Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 39
MINNINGAR
MARIA
INDRIÐADÓTTIR
+ María Indriða-
dóttir fæddist á
Bimingsstöðum í
Ljósavatnsskarði 23.
mars 1922. Hún lést
á Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri
12. nóvember sl. Ut-
for Maríu fór fram
frá Ljósavatnskirkju
fimmtudaginn 23.
nóvember.
Eftir að amma dó
fyrir tæpum þremur
árum hefm’ hugurinn æ
oftar reikað til þessa
dags er ég þyrfti að kveðja Mæju í
Borgartúni í hinsta sinn.
Amma dó eftir löng og ströng
veikindi þegar ég var stödd úti í Kól-
ombíu sem skiptiliði. Að sjálfsögðu
var sorgin stór en svona fjarri
heimahögum var eins og maður liði
áfram í hálfgerðri móðu og viðskiln-
aðurinn varð einhvern veginn létt-
bærari. Erfiðast var þó að koma aft-
ur heim þar sem amma var ekki
lengur til staðar en eitt vissi maður
og það var að Mæja væri hvergi farin
og ef einhver gæti komið í ömmu
stað þá væri það hún.
í minni tilveru hafa Nóri og Mæja
alltaf verið einn af föstu punktunum.
Þangað var alltaf hægt að leita í hinu
daglega amstri þegar allir voru svo
tímabundnir að í raun gafst ekki tími
til neins. Stundum á sumrin þegar ég
kom heim af hótelinu eftir langa vakt
vildi kannski ekki betur til en svo að
enginn var heima og allar dyr læstar.
Þá var ekki um annað að ræða en
rölta niður eftir í hóteldressinu og
leita á náðir Mæju og bíða þess að
einhverjum þóknaðist að koma heim.
í Borgartúni vai’ enginn að flýta sér.
Það fyrsta sem birtist þegar maður
beygði fyrir húshornið var Mæja
sem veifaði góðlátlega úr eldhús-
glugganum og með einhverjum
undraverðum hætti var hún búin að
setja að minnsta kosti fimm sortir á
borðið þegar maður kom inn og átti
enn eftir að bæta á.
Þær voru ófáar sögurnar sem
sagðar voru yfir eldhúsborðinu í
Borgartúni. Ekkert fór framhjá
Mæju og þarna voru tíunduð öll böll,
partí, vinkonuvandræði og stráka-
mál sem á döfinni voru í það skiptið,
langt umíram það er t.d. foreldrar
mínir fréttu nokkurn tíma um. En
Mæja vissi upp á hár hvað var bara á
milli okkar og hitt sem mátti lengra
fara. Það var gott að tala við Mæju
enda virtist kynslóðabilið ekki skipta
þar neinu máli. Mæja var hrein og
bein, var svo sem ekki
að hlífa neinum en
dæmdi engan svo að
allir gengu jafnt til
leiks. Eg veit að við
vorum báðar búnar að
hlakka til þegar ég
kæmi heim núna fyrir
jólin í ,jólafríið langa“
eins og Nóri kallaði
það, en ég býst við að
sögumar verði að bíða
um sinn.
Allt tekur enda og þó
að við Mæja eigum ekki
lengur eftir að ræða yf-
ir eldhhúsborðinu þá
mun minningin um góða tíma og
góða konu lifa um ókomna tíð í okkur
sem eftir sitjum.
Mæja mín, ég veit að vel er tekið á
móti þér þar sem þú ert nú og ég get
séð fyrir mér þar sem þið amma
hafði komið ykkur fyrir við eitthvert
eldhúsborðið með spilastokkinn og
þar mun ég finna ykkur þegar þar að
kemur.
Elsku Nóri minn og aðrir aðstan-
dendur, Guð styrki ykkur á erfiðum
tímum og um alla tíð.
Anna María (Mímí).
Elsku amma mín. Ég veit eigin-
lega ekki hvernig ég á að byrja eða
hvemig ég á að tjá allt sem mig lang-
ar að segja. Þú varst eiginkona, móð-
ir, tengdamóðir, amma og langamma
og þú hafðir allt sem þarf til þess að
vera þetta allt í senn. Þú varst góð,
raunsæ, pínulítið þrjósk og ég á eftir
að sakna þín alveg afskaplega mikið.
Ég trúi því að nú sért þú komin á
góðan stað þar sem þú getur haldið
áfram að fylgjast með okkur vaxa úr
grasi og að það sé kominn friður yfir
þig og að þér líði vel. Megir þú hvíla í
friði elsku amma mín.
Vaki þú yfir mér er sef ég vært og
rótt.
Dreymi að ég sé með þér í alla
nótt.
Þín
María Indriðadóttir.
t
Utför bróður míns og mágs okkar,
GÍSLA PÉTURS ÓLAFSSONAR,
Nóatúni 25,
Reykjavik,
verður gerð frá Háteigskirkju miðvikudaginn
29. nóvember kl. 13.30.
Jarðarförin fer fram frá Viðvíkurkirkju í Skaga-
firði laugardaginn 2. desember kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Ólafsdóttir, Herjólfur Sveinsson,
Óskar K. Ólafsson.
t
Hjartans þakkir sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls
elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu,
ARNBJARGAR EYSTEINSDÓTTUR,
Vesturvallagötu 1,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir, Baldvin Þór Grétarsson,
Júlía Baldvinsdóttir,
Arnbjörg Baldvinsdóttir.
t
Æ
Frágangur
afmælis’
ogminning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (5691115)
og í tölvupósti (minning-
@mbl.is). Nauðsynlegt er, að
símanúmer höfundar/sendanda
fyigí-
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðu-
grein af hæfilegri lengd, en aðr-
ar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4,
miðað við meðallínubil og hæfi-
lega línulengd, - eða 2.200 slög
(um 25 dálksentimetra í blað-
inu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð
takmarkast við eitt til þrjú er-
indi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Hjartanlega þökkum við öllum, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
elskulegs föður okkar, fósturföður, tengda-
föður, afa og langafa,
AÐALSTEINS JÓNSSONAR
fyrrv. bónda og oddvita,
Ormsstöðum, Norðfirði.
Guð blessi ykkur.
Hulda A. Scheving, Garðar Scheving,
Jón Þór Aðalsteinsson, Magnea Móberg Jónsdóttir,
Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Finnur Malmquist,
Jakob Sigfinnsson,
barnabörn og langafabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
vinarhug vegna fráfalls okkar ástkæra
HELGA ARNAR FREDERIKSEN.
Ester Elín Bjarnadóttir,
Oddný Hanna Helgadóttir, Eiva Ösp Helgadóttir,
Elín Eyvindsdóttir, Alfred Frederiksen,
Sigurður Alfredson,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Bjarni Jón Matthíasson,
Guðbjörg Beck, Páll Beck.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og
útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og systur,
STEFANÍU Þ. ÁRNADÓTTUR,
Ægisíðu 46,
Reykjavik.
Guðrún Inga Bjarnadóttir,
Árni Þór Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir,
Gunnar Viðar Bjarnason, María Elíasdóttir,
Birgir Sveinn Bjarnason, Kristín Porter,
Stefán Bragi Bjarnason, Iðunn Bragadóttir,
barnabörn og systur.
+
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ástkærs eiginmanns mins, föður okkar,
tengdaföður og afa,
ELÍASAR ARNLAUGSSONAR.
Gyða Guðnadóttir,
Erna Elíasdóttir,
Guðrún Elíasdóttir,
Ingvar Elíasson,
Guðni Elíasson,
Rósa Þórey Elíasdóttir,
Davíð Sigurðsson,
Helga Guðný Sigurðardóttir, Jón Haukur Ingvason,
barnabörn og barnabarnabarn.
Gunnar E. Hubner,
Sigríður J. Sigurðardóttir,
Álfhildur Guðbjartsdóttir,
Þorbjörg Yngvadóttir,
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við fráfall eiginmanns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
ÁRNA GUÐMUNDSSONAR
frá Vestmannaeyjum,
Reynigrund 81,
Kópavogi.
Sérstakar þakkir til Karítas-hjúkrunarþjón-
ustunnar og liknardeildar Landspítalans fyrir
kærleiksríka umönnun.
Jóna Bergþóra Hannesdóttir,
Steinar Vilberg Árnason, Guðrún Norðfjörð,
Þyri Kap Árnadóttir, Trausti Leósson,
Jón Atli Árnason, Salvör Jónsdóttir
og barnabörn.
Blómaskreytingar við öll tilefni
Opið til kl. 19 öll kvöld
Blómastofa
Friófinns,
Suðurlandsbraut 10,
sírai 553 1099, fax 568 4499.
LEGSTEINAR
.
Komið og skoðið
í sýningarsal okkar eða
fáið sendan myndalista
MOSAIK
Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík
sími: 587 1960, fax: 587 1986