Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 41
Kanada um þessar mundir séu að
hluta ávöxtur þess starfs, sem Jón
Asgeirsson átti hvað mestan þátt í
að vinna síðustu áratugi. Þar var
hann mikill, ötull og óþreytandi
brúarsmiður.
Bjami Sigtryggsson,
Kaupmannahöfn.
Vestur við Haga, þar sem nú er
Einimelur í Reykjavík, hafði Eim-
skip vöruskemmur og þar fengu
stundum skólastrákar sumarvinnu
innan um verkakarlana og um leið
uppeldi vinnu, aga og erfiðis. Oft var
það dýrmætari skóli en skólinn
sjálfur og þar kynntist ég Jóni Ás-
geirssyni fyrst, sautján ára lífsglöð-
um og skemmtilegum strák, sem
ekki lá á liði sínu.
Um þetta leyti var Jón orðinn
aðalmarkvörður Þróttar í knatt-
spyrnu og vakti mikla athygli sem
góður efniviður í afreksmann.
Á þeim vettvangi sem mörgum
öðrum á lífsleiðinni lagði Jón skóna
of fljótt á hilluna. Hugur hans
stefndi annað. Hann lagði stund á
sjúkraþjálfun en varð frægastur
fyrir að verða eftirmaður Sigurðar
Sigurðssonar sem íþróttafréttari-
tari ríkisútvarpsins. Þar fór Jón á
kostum og naut sín vel og reyndar
var hann alla tíð ákaflega geðþekk-
ur útvarpsmaður í hverju sem hann
tók sér fyrir hendur.
Þegar ég tók við formennsku hjá
Knattspyrnusambandi Islands réð
ég Jón til starfa á skrifstofunni og
þar áttum við margar glaðar og góð-
ar stundir en eins og áður og seinna
á æviskeiði sínu var ókyrrð í Jóni,
hann hafði hugmyndir og áhuga á
öðrum verkefnum, án þess að ílengj-
ast nokkru sinni í neinu þeirra. Sú
árátta var hans lífsstíll en um leið
akkilesarhæll. Honum var aldrei
vært og var þó hvers manns hugljúfi
og skemmtilegt kompaní. Hafði
gamansögur og hnyttin tilsvör á
hraðbergi, góða kímnigáfu, einlæg-
ur og áhugasamur um atburði líð-
andi stundar. Einn allra skemmti-
legasti maður sem ég hef kynnst.
Jón starfaði í Kanada að þjóð-
ræknimálum Vestur-íslendinga,
rak þjónustu fyrir ráðstefnur og
hverskonar mannamót, hélt áfram
að standa að útvarpsþáttum og léði
Rauða krossinum starfskrafta sína
um hríð. Kom víða við.
Alltaf var hann þó áhugasamur
um íþróttir og sat í ýmsum ráðum
og stjórnum, var m.a. formaður
Handknattleikssambandsins í eitt
ár og sínu gamla félagi, Þrótti, var
hann haukur í horni.
Jón Ásgeirsson var léttstígur og
léttlyndur, þrátt fyrir andstreymi á
stundum, sem hann hélt leyndu fyr-
ir samferðamönnum sínum flestum.
Á yfirborðinu var hann glaðvær,
hláturmildur og hrókur alls fagnað-
ar. En undir niðri viðkvæm sál og
brothætt.
Vinátta hans var traust, sem og
viðmót hans og viðkynning. Jón
gerði alltaf gott úr öllu, skoðaði já-
kvæðu hliðarnar og var upplífgandi
samstarfsmaður og félagi.
Persónuleiki Jóns, kurteisi,
herramennska og glaðværð voru
hans sterku hliðar. Reikul spor á
hverfanda hveli voru veikleikar
hans.
Við fráfall Jóns minnast vinir
hans og félagar þess besta úr fari
hans. Gleðigjafans. Það er sjónar-
sviptir að svo góðum manni.
Ellert B. Schram.
Enginn veit hver annan grefur.
Enn fækkar í hópnum, sem starfaði
á fréttastofu Ríkisútvarpsins liðug-
an áratug eftir 1960. Jón Ásgeirsson
er nú kominn yfir til þeirra mikil-
hæfu snillinga, sem við fengum að
vera samferða í nokkur ár, manna,
sem kenndu okkur svo margt og
voru ósparir á þekkingu sína og
reynslu og stóðu við bak nýliðanna
eins og þeir ættu í þeim hvert bein.
Dauðinn var fjarlægur á þessum ár-
um. Við ræddum meira um lífið og
góðar gjafir þess. En tíminn tekur
heljarstökk og árin hverfa á bak við
okkur með hraða, sem engin skýr-
ing fæst á. Þau bara hverfa og vin-
irnir með. Flestar gömlu kempurn-
ar eru horfnar - og nú Jón
Ásgeirsson.
I bókinni „Komiði sæl“ þar sem
Vilhelm G. Kristinsson ritar frásögn
Sigurðar Sigurðssonar íþrótta-
fréttamanns er prýðisgóð lýsing á
fréttastofunni, sem við Jón Ásgeirs-
son vorum svo lánsamir að fá að
kynnast: „Samstarfið á fréttastof-
unni byggist á samningum manna á
milli. Þar sitja menn nánast hver of-
an á öðrum. Oft er hávaðinn ærandi
þegar allt er í fullum gangi. Menn
eru með nefið hver ofan í annars
koppi og samskiptin verða náin.
Fréttamenn útvarps tengjast sterk-
um böndum. Þegar stórir atburðir
gerast smellur allt saman eins og
púsluspil. Hópurinn verður að ein-
um manni.“
Á þessum sérstaka vinnustað vor-
um við Jón Ásgeirsson saman um
nokkurra ára skeið. Það var góður
og skemmtilegur tími, enda öll leið-
indin löngu gleymd. Jón var ein-
staklega ljúfur félagi, mikill gleði-
gjafi, vinsæll og vel látinn. Honum
var margt til lista lagt; hann skrifaði
almennar fréttir, var virkur íþrótta-
fréttamaður og án efa muna margir
lýsingar hans á kappleikjum. Mér
er þó minnisstæðast góða skapið
hans. Ég og félagar mínir á frétta-
stofunni löðuðumst að honum og
sóttumst eftir nærveru hans. Hann
hafði góða frásagnargáfu og gladdi
okkur með skemmtilegum sögum af
mönnum og atburðum. Aldrei meið-
andi eða særandi; sá bara hið skop-
lega í umhverfinu og mannlífinu
betur en flestir aðrir. Eg gæfi mikið
fyrir endurtekningu margra þeirra
stunda, sem við áttum á kaffistof-
unni á 4. hæð í húsinu á Skúlagötu 4.
En sumar þeirra eru til í minning-
unni og þar situr Jón glaðbeittur á
svipinn með tindrandi augu og vek-
ur hlátur og gleði með hnyttnum at-
hugasemdum og ummælum.
Þama bundust margir vináttu-
böndum, sem ekki hafa slitnað, þótt
höf, lönd og breytingar á högum
manna hafi skilið þá að um langt
árabil. Úr þessum hópi hefur allra
verið sárt saknað við brottför, eink-
um þeirra, sem við töldum að
myndu fremur fylgja okkur, sem
eftir lifum, til grafar. En hinar und-
arlegu og óskiljanlegu leikfléttur
lífsins taka af okkur öll völd og getu
til að skyggnast á bak við tjöld
morgundagsins.
Og nú er þessi góði vinur og félagi
farinn. Oft liðu mörg ár án þess að
leiðir okkar lægju saman, en þegar
við hittumst varð tíminn afstæður;
ekkert hafði breyst. Hann hefði eins
getað hafa brugðið sér í viðtal eða á
blaðamannafund. Hress að vanda,
ljúfur, kátur og kunni margar nýjar
sögur. En nú er ferðin kannski eitt-
hvað lengri, enginn veit. Við sem
kynntumst Jóni í höll gömlu Guf-
unnar söknum góðs vinar og félaga.
Um hann á ég bara góðar minning-
ar.
Árni Gunnarsson.
9 Fleiri minningargreinar um Jón
Ásgeirsson bíða birtingar ogmunu
birtast í blaðinu næstu daga.
Opið hús f dag
frá M. 14.00-16.00
Þinghólsbraut 54 - Vesturbær Kópav.
Frábæriega staðsett ca 90 fm 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með frábæru
útsýni. Góð stofa með parketi, rúmgott eldhús, 3 góð svefnherbergi, ný-
standsett baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. Svalir í suður með glæsilegu
útsýni. Verð 10,2 millj. (510)
Athugið! Útsýnið úr þessari íbúð er sérstaklega glæsilegt.
Birgir Birgisson tekur vel á móti gestum frá kl. 14.00 til 16.00.
HÓLL FASTEIGNASALA,
Skúlagötu 17, sími 595 9000
LUNDUR
F A S T E I G
SÍMII 533 1616
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
Jóhannes Áegeirsson hdl., lögg. íasteignasah
N A S A L A
FAX 533 1617
Opið hús í dag frá kl. 12 ti!14
Bólstaðarhlíð 68 1. hæð
Höfum í einkasölu rúmgóða 2ja herb. íbúð á 1. hæð fyrir miðju í
vel staðsettu stigahúsi. Nýlegt parket. Vestursvalir. Verð 8,2 m.
íbúðin er til sýnis i dag milli kl. 12-14.
Drápuhlíð, 2 hæð
Vorum að fá í einkasölu 4ra herb. 113,7 fm íbúð á 2. hæð í fjór-
| býli. Verð 13,3.
\*
Opið hús
Bárugata 34, 2. hæð og ris
Vorum að fá í sölu stórglæsilega
og mikið endurnýjaða efri hæð
og ris í þessu fallega húsi. Búið
er að endurnýja gler, glugga og
innréttingu í eldhúsi. Parket á
'M gólfum. (búðin skiptist m.a. í
þrjú svefnherbergi og þrjár stof-
ur. Þetta er eign sem þú mátt
ekki missa af.
Áhv. 6,3 millj. Verð tilboð
Marteinn býður ykkur velkomin l
á milli kl. 14 og 16.
Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050,
www.hofdi.is
E I G N AVA L
SUQURLANGSBRAUT
s(m| 5S5 9339
IFÉLAS FASTEIGNABALA
16 • ÍOS reykjavIk
FAX 5S5 9 9 9 B
Atvinnuhúsnæði
AUÐBREKKA - KÓP.
Húsnæðiö er á einni hæð (0201) ásamt tveimur
milliloftum. Eignin skiptist í móttöku, tvö skrifstofu-
herbergi, tvær snyrtingar, eldhús, stóran sal,
milliloft með tveimur skrifstofum. Annað milliloftið
er með einni skrifstofu. Verð tilboð.
WWW.EIGNAVAL.IS
OPIÐ HUS 26. NOVEMBER
HLAÐBREKKA 8 - EFRI SÉRHÆÐ
- LAUS STRAX
Nýkomin í sölu 86 fm 3-4ra herb.
íbúð á efri hæð í tvíbýli með sérinn-
gangi og 33 fm fullbúnum sérstæð-
um bílskúr. Ný innrétting í eldhúsi
og baði. Þak nýmálað. Vestursvalir.
Húsið er staðsett neðan götu á
stórri lóð. Áhv. 4,8 millj. byggsj. og
húsbréf. Verð 11,6 millj.
Þórhildur og Níels taka á móti ykkur í dag á milli kl. 14.00 og 17.00.
FLÉTTURIMI 1 - MEÐ SÉRGARÐI
- LAUS FLJÓTLEGA
Nýkomin í sölu afar glæsileg 100 fm
3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð ásamt
stæði í bílskýli. Glæsilegar innrétt-
ingar og dökkt mahóní-parket á öll-
um gólfum nema baði. Sérþv.hús
inn af eldhúsi. Baðherbergi flísalagt.
Hús í góðu standi utan sem innan.
Áhv. 6,5 milij. Verð 12,9 millj.
Anna tekur á móti ykkur í dag á miili kl. 14.00 og 16.00
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞORSGOTU 26, FAX 552 0421, SIMI 552 5099
Helgubraut 5 - Kópavogi
Stórglæsilegt endaraðhús, 159,8 fm,
í vesturbæ Kópavogs. Dökkt olíu-
borið parket á gólfum og náttúruflís-
ar. Eldhús er með fallegri innrétt-
ingu, sem er spónaður kirsuberja-
viður og grátt á móti. Vönduð AEG
tæki í eidhúsi. Arinn í stofu, gott út-
sýni. Sólpallur sem er ca 40 fm.
Verð 21,0 millj., áhv. 7,2 millj. bygg-
sj. og húsbréf.
Ásgeir og Silja taka vel á móti gestum milli kl. 16.00 og 17.00.
MARÍUBAKKI 6 - 2. HÆÐ
Vorum að fá í einkasöiu mjög vel
skipulagða 81 fm 3ja herb. íbúð á 2.
hæð í fjölb. Tvö rúmgóð svefnher-
bergi, þvottahús í íbúð. Fallegt bað-
herbergi flísalagt í hólf og gólf. Stof-
an er rúmgóð og björt og útg. á suð-
ursvalir. Sameign að utan sem innan
í góðu ástandi. Áhv. 4,6 millj. Verð
10 millj.
Eva og Ólafur taka á móti ykkur í dag á milii kl. 15.00 og 17.00.