Morgunblaðið - 26.11.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 26. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Jón Viðar Jónsson verður með kynningar á
verkum Jóhanns Sigurjónssonar í Lista-
klúbbi Þjóðleikhússins næstu tvö mánu-
dagskvöld. Hann ræðir hér við Súsönnu
Svavarsdóttur um kynningarnar.
TVÆR dagskrár helgaðar verkum
Jóhanns Sigurjónssonar verða í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans
mánudagskvöldin 27. nóvember og
4. desember. Dagskrárnar eru í til-
efni af fimmtíu ára afmæli Þjóð-
leikhússins og hefjast klukkan
20.30 bæði kvöldin. Umsjónarmað-
ur er Jón Viðar Jónsson og leik-
stjórn er í höndum Ingu Bjarna-
son.
í fyrri dagskránni verður fjallað
um fyrstu skref Jóhanns á braut
leikskáldsins en síðari dagskráin
verður helguð Fjalla-Eyvindi sem
er núkominn út hjá JPV-forlagi í
nýrri gerð sem Jón Viðar Jónsson
hefur unnið með hliðsjón af loka-
gerð verksins á dönsku.
Skugginn er leikrit sem Jóhann
Sigurjónsson samdi á dönsku ung-
ur að árum í Kaupmannahöfn og
hefur aldrei verið þýtt á íslensku
eða flutt opinberlega.
Síðasta syning
í kvöld
Islenski dansflokkurmn
Morgunblaðið/Þorkell
Dr. Jón Viðar Jónsson ásamt Ingu Bjarnason, leikstjóra, og leikurunum Sigurði Skúlasyni, Gunnari Gunnsteinssyni, Hinriki Ólafssyni, Sveini Þ. Geirs-
syni, Guðrúnu Stephensen og Vigdísi Gunnarsdóttur. Á myndina vantar Erlu Ruth Harðardóttur og Sigurð Karlsson.
Ný, íslensk
sjónvarpsmynd
Nýstárleg
tilraun fyr-
ir sjónvarp
og útvarp
FRUMSÝND verður í kvöld ný ís-
lensk leikin heimildarmynd er nefnist
„Þá yrði líklega farin af mér feimni“.
Leikstjóri og handritshöfundur er
María Kristjánsdóttir. Verkið er liðm-
í verkefnaskrá Reykjavíkur - menn-
ingarborgar Evrópu 2000 og er unnið
í samvinnu Sjónvarpsins og Útvarps-
leikhússsins er verður flutt samtímis í
kvöld í Sjónvarpinu á Rás 1. Þar segir
frá Jóhönnu, ungum dagskrárgerðar-
manni, sem er á höttunum eftir konu
aldarinnar á götum Reykjavíkur. Er
meðal annars byggt á dagbókum
Elku Bjömsdóttur verkakonu og
textum Málfríðar Einarsdóttur rit-
höfundar. Að sögn Maríu Kristjáns-
dóttur er þetta tilraun til að semja
verk sem hæfir bæði útvarpi og sjón-
varpi. „Upphaflega átti þetta að vera
saga fjögurra kvenna og hvemig kon-
ur nái máli í Reykjavík á 20. öldinni.
Vægi þeirra fjögurra breyttist eftir
því sem handritsgerðinni fleygði fram
og ídagbókum verkakonunnar Elku
Bjömsdóttur varð það æ meira.
Verkið gerist í nútímanum en farið
er aftur í tímann með notkun á gömlu
myndefni og rituðum heimildum,“
segir María.
I aðalhlutverkum em Marta Nor-
dal, Halldóra Geirharðsdóttir, Krist-
björg Kjeld og Stefán Jónsson.
Dramatúrg er Bjami Jónsson og tón-
list samdi Margrét Ömólfsdóttir.
Hljóðupptaka var í höndum Georgs
Magnússonar og kvikmyndatöku-
maður var Sigurður Sverrir Pálsson.
w** i
Inga Bjai-nason og Dr. Jón Viðar.
Jón Viðar segir það þó mjög
áhugaverðan áfanga á skáldbraut
Jóhanns.
„Þetta er fyrsta leikrit Jóhanns
Sigurjónssonar í fullri lengd sem
varðveitt er,“ segir hann, „og sýnir
að hann hefur snemma verið heill-
aður af þessu listformi og reynt að
tileinka sér lögmál þess. Verkið er
samið undir sterkum áhrifum frá
Ibsen sem er frægasta leikskáld
heims á þessum tíma.“
Tímamótamaður í
íslenskum bókmenntum
Hvenær skrifaði Jóhann þetta
verk?
„Það er ekki vitað nákvæmlega
hvenær hann skrifaði það en það
hefur verið á fyrstu árunum í
Kaupmannahöfn, ég myndi telja
1902 eða 1903. Þá er hann búinn að
taka þessa ákvörðun sem gerir
hann að tímamótamanni í íslensk-
um bókmenntum - ekki bara leik-
bókmenntum - að gerast skáld.
Það sem er merkilegt við þetta
leikrit er að þarna koma fram ýmis
þemu og minni sem hann á eftir að
vinna úr í stóru verkunum sínum,
til dæmis Fjalla-Eyvindi en þó
einkum í Galdra-Lofti. Leikritið
fjallar um mann sem er á flótta
undan fortíð sinni - sem er þessi
skuggi sem hann er að reyna að
forðast en eltir hann uppi. Þetta er
verk sem er samið af skáldi með
fremur litla lífsreynslu og ber þess
merki á ýmsan hátt en það er engu
að síður ljóst að það eru ákveðnar
spurningar, ákveðin hugarfóstur,
sem leita sterkt á Jóhann og hann
er að glíma við. Halldór Laxness
sagði um skáld að það væri eins og
þau fengju eitthvert gallerí af pers-
ónum að gjöf og það er greinilegt
að það hefur átt við um Jóhann, því
þarna koma fram persónur sem
eiga sér hliðstæðu í hans stóru
karakterum, eins og Höllu, Lofti
og Steinunni.
Jóhann var mjög leitandi á þess-
um árum, bæði í trúarlegum og sið-
ferðislegum efnum. Hann hafði
glatað þessari einföldu barnatrú
sem hann var alinn upp við og tek-
inn að sökkva sér niður í alls konar
heimspekinga sem þá voru nýmóð-
ins, ekki síst Nietsche."
Endanlega gerðin aldrei
verið flutt hér á landi
Seinni dagskráin sem verður
flutt 4. desember, er tileinkuð
nýrri útgáfu á Fjalla-Eyvindi og er
hér um tímamótaútgáfu að ræða að
því leyti að þarna kemur í fyrsta
skipti á prenti ný gerð verksins
sem tekur mið af hinni dönsku
lokagerð.
„Verkið kemur fyrst út á dönsku
1911 og ári síðar á íslensku," segir
Jón. „Þessar tvær gerðir eru
nokkurn veginn samhljóða. Hálfu
ári eftir að leikritið kom út á
dönsku var það frumflutt í Dagmar
leikhúsinu í Kaupmannahöfn og
fyrir þá sýningu voru gerðar ýmsar
breytingar á hinum prentaða texta,
hann styttur verulega og ákveðn-
um efnisatriðum breytt. Þegar
verkið er aftur prentað á dönsku
1913 og síðan einnig 1917, þá er
þessum breytingum haldið þar
inni. Þessar útgáfur sýna því loka-
gerð textans frá hendi Jóhanns.
Leikritið hefur þrisvar sinnum
komið út á íslensku eftir þetta og
þær útgáfur fylgja allar nákvæm-
lega íslensku frumprentuninni frá
1911 - sem er einfaldlega ekki rétt-
ur texti. Það var því löngu orðið
tímabært að gefa verkið út í endur-
skoðaðri gerð. Við leiklesum kafla
úr þessari gerð í Listaklúbbnum og
það má kannski segja að með þess-
ari útgáfu sé Fjalla-Eyvindur loks-
ins kominn heim úr útlegð."
• ÚT er komin bókin Adda trúlof-
ast eftir Jennu og Hreiðar Stefáns-
son.
í fréttatilkynningu segir: „Þetta
er síðasta bókin
um Öddu. Adda
stendur nú á
mörkum æsku og
fullorðinsára.
Hún er langt
komin með
menntaskóla-
námið en í sumar-
leyfinu starfar
hún á sjúkrahús-
inu í heimabyggð sinni. Margt gerist
í lífi hennar og hún kynnist ýmsum
hliðum mannlífsins í sorg og gleði. í
bókai'lok verða tímamót í lífi Öddu;
hún lýkur menntaskólanum, kveður
bernskuheimili sitt og heldur vong-
löð til fundar við framtíðina með
þeim ástvini sem hún hefur valið sér.
Öddu-bækurnar eru meðal vinsæl-
ustu barna- og unglingabóka sem út
hafa komið á Islandi og eru fyrir
löngu orðnar sígildar. Þær segja
heillandi sögu ungrar stúlku en um
leið er brugðið upp forvitnilegri
mynd af íslensku samfélagi um mið-
bik 20. aldar.“
Útgefandi er Skjaidborg ehf. Bók-
in er!02 bls. Verð: 1.980krónur.
-----*-+-*---
Nýjar bækur
Marta Nordal og Ilalldóra Geir-
harðsdóttir í „Þá verður farin af
mér feimni".
Fjalla-Ey-
vindur heim
úr útlegð