Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MARÍA ELÍN GUÐ- BRANDSDÓTTIR + María Elín Guðbr- andsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17.1. 1921. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hinn 17. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Jóns- dóttir, húsmóðir frá Hömrum í Laxárdal, Dalasýslu, f. 19.6. 1891, d. 12.4.1976, og Guðbrandur Jónas- son, verkamaður frá Sólheimum, Dala- sýslu, f. 29.5. 1890, d. 24.9. 1981. Fósturforeldrar Elínar frá fjögurra ára aldri voru Helga Sigtryggsdóttir, f. 8.10. 1872, d. 5.9.1964 og Daníel Jóhannesson, f. 3.6.1886, d. 26.6.1938. Systkini Elínar: Ásta, f. 20.3. 1916, d. 29.8.1979; Ingólfúr, f. 6.4. 1917, d. 25.9. 1990; Jón, f. 23.8. 1918, d. 20.1. 1981; Ingigerður, f. 6.11. 1919; Kristín, dó bamung; Eyjólfur, f. 27.9. 1924, d. 24.6. 1974; Jónas, f. 23.2. 1927; Guð- brandur Gunnar, f. 5.7.1929. Eiginmaður Elíuar er Garðar Sigurðsson frá Syðstahvammi við Hvammstanga, f. 6.10. 1924. For- eldrar hans voru Margrét Hall- dórsdóttir, húsmóðir, f. 3.10. 1895, d. 22.4. 1983 og Sigurður Davíðsson, kaupmað- ur frá Syðsta- hvammi, f. 13.9. 1896, d. 27.3. 1978. Sonur Elínar og Eyj- ólfs Tómassonar, sem er látinn, er Helgi, f. 5.5. 1949, kvæntur Sveindísi Sveinsdóttiu'. Þau eiga tvö böm og þijú bamaböm. Böm Elínar og Garðars em Dagur, f. 29.9. 1954, kvæntur Guðrúnu Sigurðardóttur. Þau eiga þijá syni; Guðrún, f. 10.12.1956, sambýlis- maður hennar er Guðmundur Vik- ar Einarsson. Þau eiga þtjú böm og eitt bamabam; Margét, f. 11.9.1958, gift Rúnari Mölk. Þau eiga fjögur böm; Guð- brandur, f. 18.8. 1962, kvæntur Helgu Maríu Kristinsdóttur. Þau eiga þijú böm; Sigurður, f. 3.1. 1964, sambýliskona hans er Sigrún Pétursdóttur. Þau eiga tvo syni. Útför Elínar fer fram frá Digra- neskirkju mánudaginn 27. nóvem- ber og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku amma. Þegar horft er til baka rifjast upp fyrir okkur marg- ar góðar minningar um þig, t.d. þegar við heimsóttum þig inn í Hrauntungu og þú gafst okkur liti, bjöllur og skrítna hluti úr búðinni hans langafa. Þegar þú veiktist fyrst fyrir 15 ámm á 8 ára afmæl- isdegi Garðars Arnar áttum við erfitt með að átta okkur á því vegna þess að þú hélst áfram að vera svo lífsglöð og ljúf amma og þannig munum við ávallt minnast þín. Þegar við komum og heimsóttum þig inn í Sunnuhlíð með mömmu og pabba varst þú alltaf í góðu skapi. Alltaf brosandi þegar pabbi var að grínast. Við munum sakna þess að hafa þig ekki hjá okkur, þó sérstaklega yflr áramótin, því þú skipaðir stóran sess hjá okkur því þá fengum við að skjóta upp fleiri flugeldum fyrir miðnætti undir því yfirskini að við værum að gera það fyrir þig. Elsku amma, við munum alltaf minnast þín fyrir það hversu glöð og yndisleg þú varst. Þó að vegurinn sem þú gekkst í bemskunni, hafi verið strangur og miklu þurft að fóma. Gaf drottinn þér svo mikla uppskera á þinni lífsgöngu að hún gerist ekki betri. (Garðar Sigurðsson) Guð blessi minningu ömmu Ellu. Sigurður Már, Garðar Örn og Anton Orri. Það var ekki alveg einfalt að fá sæmilega vinnu, hvað þá góða, í ársbyrjun 1950 og þegar ég kom til vinnu á Leðurverkstæðinu að Víði- mel 35, var það með nokkurri eftir- væntingu, um í einn stað, hvort þar væri nú í raun um þokkalega UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen f útfararsljóri. Baídur Frederikscn útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www .utfararstofa .ehf. is Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 5S1 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þjónustu allan ^ V sólarhringinn. % / Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKjUGARÐANNA EHF. vinnu að ræða og hins vegar hvernig vinnustaður þetta væri, hvernig væri t.d. konan, sem var þar fyrir. Eigandinn hafði látið vel af henni og samstarfinu við hana og hann sýndist traustvekjandi og áreiðanlegur maður. Þessi starfskona verkstæðisins, hún Elín Guðbrandsdóttir, reynd- ist ung og viðfelldin kona, fremur fáskiptin þó í upphafi, en mér er samt til efs, að á mörgum vinnu- stöðum hafi starfsmönnum og eig- anda orðið jafn fljótt og vel til vina og ófallvallts samtaka áhuga um sameiginlegt áhugamál, sem varð þarna snemma á vordögum 1950 á leðurverkstæðinu. Vinátta mín og seinna míns fólks við eigandann Sigurð Jónsson frá Haukagili, vísnasjóð og fræðaþul og samstarfskonu mína Elínu, ent- ist okkur sameiginlega meðan öll lifðu og okkur Elínu, sem nánum vinkonum, allt til dánardægurs hennar 17. nóvember s.l. Hún Elín mín reyndist hvorki fáskiptin né ómannblendin. Hún var þá og alla tíð síðan hlý og glað- lynd kona, mikill vinur vina sinna, hjálpfús, greiðvikin og gestrisin og mátti reyndar ekkert aumt sjá svo hún reyndi ekki að leggja lið þeim sem verr stóðu, án þess að slíkt færi hátt. Hún hafði ekki notið langrar skólagöngu, en var hafsjór kunn- áttu kvæða og lausavísna og marg- háttaðs þjóðlegs fróðleiks og gat reyndar sjálf sett saman fallega og vel gerða vísu ef svo bar við, en flíkaði því ekki. Bamung var Elín tekin til fóst- urs af þeim hjónum Helgu og Daníel í Þrándarkoti í Laxárdal í Dölum og reyndist þeim, þá ung að árum, mikil stoð síðustu ár Daníels og síðan fóstru sinni alla tíð, því að Helga bjó hjá Elínu allt til síns lokadags, þar af rúmlega áratug á heimili þeirra Elínar og bónda hennar Garðars í Reykjavík, en Helgu kynntist ég á Víðimel 35, þar sem þær bjuggu saman þá. Á árunum í Þrándarkoti, a.m.k. þeim síðari, var stundað þar klak á laxi fyrir þá fengsælu á Laxá í Döl- um og mætti vera laxveiðimönnum nokkurt umhugsunarefni í dag, að e.t.v. var fyrsti grunnur eflingar þeirrar veiðiár lagður af unglings- stúlku, sem varla var af fermingar- aldri komin, en þurfti, aðstæðna vegna, að skila verki fullorðins manns dags daglega, auk starfans að klakinu. Það sýndi sig strax á verkstæð- inu á Víðimel, að Elín var bæði handlagin og flink og ekki var síðri vitnisburður heimilis hennar um listfengi, smekkvísi og stjórnsemi enda var heimili hennar þunga- miðja ekki aðeins hennar nánustu, svo sem barna og barnabarna, meðan hennar naut við, heldur og stórfjölskyldunnar á báða vegu, hennar og Garðars, það lá alveg í augum uppi. Þótt uppvaxtarár Elínar og fyrstu ár hennar sem ungrar konu hafi um margt verið erfið og reynt mjög bæði á andlegt og líkamlegt þrek hennar, fór þó ekki svo að hún færi á mis við lífsgæði og lífs- hamingju. Þau Garðar Sigurðsson hittust og felldu hugi saman og stofnuðu heimili, sem bar fagurt vitni hús- bændunum báðum. Sex urðu böm- in á heimilinu, sextán eru barna- börnin og fjögur barnabamabörn. Öll eru börnin manndómsfólk, verðugt stolt foreldra sinna og gegnir borgarar samfélaga sinna og þau, barnabörnin og barna- barnabörnin, augasteinar móður sinnar, ömmu og langömmu. Það em orðin fimmtíu ár, sem heimili okkar Einars og þeirra El- ínar og Garðars, hafa átt samleið og rækt vináttu hvort við annað. Fyrir þá löngu og góðu samfylgd er nú okkar Einars að þakka, sakna og minnast. Genginna daga, veiðiferða og útreiðartúra, al- mennra gagnkvæmra heimsókna og rabbs um dægurmál og annað og upprifjun kvæða, vísna og sagna, en þó umfram allt örofa vin- áttu frá fyrsta degi. Ég sé á bak kærri vinkonu og á afar margan hátt sálufélaga um hálfrar aldar skeið. Það er reyndar svo undarlegt, hve lítils það er oft metið hið viðamikla uppeldis-, fé- lagsmála- og framfærslustarf, sem hvílir á herðum húsmóður á stóra heimili, hjá Elínu átta manna heimili, svo að best gæti ég trúað, að árin sem við rákum skóbúð saman, hafi fólk haldið að þá höf- um við „unnið allan daginn“ og víst var gaman að því, meðan það stóð, en minni vinna en flest það sem við höfðum fengist við. Síðustu ár Elínar minnar urðu erfið heilsufarslega séð, en alltaf var reisn hennar hin sama og þannig ætla ég að muna hana og kveðja hana í þessum áfanga lífs- leiðarinnar. Við Einar sendum Garðari og fólkinu þeirra öllu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að blessa þeim minninguna um fágæta önd- vegiskonu. Jóhanna I. Birnir Þegar ég settist niður og ætlaði að setja hugsanir mínar á blað, elsku tengdamamma, þá sá ég fram á að það gæti orðið erfitt að nota fáein orð, frekar rita heila bók um þá persónu sem þú varst. Ég veit að þú hefðir ekki kært þig um það. Sjálf þurftir þú ekki mörg orð til að tjá þig, hvorki þegar þú hafðir getu til né núna undanfarin ár eftir að veikindi þín komu upp. Eitt hlýtt faðmlag og koss á kinn og jnunn dugði til. Ég man þegar þú sagðir mér frá uppvexti þínum í kærleik og trú, missir þinn þegar fósturfaðir þinn Daníel lést og er þið Helga fóstur- móðir þín ákváðuð að bregða búi vestur í Dölum og flytja til Reykja- víkur. Mikið held ég að þú hafir fundið til þegar þú þurftir að láta hryssuna hana Glettu frá þér. Það er sem ég sjái þig taka utan um í þögn og smella á hana kossi, enda var hún þér svo kær og trúlega þinn trúnaðarvinur. Þið Helga fluttuð suður og þar vannst þú ut- an heimilis til að hafa í ykkur og á. Þegar framburður þinn kom í þennan heim þá lá beint við að hann bæri nöfn þinna kæru fóstur- foreldra Daníels og Helgu. Svo kynntist þú eiginmanni þínum Garðari og fljótt bættust við börn- in ykkar fimm. Þá var oft þröngt á þingi en nóg af kærleika, góðvild og glaðværð. Eg kom fyrst inn í líf þitt fyrir tæpum 32 áram og fann strax hve velkomin ég var og ég man öll stóra augun sem störðu á mig í fyrsta sinn. Helgi flutti svo að heiman og við eignuðumst fyrsta barnabarnið þitt hana Súsönnu Maríu. Við keyptum okkar fyrstu íbúð og gættir þú Súsönnu meðan við foreldrarnir fóram til vinnu, enda munaði ekki um einn í viðbót. Eins var þegar Sveinn Garðar fæddist þá þótti ykkur Garðari ekkert mál þó þau gistu bæði í einu í ömmu- og afa- holu. Að fara í Kópavoginn var alltaf sérstök tilhlökkun og fundu þau öraggt skjól hjá ykkur. Þú kenndir þeim kærleik og góðvild og minnast þau þín með söknuði. Það vora ófá skiptin sem farið var í sunnudagskaffi til ömmu og afa og auðvitað endað í kvöldmat enda þótti ykkur Garðari það svo sjálfsagt. Eins allar þessar send- ingar til okkar kassa sem var svo spennandi að opna og blasti við okkur ýmislegt sem þú hélst að okkur vanhagaði um. Ég held að þú hafir hugsað þá til þinnar bernsku þegar ekki var sjálfgefið að allir hefðu nóg að bíta og brenna. Þér þótti sjálfsagt að gæta barn- anna okkar þegar við fórum með Garðari í veiði, frekar en að fara sjálf og við yrðum hjá börnum ykkar á meðan. Einu sinni þegar þú og yngstu synimir komuð með okkur í veiði komst ég að smá leyndarmáli sem þú áttir því þú baðst mig að beita fyrir þig, það gætir þú bara alls ekki.Var gaman að eyða þessum tíma með þér í kyrrð við ána og sjá þig munda stöngina. Fyrir nokkram árum fórum við nokkur hjón saman vestur að Laxá í Dölum og dvöldum þar saman við veiðar. Ég man þegar allar kon- urnar gengu upp hlíðina fyrir ofan veiðihúsið, horfðum niður þar sem þú hafðir átt þitt æskuheimili og reyndir þú eftir bestu getu að segja frá öllu sem fyrir augum bar. Laxárdalurinn skartaði sínu feg- ursta í þetta sinn og sólin var kom- in lágt á loft. Síðan sungum við all- ar, hver með sínu nefi, þá söngva sem þú unnir mest. Þessu gleymi ég aldrei. Ég hefði viljað vera viðstödd þau jól fyrir nokkram áram þegar þú opnaðir jólapakkann frá okkur og í ljós komu froskalappir til að nota við sundiðkun, þarna höfðu víxlast merkimiðar því auðvitað átti dótt- ursonur þinn að fá þessa gjöf. Mér var sagt að þú ætlaðir aldrei að hætta að hlæja enda áttirðu ekki erfitt með að tjá þig með hlátri og tilheyrandi læraskellum. Nú hefur þú kvatt þetta líf í friði og ró. Bömin mín Súsanna María og Sveinn Garðar þakka fyrir allt sem nú gafst þeim. Langömmubarnið þitt Helga Rut biður fyrir þér og litlu tvíbur- arnir Þórdís Eva og Hinrik Snær fá að læra allt um þig, við vitum að þú fylgist með okkur öllum. Starfsfólk Sunnuhlíðar fær kær- ar þakkir fyrir umönnum þína og hlýhug til eiginmanns og afkom- enda þinna. Ég kveð þig með virðingu, þökk og söknuði, en ég er viss um að margir bíða þín við hlið Himnaríkis og umvefja þig kærleika og ást og kossarnir verða öragglega ótelj- andi. Megi guðs blessum fylgja tengdapabba, börnum, tengda- börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvan- gsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar era birtar af- mælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Sveindís (Dídi)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.