Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ 40 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 . i .i ... MINNINGAR JÓN ÁSGEIRSSON Jón Ásgeirsson fæddist 1. febr- úar 1937 í Reykja- vík. Hann lést á Landspitalanum við Hringbraut 14. nóv- ember sl. Jón var sonur hjónanna Ás- geirs Jónssonar, f. 8. júni 1904, d. 7. nóvember 1967 og A. Charlottu Þórð- ardóttur, f. 9. febr- úar 1907, d. 23. jan- úar 1996. Jón á einn bróður, Þórð Ásgeirsson, f. 31. mars 1942, sem kvæntur er Guðríði Margréti Thorarensen, f. 21. október 1943. Þau eiga fjóra syni og tvö barnabörn. Jón kvæntist 15. janúar 1960 Rannvá Kjeld, f. í Færeyjum 31. október 1935. Þau skildu. Börn þeirra eru ; 1) Kristín, f. 23. nóvember 1960. Maður hennar er Ásgeir Björnsson. Þau eiga þrjú börn: Jón Þórarinn, fæddur 1986, Björn Ingi, fæddur 1988 og Elísa- bet Charlotta, fædd 1993. 2) Hanna Charl- otta, f. 7. janúar 1962. Maður hennar er Edgar E. Cabrera. Þau eiga þrjú börn; Anna Sóley, fædd 1991, Edgar Davíð, fæddur 1993 og Daní- el Andri, fæddur 1999. 3) Ásgeir, f. 21. desember 1970. Kona hans er Halla Grétar- sdóttir. Þau eiga tvo syni, Jakob Martin, fæddur 1998 og ós- kírður drengur fædd- ur 2000. Jón var í sambúð með Ingi- björgu Nönnu Norðfjörð, f. 3. júní 1947, frá 1984-1993. Nanna á tvö börn. Sambýliskona Jóns síðustu árin var Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 21. febrúar 1940. Jóhanna á þrjú börn og sex barnabörn. Jón tók íþróttakennarapróf frá íþróttaskólanum á Laugarvatni árið 1957, og lauk námi í sjúkra- þjálfun í Noregi árið 1959. Hann var fyrsti sjúkraþjálfari Reykja- lundar samhliða rekstri eigin nudd- og sjúkraþjálfunarstofu ár- in 1960-1970. Hann var frétta- maður Ríkisútvarpsins árin 1968- 1977, lengst af sem íþróttafrétta- maður. Jón lét til sin taka í íþróttahreyfingunni, var einn af stofn'endum Knattspyrnufélags- ins Þróttar í Reykjavík og var m.a. formaður félagsins. Hann starfaði fyrir Handknattleiks- samband Islands og var einnig formaður þess um tíma. Jón var ritstjóri Lögbergs- Heimskringlu í Winnipeg í Kan- ada 1977-1979, og var jafnframt fréttaritari RÚV þar í landi. Árið 1980 réðst hann til starfa hjá Rauða krossi íslands og var framkvæmdastjóri félagsins 1981-1988. Eftir það starfaði Jón sjálf- stætt hjá eigin ráðgjafarfyrir- tæki, Mannamót, einkum að þjóð- ræknismálum og því að efla tengsl Islands við byggðir V-Is- lendinga í Kanada. Hann átti frumkvæði að endurvakningu Þjóðræknisfélags Islendinga og var formaður félagsins frá 1989- 1996. Þá vann hann einnig þátt- aröð fyrir Ríkisútvarpið um fs- lendingafélög og Islendinga bús- etta erlendis. Útför Jóns fer fram frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík mánudag- inn 27. nóvember kl. 13.30. Elsku pabbi, mig langar svo að minnst þín með nokkrum orðum og setja hugsanir mínar á blað. Mér finnst eins og þú hafir leitt mig áfram í lífinu allt fram á þennan dag og mér fínnst ég ríkari fyrir það á margan hátt. Við Kristín systir fórum í ótalda bíltúra með þér þegar við vorum litlar. Flestir þeirra byrjuðu og enduðu á gamla Melavellinum, þangað var farið í spjall við það sem ' okkur fannst vera kallarnir á Mela- vellinum. Síðar var það svo Frétt- astofa útvarpsins, þangað fórum við eflaust á hverjum einasta laug- ardegi og hittum ýmsa kappa sem voru í eldlínu frétta og útvarps- þátta í þá daga, og eru þar margir enn. Ekki má heldur gleyma öllum landsleikjunum í handbolta en þar vorum við líka fastagestir þegar þú varst að lýsa leikjum, og sátum allt- af á besta stað og gátum þannig fylgst með hetjunum baksviðs. í þá daga kunni maður nöfnin á öllum landsliðsmönnunm og teiknaði íþróttamyndir í teiknitímum. Það var gott að leita ráða hjá þér og þau ráð voru alltaf gefin í ein- y lægni og af mikilli hlýju. Þú varst nú samt ekkert að flíka þeim neitt óbeðinn nema þér þætti ástæða til. Ég man sérstaklega eftir bréfi sem þú skrifaðir mér þegar ég fór ein í háskóla til útlanda eftir stúdents- próf, og þurfti í fyrsta sinn að standa á eigin fótum. Það var mikil reynsla og strax á fyrstu vikunum laumast þá ekki þetta bréf þitt inn um lúguna hjá mér og þar voru mörg gullkornin sem mér þótti og þykir enn ákaflega vænt um. Ég átti síðar eftir að vinna með þér hjá Rauða krossi íslands og þar varst þú óspar á góð ráð og hvatn- ingu. Hugmyndaauðgi þín átti sér fá - takmörk og þegar kom að áhuga þínum á tengslum við íslendinga- byggðir í Kanada og íslendingafé- lög víða um heim þá varstu í essinu þínu. Skoðanir hafðir þú á öllu og áttir auðvelt með að láta þær í ljós. Þú leiddir okkur systkinin eins og þú best kunnir. Og hvað þú varst stoltur þegar einkasonurinn fædd- ist! Ekki var Ásgeir heldur nema tveggja ára þegar hann var mættur á Laugardalsvöllinn með þér og gekk þar til góðra verka ásamt Leifi, elsta vallarstarfsmanninum. ' Barnabörnin öll minnast þín af eins mikilli hlýju og þú sýndir þeim. „Hann var alltaf svo góður og skemmtilegur hann afi og tók svo vel á móti okkur þegar við komum í heimsókn," segja Anna Sóley og Edgar Davíð. Nú er amma Kalla búin að fá „Jón litla“ sinn til sín.Hún kenndi v mér einu sinni þessa vísu sem kem- ur nú upp í hugann. Ég vildi ég fengi að vera strá oghvílaískónumþínum þvi léttast gengirðu eflaust á yfirsjónum mínum. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín Hanna Charlotta. Skæður og illvígur sjúkdómur hefur fellt tengdaföður minn. Kynni okkar Jóns hófust þegar hann flutti með fjölskyldu sína á Ægisíðuna árið 1972, og ég, þá í raun barn að aldri og rétt farinn að átta mig á því hvað gerði stráka að strákum og stelpur að stelpum, tók að renna hýru auga til Kristínar elstu dóttur hans og Rannvá. Það liðu hins vegar 3-4 ár uns ég hætti að horfa á stúlkuna og fór að gera eitthvað í málunum. Upp frá því varð ég heimalingur á heimili þeirra Jóns og Rannvá. Ef, eða réttara sagt þegar, ein- hver 15 -16 ára drengstauli, fer að gera sér dælt við dóttur mína í fyll- ingu tímans er næsta víst að ég verð eins og snúið roð í hund við þann dreng. Þannig var hins vegar ekki farið með Jón. Hann tók drengnum unga strax með hlýju og vinsemd og reyndi á engan hátt að leggja stein í götu mína þegar ég var að þróa vináttu og ástarsam- band við dóttur hans. Fyrir það mun ég verða honum ævarandi þakklátur. Tengdafaðir minn hafði sterka nærveru. Hvar sem hann kom tók frásagnargleðin völdin og gaman- sögurnar og léttleikinn fylltu sali. Og aldrei heyrði ég hann kvarta, þó á stundum skiptust á skin og skúrir í lífi hans, eins og gengur. Frá því að Jón kom heim frá Kanada 1979, eftir að hafa ritstýrt íslendingablaðinu Lögberg - Heimskringlu, stefndi hugur hans í raun alltaf vestur um haf. í Kanada kynntist hann mörgu góðu fólki og eignaðist hann þar góða vini. En eins og í svo mörgu var hann þar á undan sinni samtíð og hugmyndir hans um aukin og bætt samskipti þessarar þjóðar við ættingja okkar í vestri, hlutu á þeim tíma ekki hljómgrunn þeirra sem afl höfðu til að hrinda þeim í framkvæmd. Þó hygg ég að vinna hans á þeim vett- vangi hafi leynt eða ljóst átt þátt í þeim aukna áhuga á samskiptum sem mátt hefur sjá á síðustu miss- erum. Jón fór margar ferðir vestur um haf til að sinna þessu hugðar- efni sínu, og það var einmitt í Van- couver í Kanada í byrjun þessa árs, þegar hann var að vinna að opnun Islendingahúss þar í borg, að veik- indin gerðu vart við sig og hann varð frá að hverfa. Þótt að tengdaföður mínum hafi ekki auðnast að safna þeim verð- mætum sem mölur og ryð fá grand- að, var hann ríkur af öðrum þeim verðmætum sem meira er um vert að eiga. Umvafinn þeim verðmæt- um er sú mynd af honum sem mun geymast í minningunni. Ásgeir Björnsson Jón bróðir minn og vinur var nýbyrjaður að vinna að áhugaverð- um verkefnum í Kanada þegar hann greindist með krabbamein sem hef- ur dregið hann til dauða aðeins 63 ára gamlan. Þetta var í marsmánuði s.l. og ekki um annað að gera en að leggja frá sér allt sem Jón hafði undirbúið og hlakkað til að vinna að næstu mánuðina. Leiðin lá aftur heim til að heyja baráttuna sem nú er á enda. Þeir, sem þekktu Jón, minnast hans fyrir létta lund, bjartsýni og jákvæða afstöðu til manna og málefna. Og sannarlega reyndi á þessa mannkosti í átökun- um við hinn skæða sjúkdóm. Við sjúkrabeð Jóns á spítalanum, jafnt sem heima á Laugaveginum, var glaðværðin ríkjandi, enda kom hún frá honum sjálfum, og í stað þess að vinir og vandamenn þyrftu að stappa í hann stálinu, vakti hann sjálfur vonir um lækningu í brjóst- um okkar með æðruleysi sínu og af- stöðu til allra þeirra erfiðleika sem hann mátti þola. Jón trúði á lífið og talaði af sannfæringu um þau verk- efni sem hann ætlaði að ráðast í þegar sigur á veikindunum væri unninn. Við hrifumst með en allt kom fyrir ekki og nú er harmur upp kveðinn. Við Jón bjuggum við gott atlæti á æskuheimili okkar í Skerjafirðinum og ég tel til ævarandi þakkarskuld- ar það viðmót sem ég naut frá for- eldrum mínum og Jóni bróður, sem átti stóran þátt í uppeldi mínu þótt ekki væri nema fimm árum eldri. Nú eru þau öll gengin, en minning- arnar varðveiti ég sem fjöregg. Eg man eftir því að oft var ég nú honum Jóni mínum erfiður þegar ég elti hann og leikfélaga hans á röndum, en þeir vildu stinga mig af og ekki hafa svo lítinn gutta með í leikjum sínum. Jón lét það aldrei gerast en beið ævinlega eftir mér, félögum sínum til sárra leiðinda. Ég man þó ekki eftir því að Jón hafi nokkur- ntíma skeytt skapi og orðið mér reiður fyrir aftaníhangið. Ég man raunar ekki eftir einu einasta skipti að okkur bræðrunum hafi orðið sundurorða. Ég man hins vegar vel eftir því að móðir okkar sagði mér oft að Jón hafi, óumbeðinn, kennt mér faðirvorið. Vinátta okkar Jóns mótaðist þannig strax í bemsku og hún hélst sönn og einlæg allt til hinstu stund- ar. Þar bar aldrei skugga á. Eftir að við fluttumst úr föðurhúsum, og stofnuðum okkar eigin heimili, lét- um við aldrei mjög langan tíma líða án þess að hittast eða að minnsta kosti tala saman í síma. Við þurftum jafnan að vita hvor af öðrum og hvað hinn hafði helst fyrir stafni hverju sinni. Þannig fylgdist ég náið með Jóni í öllum hans störfum. Ég var næstum því daglegur gestur á gu- fubaðs-, nudd- og sjúkraþjálfunar- stofunni, sem hann rak til margra ára á Hótel Sögu. Leit oft við á út- varpinu, á meðan hann var þar, og á skrifstofu hans hjá Rauða krossin- um. Fyrir utan ánægjuna af því að hitta Jón, sem var jú erindið, var ekki síður ljúft að verða þess áskynja í þessum heimsóknum hve vinsæll hann var og vel liðinn af öll- um sem hann umgekkst. Þegar Jón starfaði sem ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu vaknaði áhugi hans á því að styrkja tengsl íslendinga búsettra erlendis við ættlandið og mörgum árum seinna, eftir að hann lét af starfi fram- kvæmdastjóra Rauða krossins, ein- beitti hann sér að því verkefni. Hann gekk í Þjóðræknifélag ís- lands, var kosinn þar formaður og vann ötullega að því í nokkur ár að koma á tengslum við hin fjölmörgu Islendingafélög erlendis. Var hann þeim jafnan innan handar með hvaðeina sem þau vildu til íslands sækja og sendi þeim um tíma fréttir sem hann tók saman og setti á myndband. Ég undraðist oft allan þann áhuga og tíma sem Jón varði í þetta góða málefni því ég vissi að það var nú ekki að gefa honum mik- ið í aðra hönd. En hitt vissi ég líka, að þeir voru margir af íslenskum ættum í útlöndum sem mátu hann mikils fyrir það sem hann var að gera. Eftir að það spurðist út að Jón væri kominn heim frá Kanada, al- varlega veikur, varð ég áþreifanlega var við það hve margir hugsuðu vel til hans. Þegar ég heimsótti hann á spítalann, eða heim á Laugaveg, gat ég næstum því alltaf flutt honum hlýjar kveðjur frá einhverjum sem ég hafði hitt á fórnum vegi eða sem hafði hringt af umhyggju fyrir hon- um. Ég vil þakka öllum þeim sem styrktu Jón, og okkur hin, með sam- hug sínum og samúð. Læknar og allt það góða fólk sem hjúkraði hon- um og aðstoðaði í veikindunum á innilegustu þakkir skildar, en ást og umhyggja Jóhönnu, sem bjó honum svo fallegt heimili og vék ekki frá hlið hans í hinni erfiðu baráttu, verður ekki þökkuð í fátæklegum orðum. Samband Jóns og Systu var alla tíð innilegt og við hjónin og synir okkar minnumst fjölmargra ánægju- og gleðistunda með honum og hans fjölskyldu, enda voru fjöl- skyldur okkar beggja sem ein. Megi svo verða um ókomna tíð þótt Jón sé okkur horfinn. Blessuð sé minning hans. Þúrður. Þeir voru systkinasynir, feður okkar, og miklir vinir. Mér skilst að félagar þeirra og skyldfólk hafi ein- att strítt þeim á samheldninni. Þeg- ar Geiri Jóns fékk sér kúluhatt og lausar mansjéttur þá varð Steph að kaupa samskonar tískudót. Þegar faðir minn bjó erlendis um skeið komu fréttabréf vikulega frá Geira Jóns, sem lýstu bæjarlífinu mjög nákvæmlega m.a. skemmtilegum tiltækjum, sem, Geiri var þekktur fyrir innan kunningjahóps, sem nefndi sig „Einn og átta“. Þegar foreldrar mínir eignuðust undirritaðan, þann 1. febrúar 1936, var ekki jafnt á með þeim frændum fyrr en nákvæmlega ári seinna, þeg- ar Jón Ásgeirsson kom i heiminn! Þrátt fyrir vináttu foreldra okkar vorum við Jón ekki vinir á unglings- árum okkar. í fjölskylduboðum, þegar feður okkar sungu „Glunt- ana“ og héldu uppi kátínunni, vor- um við frændur helst í sitt hvoru hominu og töluðumst ekki við. Ástæðan var einföld. Við vorum óvart notaðir sem mælistikur hvor á annan. ,Áf hverju ert þú ekki duglegur í leikfimi eins og Jón?“ „Óli á Bjarkó æfir sig á gíanóið á hverjum degi!“ Sem sagt: Óþolandi. Það var ekki fyrr en Jón Ásgeirs- son kom heim frá Noregi, rígmennt- aður sjúkraþjálfari með fótbolta- dellu og óborganlega kímnigáfu, að við hittumst á Hótel Borg og sömd- um frið. Frá þeim sögulega fundi, sem stóð frá hádegi fram yfir mið- nætti, vorum við vinir. Vinátta okk- ar var einlæg. í raun og veru stend- ur hún enn. Allt í einu stend ég frammi fyrir því að nú er ekki einungis góður frændi látinn, heldur einnig einn af síðustu tengiliðunum við gamla og góða tíma, - þegar drukkið var heitt súkkulaði með þeyttum rjóma í af- mælisveislum, þegar fólk var dæmt eftir því hvernig það hélt á hnífapör- um, þegar konur gengu á dönskum skóm og Hornung & Möller réðu ríkjum í suðurstofum innan um gull- rammaðar fjölskyldumyndir af gömlum frænkum og fermingar- bömum. Það voru óborganlegar stundir þegar Jón flutti mér árlegar afmæl- iskveðjur á prentsmiðjudönsku. Hann var sérfræðingur í þessari ágætu mállýsku, þar sem orð eins og altan, kamína, stakket og fortov voru íslenskari en flest önnur! Auk framburðaræfinga í prent- smiðjudönsku, byggðum við loft- kastala í Kanada, skipulögðum tón- leikaferðir um heimskautabyggðir, gerðum uppdrætti af leynihólfum gamla Isbjarnarins við Tjörnina í Reykjavík og bulluðum. Lífið lék ekki alltaf við frænda minn, Jón. En hann lék sér við lífið á sinn hátt, alltaf jafn umburðarlynd- ur, eins og aðeins fáeinum er eigin- legt. „Far’vel Franz, hittumst þegar þar að kemur!“ Ólafur Stephensen. Landsmenn flestir muna best eft- ir Jóni Ásgeirssyni fyrir lifandi og fjörlegar íþróttalýsingar hans í út- varpi á árum áður. En Jón kom víð- ar við, langtum víðar, og eftir hann liggja margir minnisvarðar um hinn fjölhæfa eldhuga, sem hann var. Ég naut þess láns að eiga með honum samstarf við fréttamennsku, á vett- vangi Rauða krossins og að málefn- um Vestur-íslendinga. Á öllum þeim ólíka vettvangi vann hann brautryðj andastörf. Jón átti þann góða kost að taka öllum mönnum innilega og hlýlega fagnandi, sýna hverjum einlægan áhuga - og með hláturmildi, gaman- málum og léttri lund sinni var hann hvarvetna velkominn og eftirsóttur. Árið 1980 var Jón fenginn til þess að stýra miklu landsverkefni á veg- um Rauða kross Islands, fjársöfnun vegna hungursneyðar í Afríku. Jón Ásgeirsson kom þá inn í RKI með kraft, ferskleika og hugmynda- auðgi, sem eftir var tekið, og árang- ur söfnunarinnar þetta ár varð meiri og betri en nokkur hafði þorað að vona. Þegar hinn mikli brautr- yðjandi í Rauða kross-starfi á Isl- andi, Eggert Ásgeirsson, lét nokkru síðar af starfi, var Jón sjálfkjörinn til að brúa bilið sem framkvæmda- stjóri í nokkur ár, en að því loknu tók hann að nýju til við sitt mesta áhugamál. Jón var þá fyrir skömmu kominn heim eftir starfsferil í Kanada, við ritstjórn Lögbergs-Heimskringlu, og hugur hans stóð þá að mestu til þess að endurnýja sambandið milli Islendinga og frændþjóðar í Kan- ada innan vébanda Þjóðræknifélags Islendinga í vesturheimi. Það gerði Jón líka, með miklum myndarbrag, og stóð fyrir árlegum hópferðum milli landanna. Þá má fullyrða að hann, að öðrum ólöstuðum, átti einna mestan þátt í því að ný kyn- slóð Kanadafólks af íslenskum upp- runa glataði ekki tengslum við land forfeðranna. Enn lágu leiðir okkar Jóns saman er ég kom til starfa í utanríkisráðu- neytið og hafði þá ásamt öðrum með málefni opinberra samskipta við Vestur-íslendinga að gera, en Jón var þá að leita framtíðarvettvangs fyrir Þjóðræknifélagið á íslandi. Á því máli fundum við saman, að ég vona, farsæla lausn, enda má segja að sívaxandi samskipti íslands og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.