Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Sýningar eru hafnar hér á landi á sfórmyndinni Charlie’s Angels. Skutlumar Lucy, Cameron og Drew í fullum og vitanlega aðþrengdum skrúða. Ljosmynd/Darren Michaels HIMJSÍASENDINGIN FRA HOLLYWOOD Loksins er kvenþjóðin búin að fá sinn James Bond og það margfalt, því Englar Charlies eru glæsikonur sem þeysast um á flottum bílum og bjarga alheiminum frá vondu köllunum. Þegar tveir „englannau voru viðstaddir opnun myndarinnar í London greip Dagur Gunnarsson gæsina og mætti í te og létt spjall við Drew Barrymore og Lucy Liu. Morgunblaðið/Dagur Gunnarsson. Drew Barrymore og Lucy Liu vora brosmildar og áhugasamar í teboð- inu með blaðamanni. ÞÆR DREW og Lucy eru ákaflega brosmildar og kát- ar þegar þær mæta í viðtal- ið og það er greinilegt að þær höfðu ákaflega gaman af því að leika í myndinni. Það er kannsld ekki svo undarlegt því Englar Charlies er -s. hasarmynd af bestu gerð, nóg af sprengingum, bílaeltingaleikjum, tæknibrellum og fullt af háhæluðum karatespörkum. Myndin fór geysivel af stað þegar hún var frumsýnd vestra og eru heimamenn bersýni- lega sallaglaðir með englana sína. Drew Barrymore er aðalsprautan á bak við myndina; hún er einn af „englunum" en hún framleiðir hana líka. Hún hóf ferilinn sem bama- stjarna í stórmynd Spielberg’s, ET og hefur verið í sviðsljósinu allar göt- ur síðan. 1995 stofnaði hún sitt eigið fyrirtæki, Flower Films, og fyrsta myndin sem kom út í fyrra, Never Been Kissed, var með Drew í aðal- hlutverkinu og halaði inn 100 milljón- f. ir dala. Þegar hún frétti að Leonard Goldberg framleiðandi sjónvarps- þáttanna Chariie’s Angels væri að ræða við Columbia Tristar um nýja bíómynd um Engla Charlies setti Drew í gír og sótti um verkefnið. Hún hringdi í vinkonu sína Cameron Diaz og þær töluðu um þetta draumaverk- efni í tvo tíma, eða þangað til raf- hlaðan kláraðist í farsímanum hennar Cameron. Cameron Diaz þarf vart að kynna, hún sló fyrst í gegn í myndinni Mask þar sem hún lék gegn Jim Carrey. Síðan þá hefur hún leikið í mörgum ,A smærri myndum sem voru gerðar af sjálfstæðum kvikmyndaframleiðend- um og nú í seinni tíð hefur hún einnig tekið að sér stór hlutverk fyrir stóru kvikmyndaverin. Þær stöllur voru sem sagt með frá upphafi en svo hófst leitin að þriðja „englinum". Margar stúlkur voru nefndar í því samhengi en ekkert gekk fyrr en þær duttu nið- t. ur á Lucy Liu sem á nokkrar kvik- myndir að baki en er líklega þekktust fyrir leik sinn í Ali McBeal-þáttaröð- inni. Síðan var ráðinn leikstjóri. Drew sagðist hafa heillast samstundis af málflutningi Joseph McGinty Nichol eða McG (Makkdjí) eins og hann vill láta kalla sig. Þetta er fyrsta kvik- myndin í fullri lengd sem McG tekst á við, hann á að baki tugi tónlistar- myndbanda og svo gerði hann frægar auglýsingar fyrir GAP-fataverslana- keðjuna. Það leynir sér ekki í hröðum klippingum og tónlistin skipar einnig stóran sess í myndinni, fjöldinn allur af hröðum popplögum er látinn und- irstrika slagsmálaatriðin. Bardagafímir englar Þær Drew Barrymore og Cameron Diaz höfðu lengi leitað að þriðja „engiinumhvemig fannst Lucy að verða fyrir valinu ? „Það var frábært, skömmu eftir að ég fékk hlutverkið fór ég með þeim tveimur út í sveit og við æfðum bar- dagalist í heila helgi. Það var ákaf- lega átakamikil leið til að kynnast þeim tveimur og hlutverkinu. Síðan tók við margra mánaða strembin þjálfun en það var virkilega þess virði, því sú ákvörðun hafði verið tek- in að Englamir ættu ekki að nota skotvopn og því þurftum við að vera þokkalega trúverðugar í bardagafim- inni.“ Það var altalað í slúðurblöðum vestra að á meðan á tökum stóð á Englum Charlies hefði komið upp ósætti meðai stúlknanna. Sagt var að þær hefðu slegist um hver ætti að vera í hvaða búningi oghverfengi að njóta sín meira fyrir framan mynda- vélarnar. Hvað fannst þeim um þessa umfjöllim? Lucy Liu: „Já, það var ákaflega óheppflegt að það skyldi vera svona mikið um ljótan orðróm um myndina og okkur, því okkur kom alveg ein- staklega vel saman. Ég held að áhorf- endur átti sig fljótt á því að þetta eru allt lygar, myndin hefúr fengið frá- bærar viðtökur í Bandaríkjunum og við erum ánægðar með viðbrögðin. Það var engum blaðamönnum hleypt inn á svæðið meðan á tökum stóð og það gæti hafa ýtt undir kjaftasögurn- ar, en það ætti að vera öllum ljóst sem sjá myndina að við skemmtum okkur konunglega.“ Það voru miklar sveiflur í ástarlífi Drew á meðan á tökum á myndinni stóð, hvorki meira né minna en tveir kærastar hennar leika í myndinni. Drew fékk fyrrverandi kærastann sinn, Luke Wilson, til að leika htið hlutverk í myndinni (Pete, þjónninn sem Natalie fellur fyrir) og krækti líka í nýjan kærasta, Tom Green, sem hún hafði sjálf ráðið til að leika Chad (einfaldur hafnarleiðsögumaður). Drew: „Já, núna er ég skvísan hans. Ég réð Tom sem framleiðandi myndarinnar og var mjög fagleg við það, en allan tímann var ég að vona að hann myndi bjóða mér út...“ Meira fliss brestur á og við höldum áfram með viðtahð þegar allir hafa jafnað sig.“ Gætuð þið hugsað ykkar að vinna aftur saman að gerð Engla Charlies tvö? Drew: „Fyrst viljum við leyfa öll- um að nj óta myndar númer eitt, en j á, það eru miklar hkur á að eitthvað slíkt gerist, því við viljum allar vinna saman að einhverju í framtíðinni." Lucy: „Við kunnum virkilega að meta það að fólk skuh vilja fram- haldsmynd, það eru ákaflega góð meðmæh með myndinni." Drew: „Það er ekki hægt að fara fram á meira en að fólk skemmti sér, þessi mynd var gerð einungis með það markmið fyrir augum að fólk skemmti sér.“ Engir englar bara McCloud og Colombo Margir þeirra íslendinga sem eru rúmlega þrítugir og yngri hafa nán- ast hlotið hálf bandarískt uppeldi og oft heyrir maður fólk segja eftir sína fyrstu ferð til Bandaríkjanna. „Vá, maður, þetta er alveg eins og í bíói!“ Það er einfaldlega staðreynd að bandarísk menning bæði há og lág flæðir yfír allan heiminn. Sjónvarps- þættimir Englar Charlies voru aldrei sýndir í íslenska sjónvarpinu, við fengum bara McCloud og Colombo, en þrátt fyrir það hefur maður vart komist hjá því að rekast á myndir og frásagnir af þessum kyntáknum átt- unda áratugarins. Þær voru fyrstu stelpumar sem börðust gegn glæpa- heiminum og það með stæl, stíflakkað hárið haggaðist aldrei, ekki frekar en á James Bond, og þær vora endalaust sýndar hlaupa á eftir glæpamönnun- um í „slómó“ með skoppandi barm- inn. Undanfarið hefur áttundi ára- tugurinn verið að lauma sér inn aftur í undirmeðvitund okkar, líklegast vegna þess að þeir sem vora böm og unglingar á bilinu ’70-’80 eru nú fam- ir að láta til sín taka í Hollywood, og tískuheimurinn hefur einnig gert okkur þann grikk að fara að rifja upp útvíðar buxur og lífshættulega háa skósóla. Kvenréttindabaráttan Nú hafa heyrst þær raddir að kvenréttindabaráttunni séu ekki gerðir neinir greiðar með þessari mynd, h vert er ykkar álit á málin u ? Drew: „Ég elska bæði kynin og ég myndi ekki vflja gera kynlausa mynd. Konur era æðislegar, flóknar og fal- legar og þær geta búið til böm og mér finnst frábært að sýna konur sem era sterkar hetjur. Allir bestu vinir mínir era konur og mér finnst sjálfri æðislegt að vera kona og að geta sýnt umheiminum kvenleika minn. Svo elska ég líka stráka, sjálfs- öryggi þeirra, hugrekki og kynþokka. Mér finnst líka æðislegt að þó að við skfljum ekki hvort annað þá leggjum við svo ótrúlega hart að okkur og yirkilega reynum að skflja hitt kynið. Ég vona að myndin gefi strákum skemmtilegan ímyndunarheim til að dvelja í um stund og að hún gefi stelp- um sjálfsöryggi og kjark tfl að takast á við sín mál. Ég vil ekki móðga neinn með þessari mynd, ég vil bara að fólk skemmti sér.“ Hvemig er að vera „aksjónhetja"? Drew: „Það er frábært. Það er svolítið skrýtið að sjá litlar plast- dúkkur, sem líta pínulítið út eins og ég, úti í búð...já, það er vægast sagt öðravísi. En það var líka kominn tími tfl! Ef mér hefði verið sagt það, þegar ég sat uppi í sófa heima hjá mér, úð- andi í mig óhollustu, horfandi á sjón- varpið, að ég ætti eftir að verða „ak- sjónhetja", þá hefði ég ekki trúað því. Én það er líka töluvert frelsi í því að einhver eins og ég skuli geta orðið að „engli“ eða „aksjónhetju", reyndar kostaði það stífa þriggja mánaða þjálfun. Maður verður líka að hafa húmor fyrir sjálfum sér.“ Var ekki meiningin að láta upphaf- legu „englunum“ bregða fyrir í myndinni? Drew: „Jú, en það varð svo ótrú- lega flókið mál, þær vora ekki allar jafn spenntar fyrir því, svo tókst okk- ur engan veginn að skrifa það inn í handritið, sem var stöðugt að breyt- ast, þannig að það endaði með því að við slepptum því alveg. Þetta var orð- ið svo flókið og tilgerðarlegt allt sam- an. Við áttum góð samskipti við þær og við vfldum bara heiðra upphaflegu sjónvarpsþáttaröðina með þessari mynd alls ekki gera grín að þeim. Við vildum sýna fram á að Englar Charl- ies vora jafti svalir þá og þeir eru nú.“ Á barmi taugaáfalls Þú skemmtir þér greinilega við gerð myndarinnar en hvemig var að vera einnig framleiðandinn? Drew: „Guð minn góður, það vora dagar sem mér leið eins og hjartveik- um verðbréfasala sem er á barmi taugaáfalls og berst við magasárið. Ég brosti bara og lét eins og ekkert væri, ég vissi að sá dagur kæmi að ég gæti slappað af og ég vildi bara gera mitt besta.“ Hvaða verkefni eru framundan hjá ykkur? Drew: „Ég er að vinna að væminni ástarvellumynd með fullt af góðu fólki.“ Lucy: „Ég er enn að vinna í Ally McBeal og ég held að það komi til með að halda áfram um nokkurt skeið. Ég fékk frí til að gera „Engl- ana“ og byrjaði svo strax aftur í þátt- unum, þar fyrir utan veit ég ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Skipth■ það þig sem Hollywood- leikkonu miklu máli að vera afasísku bergi brotin? Lucy: „Að sjálfsögðu, það er enn langt í land, en þetta hlutverk í Engl- um Charlies er frábært sérstaklega þar sem það er ekki klisjukennt eða stöðnuð ímynd af asískri konu. Ég held að það hafi víðtækari áhrif en okkur granar að hafa einn af „englun- um“ asískan og ég held að eftir nokk- ur ár komum við til með að sjá hvaða áhrif það hefur haft, allavegana á bandaríska áhorfendur. Þetta er stórt skref fram á við í baráttunni gegn kynþáttamisrétti og mér flnnst að Drew og samstarfsmenn hennar sem tóku þá ákvörðun að ráða mig geti verið stolt af þessari sögulegu ráðningu bæði fyrir baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna og baráttuna gegn kynþáttahatri.“ Blaðamaður stóðst ekki mátið og spurði þær stöllur útí heimboðið sem þær höfðu þáð kvöldið áður og það var Lucy sem varð fyrir svörum: „Við snæddum með Karli Breta- prinsi og það var dásamlegt, hann er sannur herramaður, heillandi og skemmtilegur. Það var sannarlega heiður að fá að snæða kvöldverð með honum.“ Heldurðu að hann hafi sjálfur eld- aðmatinn? „Ég held að hann hafi ekki eldað, nei, (fliss) ég held að hann hafi bara verið of upptekinn til að vera að standa í því.“ Um hvað rædduð þið við prinsinn ? Drew: „Bara hitt og þetta, stjóm- mál og sögu. Hann fræddi okkur um sögu hallarinnar (St James’s) og svo töluðum við um sameiginlegan áhuga okkar á ljóðlist og kvikmyndagerð.“ Þar með var tíminn útranninn og ég þakkaði fyrir spjallið og „englam- ir“ tveir báðu fyrir kveðju til íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.