Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 19/11-25/11
► MIKIL spjöll voru unn-
in í kirkjugarðinum við
Suðurgötu þar sem
skemmdarvargar úðuðu
málningu á legsteina og
lágmyndir við leiði.
Legsteinn Jóns Sigurðs-
sonar forseta varð illa
fyrir skemmdarfýsn varg-
anna. I kjölfar þessa mun
garðurinn vera lokaður
að næturlagi og lýsing
innan hans bætt.
Samið við MATVÍS og
verkfalli frestað
KJARASAMNINGUR var undirrit-
aður hjá Ríkissáttasemjara milli
Samtaka atvinnulífsins og MATVÍS
vegna Bakarasveinafélags íslands,
Félags framleiðslumanna, Félags ís-
lenskra kjötiðnaðarmanna og Félags
matreiðslumanna. Boðuðu verkfalli
um 1.200 félagsmanna MATVÍS var
því frestað. Samningurinn gildir til
31. janúar 2004 og hækka laun í
þremur áföngum um 11,4% á tímabil-
inu.
► FORMAÐUR Félags
fasteignasala segir sölu á
fasteignum hafa dregist
verulega saman siðustu
vikurnar. Samdrátturinn
er talinn nema um 35-
40% frá sama tíma í fyrra
og er rakinn til hárra
vaxta, lágs gengis krón-
unnar og kennara-
verkfalls.
► EKKI verður af sam-
einingu sveitarfélaganna
sunnan Reykjavíkur.
Kópavogur hefur dregið
sig í hlé frá viðræðunum
og Garðbæingar ljá ekki
máls á sameiningu við
Bessastaðahrepp og
Hafnarfjörð á þessu stigi
málsins.
► FORSTJÓRI Fjármála-
eftirlitsins gagnrýndi ör-
an vöxt útlána hjá lána-
stofnunum og sagði slíka
útlánaaukningu langt um-
fram þjóðarframleiðslu
ekki geta staðið til lengd-
ar. Árleg aukning útlána
hefur verið 25% sfðustu
tvö árin.
► HÖFNUN útlendinga-
eftirlitsins á dvalarieyfi
fyrir mann sem kveðst
vera frá Tsjetsjníu hefur
verið áfrýjað til
dómsmálaráðuneytis af
séra Jakobi Rolland.
Mikill viðbúnaður er
rúta valt í Fljótum
Sjúkrabílar frá bæjum allt milli
Blönduóss og Akureyrar voru sendir
á vettvang eftir að rúta með 39 manns
valt í Fljótum. Alls hlutu 27 farþegar
aðhlynningu á sjúkrahúsi Sauðár-
króks. Einn var alvarlega slasaður og
var hann fluttur með þyrlu Landhelg-
isgæslunnar til Reykjavíkur og annar
til Akureyrar með sjúkraflugi. Eng-
inn hinna slösuðu var í lífshættu.
Farþegar rútunnar telja nær full-
víst að hefðu belti verið í rútunni
hefðu færri slasast en raun varð á.
Mikið ber í milli í deilu
kennara og ríkisins
STUTTUR og árangurslaus fundur
var haldinn hjá Ríkissáttasemjara á
fimmtudag í kjaradeilu framhalds-
skólakennara við ríkið. Kennarar líta
svo á að viðræðum hafi verið slitið en
Þórir Einarsson ríkissáttasemjari
hefur áformað fund með deiluaðilum
á morgun. Elna Katrín Jónsdóttir
forrnaður Félags framhaldsskóla-
kennara sagði að niðurstaða fundar-
ins á fimmtudag gæfi ekki tilefni til
bjartsýni á að deilan leystist í bráð og
viljaleysi til samninga væri áberandi
af hálfu ríkisins. Gunnar Björnsson
formaður samninganefndar ríkisins
vísaði þessum ummælum á bug.
Sviptingar í Flórída
AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna og
forsetaefni demókrata, varð fyrir áfalli
á fimmtudagskvöld þegar hæstiréttur
Flórída ákvað að hafna beiðni lögfræð-
inga hans um að fyrirskipa kjörstjórn
fjölmennustu sýslu ríkisins, Miami-
Dade, að ljúka handtalningu atkvæða í
forsetakosningunum. Fylgi Gores hefur
hins vegar aukizt í handtalningu í ann-
arri sýslu og demókratar eru enn von-
góðir um að varaforsetinn sigri í Flór-
ída og verði þar með næsti forseti
Bandaríkjanna. Demókratar sögðust
ekki ætla að játa sig sigraða þótt innan-
ríkisráðherra Flórída lýsi repúblik-
anann George W. Bush sigurvegara á
sunnudagskvöld.
Hæstiréttur Flórída úrskurðaði á
þriðjudag að heimilt væri að halda
áfram handtalningunni og niðurstöður
hennar ættu að gilda þegar lokaúrslit
forsetakosninganna í ríkinu verða til-
kynnt, að því tilskildu að talningunni
lyki á sunnudagskvöld. Aðstoðarmenn
Gores telja að handtalning í tveimur
sýslum, Broward og Palm Beach, muni
geta dugað til sigurs.
Atök harðna
HÁTT í tuttugu manns hafa látið lífið í
vikunni í átökum ísraela og Palestínu-
manna og hundruð særzt. Alls hafa um
260 manns, flest Palestínumenn, látið
lífið frá því átök blossuðu upp fyrir átta
vikum. Israelar gerðu flugskeytaárás á
palestmsk skotmörk á mánudag, í
hefndarskyni fyrir sprengjutilræði á
skólabíl á Vesturbakkanum, sem varð
tveimur ísraelum að bana. Egyptar
kölluðu sendiherra sinn í ísrael heim í
kjölfarið. Aðrir tveir ísraelar fórust í
bílsprengjutilræði í N-ísrael á miðviku-
dag. A fimmtudag fyrirskipaði ísraels-
her Palestínumönnum að fara út úr öll-
um samstarfsskrifstofum ísraelskra og
palestínskra öryggissveita og rauf þar
með síðustu formlegu tengsl þeirra.
► RÁÐHERRAR frá flest-
um hinna 180 aðildarríkja
loftslagssáttmála SÞ sátu
ásamt öðrum fulltrúum á
rökstólum alla vikuna til
að reyna að komast að
samkomulagi um hvernig
markmiðum Kyoto-
bókunarinnar frá 1997 um
að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda í heimin-
um yrði komið í fram-
kvæmd.
►VALENTIN Paniagua,
þingforseti í Perú, var á
miðvikudag skipaður for-
seti landsins til bráða-
birgða, eftir að Alberto
Fujimori sagði af sér.
Reyndar hafnaði þingið af-
sagnarbeiðni Fujimoris og
svipti hann síðan embætti
á grundvelli þess að hann
væri „siðferðislega van-
hæfur“ til að gegna því.
► SPÁNVERJAR minntust
þess á miðvikudag að 25 ár
voru liðin frá krýningu Jó-
hanns Karl Spánarkon-
ungs. Morð á fyrrverandi
ráðherra varpaði skugga á
krýningarafmælið. Var
ETA, aðskilnaðarhreyf-
ingu Baska, kennt um
morðið. Um 900.000 manns
söfnuðust saman í miðborg
Barcelona á fimmtudag-
skvöld til að mótmæla
morðöidu ETA.
► ÓTTI við kúariðu fer
vaxandi í Evrópu. Spánn
bættist í vikunni í hóp
landa þar sem kúariðu hef-
ur orðið vart. Flest grann-
ríki Frakklands hafa bann-
að innflutning á nautakjöti
þaðan vegna útbreiðslu
kúariðu þar.
Utsvar verður
12,46% í Garðabæ
REKSTRARAFGANGUR Garða-
bæjar er áætlaður rúmar 516 millj-
ónir kr. á næsta ári samkvæmt fjár-
hagsáætlun, en það er 28,7% af
sameiginlegum tekjum sem áætlað-
ar er rétt rúmar 1.800 milljónir kr.
Hefur þetta hlutfall ekki verið hærra
frá árinu 1991, að því er fram kemur
í frétt frá Garðabæ.
Stærstur hluti teknanna kemur af
útsvörum, eða 88,1%. Samþykkt var
við afgreiðslu fjárhagsáætlunar að
álagningarprósenta útsvars verði
12,46% og hækki úr 11,24% með fyr-
irvara um að frumvarp sem mæhr
fyrir um hækkun hámarksálagning-
arprósentunnar í 12,70% verði að
lögum. Tekjuaukningunni vegna
hækkunarinnar verður fyrst og
fremst varið til niðurgreiðslu skulda
samkvæmt þriggja ára áætlun og til
uppbyggingar skólamannvirkja.
Mest til fræðslumála
Stærstur hluti útgjalda bæjarfé-
lagsins fer til fræðslumála, eða tæp-
ar 547 milljónir kr., sem eru 42,6% af
rekstrargjöldum í heild. 223,4 millj-
ónir kr. fara til félagsþjónustu eða
17,4% og til æskulýðs- og íþrótta-
mála fara 109,2 milljónir kr., eða
8,5% af rekstrargjöldum.
A næsta ári er áætlað að verja um
600 milljónum kr. til framkvæmda.
208 milljónum kr. verður varið til
gatnaframkvæmda, meðal annars í
Asahverfi, 62 miilj. verður varið til
að byggja leikskóla í því hverfi, 116
milljónum kr. verður varið til skóla-
mannvirkja, 30 milljónum kr. til und-
irbúnings að byggingu nýs íþrótta-
mannvirkis í Hofsstaðamýri o.fl.
Verðstríð á bókamarkaði í uppsiglingu
Nettó og Bón-
us keppa hart
Morgunblaðið/Kristinn
Foreldrar
skólabarna
funda hér
HÁTT á annað hundrað fulltrúar
samtaka foreldra skólabarna í
Evrópu, Europian Parents Ass-
ociation (EPA) taka þátt í ráð-
stefnu samtakanna, sem haldin er
hér á landi um helgina. Ráðstefn-
an er haldin í fyrsta skipti hér-
lendis, en hún er á vegum Lands-
samtakanna Heimili og skóli.
Ráðstefnan ber yfirskriftina:
„Tungumál, lykill að samskiptum,
framlag foreldra" og fjalla þar
innlendir og erlendir sérfræðing-
ar um mikilvægi tungumála-
kunnáttu og hve nauðsynlegt það
er að læra erlend tungumál.
VERÐSTRÍÐ á bókamarkaði er orð-
ið að árvissum viðburði. Þetta árið
virðast matvöruverslanir Bónuss og
Nettó ætla að eiga í hvað hörðustu
baráttunni á bókamarkaðinum þar
sem útsöluverð einstakra bóka fer
langt undir leiðbeinandi verð útgef-
enda.
Guðmundur Marteinsson Bónus-
maður sagði engan vafa vera á þátt-
töku þeirra í verðstríðinu.
„Það er ekki spuming, við höfum
verið ódýrastir í 11 ár og það verður
engin breyting á því í ár.“
Þriðja bindi ævisögu Steingríms
Hermannssonar kostaði í gær 1.990
krónur í Bónus og nýjasta sagan um
galdrastrákinn Harry Potter 1.890
kr. Aðspurður hvort Bónusverslan-
imar myndu halda áfram að lækka
bókaverð ef samkeppnisaðilar gerðu
slíkt sagði Guðmundur að þeir myndu
halda áfram að lækka og ekki yrði
spurt hversu mikið væri mögulegt að
lækka verðið, það yrði bara gert.
„Við tökum því sem að höndum ber
og gerum allt sem þarf til að bjóða
besta verðið. Það er því ekki spurt að
því hvað verður farið neðarlega.“
Spurður hvemig þeir fæm að því
að undirbjóða svona leiðbeinandi
markaðsverð sagði Guðmundur það
vera viðskiptaleyndarmál.
Nettó-verslanirnar ætla sér einnig
virkan þátt í verðstríðinu og selja
valda bókatitla langt undir leiðbein-
andi verði. Ævisaga Steingríms hefur
verið á sérstöku tilboðsverði, 2.390
kr., þar sem leiðbeinandi verð útgef-
anda er 4.480 kr.
Dós af rúsínum í kaupbæti
Deildarstjóri Nettó í Mjódd sagði
það stefnu verslananna að bjóða upp á
valda titla á niðursettu verði alveg til
jóla, „Við höfum bara gaman af sam-
keppni og verðum með góð skot á
ákveðnum titlum fram að jólum og
bjóðum viðskiptavinum okkar jóla-
bækumar á góðu verði.“
Bókabúð Lámsar Blöndal á Skóla-
vörðustíg tekur sinn þátt í bókastríð-
inu - bara með öfugum formerkjum
við matvöruverslanimar. Þar fá við-
skiptavinir dós af rúsínum með hverri
seldri bók í kaupbæti.
á Súfistanum
mánudagskvöldið
27. nóvember kl. 20
ur nýjum
bama og unglingabókum
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Elías Snæland Jónsson,
Hallfríóur Ingimundardóttir, Kristin Helga Gunnarsdóttir,
Kristín Steinsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson,
Ragnheiður Gestsdóttir,
Valgeir Skagfjörð og monn. n
Yrsa Sigurðardóttir mLgmenning.f
*
Laugavegi 18 • Sími 515 2500