Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 296. TBL. 88. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þingkosningar fara fram í Serbíu Stj órnarflokk- unum spáð af- gerandi sigri Belgrad. AFP. AP Pakkavandinn leystur SERBAR ganga að kjörborðinu í dag í annað sinn á þrem mánuðum og kjósa að þessu sinni fulltrúa á þing landsins. Forseti landsins frá 1987, Slobodan Milosevic, tapaði í haust fyrir Vojislav Kostunica, frambjóðanda DOS, bandalags 18 flokka sem áttu það sameiginlegt að vera á móti Milosevic. Bandalaginu er spáð stórsigri í þingkosningun- um, í könnunum hefur það fengið allt að 71% fylgi. Sósíalistaflokkn- um, sem Milosevic fer enn fyrir, er spáð 13% atkvæða. Rússland Nafn Wall- enbergs hreinsað Moskvu. AFP. RÚSSAR hafa veitt Svíanum Raoul Wallenberg uppreisn æru, 53 árum eftir að þeir tóku hann af lífi án dóms og laga. Talsmaður rússneskra sak- sóknara sagði að Wallenberg hefði verið úrskurðaður fórnar- lamb pólitískra ofsókna sov- éskra yfirvalda. Wallenberg var starfsmaður sænska sendiráðsins í Búda- pest í seinni heimsstyrjöldinni. Hann bjargaði þúsundum gyð- inga frá fangabúðum nasista með því að útvega þeim sænsk vegabréf. Björgunarstarf Wall- enbergs var unnið með vitund og vilja sænskra og banda- rískra yfirvalda. Rání Svíþjóð Stokkhólmi. AFP. VOPNAÐIR þjófar rændu síðdegis í gær sjálfsmynd eftir hollenska list- málarann Rembrandt og tveim verkum eftir franska impressjónist- ann Renoir úr ríkislistasafninu í Stokkhólmi. Þjófarnir ganga enn lausir. Verðmæti verkanna mun vera ríf- lega 2,5 milljarðar íslenskra króna. Ræningjarnir fóru inn á safnið rétt fyrir lokun, vopnaðir skammbyssum og riffli. Fjöldi manns varð vitni að því þegar þeir urðu á brott með verkin. Fóru þeir um borð í lítinn bát skammt frá safninu og hurfu út í skammdegismyrkrið. „Þetta voru fagmenn," sagði talsmaður Stokk- hólmslögreglunnar. „Það lítur helst út fyrir að einhver hafi samið við þá um að ræna verkunum." Kosningabaráttan þykir hafa ver- ið daufleg. Hafa sósíalisUr kvartað yfir því hjá skrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÓSE, í Belgrad að þeir hafi verið hindraðir í að kynna almenningi stefnu sína. DOS hefur ákveðið að Zoran Djindjic, einn af þekktustu leiðtog- um bandalagsins, verði forsætisráð- herra ef bandalagið myndar rík- isstjóm. „Markmið okkar er að losna við leifamar af stjórnarfari Milosevic og að kosningunum lokn- um munum við verða fær um það,“ sagði Djindjie í viðtali við vikuritið NIN. Hann sagði að væntanleg rík- isstjóm myndi styðjast mjög við ráðgjöf sérstakrar nefndar sérfræð- inga og gerð yrði gangskör að því að berjast gegn spillingu. Beittu hótunum til að fá kosningunum flýtt Forsetaembættið er valdalítið og hafa því Kostunica og liðsmenn hans litlu fengið áorkað í umbótum í efnahagsmálum og fleiri mála- flokkum. Pólitískt vald er aðallega hjá þinginu en þar era sósíalistar og öfgafullir þjóðernissinnar, er studdu Milosevic, með meirihluta. Kjörtímabil þingmanna rennur ekki út fyrr en í september 2001 en DOS tókst að þvinga leiðtoga sósíalista til að samþykkja að kosningunum yrði flýtt og hótuðu að ella yrði efnt til nýrra götumótmæla. Var mynd- uð samsteypustjórn DOS og sósíal- ista til bráðabirgða fram að kosn- ingunum. ■ Niðurstaðan ráðin/25 PALESTÍNUMAÐUR varð sjálfum sér að bana og særði þrjá Israela með því að sprengja sprengju á kaffihúsi skammt frá ísraelsku land- námssvæði á Vesturbakkanum í gær, og þrír aðrir Palestínumenn féllu fyrir byssukúlum annars staðar á heimastjómarsvæðunum. í Wash- ington sögðu palestínskir sátta- fulltrúar, sem þar sitja fundi með ísraelum fyrir milligöngu Banda- ríkjamanna, að viðræðumar væra að sigla í strand. Haft var eftir ísraelskum sjúkra- liðum að sjálfsmorðsárásin á kaffi- húsinu hefði orðið með þeim hætti að Palestínumaðurinn hafi komið inn og Gloria Spaulding, sem býr í Hermon í Maine-ríki í Bandar íkjunum, stillti sér upp undir jólatrénu sem hún og maður hennar hafa undanfarin ár hengt neðan f loftið í stofunni hjá sér. Gerðu þau þetta vegna þess að jólapakkarnir voru svo margir að sprengt sjálfan sig í loft upp. Annars staðar á Vesturbakkanum felldu ísraelskir hermenn palestínskan dreng á táningsaldri þegar til átaka kom skammt frá borginni Hebron. Annar Palestínumaður var felldur þar skammt frá. Þá sagði fulltrúi ísraela að Palest- ínumaður, sem hafi verið að störfum í gróðurhúsi í landnámi gyðinga á Gaza-svæðinu hafi fallið fyrir kúlum Palestínumanna sem hefðu beint skotum sínum að nærliggjandi her- stöð. Palestínumenn segja aftur á móti að ísraelar hafi skotið manninn. í Washington sagði sáttafulltrúi Palestínumanna að viðræður deilu- þeir komust ekki allir fyrir undir trénu ef það stóð á gólfinu. Nú eru þjónin farin að láta tréð snúast auk þess að hanga niður úr loftinu. Þótt börnin séu flutt að heiman hefur þessi siður haldist á heimili Spaulding-hjónanna. aðila væra að sigla í strand, og bæri svo mikið í milli að Palestínumenn hefðu gengið af fundi á fimmtudags- kvöldið. Fundur með Clinton í dag Bill Clinton Bandaríkjaforseti mun funda með deiluaðilum í Hvíta húsinu í dag. Madeleine Albright, ut- anríkisráðherra, mun einnig sitja fundinn. Hún tók einnig þátt í við- ræðunum í dag, sem Dennis Ross, sendifulltrúi Bandaríkjanna í Mið- Austurlöndum, stýrði. Formaður samninganefndar Pal- estínumanna, Saeb Erekat, sagði ágreininginn djúpstæðan. Annar Bandaríkin Ihaldsmaður tilnefndur dómsmála- ráðherra Austin. Reuters. George W. Bush, verðandi forseti Bandaríkjanna, tilnefndi í gær íhaldsmanninn John Ashcroft, fyrr- verandi öldungadeildarþingmann, í embætti dómsmálaráðherra. Til- nefningin verður líklega umdeild því Ashcroft hef- ur beitt sér fyrir ströngu banni við fóstureyðingum. Ashcroft tap- aði sæti sínu í öldungadeOdinni í síðustu kosning- um og beið þá nauman ósigur fyrir demókratanum Mel Camahan, ríkisstjóra Missouri, sem lést skömmu fyrir kosningamar. Ekkja Camahans tekur við þingsætinu. Ashcroft var áður ríkisstjóri Missouri í tvö kjörtímabil. Hann hefur getið sér orð fyrir að vera mjög trúrækinn og er sonur prédik- ara í hvítasunnukirkjunni. Hann nam lögfræði og var ríkissaksóknari Missouri. Ashcroft hefur tekið harð- ari afstöðu gegn fóstureyðingum en Bush og stutt tillögu um að þær verði jafnvel bannaðar þegar um sifjaspell eða nauðgun er að ræða. Bush kvaðst hafa kannað feril Ashcrofts vandlega og vera fullviss um að hafa valið rétta manninn í embættið. Ashcroft væri réttsýnis- maður og myndi ekki láta pólitíska hagsmuni repúblikana hafa áhrif á störf sín. Repúblikanar hafa sakað Janet Reno, fráfarandi dómsmála- ráðherra, um að hafa dregið taum demókrata, meðal annars í deilu- málunum í tengslum við málshöfð- unina á hendur Bill Clinton forseta. ■ Bush bíða/24 palestínskur fulltrúi, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði: „Það lá við handalögmálum milli ísraelsku og palestínsku sáttafulltrúanna." Báðir deiluaðilar höfðu verið mun bjartsýnni á fimmtudaginn. Megin- deiluefnin nú era framtíð Jerúsalem, endanleg staðsetning landamæra og framtíð landnáms gyðinga og palest- ínskra flóttamanna. MORGUNBLAЮ 23. DESEMBER 2000 Fjórir Palestínumenn falla í óeirðum á heimastiórnarsvæðunum „Lá við handalögmál- um“ við samningaborðið Jerúsalem. Reuters.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.