Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 9

Morgunblaðið - 23.12.2000, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. DESEMBER 2000 9 FRÉTTIR Upptökur öryggismyndavéla oft gagnslausar Mikilvægt að huga vel að uppsetningu og viðhaldi SELJENDUR öryggismyndavéla og upptökubúnaðar segja of algengt að búnaðurinn reynist gagnslaus þegar á reynir. Helst kenna þeir um rangri uppsetningu, slælegu viðhaldi eða lélegum búnaði. Omai' Smári Armannsson, aðstoð- aryfírlögregluþjónn í Reykjavík sagði í Morgunblaðinu á miðviku- daginn að lögreglan hefði náð að upplýsa allnokkra þjófnaði og inn- brot með því að skoða upptökur úr öryggiseftirlitsmyndavélum. Oft væri það þó svo að upptökurnar reyndust ónothæfar, t.d vegna þess að myndavélarnar séu vanstilltar, staðsetning þeirra röng eða mynda- bandsspólurnar slitnar. Þá séu gæði öryggismyndavélakerfa afar mis- munandi. Ekki séríslenskt vandamál Seljendur öryggismyndavélakerfa sem Morgunblaðið hafði samband við tóku undir með Omari Smára. Jóhann Olafsson, sölustjóri Ör- yggismiðstöðvar íslands segir þetta vandamál ekki séríslenskt heldm- þekkt um allan heim. Hann segir af- ar mikilvægt að öryggismyndavéla- kerfum sé haldið vel við. Mynd- bandstæki sem er í gangi allt árið þurfi að yfirfara a.m.k einu sinni á ári og passa upp á að myndbands- spólumar séu ekki of slitnar. Margir gefist upp á því að endurnýja spólur eða halda búnaðinum við eftir nokk- urn tíma. Sé það ekki gert megi bú- ast við að upptökur verði afar lítils virði. Búnaður oft gamall og úr sér genginn Jóhann segir upptökur úr örygg- ismyndavélum í auknum mæli geymdar á tölvudiskum sem bjóði upp á mun meiri gæði. Slíkur bún- aður hafi verið of dýr fyrii' flesta en verð fari lækkandi. Jóhann bætir við að talsverð brögð séu að því að fyr- irtæki kaupi óvandaðan búnað í sparnaðarskyni. Hákon Farestveit, framkvæmda- stjóri Einars Farestveit hf. tekur í sama streng. Mikið sé af lélegum búnaði á markaðnum. Viðhald sé þó mikilvægt, jafnvel þó keyptur hafi verið góður og dýr búnaður. Þá verði að huga vel að uppsetningu mynda- vélanna. Hákon segir að reyndar noti margir öryggismyndavélar að- eins til að fæla frá þjófa og sleppi því að kveikja á upptökutæki. Slíkt sé þó yfirleitt skammgóður vermir. Þá sé talsvert af gömlum og úr sér gengn- um búnaði í notkun, þ.m.t. í banka- stofnunum. Erik Yeoman, tæknistjóri Vara leggur áherslu á að vandað sé til uppsetningar. Vel sé hægt að setja upp kerfi sem gagnast. Þá bendir Erik á að engar reglur séu í gildi hér á landi um hvaða kröfur myndavéla- kerfi þurfi að uppfylla til að upptök- ur verði teknar gildar sem sönnunar- gagn. Slíkt myndi að öllum líkindum verða til þess að auka gæði örygg- ismyndavélakerfa. Grjótvörn lögð í Þórs- nesi í Viðey GRJÓTVÖRN hefur verið lögð á tveimur stöðum í Þórsnesi á suð- austurhorni Viðeyjar. Þar hefur undanfarin ár orðið landrof vegna sjávargangs og hefur minjum frá tímum Milljónafélagsins á aust- urbakka Viðeyjar, Sundbakka, stafað hætta af náttúruöflunum. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, segir að Þórsnes sé trúlega eitt elsta örnefni í eynni og teng- ist það heiðinni trú. Gatnamálastjórinn í Reykjavík og Reykjavíkurhöfn tóku að sér að styrkja varnirnar á Þórsnesi og vann Suðurverk við fram- kvæmdina. Grjótið var flutt sjó- leiðina frá fastalandinu. Þórir segir að á öskudag fyrir nokkrum árum hafi gert suðvest- anofsaveður á stórstraumsflóði. Töluvert landbrot varð þá í eynni, bæði í Þórsnesi og vestur við Eiði. Ákveðið var að fara í lagfæringar til þess að bjarga Sundbakkanum. Morgunblaðið/Þorkell Ragnar Sigurjónsson, ráðsmaður í Viðey, við grjótgarðinn. G j af akort Kápur, peysur, buxur TESS Neðst við Dunhago Opið í dag iaugardag til kl. 22. sími 562 2230 aðfangadag kl. 10-12 Expresso kaffikönnur Klapparstíg 44, sími 562 3614 fyrir raf- magnshellur og gas. 6 stærðir Verð frá kr. 995. Bestu óskir um gledaegjólog gcef urí kt nýtt ár. Þökkum ánœgj uleg vicfskipti á tícínunrt árum. EN&UBÖRNÍN LAUGAVEGI 56, SÍMI 552 2201 Ríta TÍSKU VERSLUN Eddufelli 2, Bæjarlind 6 s. 557 1730, s. 554 7030 Iwleðilegr jól og farisæk komandi ár. Þökkuni við§kiptin á ái'iim. Póstsendum Jólagjöfin hennar fæst hjá okkur Mikið úrval af sloppum.náttfatnaði, nærfatnaði og velúrgöllum Gjafakort -Zelinei BODY • FORMING Laugavegi 4, sími 551 4473. t Glæsilegt úrval af hátíðar- og sportfatnaði í mjúka pakkann Næg bflastæði Pelsfóðurs- kápur og jakkar Ullarkápur og jakkarmeð loðskinni PELSINN Kirkjuhvoli, sími 552 0160. Raðgreiðslur í allt að 36 mónuði ólagjöfin hennar! Stuttir og síðir pelsar í úrvali Minkapelsar Tilboð 50% útborgun og eftirstöðvar vaxtalaust allt að 12 máituðum. Loðskinnshúfur Loðskinnstreflar Loðskinnshárbönd Klassískur fatnaður Bocace-skór Þarsein vandlátir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.