Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Það má segja að farið hafi verið að nokkru eftir
hugmyndum mínum þegar Vatnsmýrin fyrir
framan Norræna húsið var skipulögð þótt ann-
ar hafi endanlega útfært hugmyndina. Málið
snerist um það hvemig hægt væri að vemda
varpland fuglanna í mýrinni. Einnig þurfti að
skapa aðgengi fólks að svæðinu auk þess sem
það þurfti að hafa fagurfræðilegt gildi fyrii-
Norræna húsið og Háskólann sem er í næsta
nágrenni. Þá varð til þessi hugmynd að grafa
skurð í kringum varplandið. Þar eð hann átti
að vera fullur af vatni hannaði ég brýr yfir
hann á nokkmm stöðum sem tengdu svæðin
saman. Seinna útfærði ég þessa hugmynd
frekar þegar ég hannaði nánasta umhverfi
Norræna hússins fyrir myndlistarsýningu og
gekk þá svo langt að láta skurðinn forma sig
eins og Miðgarðsorm og studdist við ýmis
minni úr goðafræðinni.
A seinni hluta námsins fór ég í skólaferðalag
til Suður-Skánar. Þar sá ég verk eftir sænskan
landslagsarkitekt sem heitir Sven Ingvar And-
erson og hreifst af þeim. Hann lagði miklu
meira upp úr þvi að umhverfið hefði formræna
heild og væri fjölbreytilegt. í rauninni hafði ég
ekki séð landslagsarkitektúr í Danmörku sem
ég hreifst veralega af þar eð Danimir lögðu á
þessum áram lítið upp úr því að heildarskipu-
lagið væri íburðarmikið eða stílhreint heldur
einblíndu þeir á hagnýtar lausnir.
Sven Ingvar var kennari við Ariritekta-
skólann í Kaupmannahöfn og sótti ég um
að vera gestanemandi hans í eitt ár og
fékk það. Af honum lærði ég mikið um fagur-
fræði og landslagsarkitektúr."
Hvemig var að búa í Kaupmannahöfn á
þessum áram?
„Það var ágætt. Eg bjó fyrst í kommúnu í
fimm herbergja íbúð við Austurbú. Við bjugg-
um þama nokkrir námsmenn saman.“
Hvemig var að búa í kommúnu, var nokkur
friður?
„Það gekk misjafnlega en það gekk betur
þar sem Danir og íslendingar bjuggu saman.
Danimir era nærgætnari og kunna að búa þétt
saman en íslendingar þurfa svo mikið pláss.
Við sem bjuggum þarna voram á ýmsum
námsbrautum og kröfumar til námsins voru
ólíkar. Það gekk þvi misvel að fá næði til að
lesa.
Mér fannst ekkert sérstaklega gott að búa í
kommúnu,“ segir hún þar sem hún situr með
hönd undir kinn og hallar undir flatt en þessi
líkamsstelling virðist henni eiginleg því hún
situr iðulega þannig. „Þegar svona margir búa
saman er erfitt að skapa sér rými og vera mað-
ur sjálfur. Það þarf sífellt að vera að aðlaga sig
að háttum annarra og miðla málum sem er
þreytandi til lengdar.
Eftir námið sneri ég heim og fór fljótlega að
vinna hjá Reykjavíkurborg.“
Kolbrún er fyrsti landslagsarkitektinn sem
er ráðinn til garðyrkjudeildar borgarinnar en
þar vann hún í tíu ár. Starf hennar fólst eink-
um í að hanna hin ýmsu útivistarsvæði borgar-
innar og liggja eftir hana ýmis athyglisverð
verk.
„Þegar ég hóf störf hjá Reykjavíkurborg var
ég sett í að hanna gæsluvelli, leikvelli og hverf-
isvelli. Mikil uppbygging var á slíkum svæðum
á þessum áram bæði í nýjum og rótgrónari
hverfum. Hugmyndir um hvemig leikvellir
ættu að vera vora að breytast. Meira var lagt
upp úr gróðri á leiksvæðunum og ijölbreyti-
legu landslagi. Leiktækin voru í meira mæli úr
náttúralegum efnivið, sandkassamir vora til
dæmis úr gijóti og steinum.
Reynt var að halda eftir náttúrulegum
svæðum ef þau vora fyrir hendi og leiktækin
vora fjölbreytilegri en áður hafði tíðkast. Leik-
tækin vora stundum teiknuð í garðyrkjudeild-
inni sem er ekki hægt lengur því þau þarf að
hanna eftir ákveðnum stöðlum. Það var gaman
að vinna að þessum verkefnum, þau gáfu svig-
rúm til að gefa ímyndunaraflinu lausan taum-
inn. “
Markverðustu útiverkin sem Kolbrún hefur
skipulagt era höggmyndagarður Ásmundar
Sveinssonar við Sigtún, umhverfi gömlu
þvottalauganna í Laugardal og garðskálinn í
Grasagarðinum í Laugardal svo eitthvað sé
nefnt.
„Aðdragandinn að hönnunarvinnunni hjá
borginni var sá að við hverja fjárhagsáætlun
var ákveðið hvaða nýframkvæmdir ætti að fara
í og verkefnum deilt út. Ég hannaði þau verk-
efni sem stóð til að framkvæma á því ári. Ég
var því varla búin að koma hugmyndunum á
blað fyrr en framkvæmdir hófust. Það er mikill
kostur þegar verkið gengur svona rösklega
fyrir sig og hægt er að fylgjast með útfærslu
hugmyndanna nánast jafnóðum og þær fæð-
ast.“
Ikringum 1990 breytti Kolbrún nokkuð um
áherslur í vinnu sinni. „BHMR stóð fyrir
skoðanakönnun hjá félagsmönnum sínum á
því hvort þeir teldu að íslensk menning ætti í
vök að verjast og hvort háskólafólk léti alþjóð-
leg viðmið ráða vinnubrögðum sínum.
Þessi umræða var tekin upp í Félagi lands-
lagsarkitekta og kannað hvort þeir hefðu ein-
hver séreinkenni eftir því hvar þeir hefðu
stundað nám. Kom í ljós að svo var ekki og
vinnubrögð og áherslur í starfinu vora svipað-
ar. Ég ákvað upp frá því að nýta hluta af vinnu-
tíma mínum í að einbeita mér að því þjóðlega
og finna einhverjar leiðir til að ná fram íslensk-
um einkennum í því sem ég var að fást við.
Fljótlega eftir þetta fékk ég það verkefni
að hanna leiksvæði í samstarfi við íbúa-
samtök Ártúnsholts og starfsfólk Árbæj-
arsafns þar sem var tekið mið af þessu mark-
miði. Leiksvæðið er í miðri raðhúsabyggð,
nærri girðingu Árbæjarsafns, og þótti sýnt að
hefðbundin litrík og stór leiktæki myndu
stinga í stúf við umhverfi safnsins og gömul
hús á safnlóðinni. Samþykktu því allir hlutað-
eigandi þá hugmynd að nýta form þjóðveldis-
bæjarins á Stöng í Þjórsárdal við hönnun leiks-
væðisins og var mótuð eins konar tóft.“
Kolbrún lýsir því hvernig leiksvæðið er hann-
að. „Byrjað var á því að leggja steinlögn að
inngangi tóftarinnar. Sett var upp burðargrind
í einu herbergjanna, eins konar klifurgrind. I
skálanum er bekkur umhverfis langeld.
Leggja má ofngrind yfir eldstæðið og grilla
þar og halda víkingaveislu með nágrönnunum.
Úr skálanum liggja tröppur að stofunni sem er
stórt sandsvæði. I búrinu era færanlegar tunn-
ur og keröld. Á þessu leiksvæði geta börnin
leitað sér skjóls því tóftimar era niðurgrafnar.
Þau geta líka leitað á vit fornra tíma, farið í
víkingaleiki eða hlutverkaleiki sem tengjast
var fengin til að hanna nýja legu fyrir stíginn
og eftir það var hægt að hefja framkvæmdir.
Þannig kynntist ég Erlu,“ segir Kolbrún og
rifja upp fyrstu kynnin af sjáandanum. „Þegar
við hittumst kom það mér á óvart hvað hún var
glöð að sjá mig. „Ert þetta þú?“ sagði hún
kunnuglega eins og hún hefði þekkt mig lengi.“
Kolbrún segist hafa haldið hugmyndinni um
að skrásetja byggðir vætta í Reykjavík gang-
andi og skömmu síðar hófu þær Erla samstarf
um að gera kort af álfabyggðum í Elliðaár-
hólmum. „Kortagerðin fór þannig fram að við
gengum eftir stígnum og Erla benti á byggðir
dverga og álfa meðfram honum. Ég merkti
jafnóðum inn á kortið álfabyggðirnar sem Erla
kom auga á. Síðan teiknaði hún vistarverarnar
eins og hún sá þær. Ég raðaði þessum upp-
lýsingum saman og útbjó kortið.
I lliðaárkortið varð mjög vinsælt. Erlendir
I ferðamenn vora sérstaklega spenntir
Ifyrir þessu. Fyrr en varði var búið að
þýða textann á mörg tungumál. Kortin vöktu
athygli út fyrir ísland. Erlendir fjölmiðlar
sögðu frá álfatrú og álfabyggðunum í umfjöll-
un sinni um land og þjóð og það rigndi inn fyr-
irspumum til Ferðamálaráðs. I framhaldi af
þessu bað formaður ferðamálanefndar í Hafn-
arfirði okkur um að vinna kort fyrir Hafnar-
fjarðarbæ. Við ákváðum að taka fyrir útivistar-
Eí
f
Stiklur á Seltjöm í Breiðholti.
sögunni. Hér er eldri kynslóðin hvött til að
miðla þekkingu sinni og gefa bömum hverfis-
ins tækifæri til sköpunar, sem felst í því að
tengja sig við söguna og upprunann."
Það var á fleiri stöðum innan borgarinnar
þar sem leitast var við að endurskapa
stemmningu fortíðarinnar eins og við
þvottalaugamar í Laugardalnum sem var eitt
af verkefnum Kolbránai’ fyrir Reykjavíkur-
borg.
„Þvottalaugamar eru sögufrægur staður.
Þar höfðu reykvískar konur þvegið þvott sinn í
heitum uppsprettum Laugalæksins. Þegar ég
kom að hönnun þessa verks vora þar ýmsar
mannvistarleifar, gamlar hleðslur sem Knud
Ziemsen hafði teiknað og látið hlaða í kringum
aldamótin. Einnig vora þarna leifar af fyrstu
borholum hitaveitunnar en úr Laugardalnum
var vatnið leitt upp á Landspítala og í Austur-
bæjarskólann. Fljótlega var ákveðið að Árbæj-
arsafn kæmi að hönnun svæðisins enda era
laugamar fomminjar í landi borgarinnar. Til
þess að gera þessu góð skil var fenginn sagn-
fræðingur til að koma sögu staðarins til skila á
fjölmörgum upplýsingaspjöldum sem era til
sýnis í eldra húsi þvottalauganna en það hús
var endurgert að hluta.
Þá voru lagðir stígar um svæðið. Til að raska
því sem minnst er grasið haft óslegið. Með-
fram stígunum era stór, aflöng hvítblómstr-
andi blómabeð. Blómin era tákn fyrri tíma -
eins konar söguminni frá því að konur lögðu
hritan þvott til þerris á þúfunum."
Á þessum áram byrjaði Kolbrán að skrá
byggðir huliðsvætta inn á kort í samvinnu við
sjáandann Erlu Stefánsdóttur og era slík kort
til af einstökum svæðum innan stærri byggð-
arlaga. Að sögn Kolbránar kom þetta þannig
til að á nýársdag var þáttur í sjónvarpinu þar
sem meðal annars var sýnd loftmynd af
Reykjavík og hafði Erla merkt inn á myndina
ljósálfa- og álfabyggðir. „Ég hreifst af þessari
hugmjmd að merkja þjóðsögumar inn á kort
og lagði það til við garðyrkjudeildina að álfa-
byggðir á opnum, grænum svæðum borgar-
innar yrðu kortlagðar. Þessi tillaga fékk
dræmar undirtektir. Svo gerðist það að gatna-
deild borgarinnar átti í erfiðleikum með að út-
færa göngustíg við Áland í Fossvogi. Þar höfðu
hent ýmis óhöpp sem vora þess valdandi að
ekki var hægt að ljúka þeim framkvæmdum
sem vora hafnar. Talið var að þarna gæti verið
eitthvað yftmáttúrulegt á ferðinni. Endaði
með því að ég var beðin að hafa samband við
Erlu Stefánsdóttur sem gæti þá ef til vill sagt
til um það hvort huliðsvættir trufluðu fram-
kvæmdirnar.
Erla tók þessari málaleitan vel og kom og
skoðaði staðinn. Sá hún þarna vistarverar
vætta og taldi að breyta yrði legu stígsins. Ég
Þvottalaugarnar í Laugardal.
svæði bæjarins sem ekki vai’ búið að raska og
skoðuðum hvar vættina væri að finna. Þetta
var metnaðarfullt verkefni og teygði anga sína
víða um bæinn. Við skráðum byggðirnar ná-
kvæmlega og merktum meira að segja álfahól
sem við fundum í einkagarði, inn á kortið.
Síðar fengum við kvörtun um að túristar
lægju á girðingunni og það væri enginn friður!
Af þeim verkefnum sem Kolbrán vann á
vegum Reykjavikurborgar er höggmynda-
garður Ásmundar Sveinssonar henni hjart-
fólgnastur. Að sögn Kolbránar byrjaði lista-
maðurinn að skipuleggja garðinn meðan hann
var á lífi og hafði komið þar fyrir mörgum
verka sinna. Þegar lóðin var stækkuð og gerð
ný tillaga að skipulagi lóðarinnar kom til kasta
Kolbránar og annarra að hanna garðinn en
unnið var þverfaglega að skipulagi hans. Að
verkinu komu listfræðingur, sviðsmyndahönn-
uður og arkitektar.
Kolbrán er spurð að því hvort menn hafi
haft einhverja hugmynd um hvernig
Ásmundur vildi hafa garðinn?
„Ekki er vitað til þess að öðru leyti en því að
hann var búinn að koma fyrir nokkram stytt-
um, en hann naut þess að hvíla sig í garðinum
og hlusta á þytinn í grasinu.
Ásmundarsafnsgarðurinn er fyrst og fremst
höggmyndagarður og er skipulagður með tilliti
til þess að stytturnar njóti sín sem best.
Stytturnar era unnar á löngum tíma en list
Ásmundar breyttist mikið í tímans rás auk
þess sem höggmyndirnar eru misstórar. Því
varð hvert tímabil í list hans að njóta sín. Þá
þurfti að flokka stytturnar eftir stærð og því
umhverfi sem þeim var skapað.
Hönnun höggmyndagarðsins fólst einkum í
því að skapa það rými sem sérhvert verk þarf
til að geta notið sín sem best. Einnig varð að
vera hægt að sjá safnhúsið í heild sinni sem er
stærsti skúlptúr Ásmundar.
Byrjað var á því að setja stærstu stytturnar
niður. Sumar standa þar sem Ásmundur hafði
valið þeim stað. Þar eð lóðin hafði stækkað um
helming fóru sumar af stærri styttunum á
nýrri hluta lóðarinnar.
Ákveðið var að garðurinn hefði lifandi um-
gjörð jafnt að utan sem innan og til þess yrði
notaður trjágróðm’ á sem fjölbreytilegastan
hátt. Ásmundur var áhugasamur um umhverf-
ið og hafði yndi af trjárækt. Hann hafði plant-
að mörgum birkitrjám í garðinum og þar rækt-
aði hann lund með fjallagullregni þar sem var
fyrir komið höggmyndum sem túlka ástina
eins og Piltur og stúlka, og Venus með Amor.
Fleiri slík smárými vora búin til í garðin-
um með trjám sem mynduðu skjólbelti,
trjáþyrpingu, rannaþykkni og limgerði.
Gerð var sjónræn greining á því hvar ætti að
draga úr útsýn úr garðinum og hvar ætti að
leggja áherslu á innsýn í hann. Lögð var
áhersla á að trjágróðurinn drægi úr ásýnd um-
ferðarmannvirkja og skapaði þar með meiri
frið í garðinum. Sígræn skjólbelti era í austri
og vestri sem draga úr vindi og auka skjól.
Dvalarsvæði með bekkjum má finna hér og
þar og þar gefst tækifæri til að hvíla sig og
njóta listgleði Ásmundar."
Garðurinn hefur verið gagnrýndur fyrir að í
honum sé of mikið af trjám sem skyggi á stytt-
umar. Hvað finnst þér um þessa gagnrýni?
„Við Islendingar höfum ekki vanist að vera
umvafin trjágróðri en eins og menn vita hvarf
trjágróðurinn í aldanna rás og eftir stóðu torf-
húsin stök í túriinu. Mér finnst að nota megi tré
í auknum mæli til þess að hús og höggmyndir
fái notið sín hvert í sínu lagi því trén, ef vel er
um þau hirt, skapa hlutlausa umgjörð."
Kolbrán bendii’ á að margar af höggmynd-
um Ásmundar séu af konum. Af þrjátíu stytt-
um sem era í garðinum eru örfáar af körlum.
„Þegar ég byrjaði að vinna að hönnun garðs-
ins þótti mér vænt um að sjá hvernig hann
túlkaði konur og þeirra fjölmörgu hlutverk í
verkum sínum. Það gladdi mig að finna virð-
inguna sem hann sýnir konum og hvernig hann
sér kostina í hverju hlutverki. Mér fannst að
taka yrði tíllit til þessa við hönnun garðsins og
leggja ætti áherslu á mjúk og kvenleg form.“
Ert þú kannski eitilhörð kvenréttindakona?
„Ég veit ekki hversu hörð ég er, en á mínum
mótunarárum var móðir mín rauðsokka. Ég
var fljótlega sett í það að selja blöð sem rauð-
sokkur gáfu út eins og Forvitin rauð. Ég fékk
að heyra hve mikilvægt það væri að afla sér
menntunar og að hún væri undirstaða þess að
konur öðluðust sjálfstæði. Talað var um hvern-
ig ætti að skipta verkum innan fjölskyldunnar.
Þetta og fleira hefur auðvitað haft áhrif á mig.
Og mér svíður að jafnréttið til launa hefur látið
á sér standa þrátt fyrir baráttu margra kyns-
lóða kvenna.“
Er til eitthvað sem heitir kvennaarkitektur?
„Ég hef velt því fyrir mér og reyndi að svara
þeirri spurningu áður en ég fór á Kvenna-
ráðstefnuna í Peking árið 1995 þar sem ég hélt
fyrirlestur um hönnun leiksvæða. Meðan ég
dvaldi í Kína var mér boðið á heimili kín-
verskrar konu fyiir utan Peking sem er arki-
tekt og hafði fengið viðurkenningu frá Samein-
uðu þjóðunum fyrir íbúðaskipulag sem hún
gerði á heimaslóðum. Þar var meðal annars
rætt um þetta og bent á ákveðna þætti sem
vora taldir einkénna konur í arkitektúr frekar
en karla. Nefnd vora atriði eins og að konur
hugsuðu fremur um notagildið í sinni hönnun-
arvinnu en karlar horfðu fremur til yfirbragðs
eða útlits. Konur veltu því meira fyrir sér
hvernig hægt væri að aðlaga umhverfið að
þörfum íbúanna en karlar væra meira í því að
byggja varanlega minnisvarða. Einnig sæju
konur umhverfið í heild sinni en karlar fremur
einstaka hluta þess, svo dæmi séu tekin.“
rolbrán hefur búið í Hveragerði undan-
farin þrjú ár. Starf hennar sem um-
Lhverfisstjóri felst meðal annars í því að
sjá um nýframkvæmdir á grænum svæðum og
viðhalda þeim gróðri sem fyrir er og hanna fót-
boltavöll og tjaldsvæði, trjágöng og fleira. „Að-
aláherslan í þessum bæ er að skapa umhverfi
sem auðgar líf og tómstundir fólks og þeirra
sem vilja stunda heilsueflingu. Hér er góð
aðstaða til útivistar og lögð er rækt við það að
koma til móts við þarfir ferðamanna."
Hún segir að það sé gott að búa í litlum bæ
sem sé þó ekki það langt í burtu að hægt er að
skjótast í borgina og njóta þess sem hún hefur
upp á að bjóða.
„Nálægðin við fólkið er meiri hér en í
Reykjavík. í stað þess að grípa símann eða
senda tölvupóst getur verið tímasparnaður í
því að fara í heimsókn. Vegna þessarar ná-
lægðar verða skilin milli persónu og starfs ekki
sýnileg.
Það er líka stutt í alla þjónustu eins og mat-
vöraverslun, banka eða pósthús. Þar hittir
maður bakarann, bankastjórann og barna-
skólakennarann og það sem mér finnst mikið
um vert þá hitti ég garðyrkjumennina sem hér
starfa og eru margir. I Hveragerði er mikil
fjölbreytni í ræktun afskorinna blóma, potta-
blóma, grænmetis og síðast en ekki síst sumar-
blóma. Og við eram um margt sporgöngumenn
í vistvænni ræktun og sjálfbærri þróun. Þann-
ig má kannski segja að ég sé komin að upp-
rananum og farin að festa rætur þar sem hlúð
er að hugsjónum æsku minnar um vistvænt
samfélag."