil viðurkenn-
ing á gæðum hans. Klúbbhúsið er
gamalt herrasetur, reist árið 1760,
og hálfri öld síðar var setrið stækk-
að töluvert en í dag er aðstaðan fyr-
ir kylfinga og aðra gesti klúbbsins
fyrsta flokks.
Frábrugðinn öðrum
golfvöllum á írlandi
Aðalhönnuðir vallarins eru þeir
Pat Ruddy og Tom Craddock og
margir sem komið hafa á völlinn
hafa sagt að Druids Glen sé nokk-
urs konar „Augusta-völlur Evrópu“
enda eru margar holur vallarins
einstakt augnayndi. Margbreytileg-
ur trjágróður í fjölbreyttu landslagi
gerir að verkum að Druids Glen er
mjög ólíkur dæmigerðum „Links-
velli“ eða strandvelli á Bretlands-
eyjum. íslensku keppendurna
skorti oft lýsingarorð er þeir léku á
vellinum og aðeins Björgvin Sigur-
bergsson hafði leikið völlinn áður.
Það vakti athygli blaðamanns og
annarra sem með voru í för að
ástand vallarins í lok október var
eins og um hásumar á Islandi.
Þrátt fyrir mikla úrkomu dagana
fyrir mótið var völlurinn þokkalega
þurr og að sjálfsögðu höfðu flatir
og brautir verið slegnar fyrr um
daginn.
Ljósmynd/Páll Ketilsson
Druids Glen er
engum líkur
Kolbrún Sól Ingólfsdóttir slær hér af 8. teig Druids
Glen. Brautin er par 3, um 130 metra löng og þarf að
slá yfir vatn til að ná inn á flötina. Ragnhildur Sigurð-
ardóttir fylgist vel með tilburðum Kolbrúnar og við
flötina grillir í íslenska sjónvarpsupptökumenn.
íslensku kylfingarnir létu stormasamt veður á írlandi ekki aftra sér frá því
að leika á einum af athyglisverðustu golfvöllum Evrópu, Druids Glen. Hóp-
inn skipuðu þau: Björgvin Sigurbergsson (GK), Kolbrún Sól Ingólfsdóttir
(GK), Ragnhildur Sigurðardóttir (GR), Ottó Sigurðsson (GKG), Herborg Arn-
arsdóttir (GR) og Tryggvi Pétursson (GR).
Tóku áhættu í
upphafshöggunum
Fyrirkomulag keppninnar var
með þeim hætti að Kolbrún Sól
Ingólfsdóttir (GK) og íslands-
meistarinn Björgvin Sigurbergsson
(GK) skipuðu eitt lið af þremur.
Ragnhildur Sigurðardóttir (GR) og
Ottó Sigurðsson (GKG) léku saman
og þriðja liðið var skipað GR-félög-
unum Tryggva Péturssyni og Her-
borgu Arnardóttur. Liðin þrjú
kepptu um 500 þúsund króna pen-
ingaupphæð en keppendur fengu
ekkert í sinn hlut þar sem féð var
eymamerkt unglingastarfi GSI.
Allir keppendurnir slógu upp-
hafshögg en liðin þurftu síðan að
velja hvaða bolta ætti að leika í
framhaldinu eftir upphafshöggin og
slógu þá til skiptis þar til holunni
var lokið. Keppnisfyrirkomulagið
gerði það að verkum að liðin gátu
tekið meiri áhættu í öðru upphafs-
högginu og leikið hinu af meira ör-
yggi ef þess þurfti. Þar sem um
holukeppni var að ræða gátu liðin
tekið upp boltann sinn ef illa gekk á
einstökum holum og ekki lengur
möguleiki á að vinna holuna.
Er líða tók á keppnina var ljóst
að þau Ragnhildur og Ottó stóðu
best að vígi fyrir lokaátökin en
Herborg og Tryggvi gátu sett strik
í reikninginn. Aðaláhyggjuefni
þeirra sem að mótinu stóðu var
dagsbirtan, en breyting yfir á vetr-
artíma daginn áður gerði það að
verkum að það dimmdi mun fyrr en
reiknað hafði verið með. Eftir 9 hol-
ur var brugðið á það ráð að flýta
leik og 10. og 11. holan aðeins skoð-
aðar úr fjarlægð og farið var beint
á 12. teig og haldið áfram að leika í
fínu veðri.
Svartamyrkur - en
„vitinn“ lýsti keppendum leið
Á 16. holu var ljóst að dagsbirt-
unnar myndi ekki njóta við miklu
lengur. Menn urðu áhyggjufullir
þar sem sjónvarpsupptakan var í
fullum gangi en kylfingarnir sex
höfðu minni áhyggjur af því og
héldu ótrauðir áfram. Lokahola
vallarins er mikið augnayndi og hið
glæsilega klúbbhús stóð eins og
upplýstur viti við 18. flötina en það
veitti ekki af birtunni. Fljóðljósin
voru ekki fyrir hendi á Druids Glen
en þrátt fyrir það fundu allir kepp-
endurnir upphafshögg sín með
góðri hjálp frá aðstoðar- og fylgd-
armönnum. Höggin inn á flötina
gengu furðulega vel miðað við að-
stæður - svartamyrkur - og á 18.
flötinni réðust úrslit mótsins. Ragn-
hildur og Ottó sigruðu eftir nokkuð
harða keppni við Herborgu og
Tryggva, en Kristín Sól og Björg-
vin áttu ekki lengur möguleika er
komið var að 18. teig. Keppendur
voru mjög ánægðir með ógleyman-
legt mót, völlurinn er hreint út sagt
stórkostlegur en er ekki hannaður
fyrir golfleik í myrkri.