Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 11
gríms, íkafla sem ber heitið„Undir-
róður Halldórs“, að þú hafír unnið að
því á bak við tjöldin að fá þingmenn
Framsóknarflokksins til að sitja hjá
við atkvæðagreiðslu um málið á Al-
þingi.
„Eg gerði alls enga tilraun til að
reyna að hafa áhrif á afstöðu annarra
þingmanna og bað þá ekki að fylgja
mér í þessu máli. Sú atkvæðagreiðsla
sem var nú kannski mikilvægust í
þessu máli var þegar greidd voru at-
kvæði um Eftirlitsstofnunina og
EFTA-dómstólinn í desember 1992 í
sambandi við afgreiðsluna á sam-
keppnislögunum, en þá sátu sjö þing-
menn Framsóknarflokksins hjá, en
fjórir voru á móti og tveir voru fjar-
verandi, þar á meðal Steingrímur
Hermannsson. Hann sagði í viðtali
rétt eftir þessa atkvæðagreiðslu, sem
fór fram viku eftir flokksþingið, þeg-
ar hann var spurður um þessa niður-
stöðu: „Ég tel það vera í fullu sam-
ræmi við afstöðu flokksþings
Framsóknarflokksins til Evrópska
efnahagssvæðisins, hvort sem menn
sitja hjá við atkvæðagreiðslu eða
greiða atkvæði gegn einstökum
frumvörpum um EES.“
Þetta var hans skoðun á þeim tíma.
Raunar treysti Steingrímur, þá-
verandi utanríkisráðherra, Jóni
Baldvin Hannibalssyni, afskaplega
vel í þessu máli. Ég man eftir því að
ég sagði við Steingrím að ég teldi að
stofnanaþáttur þessa máls væri orð-
inn svo stór að það væri nauðsynlegt
að forsætisráðuneytið kæmi meira að
málinu, en Steingrímur taldi að það
væri í afskaplega góðum höndum ut-
anríkisráðherra og taldi óþarft að
forsætisráðuneytið setti í gang mikla
vinnu af þeim sökum.“
Er ekki rétt að á flokksþinginu
1992 hafír þú beitt þér mjög fyrir því
að drögum að ályktun um utanríkis-
mál yrði breytt þannig að þingið tæki
ekki afdráttarlausa afstöðu gegn
samningnum?
„Það er rétt. Ég tel mig hafa verið
trúan minni vinnu og minni afstöðu í
ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar um þetta mál. Það var alveg
ljóst á flokksþinginu að ég var þeirr-
ar skoðunar að flokkurinn gæti ekki
algjörlega snúið baki við því sem
hann hafði verið að vinna að í fyrri
ríkisstjórn. Við yrðum að hugsa til
lengri tíma og við gætum ekki tekið
afstöðu eftir því hvemig vindar blésu
tímabundið í þjóðfélaginu. Ég er
þeirrar skoðunar að ég hafi haft rétt
fyrir mér. Ég tel að flestir sem líta á
þessi mál í dag séu þeirrar skoðunar
að það hafl verið nauðsynlegt fyrir
íslendinga að fara þessa leið. Það var
gert undir forystu Steingríms Her-
mannssonar og hann ætti að vera
stoltur af því.“
Var ekki áfiáð ur í að taka við
formennsku i flokknum
Pað kemur fram í bókinni að ein-
mitt á þessu flokksþingi 1992 hafí
stuðningsmenn þínir á Austurlandi
reynt að draga úrfylgi við Steingrím
í formannskjörinu með því að kjósa
þigfrekar en hann.
„Ég kannast ekkert við þetta og tel
að eins og aðrir flokksmenn hafi
Austfirðingar alltaf staðið þétt við
bak Steingríms. Égstuddi Steingrím
alltaf í formannskjöri og hvatti aðra
til að gera það líka. Ég taldi nauðsyn-
legt að menn sýndu samstöðu um for-
ystuna. Þegar ég lít yfir kosningar á
þessum flokksþingum þá kemur í Ijós
að 1988 fékk Steingrímur Hermann-
sson 97% atkvæða í formannskjöri,
en ég 95,6% sem varaformaður. Arið
1990 fær Steingrímur 95,6% sem for-
maður, en ég 94,3% sem varaformað-
ur. En svo bregður við að þessar töl-
ur okkar lækka nokkuð á flokks-
þinginu 1992, en þá fær Steingrímur
87,7% atkvæða og ég 87,8% atkvæða.
Ég tel nú þetta vera ágæta kosningu
hjá báðum aðilum en ég tel þetta lýsa
því að það hafi verið nokkur óánægja
með það, af eðlilegum ástæðum, að
forystumenn flokksins stæðu ekki al-
veg saman um svo mikilvægt mál
sem þetta á flokksþinginu. Ég tel að
þessi atkvæðagreiðsla sé tákn um
það en engan undirróður gegn
Steingrími Hermannssyni."
Steingrímur segir í þessum sama
bókarkafla að hann hafí orðið„var við
vaxandi óþreyju Halldórs að komast í
formannsstól Framsóknarflokksins".
Hann skrifar að í tengslum við um-
ræðu um hugsanlega umsókn hans
um stöðu bankastjóra í Seðlabankan-
um hafí „óþolinmæði“ þín aukist og
FRÉTTIR
Menntamálaráðuneytið um niðurstöðu nýrrar könnunar
Kostnaðarauki verði
rakinn til ákvarðana
sveitarfélaga
Morgunblaðið/Golli
að þegar hann síðan tilkynnti þér að
hann ætlaði að hætta þátttöku í
stjómmálum hafí „birt yfír“ þér.
Hvað segir þú um þessi ummæli?
„Mér þykja þau afskaplega undar-
leg. Þegar við fórum í stjórnarand-
stöðu 1991 hafði Steingrímur Her-
mannsson verið mjög lengi í
ríkisstjóm eða allt frá árinu 1978. Við
í þingflokknum urðum fljótt vör við
það að hann naut sín fremur illa í
stjómarandstöðu. Hann kom ekki
mikið í þingið og það var óánægja
með það í þingflokknum. Ég taldi að
við gætum í sjálfu sér afborið það. Ég
reyndi að gera mitt besta til að fylla
inn í það eins og menn verða að gera í
samstarfi. Ég vissi ekki um fyrirætl-
anir hans fyrr en hann kallaði á mig
og tilkynnti mér að hann hygðist
sækja um stöðu seðlabankastjóra, en
hann var þá á sextugasta og sjötta
aldursári.
Ég man eftir því að hann ræddi um
bág launakjör alþingismanna og að
hann ræddi um að hann væri búinn
að vera formaður flokksins um 15 ára
skeið og að þarna fengi hann tæki-
færi til að hverfa til annarra starfa.“
Pað kom fram í fjölmiðlum á þess-
um tíma og á það er minnst í bókinni
að þú hafír íhugað aðhætta þátttöku í
stjómmálum. Erþetta rétt?
„Mér er engin launung á því að á
þessum ámm hugsaði ég um framtíð-
ina og held að það sé afskaplega
mannlegt. Ég var ekki sérlega áfjáð-
ur í að taka að mér formennsku í
Framsóknarflokknum. Mér var það
Ijóst að fjárhagur flokksins var í rúst
og að hann yrði fjárhagslega meira
og minna lamaður næstu 10 árin
vegna gífurlegs taps á NT og Tíman-
um. Þannig að það var nú ekkert sér-
staklega fýsilegt að taka þessa for-
ystu að sér. Hins vegar þegar
Steingrímur hafði tekið sína ákvörð-
un var ég varaformaður og taldi ekk-
ert annað að gera en að hella mér út í
þetta. Um það var mikil samstaða og
ég fékk mikla hvatningu frá félögum
mínum. En ég reyndi á engan hátt að
koma Steingrími frá. Ég leit svo á að
hann vildi grípa þetta tækifæri, en á
ævisögunni má skilja að hann hafi
eftir á verið óánægður og ósáttur við
það.“
Hvattir þú Steingrím aldrei til að
sækja um stöðu seðlabankastjóra?
„Nei, það gerði ég ekki.“
Vatn á myllu andstæðinga flokksins
Eftir að Steingrímur hætti sem
formaður hefur hann nokkmm sinn-
um tjáð sig um viðkvæm pólitísk
deilumál og m.a. gagnrýnt stefnu
Framsóknarflokksins í umhverfís- og
stóríðjumálum. Hvemig hefur þér
þótt að berjast í þessum málum á
sama tíma og Steingrímur tók undir
málflutning þeirra sem voru þér
ósammála?
„Mér fannst þetta ómaklegt. Ég
hef kynnst tveimur öðrum fyrrver-
andi formönnum Framsóknarflokks-
ins, Eysteini Jónssyni og Ólafi Jó-
hannessyni. Mér var afkaplega vel
kunnugt um það að þeir voru ekki
alltaf ánægðir með okkar störf. Þeir
settu ekki fram gagnrýni á opinber-
um vettvangi vegna þess að þeir
gerðu sér grein fyrir því hve brýn
samstaðan var. Ég tel að þegar nýir
menn taka við eigi þeir að bera
ábyrgð á sínum flokkum. Ég tel mik-
ilvægt að fyrrverandi formenn sýni
því fullan skilning. Ég er ekki með
því að segja að þeir megi hvergi
koma nærri og það eigi að ganga eins
langt og fyrirrennari minn Páll Þor-
steinsson, fyrrverandi alþingimaður
Framsóknarflokksins á Austurlandi,
sagði eitt sinn við mig. Ég sagði ein-
hverju sinni við hann. „Heyrðu Páll,
þú ættir að líta stundum við hjá okk-
ur niðri í þingi og spjalla við okkur.“
Hann svaraði: „Nei, ég er hættur.“
Þá sagði ég við hann: „Ja, Eysteinn
gerir þetta nú oft. Hann kemur og
fylgist vel með okkur.“ Þá svaraði
Páll: „Það á hann ekki að gera.“
Ég er ekki að halda því fram að
menn eigi að hlíta ráðum þessa mæta
þingmanns Framsóknarflokksins, en
það er alveg ljóst að það er tekið
meira eftir gagnrýni fyrrverandi for-
ystumanna en annarra í erfiðum og
viðkvæmum málum. Það er afar auð-
velt að nýta sér þá gagnrýni sjálfum
sér til framdráttar og ég er alveg
sannfærður um það að sú einkunn
sem Steingrímur hefur verið að gefa
okkur félögunum með ýmsum hætti
hefur verið vatn á myllu andstæðinga
flokksins."
NIÐURSTÖÐUR könnunar á þró-
un tekna og gjalda vegna reksturs-
grunnskólans gefa til kynna að
aukning á kostnaði sveitarfélaganna
vegna grunnskólans verði rakin til
ákvarðana sveitarfélaganna eftir að
þau tóku alla ábyrgð á grunnskólan-
um án þess að ríkið eigi þar hlut að
máli, að því er fram kemur í skýrslu
sem KMPG-endurskoðun hefur
unnið og Bjöm Bjamason,
menntamálaráðherra, kynnti í ríkis-
stjóm.
Endurskoðunin var gerð á vegum
nefndar sem ráðherra skipaði og í
sátu fulltrúar ríkis og sveitarfélaga.
Nefndin hafði m.a. það verkefni að
fylgjast með endurmati hlutlauss
aðila á kostnaði vegna flutnings
grunnskólans til sveitarfélaga. Við
endurmatið vom tölulegar upplýs-
ingar og útreikningar yfirfarin og
sannreynd til að varpa ljósi á þróun
tekna og gjalda sveitarfélaga vegna
grunnskólans frá árinu 1996.
Gjöld aukast
hraðar en tekjur
Samkvæmt niðurstöðunum var
lítill munur á tekjum og útgjöldum
sveitarfélaga vegna reksturs gronn-
skóla á árunum 1996-1999. „Aukning
hefur orðið bæði í telqum og gjöld-
um, en gjöldin hafa þó vaxið hraðar.
Tekjur sveitarfélaga voro umfram
gjöld fyrri tvö árin, þ.e. á árinu 1996
um 273 m.kr. og á árinu 1997 um 238
m.kr. Breyting verður á síðari tvö
árin. A árinu 1998 voro rekstrar-
gjöld umfram tekjur 171 m.kr. en
625 m.kr. á árinu 1999. Á tímabilinu
1996 til 1999 fór kostnaður sveitar-
félaga vegna reksturs grunnskóla
samtals tæpum 300 miHjónum fram
úr tekjum,“ segir í fréttatilkynningu
ráðuneytisins um málið.
Þá segir að mismunurinn á
tekjum og gjöldum geti átt sér ýms-
SAMBAND íslenskra sveitarfélaga
hefur sent frá sér eftirfarandi frétta-
tilkynningu:
Á fulltrúaráðsfundi Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, sem haldinn
var föstudaginn 24. nóvember sl., var
kynnt og tekin til umfjöllunar
skýrsla KPMG um athugun á rekstr-
arkostnaði grunnskóla og tekjum til
að mæta þeim kostnaði. Skýrslan var
unnin fyrir nefnd fulltrúa ríkis og
sveitarfélaga sem starfað hefur sam-
kvæmt ákvæði í samkomulagi ríkis
og sveitarfélaga um yfirfærsluna frá
árinu 1996 en þar var ákvæði þess
efnis að á árinu 2000 yrði kostnaður
og tekjuþörf endurmetin í ljósi
reynslunnar. Nefndin ákvað að fá
hlutlausan aðila til að sannreyna all-
ar þær upplýsingar sem hún hafði
undir höndum um þróun tekna og út-
gjalda vegna reksturs gronnskólans
á áronum 1996-1999 og fól KPMG
það verkefni.
Niðurstaða skýrslunnar
um mismun heildartekna
og heildargjalda
í skýrslunni er komist að þeirri
meginniðurstöðu að mismunur heild-
artekna og heildargjalda hafi þróast
með eftirfarandi hætti:
Sjá töflu
Samkvæmt því virðist heildar-
kostnaður sveitarfélaganna vegna
reksturs gronnskólans hafa farið
ar orsakir. Launabreytingar hafi
mikil áhrif enda laun stór hluti
rekstrarkostnaðar. Sveitarfélögin
hafi gert sameiginlega kjarasamn-
inga við kennara 1997 auk þess sem
þau gerðu hvert fyrir sig viðbótar-
kjarasamninga við kennara á áron-
um 1998 og 1999 um frekari launa-
hækkanir.
Frá 1996 til 1999 hafi tekjur sveit-
arfélaga af útsvari aukist talsvert
þar sem útsvarsstofn hefur hækkað
umfram almenna verðlagsþróun.
„Ekki er hægt að bera saman við-
bótartekjur og viðbótargjöld vegna
þeirra verkefna í rekstri gronnskól-
ans sem sveitarfélögin tóku yfir með
samkomulagi við ríkið á árinu 1996.
Ástæðan er sú að í bókhaldi sveitar-
félaga er ekki greint á milli þeirra
verkefna sem yfirtekin voro frá rík-
inu í ágúst 1996 og annarra verk-
efna vegna gronnskólans sem sveit-
arfélögin höfðu með höndum. Fyrir
gerð samkomulagsins 1996 var hlut-
deild sveitarfélaga í rekstrarkostn-
1996 1997 1998 1999
Tekjurum- 273 238
fram gjöld
(Gjöld um- (171) (625)
fram tekjur)
tæplega 300 millj. kr. fram úr tekjum
á þessum fjórom árom. Tekjumar
ero nokkru hærri en útgjöldin fyrri
tvö árin en síðari tvö árin ero út-
gjöldin hærri en tekjumar.
Skýringar á kostnaðarauka
Skýringuna á kostnaðarauka síð-
ari tvö árin má fyrst og fremst rekja
til þeirrar launaþróunar sem átti sér
stað í þjóðfélaginu á því tímabili en
um 70% af rekstrarkostnaði gronn-
skólans eru laun og launatengd
gjöld. Sveitarfélögin hafa ekki leitt
þá launaþróun sem orðið hefur í
þjóðfélaginu sl. þrjú ár. Þegar hún er
skoðuð kemur í ljós að á tímabilinu
frá ársbyrjun 1997 til ársloka 1999
hafa launahækkanir til kennara, að
meðtöldum öllum viðbótarsamning-
um, verið svipaðar og meðaltal
launahækkana BHM en mun minni
en launahækkanir hjúkrunarfræð-
inga en ríkið ber alla ábyrgð á kjara-
samningum við þessa tvo starfshópa.
Auk þess hafa margvíslegar nýjung-
ar í grunnskólastarfi, fækkun í
bekkjardeildum og ýmis önnur verk-
efni umfram lögskyldur haft í för
aði gronnskólans um þriðjungur á
móti tveimur þriðju hlutum ríkis-
ins,“ segir ennfremur.
Áhrif aðalnámskrár
ekki komin fram
Þá segir að endurskoðunarskýrsl-
an gefi til kynna að kostnaðaráhrif
nýrrar aðalnámskrár gronnskóla
séu tæpast komin fram svo neinu
nemi í rekstrarkostnaði ársins 1999,
eins og haldið hafi verið fram en
námskráin tók gildi það ár. „Þá
kemur einnig fram í skýrslunni að
sé um viðbótarkostnað að ræða fyrir
sveitarfélög vegna úrskurða
menntamálaráðuneytisins um fjölda
kennsludaga og kennslustunda þá
ætti sá viðbótarkostnaður nú þegar
að hafa komið fram í reikningum
sveitarfélaga og gæti að einhveiju
leyti skýrt mismun tekna og
gjalda,“
segir ennfremur í tilkynningu
ráðuneytisins en skýrslan er í heild
birt á heimasíðunni www.mm.stjr.is
með sér kostnaðarauka fyrir sveitar-
félögin. Þessi niðurstaða staðfestir
þann metnað sem sveitarfélögin hafa
sýnt í málefnum gronnskólans og
það mikla uppbyggingarstarf sem
þau hafa unnið í grunnskólanum frá
því að þau tóku við öllum rekstri
hans á árinu 1996.
Ný aðalnámsskrá og úrskurðir
í athugun KPMG er ekki lagt mat
á þann kostnaðarauka sem orðið hef-
ur og mun verða vegna úrskurða
menntamálaráðuneytisins á árinu
1997 um vikulegan fjölda kennslu-
stunda og kennsludaga og gildistöku
nýrrar aðalnámsskrár á árinu 1999. í
úttekt sem gerð var á vegum Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga er
reiknað með að þessi kostnaðarauki
geti árlega numið um 400 millj. kr.
þegar þau eru að fullu komin til
framkvæmda. Um þann kostnaðar-
auka þurfa ríki og sveitarfélög að
semja sín í milli.
Það er almennt viðurkennt að yfir-
færsla alls reksturs gronnskólans
ft-á ríki til sveitarfélaga hafi tekist
vel. Faglegt starf gronnskólans og
fjárhagslegar forsendur í rekstri
hans ero stöðugt til umfjöllunar á
vettvangi sveitarfélaganna og afar
mikilvægt er að ríki, sveitarfélög,
skólastjómendur, kennarar og for-
eldrar hafi með sér gott samstarf um
málefni gronnskólans.
Yfirfærsla á rekstri grunn-
skólans hefur tekist vel