Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORGUMBLAÐIÐ Halldór Ásgrímsson hafnar gagnrýni Steingríms Hermannssonar á störf núverandi forystumanna Framsóknarflokksins. Halldór vísar því algerlega á bug, sem kemur fram í nýútkominni ævisögu Steingríms, AÐ HANN HAFI ÁTT ÞÁTT í AÐ ÝTA STEINGRÍMI ÚT ÚR STJÓRNMÁLUM. HaNN SEGIST í VIÐTALI VIÐ EGIL ÓlAFSSON TEUA AÐ lýsing Steingríms á afstöðu hans til umdeildra mála eins og kvótakerfisins og EES-samningsins BERI VOTT UM AÐ STEINGRÍMUR SÉ AÐ REYNA AÐ KOMA SÉR UNDAN ÁBYRGÐ Á MÁLUNUM. / IÞRIÐJA BINDI nýút- kominnar ævisögu Stein- gríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráð- herra, setur hann fram gagnrýni á Halldór Ás- grímsson, núverandi for- mann Framsóknarflokksins og utan- ríkisráðherra. Hann lýsir ágreiningi þeirra í nokkrum umdeildum málum og gefur ákveðið til kynna að Halldór hafi þrýst á um að hann hætti sem formaður Framsóknarflokksins. I bókinni fjallar Steingrímur nokk- uð um kvótakerfið ogafstöðu sína til þess. Hann segir m.a. að hann hafí haft verulegar efasemdir um ýmsa þætti þess og hafi frekar kosið að tengja kvóta við byggðir, auk þess sem hann segist hafa verið andvígur frjálsa framsalinu. Hann segir jafn- framt að þú hafír haft meira samráð við hagsmunaaðila í sjávarútvcgi en við samráðherra þína um mótun stefnunnar. Hvaðsegirþú um þetta? „Ég hef farið yfir það sem Stein- grímur skrifar í þessari bók. Ég hafði ekki hugsað mér að gera það að um- talsefni sem hann sagði í fyrri bind- um ævisögu sinnar. Þar gætir víða ónákvæmni að mínu mati. í þessari bók má ekki aðeins finna ónákvæmni heldur er í nokkrum atriðum beinlín- is farið með rangt mál. Mér finnst sem þess gæti í nokkrum mæli að sagnamaðurinn vilji frýja sig ábyrgð á þeim málum sem nú er um deilt. I þessu tilviki stóðum við með sjáv- arútveginn í mjög erfiðri stöðu þegar ríkisstjómin var mynduð árið 1983. Það þekkir Steingrímur Hermann- sson manna best. Hann hafði árinu á undan verið í sjávarútvegsráðuneyt- inu. Hann bað mig á síðustu stundu, rétt áður en stjómin var mynduð, að taka að mér sjávarútvegsmálin, en áður hafði verið um það rætt að ég færi í fjármálaráðuneytið, en það vildi ég helst. Það vildi enginn fara í sjávarútvegsráðuneytið og féllst ég á að taka það að mér. Það var gífurleg- ur taprekstur og við þurftum að fara í að breyta genginu. Yið þurftum að setja sérstök lög um kjör sjómanna og síðan að finna nýjan grundvöll fyr- ir rekstri sjávarútvegsins. Þetta var mjög viðamikið starf sem fólst í því að byggja upp nýtt fiskveiðistjóm- kerfi, afnema millifærslukerfi í sjáv- arútvegi og breyta verðmyndunar- kerfi sem m.a. fól í sér að koma á fiskmörkuðum. Þetta starf hefði aldrei tekist nema með víðtæku sam- ráði við hagsmunaaðila. Af sjálfu leið- ir að þessi alvarlegu mál vom rædd í þaula í ríkisstjóm, þingflokki fram- sóknarmanna eins og í öðram þing- flokkum og raunar í samfélaginu öllu. Kannast ekki við ágreining við Steingrím um kvótakerfið Það kemur fram í máli Steingríms að það hafi verið erfitt að fá mig tii að gera breytingar á frumvarpinu og nefnir þar nokkur atriði. Sannleikur- inn er sá að þau atriði sem hann rek- ur voru ekki erfiðustu málin. Það er að visu rétt hjá honum að spumingin um framsalið var umdeild. En ég hygg að það hafi verið erfiðara að ná samstöðu um smábátana og aftur- hvarf frá aflamarkskerfinu yílr í sóknarmark, en um nokkurra ára bil var það valkostur. Ég vildi ekki hafa jafn rúmar reglur í sambandi við smábátana og ég var andvígur því að fara yfir í sóknarmarkið, en ég lét það yfir mig ganga til að ná sátt bæði milli stjórnmálaflokkanna og jafn- framt við hagsmunaaðilana. Þar vora uppi mismunandi sjónarmið, en þetta starf tók mikinn tíma og hefði aldrei verið hægt að ljúka nema með öllum þessum samráðsfundum. Auðvitað komu hugmyndir inn f þetta starf víða að. Þær komu frá mér, frá stjómmálamönnum, frá hagsmuna- aðilum og frá byggðarlögum. Ég er þeirrar skoðunar að menn eigi að bera ábyrgð á því sem þeir stóðu að. Allt starfið var unnið í ríkis- stjórnum sem vora meira og minna undir forystu Steingríms Hermanns- sonar og þar af leiðandi ber hann fulla ábyrgð á því.“ Það má lesa út úr orðum Stein- gríms í bókánni að það hafí beinlínis verið ágreiningur milli þín og hans á þessum tíma þegar verið var að setja lög um stjórn fískveiða. Myndir þú lýsa samskiptum ykkar á þeim tíma um þessi mál með þeim hætti? „Nei, ég kannast ekki við það. Hann treysti mér fyrir því að ná fram þeirri niðurstöðu sem ég taldi vera mögulega og ég kannast ekki við þennan ágreining. Ég átti mjög gott samstarf við Steingrím á þessum tíma. Hann gerði sér grein fyrir því að það var lífsspursmál fyrir sjávarát- veginn að koma fótunum undir sig. Það var ekki hægt að reka þessa und- irstöðuatvinnugrein ávallt sem gjald- þrotagrein og að það þyrfti stöðugt að vera að fella gengið til að halda í henni lífinu. Ég er þeirrar skoðunar að það starf sem unnið var í grund- vallarþáttum sjávarátvegsins á þess- um áram hafi verið forsenda þess að við gátum náð stöðugleika í efna- hagslífinu um og eftir 1990. Án þess hefði það aldrei tekist. Þetta er rétt að hafa í huga þegar sagan er skrifuð ogdæmd. Mér finnst að mörgu leyti að Steingrímur hefði átt að sökkva Degi Eggertssyni dýpra ofan í það sem gerðist á þessum áram. Stöðugleik- inn og þjóðarsáttin sem náðist á þess- um áram er pólitískt afrek sem Steingrímur getur hreykt sér af. Að sumu leyti finnst mér hann í sögu- legu samhengi og skipa sér á bekk með föður sínum, Hermanni, sem átti ríkan þátt í ríkisstjóminni sem var við völd á fjórða áratugnum og var kölluð stjórn hinna vinnandi stétta. Þetta er kannski sá minnisvarði um Steingrím sem honum á eftir að þykja hvað vænst um í framtíðinni, en þjóðarsáttin varð til í efnahags- legu samhengi sem hann verður að skýra satt og rétt frá.“ Mér var ómögulegt að velta mér yfir á hina hliðina í EES-málinu Steingrímur lýsir í bókinni ágrein- ingi innan Framsóknarfíokksins um afstöðuna til samningsins um Evrópskt efnahagssvæði. Hann seg- ist hafa haft verulcgar efasemdir um ágæti samningsins, sem hann greiddi á endanum atkvæði gegn á Alþingi. „Það var vel þekkt að við Stein- grímur höfðum ekki sama mat á þessu máli þegar það kom til af- greiðslu í árslok 1992 og í ársbyrjun 1993. Það var ákveðið af ríkisstjóm undir forystu Steingríms Hermanns- sonar að ganga til samninga með öðr- um þjóðum um Evrópska efnahags- svæðið á fúndi í Ósló í mars 1989. Það var unnið mikið starf í þeirri ríkis- stjóm sem var við völd til vorsins 1991 og það hvfldi mikið á forsætis- ráðherra og einnig á mér sem sjávar- útvegsráðherra. Eg setti mig vel inn í málið og var sannfærður um að það væri hagsmunum íslands fyrir bestu að við yrðum samferða öðram þjóð- um. Utanríkisráðherra gaf Alþingi skýrslu fyrir hönd ríkisstjómar vet- urinn 1991 um stöðu EÉS-málsins þar sem hann er að svara stjómar- andstöðunni sem Sjálfstæðisflokkur- inn bar þá ábyrgð á, en Sjálfstæðis- flokkurinn var þá andvígur EES-samningnum og vildi það sem forystumenn hans kölluðu tvíhliða- samning. Þar kemur vel fram að mál- ið var mjög langt komið og þegar við gengum til kosninga vorið 1991 var það stefna Framsóknarflokksins að ljúka því. Við börðumst undir þeim merkjum í kosningabaráttunni. Því er ekki að neita að það vora alltaf fyrir hendi efasemdarmenn innan Framsóknarflokksins um þennan samning. Nokkrir framsókn- armenn tóku þátt í starfi samtakanna Samstöðu sem barðist gegn samn- ingnum. Það lá ailtaf fyrir að ég taldi mig ekki geta snúið við blaðinu. Ég sagði m.a. á flokksþinginu 1992: Steingrímur Hermannsson og Halldór Asgrímsson tókust í hendur við upphaf miðstjómarfundar Framsóknarflokks- ins í apríl 1994, en á fundinum kvaddi Steingrímur flokksfélaga sína og settist í stól seðlabankastjóra. „Framsóknarflokkurinn ber ábyrgð á viðræðunum um Evrópskt efna- hagssvæði og við sem sátum í síðustu rfldsstjóm stóðum að því og töldum það rétta leið. Ég hef ekkert breytt um skoðun í þeim efnum.“ Þegar ég fór yfir málið eftir kosningar og það sem ég hafði sagt um það þá var mér lífsins ómögulegt að velta mér alger- lega yfir á hina hliðina í afstöðu minni. Ég átti erfitt með að skilja það hvemig Steingrímur ætlaði að halda efnislega á málinu.“ Ætti að vera stottur af því að hafa haft forystu um gerð EES-samnings Telur þú að Steingrímur hafí velt sér yfír á hina hliðina í þessu máli? „Ég tel að hann hafi skipt um skoð- un. Málið var ekki rnikið rætt í þing- flokki Framsóknarflokksins og kom þar aldrei tif neinna atkvæða. En ég var sannfærður um að við yrðum að leiða málið til lykta og mér var Ijóst að ef Framsóknarflokkurinn hefði verið áfram í rfldsstjóm þá hefði hann orðið að ljúka því verki sem hann hóf. Það sem gerðist þegar Sjálfstæðisflokkurinn gekk inn í rfk- isstjómina með Alþýðuflokknum var að hann ákvað að breyta um stefnu og taka við þar sem fyrri rfldsstjóm skildi við. Ég var hins vegar ekki sáttur við öll atriði samningsins og ég býst við að samningamenn íslands hafi held- ur ekki verið sáttir við afft sem þar varð niðurstaða um. Ég hélt uppi málefnalegri gagnrýni og taldi það eðlilegt að ég sæti hjá vegna þess að ég vann ekki að málinu á lokastigum þess. Það er alltaf mikilvægt í svona stóram málum að fram komi mál- efnaleg gagnrýni því að það styrkir þá sem í samningunum standa.“ Því er haldið fram í bók Stein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.