Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 54
54 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000 MORG UNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Fimm rifbeina bíómynd Grímur Hjartarson og Qttarr Proppé segja upptökurnar hafa verið í takt við myndina; endalaust vesen. Hildur Loftsdóttir hitti klassíska smákrimma. Óttarr og Grímur; herramenn sem leika óþjóðalýð. Morgunblaðið/Ásdís „ÞAÐ er allt alvöru í Óskabömum þjóðarinnar. Eg lét húðflúra mig í al- vöru og í atriðum sem við drekkum þá er það alvöru áfengi,“ upplýsir Grím- ur Hjartarson sem leikur Óla í nýj- ustu mynd Jonna, einsog leikstjórinn Jóhann Sigmarsson er kallaður. Mót- leikari Gríms er Óttarr Proppé sem leikur Simma, en í myndinni eru þeir bestu félagar og „karamelluþjófar" einsog leikstjórinn kýs að kalla þá. Myndin er kolsvört komedía um fólk sem velkist um í neðanjarðarmenn- ingu Reykjavíkur og dreymir stóra drauma um betra líf, en á litla mögu- leika á að koma sér út úr sjálfsköpuð- um vítahring. Strákamir segja að Óskabömin sé hasarmynd, Reykjavíkurmynd og líka vegamynd þar sem hún gerist einnig að hluta til úti á landi og í Amsterdam. RCWELLS Opið sunnudag kl. 13-17 En hvemig eru óskaböm þjóðarinn- ar? Á kaf í krimmalíf „Simmi er strákur úr hverfinu og smákrimmi, búinn að fara í meðferð, ná sér í góða kærastu og vinnur í safnarabúð sem pabbi hennar á. En hann hittir Óla aftur, þeir byrja að hanga saman, og hann fer beint á kaf í krimmalíflð aftur og missir kærast- una. Óli er með ýmsilegt vesen í gangi, og þeir era alla myndina að leysa úr því,“ segir Óttarr. - Er OIi algjör „lúser“? „Nei, nei, langt frá því. Hann er með henni Unu og það er nú sigur út af fyrir sig að eiga kærastu á þessum síðustu og verstu tímum. Það er æs- ingur í honum og hann byggir mikið á loftköstulum sem sífellt hrynja. Hug- myndimar hann era ágætar en ekki alltaf raunhæfar." Óttarri finnst Óli töffari, „ hann sér um strákana í kiíkunni og er leiðtog- inn“. Simmi sem Óttarr leikur er rneiri glæpon í sér. „Hann hefur meiri sam- bönd frá því í gamia daga, kann betur inn á hlutina og hefur gert ýmislegt sem Óli hefur ekki þekkingu á. Hann er meiri heili.“ nafngylling fylgir Atson leðurvörum Drangey Laugavegi Penninn Kringlunni Og í eftirdragi hafa þeir Gimma og Palla, leikna af Jóni Sæmundi Auð- arsyni og Davíð Þór Jónssyni. Ottarr: Þeir era algjörir fylgjend- ur, sérstaklega Palli. Það er fullt af veseni sem skapast bara af því að þeir era svo vitlausir. Grímur: Við teljum að hlutverkið hans Palla sé það erfiðasta í mynd- inni. Davíð Þór er þriðji leikarinn sem tók það að sér. Hilmir Snær var fyrstur, en hann var rekinn, eða rak sig sjálfur. Síðan kom Guðmundur Haraldsson, en gekk ekki upp, en Davíð Þór fékk hlutverkið þegar hann hitti Jonna á Kaffibamum. Óttarr: Karakteramir era mjög trúverðugir, en lenda kannski í meiri ævintýram en líklegt er. Og við unn- um þá með það í huga að þetta væra alvöra karakterar, klassískir Reyk- vískir smákrimmar. Þetta verður allt frekar fyndið, svona eins og þegar maður les fréttir um misheppnaða glæpamenn í blöðunum. En það er kannski meira stuð hjá okkur. Hér er troðið í 90 mínútur það sem tæki venjulega smákrimma nokkur ár að upplifa. Vildi bara aðalhlutverk Grímur bjó í París á tímabili og lék þar blaðasala í stuttmynd, sem sýnd hefur verið hérlendis. Eitt sinn er hann kom heim var „Jonni nýkominn úr fangelsi og var með handritið klárt og hafði gert ráð fyrir mér. Hann hafði beðið mig einhverjum áram áð- ur um að leika í myndinni og ég sagði að það yrði að vera aðalhlutverk. En svo skýrir hann annan karakter í myndinni eftir mér, en ég var alltaf kaliaður Gimmi, einsog persónan sem Jón Sæmundur leikur. Þannig þróaðist það.“ Eftir að hafa leikið í Óskabörnum þjóðarinnar hefur Grímur leikið í smáhlutverk bæði í 101 Reykjavík og Englum alheims- ims. Óttarr var mun reyndari leikari, en hann lék í Sódóma Reykjavík og einnig í fyrri mynd Jonna Ein stór fjölskylda. „Ég hafði aldrei leikið svona stórt hlutverk. En þetta var mjög gaman og auðvitað ofsalega lærdómsríkt,“ segir Óttarr. „Við voram að í á þriðja mánuð. Þetta var erfiðara en maður hefði ímyndað sér.“ „Samkvæmt planinu áttu tökudag- amir ekki að vera nema þrjátíu en urðu yfir fimmtíu, þannig að vinnan var miklu meiri en mann óraði fyrir í byrjun," samsinnir Grímur. „Svona í takt við myndina þá lent- um við í endalausu veseni í tökum líka, sem lengdi tökutímann," ígrand- arÓttarr. Handklæði eyðilagði eina nótt - Ekki fuku sviðsmyndirnar? Óttarr: Það var stundum vesen með þær, þurfti jafnvel að skipta um sviðsmynd. Við höfðum ekki alltaf leyfi tíl að skjóta, svo var verið að misþyrma og beinbijóta leikara... “ Grúnur: Svo gleymdist eitt hand- klæði og þá var sú nótt ónýt, og þá fékk einhver úr leikmyndinni að fjúka... Óttarr: Og ráða þurfti nýjan í hans stað, og allt í þessum dúr. En ég held að þessi aukna vinna hafi skilað sér í betri mynd. Þá kom í ljós það sem mátti bæta. - En hvervar beinbrotinn ? Grúnur: Ég. Það var í partíi sem var verið að mynda og löggan kemur. Hinrik Ólafsson sem er stór og mikill maður, kemur aftan að mér og tekur fast utan um mig. Það era hnappar á erminni á löggubúningunum sem raðast niður á þrjú rifbein og... [brothljóð], ég fann beinin brotna. Óttam Þetta era stórhættulegir búningar. Grúnur: Og ég hrandi í gólfið. Ég er handtekinn, leiddur út og sýni engan mótþróa. Þá er ég rifbeins- brotinn, því ég varð að vinna þannig alla nóttina. Óttarr: Jonna fannst bara „bögg“ að rifbeinsbrotna. Grímur: En svo gat ég hvflt mig hjá mömmu á hálfan mánuð. En síð- an vora slagsmál milli okkar félag- anna, og þá fór hællinn á skónum hans Jóns Sæmundar í mig og þá fóra tvö rifbein í viðbót. Óttam Þetta er fimm rifbeina bíó- mynd. Grúnur: En það er ekkert annað hægt að gera en að draga andann djúpt. Harðasti leikstjórinn - Langar ykkur að leika í annarri bíómynd? Óttarr: Ég myndi alla vegana hugsa mig vel um áður. Það sem hefllaði mig við þessa mynd var hand- ritið. Það var strax mjög þétt og gott, og ástæðan fyrir því að ég stökk á þetta. Maður myndi ekki nenna að standa í þessu ef maður væri ekki viss um að útkoman yrði skemmtileg, sem varð úr. Grímur: Mér líst mjög vel á mynd- ina. - Er Jonni svona góður leikstjóri? Óttarr: Jonni er mikill sögumaður, góður sögumaður og styrkurinn í myndinni er að grannurinn er mjög góður. Skemmtilegir karakterai’ sem fljóta vel í gegn, og klippingin hans Sigvalda Kárasonar ýtir undir sög- una. Jonni er líka gjörsamlega ódrep- andi, það segir enginn nei við hann. Þannig að þótt að hlutimir taki hann stundum aðeins lengri tíma, þá nær hann alltaf því sem hann vill. Hann hlýtur þvi að teljast góður leikstjóri. Grímur: Hann skrifar skemmtileg handrit, en hann er harðasti leik- stjóri sem ég hef komist í kynni við. Óttarr: Hann lætur ekki bjóða sér hvað sem er, sem er frábær kostur fyrir útkomuna, en getur verið svo- lítið erfitt fyrir leikarana. - Eitthvað að lokum ? Grúnur: Bless. Óttarr: Og góða ferð. fWmS r / ■ r r - lætur til skarar skríða á DVD Kemur í verslanir á morgun, 27. nóvember Diskarnir eru tveir og eru troðfuliir af aukaefni. • Þáttur um gerð myndarinnar. • Heimildarþáttur um skylmingarþræla Rómaveldis. • Þáttur um sjónrænar brellur myndarinnar. • Atriði sýnd sem sleppt var úr í upprunalegri bíóútgáfu. • Útlistanir Ridley Scott's á einstökum atriðum myndarinnar og margt margt fleira. Einn eigulegasti DVD titillinn til þessa. skifan.is - stórverslun á netinu S K l-F A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.