Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 33 REVKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 25. nóvember Dorgað í Reynisvatni. Morgunblaðið/Ómar ánægjuleg lífsreynsla. Það er skiljanlegt og eðlilegt að fólk af erlend- um uppruna, sem hingað flytur tali sín í milli eigið tungumál. Það er líka eðlilegt að joað fólki vilji að böm þess haldi móðurmáli sínu. Islendingar sem flytja til útlanda tala íslenzku sín í milli. Flestir þeiiTa leggja mikla áherzlu á, að börn þeirra haldi íslenzkunni við þótt þau búi í öðru landi. Auðvitað eru sömu sjónarmið uppi hjá útlendingum, sem hingað flytja. íslendingar, sem búa í öðrum löndum hópast saman og halda þorrablót eða halda upp á 17. júní. Auðvitað er eðlilegt að útlendingar, sem hér búa geri það sama, haldi í heiðri hefðir sinna þjóða og komi saman á hátíðisdögum þeirra. ís- lendingar, sem flytja t.d. til Arabalanda halda sinni kristnu trú. Auðvitað er eðlilegt að Múham- eðstrúarmenn, sem hingað flytja geri hið sama. íslenzk böm, sem búsett era í öðra landi í lengri eða skemmri tíma lenda alltaf til að byrja með í erfiðleikum í skóla, bæði vegna tungumáls og vegna þess, að þau koma frá framandi landi og það tekur þau tíma að aðlagast nýjum aðstæðum og nýjum félögum. Auðvitað á það sama við um börn útlendinga, sem hingað flytja, þegar þau hefja hér skólanám. Ef við viljum reyna að skilja vandamál útlend- inga, sem hingað flytjast er það einfaldast með því að kynna okkur vanda Islendinga, sem flytja til annarra landa. Á þessu er enginn munur. Fjölmiðlun ogQölþjóðleg samfélög Á fjölmiðlasíðu Morg- unblaðsins í gær, föstu- dag, var fjallað um nor- ræna skýrslu um fjölþjóðlegar ritstjórnir og athygli vakin á að fjölmiðlum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð hefði mistekizt að endurspegla hið fjölþjóðlega samfé- lag, sem orðið væri til í þessum löndum. I frásögn Morgunblaðsins af skýrslunni segir m.a.: „Skemmst er frá því að segja, að flestar rit- stjórnirnar höfðu á að skipa einhverjum blaða- mönnum með erlendan bakgrann. Hins vegar fór því víðsfjarri, að hlutfallið væri svipað og úti í samfélaginu. Sú staðreynd endurspeglaðist í upp- setningu og efni fjölmiðlanna almennt. íbúar með erlendan bakgrann komu sjaldan fram nema í tengslum við umfjöllun um innflytjendastefnu eða glæpi. Engu að síður virtist vaxandi meðvit- und vera um, að ekki væri ástæða til að nefna sér- staklega erlendan upprana geranda í tengslum við umfjöllun um glæpi.“ Sennilega er þróunin á íslandi að því er varðar búsetu fólks af erlendum upprana a.m.k. áratug á eftir öðram Norðurlöndum og jafnvel meir. Það er fyrst á allra síðustu áram, sem segja má, að um umtalsverðan fjölda fólks sé að ræða, sem hingað hefúr flutt annars staðar frá. Samt sem áður er full ástæða til fyrir okkur og þ. á m. íslenzka fjöl- miðla að huga vel að þessari þróun. Það er auðvitað augljóst að afbrotum hefur fjölgað hér veralega. I langflestum tilvikum era Islendingar þar á ferð án þess, að það sé sérstak- lega tekið fram í fréttum. Það er auðvitað ekki ástæða til að geta þess sérstaklega ef útlendingur er í slíkum hópi enda afbrot alltaf afbrot, hver sem í hlut á. Ef það er hins vegar sérstaklega tek- ið fram í fréttum er það líklegt til þess að ýta und- ir þá ímynd í huga fólks, að útlendingar séu lík- legri til afbrota en íslendingar. Víða um lönd sitja íslendingar í fangelsum vegna afbrota. Ef ijöl- miðlar í þeim löndum legðu alltaf sérstaka áherzlu á að nú hefði enn einn íslendingur verið dæmdur í fangelsi fyrir fíkniefnasölu mundi það ýta undir þá ímynd í huga fólks í viðkomandi landi, að íslendingar væra sérstaklega athafna- samir í fíkniefnasölu á alþjóðavettvangi. Stund- um getur eitt orð í miklu magni frétta haft ótrúleg áhrif. Það er ákveðinn hópur af fólki á ferð landa á milli, sem af margvíslegum ástæðum hefur flosn- að upp af sínum heimaslóðum. Stundum er um að ræða fólk, sem af raunverulegum ástæðum hefur orðið pólitískir flóttamenn frá sínu heimalandi. Stundum er um allt annað að ræða. Það er eðli- legt og óhjákvæmilegt að lögregluyfirvöld í hveiju landi fylgist vandlega með þeim, sem þangað koma. Þessir aðilar væra að bregðast skyldu sinni ef þeir gerðu það ekki. Erfið mál af þessu tagi geta ýtt undir fordóma gagnvart útlendingum. En þá skulum við ekki gleyma þvi, að þegar íslenzkir ríkisborgarar lenda í slíkum vandamálum í öðram löndum á það sama við þar. Það á að verða okkur íslendingum metnaðar- mál að halda þannig á þessum málum að til fyrir- myndar sé. Grandvallaratriði er, að við sjálfir er- um að sækjast eftir því, að fá fólk hingað til lands frá öðram löndum, hvort sem um er að ræða vegna starfa í fiskvinnslu eða í hugbúnaðariðnaði svo að tvær ólíkar atvinnugreinar séu nefndar. Það era engir stórir hópar fólks á ferð að reyna að ryðjast inn fyrir okkar borgarmúra. Við eram sjálfu- að leita til þessa fólks og biðja það um að aðstoða okkur við að halda hér uppi blómlegu at- vinnulífi. Reynsla okkar er tvímælalaust sú, að útlend- ingar, sem flutt hafa til íslands hafa auðgað þjóð- líf okkar almennt og menningarlíf okkar sérstak- lega. Af þeim ástæðum einnig er eftirsóknarvert að fá þá til þess að flytjast hingað. Tungumálavandinn er fyrst og fremst bundinn við fyrstu kynslóð þeirra, sem setjast hér að. Önnur kynslóð talar íslenzku reiprennandi og verður fljótt eðlilegur paitur af íslenzku samfé- lagi. Sá vandi, sem stöku sinnum kemur upp vegna manna af erlendum upprana, sem leita fyrir sér bæði hér og annars staðar um búsetu, er allt ann- að mál og hefur ekkert með að gera það málefni, sem hér er til umræðu. Þessu tvennu má ekki blanda saman. Ekki verður annað sagt en að íslenzk stjórn- völd, bæði á landsvísu og sveitarstjórnir, hafi haldið vel á þessum málum, það sem af er. Lík- lega er fjöldi fólks af erlendum upprana orðinn svo mikill á íslandi, að stjómvöld verði að leggja meiri áherzlu en gert hefur verið á margvíslega þjónustu við þann hóp til þess að auðvelda honum þau umskipti að setjast hér að. Það má gera ráð fyrir að það sé orðið tímabært að marka ákveðna stefnu í þessum efnum, þannig að menn viti að hverju þeir gangi, þegar þeir flytj- ast til íslands. Vafalaust þarf sérstakt átak til að gera skólakerfinu kleift að takast á við þau við- fangsefni, sem að skólunum snúa, þegar börnum og unglingum íjölgar á skólabekk, sem eiga til að byija með í erfiðleikum með íslenzkt mál. Það er raunar alþekkt vandamál hjá börnum starfs- manna utanríkisþjónustu og íslenzkra fyrirtækja, sem starfa á erlendri grand, þegar heim er komið eftir nokkuð langa útivist. Það er með öðram orðum tímabært að marka pólitíska stefnu í málefnum fólks, sem flytur til Islands með það í huga að setjast hér að til fram- búðar. „Vestfírðingar hafa af þessum sökum meiri og Qölbreyti- legri reynslu af sam- búð með fólki af er- lendum uppruna en nokkurt annað byggðarlag á fs- landi. Og það er sér- staklega ánægjulegt að sú sambúð hefur verið mjög góð. Frá Vestfjörðum hafa borizt sáralitlar fréttir af vandamál- um íþeirri sambúð. Hitt fer ekki á milli mála, að sá tiltölu- lega stóri hópur fólks, sem þangað hefur flutt frá út- löndum hefur auðg- að mjög mamilífið og menningarlifíð á VestiQörðum. Að því leyti til geta Vest- firðir sýnt okkur í hnotskurn hver gera má ráð fyrir að þróunin verði um land allt á næstu ár- um...“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.