Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ftforgifiiHftfeife STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MÝVATN OG VARÚDARREGLA AÐALHEIÐUR Jóhannsdóttir, lögfræðingur, sem stundar dokt- , orsnám í umhverfísrétti við Uppsala-háskóla, skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið hinn 12. nóvember sl. þar sem hún fjallaði um svonefnda varúðarreglu í tengslum við deilur um kísjlgúrvinnslu við Mývatn. í upphafí greinarinnar segir Aðal- heiður Jóhannsdóttir: „Það er óhætt að segja, að blað hafí verið brotið í íslenzk- um umhverfisrétti með úrskurði um- hverfisráðherra hinn 1. nóvember sl. en til úrskurðar var kærður úrskurður Skipulagsstofnunar um kísilgúrvinnslu úr Mývatni frá 7. júlí sl. Ekki aðeins tel- ur ráðherra að byggt sé á varúðarregl- unni í úrskurðinum frá 7. júlí sl., hann telur greinilega eina varúðarreglu vera til og vísar til reglu 15 í Ríó-yfirlýsing- unni frá 1992. Sú tilvísun er í sjálfu sér afar jákvæð og ber að fagna því, að ís- lenzk umhverfisyfirvöld telji sig vera lagalega bundin af reglu 15. En því mið- ur er tilvísun til þessarar reglu byggð á nokkrum misskilningi um innihald og lagalegt gildi og lýsir djúpstæðri van- þekkingu í umhverfisrétti. Staðan er ekki svona einföld.“ Síðan fjallar höfundur almennt um varúðarreglu og víkur síðan að því, hvernig hún birtist í úrskurði skipulags- stjóra frá 7. júlí og segir: „Eg tel að í úrskurðinum hafi ekki verið fylgt neinni varúðarreglu. Framkvæmdaraðili naut alls vafa, sem kom fram í mati á um- hverfisáhrifum, öðrum gögnum og flest- um umsögnum og í úrskurðinum sjálf- um, þrátt fyrir að ekki leiki nokkur vafi á að það ríkir vísindaleg óvissa um það, hvort og hvernig áhrif kísilgúrnám hef- ur á lífríki Mývatns. Þetta má einfald- lega lesa út úr óendursögðum og óstytt- um gögnum málsins og fylgiskjölum og kemur þar að auki fram í úrskurðinum sjálfum og niðurstöðum hans.“ Loks segir Aðalheiður Jóhannsdóttir: „Ég tel, að í úrskurðinum frá 7. júlí sl. hafi verið komizt að þeirri niðurstöðu, að kísilgúrvinnslan á námusvæði 2 hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og að ekki hafi verið beitt varúðarreglu í úrskurðinum og því síður í úrskurði um- hverfisráðherra frá 1. nóvember sl. Jafnframt tel ég að hin íslenzka varúðar- regla umhverfisráðherra sé ekki í neinu samræmi við reglu 15 í Ríó-yfirlýsing- unni né nokkra aðra varúðarreglu." Stefán Thors, skipulagsstjóri ríkis- ins, segir í samtali við Morgunblaðið á laugardag fyrir viku, að hann sé ósam- mála Aðalheiði Jóhannsdóttur. Hann vísar til þess, að í úrskurði Skipulags- stofnunar frá sl. sumri segi m.a. svo: „Islendingar hafa með alþjóðlegum samningum skuldbundið sig til að hafa svokallaða varúðarreglu að leiðarljósi. I henni felst að ekki megi nota vísinda- lega óvissu til að heimila framkvæmdir, náttúran eigi að „njóta vafans“.“ Síðan vísar skipulagsstjóri til um- sagnar Skipulagsstofnunar hinn 9. október sl., en þar segir m.a.: „Niður- staða úrskurðarins varðandi námu- svæði 2 byggist hins vegar á því, að sýnt hafi verið fram á við aðra athugun að unnt sé að vinna kísilgúr á námusvæði 2 án þess að vinnsla þar hafi í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif. Vegna þýð- ingar svæðisins sé hins vegar nauðsyn- legt að leyfisveitingar til efnistöku á námusvæði 2 byggist á mjög ítarlegum framkvæmdalýsingum og áætlunum, sem og afdráttarlausum vöktunaráætl- unum og viðmiðun um hvenær vöktunarmælingar kalli á breytingar á framkvæmdum eða stöðvun fram- kvæmda.“ I Morgunblaðinu í fyrradag birtust hins vegar stutt viðtöl við Magnús Jó- hannsson, ráðuneytisstjóra í umhverf- isráðuneytinu og Siv Friðleifsdóttur, umhverfisráðherra. Ráðuneytisstjór- inn segir: „Við tjáum okkur ekki um úrskurði ráðuneytisins. Þeir eru rök- studdir í heild sinni.“ Umhverfisráðherra segir: „Þetta er úrskurður okkar eftir mjög faglega og ígrundaða umfjöllun og hann skýrir sig sjálfur.“ Þetta geta ekki talizt fullnægjandi svör frá umhverfísráðuneyti. Lögfræð- ingur með sérþekkingu á sviði umhverf- isréttar setur fram rökstudda gagnrýni á niðurstöðu ráðuneytis og Skipulags- stofnunar ríkisins. Skipulagsstjóri bregst þannig við að hann svarar með rökum og ljóst að ágreiningur hans og Aðalheiðar Jóhannsdóttur byggist á mismunandi túlkun á fyrirliggjandi gögnum. Ráðuneyti umhverfismála veitir hins vegar engin efnisleg svör. Þegar um svo mikilvægt mál er að ræða og gagnrýni, sem er byggð á faglegri þekkingu og efnislegum rökum, verður að gera þá kröfu til ráðuneytisins að það veiti efn- isleg svör. Það er liðin tíð að stjórnvald geti afgreitt rökstudda gagnrýni með þessum hætti. SL. FIMMTUDAG birtist hér í Morgunblaðinu frásögn af Fé- lagi áhugafólks um menningar- fjölbreytni, sem nýlega var stofnað á Vestfjörðum. I þeirri frásögn kom fram að félagið, sem nefnist Rætur var stofnað í október sl. en aðdraganda að stofnun þess megi rekja til ársins 1992, þegar haldinn var alþjóðatrúarbragðadagur fyrir vest- an og kom þá í ljós að í byggðunum við Djúp bjó fólk af 22 þjóðemum. Frá árinu 1998 hefur verið efnt til alþjóðlegrar hátíðar á Vestfjörðum og sama ár var settur upp bás á atvinnuvegasýningu, sem þar var haldin. Markmiðinu með því lýsir Inga Dan, formaður fé- lagsins, með þessum orðum í samtali við Morgun- blaðið: „Við höfðum verið að velta fyrir okkur þeim atgervisflótta, sem einkenndi vestfirzkt samfélag. Við missum margt ungt og kraftmikið fólk frá okkur, sem skilur eftir sig stórar eyður í samfélaginu og atvinnulífinu. En hingað hefúr þó flutzt mjög vel menntað og hæfileikaríkt fólk frá öðrum löndum, sem er ekki gefinn kostur á að nýta starfskrafta sína og frumkvæði sem skyldi. Þetta er að okkar mati ansi öfugsnúið og lá því beint við að við settum upp bás á atvinnuvegasýn- ingunni til að vekja athygli á þeim möguleikum, sem felast í aðkomulolki." Á næsta ári verður opnuð svonefnd nýbúamið- stöð á Vestfjörðum. En jafnframt hafa komið fram hugmyndir um að landsmiðstöð um málefni nýbúa yrði staðsett þar, sem ekki er einhugur um. Þegar Inga Dan er spurð um rökin fyrir því að koma slíkri starfsemi fyrir á Vestfjörðum segir hún í samtali við Morgunblaðið sl. fimmtudag: „í sjálfu sér ekki önnur en þau að það er mjög brýnt að landsbyggðin fái að leika fleiri hlutverk í þjóð- félaginu en hingað til hefur tíðkazt. Eg hef gjam- an líkt ástandinu núna við jafnréttisbaráttu kvenna fyiir um 20-30 árum. Þá höfðu konur af- skaplega takmarkað verksvið og hlutverk þeirra var mjög takmarkað. Karlar treystu konum ekki fyrir fleiri hlutverkum. Eg skynja landsbyggðina núna í nákvæmlega sömu spomm. Höfuðborgar- svæðið treystir okkur ekki fyrir öðram hlutverk- um en fiskvinnslu og framleiðslu landbúnaðar- afurða. Það hlýtur hver maður að sjá hvert stefnir ef þeirri þróun verður ekki snúið við.“ Líklega er hvergi á landinu búsett stærra hlut- fall fólks af erlendum upprana en á Vestfjörðum. Það fer tæpast á milli mála, að ekki væri hægt að halda uppi nægilegri atvinnustarfsemi í þeim landshluta ef ekki kæmi til fjöldi fólks, sem þang- að hefur flutt frá öðram löndum. Vestfirðingar hafa af þessum sökum meiri og fjölbreytilegri reynslu af sambúð með fólki af erlendum upprana en nokkurt annað byggðarlag á íslandi. Og það er sérstaklega ánægjulegt að sú sambúð hefur verið mjög góð. Frá Vestfjörðum hafa borizt sáralitlar fréttir af vandamálum í þeirri sambúð. Hitt fer ekki á milli mála, að sá tiltölulega stóri hópur fólks, sem þangað hefur flutt frá útlöndum hefur auðgað mjög mannlífið og menningarlífið á Vest- fjörðum. Að því leyti til geta Vestfirðir sýnt okkur í hnotskurn hver gera má ráð fyrir að þróunin verði um land allt á næstu áram og áratugum. Við íslendingar eram víðförlir og höfum setzt að víða um heim. Okkur finnst það sjálfsagt. Við teljum það hluta af sjálfsögðum mannréttindum að geta búið í öðra landi ef okkur sýnist svo. Einu gildir hvort um er að ræða Norðurlönd, þar sem flestir íslendingar búa, ef ekki era taldar með ís- lendingabyggðimar í Vesturheimi, önnur Evrópulönd, Asíulönd eða hvaða hluti heims sem er. Þessi réttur er að sjálfsögðu gagnkvæmur. Með sama hætti og við ætlumst til að geta fest rætur í öðru landi, ef svo ber undir, er eðlilegt að fólk frá öðram löndum ætlist til hins sama hér. Og það er jafn sjálfsagt að fólk af 22 þjóðernum búi á Vestfjörðum eða hvar sem er á íslandi eins og að við búum hvar sem er í heiminum. Við höfum takmarkaða reynslu af búsetu fólks frá öðram löndum á íslandi. Hér bjuggu að vísu um aldir danskir embættismenn en þeir vora fáir. Eftir að íslenzkir æskumenn fóra að leita til náms í öðram löndum að einhverju marki nokkuð snemma á öldinni komu þeir heim með erlenda maka sér við hlið, sérstaklega frá Danmörku eða öðram Norðurlöndum, eitthvað frá Þýzkalandi og öðrum löndum. Þetta fólk aðlagaðist íslenzku þjóðfélagi vel. Fyrir heimsstyijöldina síðari og í kjölfar henn- ar kom hingað nokkur hópur vel menntaðra tón- listarmanna, flestir frá þýzkumælandi þjóðum, sumir af Gyðingaættum. Segja má að þeir hafi haft byltingarkennd áhrif á íslenzkt menningai-- líf. Eftir stríð komu hingað allmargar þýzkar kon- ur til starfa, ekki sízt í sveitum. Enn gerðist það, að þær aðlöguðust íslenzku samfélagi vel. Vegna Víetnamstríðsins var töluverðm- hópur flóttamanna frá Víetnam landlaus og dreifðust þeir víða um heim. M.a. kom nokkur hópur þeirra hingað. Þegar fyrstu flóttamennirnir komu fyrir aldaiíjórðungi eða tæplega það, gat ritstjórn Morgunblaðsins merkt fyrstu vísbendingar um andstöðu við að útlendingar flyttust hingað til lands. Nafnkunnir einstaklingar höfðu samband við ritstjóm blaðsins, vöruðu við því sem í vænd- um væri og töldu, að fleiri mundu fylgja í kjölfar- ið. Þegar þessum nafnkunnu einstaklingum var boðið að lýsa skoðunum sínum undir eigin nafni á síðum blaðsins var því boði hafnað á þeirri for- sendu, að stöðu sinnar vegna gætu þeir ekki blandað sér í þessar umræður á opinberam vett- vangi. Reynslan af flóttafólkinu frá Víetnam hefur verið afar góð. Þeir og aðrir, sem fylgt hafa í kjölf- ar þeirra hafa fest hér rætur, komið upp myndar- legum atvinnurekstri, auðgað íslenzkt þjóðlíf og era fyrirmyndarþegnar í íslenzku samfélagi. I þessari sambúð fólks af ólíku þjóðemi hafa ekki komið upp önnur eða meiri vandamál, en upp koma á meðal Islendinga sjálfra. Nú er svo komið, að við Islendingar leitum skipulega eftir því, að útlendingar flytjist hingað til lands. Það verður sífellt erfiðara fyrir okkur að halda atvinnulífi okkar gangandi af fullum krafti án þess að fá fleii-a fólk hingað. Engum dettur í hug að draga úr umsvifum eða framkvæmdum vegna skorts á mannafla. Viðbrögðin era alltaf þau að leita eftir því að fá hingað fólk frá öði’um löndum. Það væri hins vegar barnaskapur að halda, að eftir því, sem fólki fjölgar af mismunandi þjóð- ernum, með mismunandi trúarbrögð og frá öðr- um menningarheimum en við þekkjum, eigi ekki eftir að koma hér upp áþekk vandamál og komið hafa upp annars staðar. Það er tæpast hægt að segja að þau séu komin upp en það má sjá vís- bendingar hér og þar um að við þeim má búast. Fyrir skömmu var haldinn foreldrafundur í skóla á höfuðborgarsvæðinu til þess að ræða vanda, sem upp var kominn vegna þess að stúlka, íslenzk stúlka, var lögð í einelti í skólanum. Móðir í hópnum, sem hafði haft spurnir af því hjá dóttur sinni, að þrjár stúlkur í skólanum af serbneskum ættum, væra einangraðar og afskiptar, spurðist fyru- um, hvað hefði verið gert til þess að taka á þeim vanda. í ljós kom, að ekkert hafði verið gert. Liggur þó í augum uppi, að tilfinningalegur vandi stúlknanna þriggja af serbneskum ættum var ekki minni en íslenzku stúlkunnar, sem lögð var í einelti. Nú hefur það áreiðanlega ekki verið ætlun skólayfirvalda að mismuna nemendum eftir þjóð- erni. Líklegra er að hér hafi hugsunarleysi ráðið því, að ekkert var gert í málum stúlknanna af serbneskum ættum fyrr en athygli var vakin á vanda þeirra. Fyrr á þessu ári var hér á ferð einn af leiðara- höfundum bandaríska stórblaðsins The New York Times. Hann spurði viðmælanda sinn, hvort það væri satt, að hér hefðu ekki skapast nein vandamál vegna fjölgunai- útlendinga á íslandi, sem orð væri á gerandi. Honum var sagt, að það væri satt. Kynþáttahatur þrífst ekki sízt vegna menntun- arleysis og þar sem fólk er illa upplýst. Að þessu leyti njótum við, sem búum hér á íslandi sér- stöðu. Þjóðin er vel menntuð og hún er vel upp- lýst. Við höfum öll tækifæri til að byggja hér upp fyrirmyndarþjóðfélag á mörgum sviðum og þ. á m. að því er varðar búsetu fólks af öðram þjóð- ernum á íslandi. Þessi málefni hafa lítið verið rædd fram til þessa. Að einhverju leyti er það vegna þess, að það hafa ekki verið sérstök tilefni til að ræða þau. Að öðra leyti hefur kannski leynzt sá ótti með mönnum, ekki sízt á fjölmiðlum, að umræður gætu leitt til þess, að vandamál, sem ekki væra til staðar, yrðu til. Nú hefur fólki af erlendum upprana hins vegar fjölgað svo mikið að það koma upp margvísleg viðfangsefni, sem ráða þarf fram úr og það á ekki sízt við um tungumálakunnáttu. Vafalaust er íslenzka erfið viðureignar fyrir út- lendinga. Þó er nokkuð ljóst, að þeir munu eiga erfitt með að verða eðlilegir þátttakendur í ís- lenzku samfélagi nema með því að læra íslenzku. Þessi vandi er fyrst og fremst bundinn við fyrstu kynslóð þeirra, sem hingað flytja. Bömin læra ís- lenzku fljótt og vel. Það er ánægjulegt og skemmtilegt að fylgjast með börnum og ungling- um og ungu fólki af mismunandi þjóðernum og mismunandi litarhætti tala lýtalausa íslenzku. Fyrir þá, sem eldri era, er það stundum óvænt en Forystugreinar Morgunblaðsins 2$. nóvember 1955 „Það eru ekki Sjálfstæðismenn, sem skapað hafa vandamál bragganna en það era Sjálf- stæðismenn, sem verða að leysa þau og að því miða til- lögur þeirra. Eins og mönnum er í fersku minni var aðstreymið til Reykjavíkur á stríðsárun- um og fyrstu áranum eftir stríð óstöðvandi og óviðráð- anlegt. Þeir, sem fyrir voru í Reykjavík höfðu ekki undan að byggja yfir alla hina miklu og óvæntu fólksfjölg- un og af því skapaðist það, að fjöldi manns tók herskál- ana til íbúðar, þó slíkt væri örþrifaráð. Gegn þessu varð ekki spyrnt, eins og þá stóð á, en öllum var ljóst, að tjald- að var til einnar nætur. Sú nótt er nú að líða eða liðin og er nú ekki annað fyrir dyrum en að byggja verður varan- legt íbúðarhúsnæði í stað hinna fallandi herskála." 26. nóvember 1965 „Jóla- bókaútgáfan er í fullum gangi. Mikill fjöldi bóka kemur út fyrir þessar hátíð- ar, eins og oftast áður hin síðari ár. Bókagjafir til vina og vandamanna á jólum er fagur og góður siður. íslend- ingar segjast vera bókaþjóð, og era það. Þrátt fyrir það er bókmenntalegur þroski og smekkur útgefenda og les- enda að sjálfsögðu mjög mis- jafn eins og gengur. Enn sem komið er, hefur tiltölu- lega lítið komið út af góðum bókum fyrir þessi jól, þegar undan era skilin nokkur rit- söfn eldri höfunda. En e.t.v. á eftir að rætast úr í þessum efnum, þegar líður nær hin- um mikla markaði." 26. nóvember 1975: „í kjölfar þessara mótmæla til ríkis- stjórnar Bretlands er eðli- legt, að íslenzka ríkisstjórnin taki ofbeldisaðgerðir Breta upp á vettvangi Atlantshafs- bandalagsins og jafnframt er þýðingarmikið að afla stuðn- ings vinveittra ríkja beggja vegna Atlantshafsins og hjá Sameinuðu þjóðunum gegn ofbeldisaðgerðum Breta. Mestu skiptir þó að við Is- lendingar stöndum saman sem einn maður frammi fyrir ofbeldinu. Nú dugar ekki að láta hið landlæga sundur- lyndi ráða ferðinni.“ Tækifæri okkar * Islendinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.